Helgarpósturinn - 22.12.1983, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 22.12.1983, Blaðsíða 17
r HAFA Á Eiginhandaráritun hans er á bankaseölunum, sem við hérna á skerinu eyðum stöðugt um efni fram. Hann hefur mjög snyrtilega rithönd. En hver er hann? Þeirri spurningu verður ekki leitast við að svara í viðtalinu. En hvað um þá staðhœfingu að Jóhannes Nordal sé valdamesti maður á Islandi. Er ekki erfitt að mœla völd? Hvað segir hann sjálfur? ,,Það er fjarri öllu lagi.“ En ertu þá valdafíkinn? ,,Það fer eftir því við hvað þá átt. Eg hef ekki sóst eftir völdum í þeim skilningi. Ég hef verið skipaður í störf að frumkvœði annarra, en ég hef ekki sóst eftir metorðum. Hinu neita ég ekki, að ég hef áhuga á að tekið sé tillit til þeirra skoðana sem ég fylgi, þar sem ég starfa. Mér finnst eðlilegt, úr því að ég hef skoðánir á málum, sem ég vinn að, að ég reyni að halda þeim fram, og beini kröftum mínum að því að sannfœra aðra um að þœr séu réttar En ég hef ekki áhuga á að vera seðlabankastjóri vegna þess eins að það sé þœgilega launað og nokkurs metið starf. Ég vil vera í því vegna þess að það gefur mér tœkifœri til að fást við verkefni sem skipta máli. “ sömu tækifæri til að kynnast sér eldra fólki einsog þeir höfðu þegar ég var unglingur. Mér hefur tekist að hafa mikið samband við börnin mín. Það er mikilvægt fyrir okkur öll . að svo sé.“ Hvað finnst þér gaman? (Jóhannes Nordal veit ekki alveg hvernig hann á að taka þessu). ,,Ja, mér þykir yfirleitt aldrei leiðinlegt, hvað sem ég fæst við. Mér finnst ég hafa það frekar skemmtilegt en hitt. En ég játa að mað- ur vinnur að mjög mis-skemmtilegum hlutum, og þeir sem maður vinnur með eru mjög mis- skemmtilegir.“ t»ú ert laxveiðimaður. ,,Ég fer í veiðitúra á sumrin. Það er mín helsta útivera. Þetta er skemmtilegt og af- slappandi. Tvennt er mjög gott við veiðiskap- inn. Maður verður svo upptekinn af honum, að það er auðvelt að gleyma sér, og engin hætta á að maður fari að hugsa um vaxtamál og gengi. Annað er það að veiðiskapurinn er skipulagður löngu fyrirfram. Það rekur á eftir manni að fara. Ein af hættunum við mín störf er nefnilega sú að maður taki sér lítið eða ekk- ert sumarfrí. Það er oft mikið um að vera á sumrin. Margt fólk kemur erlendis frá, sem maður þarf að sinna. Og á sumrin eru fáir til að vinna að þeim verkefnum, sem upp koma.“ Nú rís Seðlabankahúsið óðfluga af grunni. Það hefur þótt geysistórt í sniðum og byggingin sætt gagnrýni. ,,Það er byggt yfir Seðiabankann á sama hátt og aðrar stofnanir. Byggingin er ætluð til þess að rýma starfsemina, og beinlínis miðuð við þær þarfir sem hún kallar á. Seðlabankinn varð sjálfstæð eining 1961. Við höfum alltaf búið í ófullnægjandi húsnæði, í samkrulli tveggja banka. Seðlabankinn er í mörgum húsum, og að miklu leyti í leiguhús- næði. Strax í upphafi árið 1961 var ákveðið að byggja hús, en það dróst að finna heppilegán stað. Fyrir tíu árum varð svo ágreiningur um staðsetningu bankans svo að hætt var við framkvæmdir. En það er ekki spurningin hvort Seðlabankinn þarf að byggja, heldur hvenær. 1973 var deilt á bygginguna á þeim forsendum að þá væri of mikil þensla í þjóðfé- laginu, og að þetta yrði til þess að auka enn á spennuna. Núna er samdráttur, ef ekki kreppa. Ég held sjálfur að það sé heppilegra að byggja húsið núna, þegar ekki er verið að keppa um vinnuaflið við atvinnuvegina." Hvad um gagnrýnina á húsið? „Það er alveg ljóst að Seðlabankinn þarf að byggja einu sinni en það hús á að nægja í heila öld. Hvað stærðina varðar, þá gerir húsið lítið meira en að rúma starfsemi Seðlabankans og Reiknistofu bankanna. Þessar stofnanir hafa svipaðar öryggiskröfur, og í nýja húsnæðinu er líka meira pláss fyrir öryggisgeymslur. Hús- næðið er ekki íburðarmeira en gengur og ger- ist nú til dags. Þetta er svipað og þegar ein- staklingur flytur í einbýlishús, þá dettur hon- um ekki í hug að fara í jafnþröngt húsnæði. Það er sjálfsagt að rýmka nokkuð um og bæta aðstöðuna.“ Það hefur þótt nokkurt fjölmenni, sem starfar fyrir Seðlabankann, á íslenskan mælikvarða. „Það vinna 124 hjá bankanum. A síðustu tíu árum hefur þeim fjölgað um 20%. Það er mun minna en í öllum öðrum þáttum í opinberum rekstri. Og starfsfólki bankans á ekki eftir að fjölga á næstu árum.“ Tekurðu gagnrýni nærri þér? „Já, mér finnst alltaf leiðinlegt að vera gagn- rýndur, sérstaklega þegar það er frekar gert af illkvitni en sanngirni. Ymislegt sem sagt er um Seðlabankann og nýja húsið er ekki sann- gjarnt. En ég ætla ekkert að undanþiggja mig gagn- rýni. Menn hafa gott af henni, og margt má betur fara. Það breytir ekki því að mér finnst sumir hafa fengið þetta Seðlabankahús fuli- mikið á heilann. Ég sé ekkert óeðlilegt við það að þessi starfsemi fái eigið þak yfir höfuðið. Þegar við flytjum inn þá hefur Seðlabankinn verið starfandi í 25 ár. Margir koma sér upp húsnaéði fyrr." l :■ -■■■: *.-•1 i'' » •* ‘ r' .... ..

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.