Helgarpósturinn - 22.12.1983, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 22.12.1983, Blaðsíða 8
er í stórum dráttum kunnara en svo að það þurfi að rekja — ára- mótaskaup, skemmtanir í öllum afkimum norðurhjarans, plötuút- gáfa, kabarettar, sjónvarpsleik- rit... Á fáeinum árum varð ung- lingurinn feimni úr Hafnarfirði langþekktasti skemmtikraftur þjóðarinnar, þótt ekki væru allir á eitt sáttir um hvað flugið væri hátt. Margir góðkunningjar hans segja að hann sé í raun ekki síður feim- inn nú en þá. Sjálfur segir hann að sér væri hérumbil fyrirmunað að standa uppi á sviði í eigin persónu, en þegar hann sé kominn í eitt af sínum fjölmörgu gervum gegni allt öðru máli, þá opnist allar gáttir. Bryndís Schram starfaði með Ladda í fjögur ár við gerð barnatímans í Sjónvarpinu: „Laddi á undarlega auðvelt með að skoppa úr einni persón- unni yfir í aðra, en sína eigin per- sónu reynir hann eftir fremsta megni að fela. Það hvarflaði jafn- vel að mér að hann hefði svolitla minnimáttarkennd. Undir lokin var ég farin að þekkja á hann, en lengi vel var það þannig að mér tókst ekki að draga upp úr honum orð ef hann var ekki með hattkúf á hausnum eða gervitennur uppí sér. En þegar hann er kominn í hlutverk Þórðar húsvarðar eða Eiríks Fjalars, þá skortir hann aldrei orð. Hann hefur firnamikla hæfileika, sérstaka hæfileika — kannski að einhverju leyti vegna þess hvað hann er lítillátur, hann ber mikla virðingu fyrir starfinu og leggur sig alltaf allan fram við það sem hann gerir." Andrés Indriðason tekur í sama streng: „Mér hefur ailtaf virst Laddi fremur hlédrægur, næstum því feiminn. Ég held að undir niðri sé hann kannski ekki sá spaugari sem hann er útávið. Undir niðri er hann alvarlega þenkjandi að mörgu leyti og kannski ekki jafn harður í horn að taka og margir gætu kannski haldið. Ég held að Halli bróðir hans hafifrekar verið hinn drífandi kraftur þegar þeir fóru fyrst að skemmta saman. Hins vegar hef ég ekki unnið mik- ið með honum hin síðari ár og finnst ekki ólíklegt að hann hafi herst eitthvað og eflst í lífsins ólgu- sjó." Hlédrægni, hógværð, lítillæti, feimni — alténd er vart það mannsbarn á landinu sem ekki þekkir andlitið. „Þegar Laddi er annars vegar fer fólk alltaf að spauga eitthvað og hann er aldrei lengi að taka við sér og svara í sömu mynt,“ segir Guðný Halldórsdóttir kvikmynda- höfundur og kunningjakona Ladda um árabil. „En oft held ég að hann langi mest að vera voða- lega einlægur og sleppa öllu gríni. Hann hefur til dæmis sagt mér að sér líði oft illa í strætó þegar fólk ' er að abbast upp á hann og reyna að fá hann til að sprella." Eins og aðrir leikarar þarf Laddi góða leikstjórn, en það hlýtur líka að vera draumur hvers leikstjóra að komast í efnivið eins og Ladda. Það geta allir verið dáldið fyndnir stundum, en Laddi er svo mikið talent að hann gerir gott betur. Hann er mjög gefandi sem leikari, hefur svo góða tækni og tæmingu — getur maður notað svona orð? — að það er hreint undragott að vinna með honurn." Andrés Indriðason tekur í _ sama streng: „Ég held að Laddi sé einn þeirra leikara sem hvern leikstjóra dreymir um. Hann er að vissu leyti eins og leir sem hægt er að móta úr, gerir það sem fyrir hann er lagt fljótt og örugglega, og bætir við." „Aðalstyrkleiki Ladda er hvað hann á