Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 3
lyienntastofnun og allt það . . . Þessi lifandi skúlptúr hafði það vandasama hlutverk með hönd- um að setja Listadagana i MA. \\\\\\\\\ ☆Sæludagarog N menningarvökur allra ‘‘handa setja nú mjög , svip á lífið í mennta- og fjölbrautaskólum landsins. Um daginn sögðum við hér í blaðinu frá svonefndum Lagningardögum í Mennta- skólanum við Hamrahlíð, en nú eru það nemendur Menntaskólans á Akureyri sem hafa gerst menningar- legir og halda þessa vikuna fjölbreytta Listadaga. Listadagarnir voru settir árla morguns mánudaginn 19da og var það þessi undravera, lifandi skúlptúr kalla þeir það víst fyrir norð- an, sem hafði þann starfa með höndum. Mun verkið hafa setið hreyfingarlaust á stóli uppá sviði þegar gestir gengu í salinn, en staðið upp N eftirgóðastund, sagt \ Listadaganasettaog horfiöá \ brott við svo búið. Levndar , heimildir innan MA \ . lafa lætt þvíaðokkurað innan klæða hafi verið ungur\ maður, Finnur Malmquist að nafni. \ Annars erýmislegt N hnýsilegt á dagskrá Lista- \ daganna, sem lýkur með \ kaffisamsæti á laugardag- \ \ \ inn. Nemendur hafastaðið fyrir myndlistarsýningu, Ijós- myndasýningu og tónleika- haldi og auk þess hafa gestir streymt að; Alþýðuleikhúsið með leikþáttinn Tilbrigði við önd, Ólafur Haukur Símonarson með lestur úr eigin verkum og ísfirska hljómsveitin Grafík með frumsamda tónlist. í kvöld, fimmtudagskvöld, verða svo tónleikar með hljómsveitinni Pax Vobis; áföstudag verður sýnd kvikmyndin Þrá Veroniku Voss í Borgarbíói (,,ég man ekki betur en að þið Póstar hafið hælt henni uppúr öllu velsæmi," segir fréttasendill okkar á Akur- eyri) og þvínæst fjölbreytt kvöldvaka. Á laugardaginn verður sem áður segir kaffi- samsætið með verðlauna- afhendingu fyrirframúrskar- andi list og flutning æðri tón- listar. Eini hængurinn á er þessi, hnýtir fréttaritarinn geð- vonskulega aftan við tilskrif sitt: ,,að sjálfsögðu veður uppi full kennsla þessa dagana, ekki nokkurglóra í því, náttúrlega, en þetta er jú menntastofnun og allt það“ . . .★ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ Microbee „Nr. líÁstralíu64 Microbee „Tölva framtíðarinnar!66 Microbee Fæst á ótrúlega lágu kynningar- verði, aðeins kr. 14.800,- með skjá! Hversvegna félag makalausra? „Einhleypingar þurfa að eignast sitt félag eins og aðrir minnihlutahópar. Þetta kemur til með að verða hagsmunafélag okkar og skemmtifélag, sem vinna mun að hagsmunamálum makalausra einstaklinga í efna- hagslegu og félagslegu tilliti." - Hvenær ætliði að stofna þennan selskap ein- stakra? ,,Það er stefnt að stofnfundi þann 28. apríl. Nú þegar eru starfandi margir undirbúriingshópar sem vinna að okkar málum, svo sem skattamálum einhleypra, jafn- réttismálum þeirra, húsnæðismálum, skipulags- og skemmtimálum, svo ég nefni eitthvað." - Telurðu að þetta félag verði f jölmennt? „Það er engin leiðað segja til umfjöldann. Einhleypir í landinu munu nú vera einhversstaðar milli fjögur og sex þúsund talsins. Að vísu eru ekki til nákvæmar tölur um þetta ennþá á Hagstofunni, en starfsmenn þar eru sem stendur að vinna að talningu á okkur sem líklega mun Ijúka í haust. En ég vona að allir verði með, þó óneitan- lega sé einhleypni feimnismál hjá sumurn." - Eiga einhleypingar undir högg að sækja á ís- landi? „Já, í hvívetna. Hagur okkar er að mörgu leyti fyrir borð borinn í þjóðfélaginu, samanber húsnæðismálin, en okkur er gert nær ókleift að kaupa okkur húsnæði. Við höfum mun minni lánamöguleika hjá húsnæðisstjórn- inni, en þeir eru í besta falli helmingi minni en það sem fólk fær sem er í sambúð. Tekjustofnar okkar eru einnig færri. Þess utan hafa einhleypingar minni vaxtafrádrátt frá tekjuskattstofni en fólk i sambúð.“ - Einhleypingar verða sem sagt útundan í samfé- lagsmunstrinu? „Það mundi ég ætla. Það er gjörsamlega allt í þjóð- félaginu miðað við kjarnafjölskylduna. Allar innréttingar samfélagsins og samskiptamöguleikar fólks er þar inni- falið. í reyndinni eru einhleypingar taldir skrítnir og hart- nær afbrigðilegir fyrir þann lífsstíl sem þeir hafa kosið sér. Enda þekkja allir það aðhafd sém er að fólki um að stofna til hjúskapar og eignast afkomendur.“ - Þú talaðir áðan um að félag ykkar einstakra yrði að nokkrum hluta skemmtifélag. Hvað áttirðu við? „Því er til að svara að viðsem unnið höfum aðstofnun þessa félags óttumst mjög þann fábreytileika sem ríkir í samskiptum fólks. Þar er í raunini aðeins um tvennt að velja. Annarsvegar rándýra skemmtistaði þar sem gengið er út frá því vísu að menn séu á makaveiðum. Hinsvegar ýmis formleg félög eins og karlakóra eða Dale Carnegie sem enginn þolir að vera í endalaust. Við viljum auka möguleikana í þessum efnum, jafnvel koma okkur upp félagsheimili þar sem einhleypir geta gengið óhræddir inn og skemmt sér án þess að verið sé að kássast upp á þá með þeim hætti sem tíðkast í maka- veiðilendum skemmtistaðanna. Málið er einfaldlega það að við sem érum að stofna þetta félag einstakra manna höfum í hyggju að vera einhleypir áfram og vilj- um því forðast uppeldismiðstöðvar tilfinningasam- banda. Menn eiga að geta lifað og skemmt sér maka- lausir í friði.“ - SER. Við greindum frá því nýlega í blaðinu að til stæði að stofna félag einhleypinga í Reykjavík. Margir hafa hringt til okkar og viljað fá nánari upplýsingar um þennan verð- andi selskap manna, enda þá makalausir sjálfir. Hér kemur svo viðtal við einn helsta hvatamanninn að stofn- un félagsins, Örn Sævar Þorleifsson. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.