Helgarpósturinn - 29.03.1984, Qupperneq 6
INNLEND YFIRSÝN
Skattsvikarar tölvuvæSast
Ríkisstjórnin fór að líta í kringum sig um
daginn til að reyna að hafa uppi á peningum
til að fylia upp í fjáriagagötin. Þá sagðist
Steingrímur Hermannsson forsætisráð-
herra Scuinfærður um að ríkið ætti von á
stórauknum tekjum cif söluskatti. Hann
sagði í samtali við DV 22. mars, að ákveðið
væri að treysta og herða innheimtu sölu-
skattsins og sagðist ekki vera í vafa um að
stórar upphæðir myndu þannig skila sér.
Sama dag og forsætisráðherra viður-
kenndi á þennan hátt að stórar fjárhæðir
skiluðu sér ekki í ríkiskassann, að mikið
væri svikið undan skatti, sendi Garðar
Valdimcirsson skattrannsóknastjóri kæru
sína um meint skattsvik fyrirtækisins Land-
véla hf. og aðild tölvufyrirtækisins Tölvers
hf. að málinu til Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins. Söluskatts- og bókhaldssvikin eru talin
nema a.m.k. 10 milljónum króna og hér er
sennilega um að ræða stærsta skattsvika-
mál, sem upp hefur komist hér á landi í
seinni tíð.
Þetta mál virðist renna stoðum undir það
sem ýmsir hafa haldið fram um áraraðir: að
söluskattsvik nemi hundruðum milljóna
króna á ári hverju. Hækkun söluskatts fyrir-
tækja vegna athugana skattrannsókna-
deildarinnar í fyrra nam tæpum fimm millj-
ónum króna, en taiið er víst að margir
sleppi í gegnum fremur lausriðið net skatta-
eftirlitsins. Nú eru uppi bollaleggingar um
að þrengja þetta net svo færri komist í gegn.
En hert eftirlit er síður en svo auðvelt í
framkvæmd. Það sýnir aðferðin við meint
skattsvik fyrirtækisins í Kópavogi ijósiega.
aðferðin sem talið er að hafi verið notuð er
ný af nálinni og kom Skattrannsókncirdeild-
inni í opna skjöldu. Skattsvikin virðast
nefnilega hcifa verið unnin í tölvu, svikin
beinlínis forrituð inní tölvubókhald fyrir-
tækisins. Söluskatti hefur þannig verið
hægt að stinga undan með kerfisbundnum
hætti. Séu sakargiftir í málinu réttar er hér
um að ræða fyrsta „tölvuglæpinn" sem upp
kemst hér á landi.
Við þessu var auðvitað að búast, því
notkun tölva í bókhcddi fyrirtækja hefur
farið hraðvaxandi hér á landi sem annars
staðar. Tölva getur auðveldað skattsvik á
sama hátt og hún getur auðveldað önnur
hvítflibbaverkefni.
Þegar möguleika til að góma skattsvikara
ber á góma er erfitt að verjast samlíking-
unni við nálina í heystakknum. Alls munu
um 25 manns sinna skattaeftirliti hér á
landi, þar af 18 hjá Skattrannsóknadeild rík-
isskattstjóra. Það segir sig sjálft, að ógjöm-
ingur er fyrir þessa 25 menn að fara ofan í
saumana á þeim 9000 fyrirtækjum sem eru
starfandi hér á landi. Og söluskattskyld
fyrirtæki skila söluskattskýrslum mánaðar-
lega.
Það sem gerir skattaeftirlitinu erfiðcist
fyrir er hinn síaukni fjöldi undanþága frá
söluskatti, sem hleypt er í gegnum kerfið
fyrir pólitískan þrýsting. Ef engar undan-
þágur væm fyrir hendi væri eftirlitið leikur
einn, en með undanþágunum, t.d. á mat-
vöm og á ýmsum vélum og tækjum fyrir
landbúnað, iðnað og sjávarútveg, hafa
skapast möguleikar á að dulbúa söluskatt-
svikin og fela þau fyrir skattayfirvöldum.
Fyrirtæki sem versla bæði með söluskatt-
skylda og ósöluskattskylda vöm hafa hér
mesta möguleika. Þau geta komist hjá því
að borga ríkissjóði söluskatt sem þau þó
hafa innheimt hjá viðskiptaaðila sínum.
Tökum dæmi um fyrirtæki A, sem selur
fyrirtæki B vöm sem B ætlar að nota. B
greiðir A söluskatt. En A greiðir söiuskatt-
inn ekki áfram til ríkissjóðs. í staðinn gefur
A upp þessa sölu til B eins og B væri endur-
söluaðili vömnnar. Viðskipti af því tagi em
ósöluskattskyld, A heldur eftir söluskattin-
um og bókhaldinu er breytt til síimræmis. i
tölvubókhcddi nægir að breyta forritinu -
tölvan sér um restina.
eftir Hallgrím Thorsteinsson
Nú er svo komið, að hundmð vömteg-
unda em ekki söluskattskyld. Nefna má
olíu og rafmagn til húshitunar, ýmiss konar
vélcir og tæki í samkeppnisiðnaði og í undir-
stöðuatvinnuvegunum, sem fyrr segir.
