Helgarpósturinn - 22.12.1983, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 22.12.1983, Blaðsíða 32
M ■ V BHenn muna eftir hvellin- um sem varð vegna athugunar sem gerð var á vegum iðnaðarráðuneyt- isins á sparnaðar- og niðurskurðarT lerðum hjá Rafmagnsveitum ríkis- ins. Nú er stutt í næsta hvell: Hann verður hjá Orkustofnun eftir ára- mótin. Þá verður birt ný skýrsla um uppstokkun og sparnað hjá henni, en Orkustofnun hefur iengi þótt eitt kostnaðarsamasta báknið í ríkisbú- skapnum. Það er hópur undir stjórn sérstaks trúnaðarmanns Sverris Hermannssonar iðnaðarráðherra við þetta verkefni, Hannesar Þ. Sigurðssonar, sem gerir skýrsl- una.... || ■ ■ eimildir kunnugar Morgun- blaðinu herma að þar stefni í nokkr- ar breytingar á næsta ári, m.a. hvað mannaforráð varðar. Er talið líklegt að styttist í að Björn Bjarnason verði gerður formiega að aðstoðar- ritstjóra eða jafnvel ritstjóra. Þá er einnig talið trúlegt að Agúst Ingi Jónsson, sem verið hefur frétta- stjóri í afleysingum fái þann titil á árinu.... ins og aiþjóð er kunnugt, hafa fimm nýir menn bæst við í heiðurs- launafiokk Alþingis. Þrír listamenn í heiðurslaunaflokki hafa látist á ár- inu og er því þetta fjölgun um tvo. Saga fjölgunarinnar er ekki alveg jafn sjálfsögð og fjölmiðlar hafa greint frá. Það stóð nefnilega alls ekki til að fjölga heiðurslaunþegum. Menntamálanefndir beggja þing- deilda Alþingis sem um þessi mál fjalia greiddu í fyrstu aðeins at- kvæði um þrjá menn og hlutu flest atkvæði þeir Jón Nordal, Jóhann Briem og Matthías Jóhannessen. Það vakti hins vegar athygli að Matthías hlaut öll sex atkvæði sjálf- stæðismanna. Þegar atkvæða- greiðslan var um garð gengin, kom- ust sjálfstæðismenn að því í skelf- ingu sinni að þeir höfðu steingleymt öðrum manni sem þeir eru hliðholl- ir, nefnilega Hannesi Péturssyni skáldi. Nú voru góð ráð dýr. Ekki var hægt að ónýta atkvæðagreiðsl- una og kippa Hannesi inn í staðinn fyrir Matthías en hins vegar mundi það vera ansi kauðalegt ef sjálf- stæðismenn hefðu tekið Matthías fram yfir Hannes. Það varð úr að lokum að sjálfstæðismenn komu að máli við þingmenn hinna flokkanna og báðu þá um að samþykkja fjölg- un um tvo listamenn í viðbót. Eftir nokkuð þref var þessi tillaga sam- þykkt og Jóni Helgasyni og Hannesi var hleypt inn í hlýjuna, svo nú geta allir unað glaðir við sitt. Eða hvað...? E HSSins og frá var skýrt í síðasta HP risu mikiar öldur innan stjórnar Handknattleikssambands Islands og var allt útlit fyrir það um tíma að boðað yrði aukaþing og kjörinn nýr formaður sambandsins. Nú mun hafa tekist að setja niður deilur a.m.k. í bili og verður Friðrik Gudmundsson áfram formaður sambandsins. Áhrif hans munu þó ekki verða mikil og er sagt að Jón Erlendsson ráði nú mestu hjá sam- bandinu og flestir stjórnarmanna standi á bak við hann. Það munu einkum vera fjáröflunarmál sam- bandsins og hvernig að þeim er staðið sem vakið hafa deilur innan þess, en fjárhagsstaðan mun lítið hafa batnað þrátt fyrir allt bröltið. Mikið þarf til að standa í skilum þótt ekki sé nema við landsliðsþjálfar- ann Bodan sem mun vera á sann- kölluðum ráðherralaunum hjá sam- bandinu... Ö " vík um að verslun Hagkaupa þar í bæ verði lokað sem slíkri en Skelj- ungur taki yfir húsnæðið. Er sagt að komið hafi á daginn að staðsetning verslunarinnar sé röng og viðskipt- in hafi brugðist að verulegu leyti. l harðnandi krepputíð bregða ýmsir góðir menn á leik. Mikil og vegleg veisla verður haldin í Grill- inu á Hótel Sögu á nýárskvöld. Það eru ýmsir ungir menn á uppleið í viðskiptaheiminum sem hafa tekið höndum saman og hyggjast fagna nýju kreppuári á viðeigandi hátt. Munu bisnessmennirnir hafa haldið sams konar böll tvisvar sinnum áð- ur og í bæði skiptin uppselt á gleð- ina. Sömu sögu er að segja nú, og komust mun færri að en vildu. Ljón- in ungu ætla ekki að snæða neinn dónamat og hafa því sérpantað ferskan ál frá Danmörku og ný, fersk jarðarber frá Kaliforníu sem verður sérstaklega flogið til íslands í tilefni samkomunnar. Til að gera nóttina sem gleðilegast stóð til að hafa gistingu á Hótel Sögu innifalda í miðaverðinu og halda líflega kampavínsmorgunveislu næsta morgun. Því miður strandaði þessi áætlun á því leiða fyrirkomulagi hótelanna að banna Reykvíkingum að gista í gistihúsum