Helgarpósturinn - 22.12.1983, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 22.12.1983, Blaðsíða 19
Mér þykir vænt um þessa konu segir Steinunn Jóhannesdóttir sem leikur Tyrkja-Guddu —- Þetta hlutverk leggst mjög vel í mig. Þad hefur verið ákaflega spennandi að glíma við þessa konu, segir Steinunn Johannes- dóttir leikkona sem fer með hlut- verk Tyrkja-Guddu í samnefndu leikriti dr. Jakobs Jónssonar frá Hrauni. Verkiö verður frumsýnt annan í jólum í Þjóðleikhúsinu. — Þetta er erfitt hlutverk, eink- um að því leyti að það spannar ævi Guðríðar í hálfa öld, segir Steinunn. Að öðrum þræði er því leikritið um ævi hennar, byggt á þjóðsögum og skrifuðum heimild- um en á hinn bóginn er þetta trú- arlegt verk, þar sem ýmis spurn- ingarmerki eru sett við samband guðs og manna. — Sagan hefur verið Guðríði óhagstœð gegnum tíðina? — Já, þjóðsagan lýsir Tyrkja- Guddu sem gribbunni sem giftist sálmaskáldinu. Samkvæmt þjóð- sögunni er Guðríður kona sem missti guðstrú sína og endur- heimti hana aldrei fullkomlega. í verki séra Jakobs er einmitt tekist á við þessa þjóðsögu. Það má segja að meginþemað sé viðbrögð Guðríðar við örlögum sínum; hin innri barátta við ytri aðstæður og þann guðdóm sem leggur á hana þrautir og kvaðir á litríkum ævi- ferli. Það ber að hafa í huga að guð þess tíma sem leikritið gerist á, 17. öldinni, er refsiguð og guð yfir- valdanna. Guðríður er efasemda- manneskja og neitar að leggja sama afdráttarlausa skilning í guð þeirra tíma og samtíðarmenn hennar. Hún hafði dvalið níu ár í ánauð meðal múhameðstrúar- manna líkt og þeir 400 íslendingar sem rænt var. Það er því sennilegt að hún hafi numid aðrar hug- myndir um menningu og trúmál en tíðkuðust á íslandi. — Sú söguskoðun er einnig ríkj- andi að Guðríður hafi ekki verið Hallgrími samboðin? — Það er rétt. Guðríður hittir Hallgrím þegar hann er ungur menntamaður. Hún var hins veg- ar alþýðukona með mikla lífs- reynslu að baki, nýkomin úr þrælaprísund. Aðeins 10% af fólk- inu sneri aftur til íslands og það ríkti ákveðinn ljómi yfir því í fyrstu. Sú birta fór þó fljótlega af og fordómarnir og ásakanirnar tóku að dynja á þessum fyrrver- andi þrælum. Guðríður fór síður en svo varhluta af þessum rógi og ekki bætti úr skák að hún var sjálf- stæður persónuleiki með sínar efasemdir og skoðanir. Leikritið undirstrikar á einkar sterkan hátt reynslu og þroska þessarar konu og að mínu viti dregur það fram sterka mynd af hinni mannlegu reisn Guðríðar. — Finnst þér þið Guðríður eiga eitthvað sameiginlegt? — Já, sameiginlega ást á Hall- grími Péturssyni, segir Steinunn. — Það hefur alla vega gefið mér mikið að setja mig inn í hugar- heim hennar og samtíð. Mér þykir afar vænt um þessa konu, Guðríði. — Hvernig hefur undirbúningur þinn verið? — Eg hef haft ágætan tíma til að setja mig inn í hlutverkið. Ég hef lesið allt sem ég hef komist yfir um Guðríði og 17. öldina á Islandi. Það hafa einnig verið skrifaðar merkilegar ritgerðir um Guðríði og sambúð hennar við Hallgrím Pétursson. f því sambandi vil ég einkum nefna ritgerðir þeirra Halldórs Laxness og Sverris Kristj- ánssonar. Æfingar hófust í októ- ber og það var skemmtilegt að hefja æfingar eftir að hafa sett sig inn í tíðarandann og manneskjuna Guðríði. Það er ekki alltaf að leik- urum er gefinn góður tími til æf- inga og undirbúnings. — Hvernig eru taugarnar fyrir frumsýningu? — Þær eru bara góðar, þakka þér fyrir. Þetta er að vísu stærsta hlutverk sem ég hef leikið á leik- sviði en mér finnst ég vera vel undir það búin, segir Steinunn Jó- hannesdóttir að lokum. -IM „Það hefur gefið mér mikið að setja mig inn I hugarheim Tyrkja-Guddu," segir Steinunn JÓhannesdóttir leikkona. BOKMENNTIR Saga Eysteins og sjónarmið Vilhjálmur Hjálmarsson: Eysteinn í eldlínu stjórnmálanna. Ævisaga Eysteins Jonssonar fyrrum ráðherra og for- manns Framsóknarflokksins, I. hluti. Vaka (ártal vantar), 358 bls. Eysteinn JÓnsson er vafalaust meðal merkustu stjórnmálamanna þessarar aldar. Hann hefur lengst verið ráðherra á íslandi, eða rúm 19 ár, þar af full þrettán ár sem fjár- málaráðherra. Eysteinn sat 41 ár á þingi og var allan þann tíma í forystusveit Fram- sóknarflokksins. Ævisaga hans hlýtur því að vekja mikla athygli. Þetta fyrsta bindi henn- ar nær til 1942. Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrum alþingis- maður og ráðherra, ritar sögu Eysteins. Vil- hjáimur segir söguna mestan part sjálfur og leitar víða fanga, m.a. í gerðabækur Fram- sóknarflokksins og minnisblöð Eysteins, en auk þess er skotið inn beinum frásögnum Eysteins sjálfs um einstaka þætti. Þessi að- ferð hefur bæði kosti og galla. Helsti gallinn er sá að lesendur fá minna frá Eysteini sjálf- um en margur hefði kosið. Margt er gott um frásögn Vilhjálms. Hann nauðaþekkir auðvitað Eystein, Framsóknar- flokkinn og pólitíkina og hefur kannað .mikl- ar heimildir. Frásögnin er hlýleg, skemmti- leg og skilmerkileg. Vilhjálmur er hins vegar ekki fræðimaður heldur stjórnmálamaður. Það kemur fram í ýmsu. í fyrsta lagi er frásögnin ekki óhlutdræg. Vilhjálmur skýrir að vísu frá viðhorfum margra, en eins og við er að búast dregur hann taum Eysteins og Framsóknarflokks- ins. T.d. er greint frá tveimur kjördæma- breytingum í bókinni án þess að fjalla um hve ákaflega kjördæmaskipanin var hag- stæð Framsóknarflokknum á þessum tíma, en þetta skýrir hvers vegna andstæðingum flokksins var svo mjög í mun að ná fram breytingum. Frásögn Vilhjálms er hins veg- ar hófsöm og hlutdrægnin er í sjálfu sér ekki aðfinnsluverð í verki sem þessu, þó hún rýri auðvitað gildi þess sem almennrar stjórn- málasögu. í öðru lagi fylgir Vilhjálmur málum ekki ævinlega nægilega vel eftir. Dæmi um þetta er frásögnin af stjórnarmyndun Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks 1934, þegar al- þýðuflokksmenn höfnuðu JÓnasi Jónssyni sem forsætisráðherra. Því hefur verið haldið fram að þessi atburður hafi ekki einungis verið runninn undan rifjum alþýðuflokks- manna; þessi afstaða Alþýðuflokksins hafi ekki verið sumum Framsóknarmönnum óljúf og þeir jafnvel haft um þetta nokkurt frumkvæði. Það er því ákaflega fróðlegt að heyra hvað Eysteinn hefur um þetta að segja. Eysteinn segir það ósatt með öllu að Framsóknarflokkurinn hafi verið óheill í stuðningi sínum við Jónas til að mynda stjórnina. Hann hefði myndað hana ef al- þýðuflokksmenn hefðu ekki þverneitað því. Vilhjálmur skýrir frá því að í þingflokknum hafi Jonas fengið yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða og öll atkvæði í miðstjórn, en þing- mennirnir kusu ekki þar. Þetta er merkileg frásögn, en hér hefði mátt spyrja nánar. Vill Eysteinn beinlínis neita því að einhverjir þingmenn Framsóknar hafi unnið gegn stjórnarmyndun Jónasar? Um það er hann ekki spurður. í þriðja lagi er tilvísun til heimilda ábóta- vant. Vilhjálmur getur að vísu oftast heim- ilda, en ekki alltaf og stundum ónákvæmt. T.d. er vitnað í ummæli Arna frá Múla varð- andi „eiðrofsmálið", en ekki getið um hvað- an þau eru. Þá má nefna að sömu ummælin úr fundargerð miðstjórnarfundar 1938 eru tilfærð tvisvar í gæsalöppum (bls. 106 og 219), en ekki eins. Vekur það