auðvelt með að impró- vísera," segir Hrafn Gunnlaugs- son, sem margoft hefur leikstýrt Ladda. „Hann er einn af þeim ör- fáu leikurum sem ég þekki sem geta impróvíserað hérumbil áreynslulaust. Hann getur unnið útfrá fáeinum gefnum orðum og ákveðinni sitúasjón án þess að stirðna upp, eins og gerist svo oft. Það er þessi fljótandi og hug- myndaríka túlkun sem er hans aðalkostur að mínu viti. Ef ég á að reyna að gera mér grein fyrir helstu göllum hans sem leikara, þá er það kannski helst hvað hann hefur fengið litia reynslu í því að leika mikla dramatíska geðshrær- ingu. Það er auðvitað fyrst og fremst spurning um þjálfun og ögun. Manni, sem leikur í flestum tilvikum leikstjóralaust eins og Laddi, hættir náttúrlega svolítið til að fara þá leið sem honum finnst auðveldust hverju sinni, vegna þess einfaldlega að það er enginn til að stýra honum inn á flóknari refilstigu. Þetta er kannski hans Akkillesarhæll í leiklistinni. En ef hann fær að njóta sömu aðstöðu og aðrir, þá er ég ekki í vafa um að þarna er alveg feiknamikili lista- maður á ferð. Hitt er svo annað mál að það er alltaf litið á skemmtikrafta og kómíkera sem einhvers konar annars flokks listamenn. Það er auðvitað bölv- aður misskilningur. í flestum til- vikum er miklu erfiðara að gera gott grín, heldur en eitthvert endemis grátþrugl." Sú saga er sögð af Alfreð Andréssyni, ástsælum grínleikara og skemmti- krafti hér á árum áður að honum hafi eitt sinn verið falið að leika lík í blóði drifnum harm- leik eftir Shakespeare. Hlutverkið fólst eingöngu í því að að láta bera sig inn á sviðið á börum undir lok leiksins, stífan eins og ná. Sagan segir líka að verr hefði ekki verið farið að velja í þetta einfalda hlut- verk — salurinn í gamla Iðnó hafi bókstaflega rifnað úr hlátri þegar Alfreð birtist á sviðinu og ekki kyrrst aftur fyrr en persóna hans var á bak og burt. Nú ber flestum þeim sem þekkja til Ladda saman um að hugur hans standi til þess að fara út á nýjar brautir í leiklist- inni, veigameiri brautir vildu kannski einhverjir segja, að minnsta kosti brautir sem kennd- ar eru við meiri alvöru. En á mað- ur sem er orðinn slíkur erkigrínisti í augum þjóðarinnar, spaugarinn mesti í augum sumra en argasti lágkúrumeistari í augum annarra, sér viðreisnar von á brautum alvörunnar? Verður ekki bara hlegið? „Það eru auðvitað margir leikar- ar sem hafa fest í svona hálfgerðri trúðsmynd," segir Haraldur/ Halli. „Ég er ekki í vafa um að Laddi getur leikið alvarlegri hlut- verk rétt eins og annað, hann er ekkert síður hugsandi og alvar- lega þenkjandi en aðrir menn..En stóra spurningin er auðvitað sú hvernig fólk tekur honum sem’ slíkum, hvort það getur yfirhöfuð ímyndað sér hann sem annað en grínara og skemmtikraft. Ladda langar eins og sjálfsagt flestalla að fá að reyna sig á fleiri sviðum, þá á ég ekki endilega við einhver stórkostleg dramatísk hlutverk, en hann langar að leita fyrir sér víðar. Það er auðvitað góð reynsla út af fyrir sig að vera skemmtikraftur, en það teygir ekki mikið á manni til lengdar, maður verður dálítið leiður á því. Ég vildi gjarna fá að sjá hann tak- ast á við alvarlegri hlutverk ein- hvern tíma. Nú, svo má ekki gleyma því að hann er loksins orð- inn fullgildur meðlimur í stéttinni, kominn inn í leikarafélagið, þótt hann hafi enga