borgarinnar nema eitthvað sérstakt liggi við, svo sem húsbruni, jarðskjálftar o.s.frv. Hins vegar eru veislugestir stað- ráðnir í að skemmta sér tvöfalt um kvöldið. Við vorum reyndar hér um bil búnir að gleyma miðaverðinu á kreppuhátíðina. Hann kostar 2.900 krónur litlar. Hjón sem fara á þessa hátíð og fá sér nokkur glös eftir mat- inn og léttan næturverð eru því komin hátt í tíuþúsundkall... T alið er líklegast að Páll Magnússon, Síðdegisvökumaður hljóðvarpsins, hreppi stöðu þing- fréttamanns sjónvarpsins nú þegar Ingvi Hrafn Jónsson lætur af henni eftir gott starf. Þá herma heimildir að Omar Ragnarsson fréttamaður hafi áhuga á að losna úr fréttum til að sinna þáttagerð frekar, og mun Emil Björnsson fréttastjóri vera því hliðhollur. Ef þannig fer er trúlegt að Ingvi Hrafn taki við starfi Ómars í innlendum fréttum sjónvarpsins.... imanum varð hált á svellinu í jólaauglýsingaharkinu nú í desem- ber. Auglýsingamanni þar var laus höndin og kippti heilu síðunum út úr jólagjafahandbók,,sem DV hafði látið vinna upp, og birti síðan undir haus Tímans. En auðvitað komst upp um kauða og eftir langar og strangar samningaviðræður milli Tímans og DV féllust hinir fyrr- nefndu á að greiða tugþúsundir til DV í sáttaskyni. Og svo er talið að Tímanum hafi ekki tekist að rukka neitt inn af fyrrnefndum auglýsing- um, enda auglýsendur ekki ætlað inn í Tímann með jólagjafakynning- ar sínar. Það eru því sannmæli að kapp er best með forsjá, meira að segja í hinum hatramma slag, sem logar á auglýsingamarkaðnum, þar sem öll brögð eru notuð og flest tal- in gild... J «SÍF ólin eru sögð hátíð friðar og hátíð kaupmanna. Svo vill til að friður og bissniss geta farið saman á þessari hátíð. Það sannreyna Flug- leiðir nú því félagið flytur hvorki meira né minna en 300 stykki af friðarsinnum frá meginlandi Evrópu til Chicago í Bandaríkjun- um, — væntanlega á friðarfund þar vestra.... A il^^^lmenna bókafélagið hefur lengi rekið stóran og gamalgróinn bókaklúbb, eins og kunnugt er, og hafa komið út hjá honum bækur af hinu fjölbreytilegasta tagi. Nú heyr- um við að hjá AB sé í undirbúningi að skipta bókaklúbbnum í tvær deildir, einn klúbb fyrir svokallaðar fagurbókmenntir en annan fyrir ,,non-fiction“, þ.e. bækur af öllu öðru tagi. HP Þetta er si'ðasta tölublað Helgarpóstsins fyrir jól og jafnframt það síðasta á ár- inu.' HP kemur næst út fimmtudaginn 5. janúar 1984. Sjáumst! sí. OcV 1 ÆGISUTGAFAN Læknirinn í litla þorpinu er oröinn gamall og tregur til að taka upp nýja starfshætti. Hann bregst illa viö þegar ungur læknir, Philip March, flyst í nágrenniö og sjúklingarnir leita frekar til hans. Dóttir gamla læknisins, Laura, stendur meö fööur sínum og þolir illa vinsældir nýja læknisins, en ýmsir óviðráðanlegir atburðir valda því aö leiöir hennar og Philips liggja hvaö eftir annaö saman. Yngri systir hennar, Barbara, sér aftur á móti ekki sólina fyrir hinum unga og glæsilega lækni og grípur til heldur vafasamra ráöa til aö vekja athygli hans á sér. Þessi bók er skrifuð af kínversku skáldkon- unni Han Suyin, en hún er löngu orðinn heimsfrægur rithöfundur. Hún hefur skrifaö margar metsölubækur en Doktor Han er þeirra þekktust og hefur veriö kvikmynduö. Sagan segir frá ástarsambandi kínversks kvenlæknis og Englendings sem kynnast í Hong Kong. Hún menntuð Asíukona trú þeim heföum er uppeldiö hefur kennt henni og hann vesturlandamaöur meö gjörólíkan bakgrunn. Þeirra ólíku uppeldisáhrif spanna gegnum þessa margþrungnu ást- arsögu og gefa henni stórkostlegan bak- grunn. Sagt hefur veriö aö Han Suyin segi sína eigin sögu í þessari bók. í þessari bók er fjallaö ítarlega um öll stjörnumerkin. Þar eru skýröir kostir og gallar í fari karla og kvenna í hinum einstöku merkjum. Hvers vegna er maki þinn sífellt aö skipta um áhugamál? Er hann kannski „Tvíburi". Er vinur þinn þrjóskur? Þá er hann líklega í „Nautinu". Finnst þér augun hennar lesa sálu þína? Er hún kannski „Sporödreki?" Þær eru margar kunnuglegar skýringarnar í þessari bók af þeim sem þú þekkir og umgengst. Þú finnur fljótlega í hvaða merki viökom- andi er án þess aö vita hvaöa mánaðardag hann eða hún eru fædd. Hegöan þeirra skýrir þaö allt. Verð kr. 494.- Verö kr. 494.00.- Verð kr. 697.80.- 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.