grun um að ekki hafi verið kostað nægilegs kapps um að birta beinar tilvitnanir orðréttar. Þrátt fyrir ýmsa minniháttar galla er þetta stórmerk bók. Um marga hluti eru sjónar- miðum Eysteins gerð prýðileg skil. Sem dæmi má nefna frásögnina af „stjórn hinna vinnandi stétta" sem tók við völdum 1934. Glögglega kemur fram hversu harkaleg á- tökin milli stjórnarsinna og sjálfstæðis- manna voru. Athygli vekur hversu mikla á- herslu Vilhjálmur leggur á samgang sjálf- stæðismanna og nasista. Vitnar hann í þessu sambandi m.a. til bréfs alþýðuflokksmanna til framsóknarmanna varðandi hugsanlega flokksstjórn Sjálfstæðisflokksins 1933, en þar segir „að Sjálfstæðisflokkurinn mundi þá sitja urn hvert tækifæri til að styrkja vald sitt með einræði og ofbeldi." Vilhjálmur tel- ur að „svarta hættan" hafi verið „fram- sóknarmönnum og alþýðuflokksmönnum méira en heppilegt tilefni til árása á and- stæðinginn." Það má vera — en hvort raun- veruleg ástæða var til einhvers ótta í þessa áttina er allt annað mál. Fróðlegt er að bera saman frásögn Eysteins og það sem fram kemur í hinu mikla verki Matthíasar Johannessen um Ól- af Thors, en óhjákvæmilega er að hluta til fjallað um sömu hluti í þessum verkum. Þetta á ekki síst við um Kveldúlfsmálið og „eiðrofsmálið". í báðum tilvikum er frá- sögnin í bókinni um Eystein glögg — og í báðum tilvikum stangast hún í veigamiklum atriðum á við það sem segir í ævisögu Ólafs. Hér verður engin tilraun gerð til þess að skera úr þessum ágreiningi, en bæði þessi mál verðskulda ítarlega umfjöllun fræði- manna, þó einhverjar staðreyndir verði e.t. v. aldrei upplýstar. Varðandi „eiðrofsmálið" má þó segja, að þeir Hermann og Eysteinn virðast hafa trúað því, að Ólafur Thors hafi gefið drengskaparheit um að Sjálfstæðis- flokkurinn myndi ekki styðja kjördæma- breytingu árið 1942. Hins vegar er ekki ljóst hvort sú var raunin — eða hvort Ólafur hafi „platað" Hermann og Eystein, án þess þó að rjúfa beinlínis nein heit. Ýmislegt fleira mætti tína til athyglisvert úr ævisögu Eysteins. Þar má nefna frásögn- ina af klofningi Framsóknarflokksins 1933, þegar Bændaflokkurinn var myndaður, sem þó hefði kannski mátt vera ítarlegri. Þá er túlkun Eysteins á klofningi Alþýðuflokksins og Alþýðusambandsins og samstarfi sjálf- stæðismanna og sósíalista í verkalýðshreyf- ingunni einkar eftirtektarverð. Eysteinn segir; „í þessari viðureign létu sjálfstæðisforingjarnir sína menn styðja kommúnista gegn alþýðuflokksmönnum þar sem því varð við komið... Á þessu tíma- bili öðluðust foringjar sjálfstæðismanna og kommúnista því æðimikla samstarfs- reynslu. Þeir höfðu í samstarfi brotið al- þýðuflokksvaldið í verkalýðsfélögunum á bak aftur til þess að veikja Alþýðuflokkinn og liða hann í sundur. Þetta gerðu sjálf- stæðismenn í því skyni að veikja „ásinn" Al- þýðuflokkur og Framsóknarflokkur — og keppikeflið var að ná frá þeim meirihluta- aðstöðu á Alþingi svo að erfitt yrði úr því að ganga framhjá Sjálfstæðisflokknum — skólabókardœmi um valdatafl." Eysteinn telur að þessi afstaða sjálfstæðismanna hafi átt „mikinn þátt í því, hve kommúnistar hafa komist hér langt í mismunandi bún- ingi... á kostnað Alþýðuflokksins". Sjáfsagt eru ekki allir sáttir við þessa túlkun Eysteins, en ekki verður fjallað um hana hér. Þegar á heildina er litið er ákaflega mikill fengur að þessari bók og menn bíða spenntir eftir framhaldinu. Frágangur bókarinnar er yfirleitt snotur. Prentvillur eru þó of margar og skrýtinn trassaháttur að geta ekki um út- gáfuár. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.