leiklistarskóla- menntun." Leikarafélagið, vel á minnst. Inntökubeiðni Ladda í Félag ís- lenskra leikara var loks samþykkt á fundi nú í haust eftir mikið þref. Sú leið að hleypa skemmtikröft- um á borð við hann inní svo virðu- legt stéttarfélag var talin allvara- söm — næst kæmi kannski Magnús Ólafsson og knýði dyra um inngöngu. „Innan okkar hóps," segir Egill Eðvarðsson kvikmyndagerðar- maður, góðvinur Ladda úr Sjón- varpinu forðum tíð, „var Laddi ævinlega kallaður Þórhallur Sig- urðsson ekki leikari, til aðgrein- ingar frá öðrum Þórhalli Sigurðs syni sem hefur þetta ágæta fag- heiti. Ég man að menn voru ekki alveg sáttir við það þegar honum var synjað um inngöngu í Félag ís- lenskra leikara, manni fannst að þarna væri maður sem ætti ekki síður en aðrir rétt á að fá að spreyta sig á leiksviði." Sú skóla- ganga sem leikarar hafa er auðvit- að allra góðra gjalda verð, en starfsreynsla á borð við þá sem Laddi hefur er nokkuð sem er fá- gætt hér í leikarastétt og þótt víð- ar væri leitað." Hrafn Gunnlaugsson: „Það er alveg nýskeð að hann var loks tekinn inn í leikarafélagið eftir ítrekaðar tilraunir. Þó er hann sennilega búinn að afla því félagi meiri tekna en flestir aðrir með því að koma fram sem leikari í fjölmiðlum og á hinum ólíkleg- ustu stöðum. Eg er líka stórefins um að margir leikarar af þessari kynslóð hafi jafnmikla leikara- hæfileika frá náttúrunnar hendi, og því finnst mér synd hvað hann hefur í raun og veru fengið lítið að spreyta sig á alvöruþrungnari verkefnum." egar jólin fara eilítið að sjatna í mönnum nú á annan eins og kallað er, gefst þjóðinni loks tækifæri til að sjá þennan um- _ Einar Kárason Þer djöflaeyjan rís 8 HELGAREOSTURINN „Hin nýja skáldsaga Einars Kárasonar er skemmti- legasta íslenska skáldsagan sem ég hef lengi lesið . .. allar þessar mörgu persónur verða sjálf- stæðir og lifandi einstaklingar sem mann dauðlang- ar að kynnast enn betur.. . Ég trúi ekki öðru en læsir íslendingar noti nú tækifærið þegar það gefst og fylgist með frá byrjun . . .“ Sveinbjörn I. Baidvinsson, Morgunblaðinu „Frásögnin er iðandi af lífi, krafti og fjöri; málfarið frumlegt, óheflað og lífrænt. Höfundur hefur sótt á brattann og færist nú meira í fang en áður. Metnað- urinn augsýnilega nægur.“ Matthías V. Sæmundsson, DV „í þessari sögu tekst Einari Kárasyni mætavel upp við ætlunarverk sitt. Hann kallar fram lifandi mynd af fjölskrúðugu mannlífi sem ekki er alltaf eftir hversdagsnótum góðborgarans." Gunnlaugur Ástgeirsson, Helgarpóstinum „En skemmtileg er þessi saga og fjörið gott í frásögninni, söguramminn fyllist greiðlega af húsum, pollum, lykt, Ijósi og fólki... verður gaman að fylgjast með því hvað höfundur gerir næst við þá súpu sem nú kraumar glatt á hans hlóðum." Ámi Bergmann, Þjóðviljanum |M| qefumqóðarbœkur Mál iMl og menning Tónllst á iTveriu heimili umjólin í TJARNARBÆ „Svlvirtir áhorfendur" eftir Peter Handke þýðing: Bergljót Kristjáns- dóttir leikstjóri: Kristln Jóhann- esdóttir lýsing: Egill Árnason hljóð: Sveinn Ólafsson leikmynd og búningar: Har- aldur Jónsson Frumsýning fimmtudag 29. des. kl. 20.00 f Tjarnarbæ. 2. sýn. föstud. 30. des. kl. 20.00 Miðapantanir I sima 17017 og 22590. Félagar! Muniðgrimuballið 22. des. kl. 21.30 f F.S.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.