Fyrirtækið Landvélar selur margs konar
varahluti til fiskisldpa; dæiur, slöngur o.þ.h.
Nú síðast var tollur og söluskattur afnum-
inn af tölvum og tölvubúnaði.
Skattrannsóknadeild ríkisskattstjóra hef-
ur yfir að ráða tölvuprógrammi sem velur
úr þau fyrirtæki sem mesta möguleika hafa
á „bókhaldsfiffi" af því tagi sem nefnt var að
framan. Starfsmenn deildæinnar hafa samt
litla möguleika á að kanna bókhald þeirra
allra, e.t.v. 100 fyrirtækja á mánuði. Hver
athugun kostar ferð í fyrirtækið og slíkar
athuganir tcika því sinn tíma.
Innan skamms er gert ráð fyrir að fjár-
málaráðherra leggi fram mótaðar tillögur
um hert eftirlit með söluskattsvikum og
öðrum skattsvikum. Þessar tillögur varða
meðal annars undanþágurnar og hugsan-
lega bragarbót hjá þeim aðilum sem hafa
með eftiriitið að gera; skattstofunum, ríkis-
skattstjóra og skattrannsóknadeild og enn-
fremur er gert ráð fyrir að tillögumar miði
að því að draga úr þeim seinagangi sem
verið hefur á gangi skattsvikamála í kerfinu.
í þessu tilliti beinist athyglin að Rannsókn-
arlögreglunni, saksóknara og dómstólum.
„Lagaform þessara mála má eflaust bæta,
en sjálft eftirlitið fer mest eftir þeim mann-
afla sem við það starfar," segir Ámi
Kolbeinsson, deildarstjóri í fjármálaráðu-
neytinu. Eftirlitsmennirnir þurfa auðvitað
að vera jafn klárir og bófamir. Og ríkinu
gengur ilia að fá bókhaldsmenntaða menn,
hvað þá að halda góðum starfskröftum á
þessu sviði. Tölvufróðir menn í greininni fá
e.t.v. um 50.000 krónur á mánuði á almenn-
um markaði. Ríkið getur borgað þeim
20.000 krónur.
Hussein Jórdanskonungur
snýr baki við Bandaríkjunum
Á kosningaári í Bandaríkjunum hafa mál
ísraels og nágrannaríkja þess tilhneigingu
til að dragast inn í kosningabaráttuna.
Frambjóðendur og frambjóðendaefni kepp-
ast um að afla sér stuðnings samtaka sem
þykjast tala fyrir munn kjósenda af gyðinga-
ættum, svo úr verður uppboð á fylgispekt
við málstað ísraels.
Á kosningaárinu 1984 situr í Hvíta húsinu
forseti sem fyrstum repúblíkana um langan
aidur tókst að ná kjöri með fylgi verulegs
meirihluta bandarískra gyðinga. Á hnígandi
kjörtímabili hans standa mál þannig, að
Bandaríkin híma áiengdar áhrifalaus um
frcunvindu mála í löndunum fyrir botni Mið-
jarðarhafs. Þetta er niðurstaðan af því, að
stjórn Ronalds Reagans ýtti undir innrás
ísraelshers í Líbanon og lýsti yfir hemaðar-
legu fóstbræðralagi við Israel, þegar í ljós
kom að póiitísk markmið með innrásinni
voru gengin ísraelsstjórn úr greipum.
Á einum mánuði hefur botninn dottið úr
stefnu Bandaríkjastjómar í málum fyrir
Miðjarðarhafsbotni. Atburðarásin hófst
með því að Reagan sá sig tilneyddan cif
þrýstingi heima fyrir að kalla bandaríska
landgönguliðið brott frá Beirut, höfuðborg
Líbanons. Um sama leyti og sú ákvörðun var
tekin, komu þeir Scimtímis í heimsókn til
Wcishington Hussein kónungur í Jórdcin og
Mubarak forseti Egyptalands.
Reagan tjáði Hussein, að stjóm sín myndi
nú snúa sér að því að leitast við að efla
friðargerð með Israel og Jórdan, en hún
snýst um hernumið land Palestínumanna á
vesturbcikka Jórdansár. Fór Hussein heim
staðráðinn í að taka Reagan á orðinu og
efndi til fundar með Jasser Arafat, sem ný-
sloppinn var frá Tripoli í Libcinon með sam-
herja sína úr greipum Sýrlendinga og verk-
færa þeirra í hópi Palestínumanna. 1 þeim
átökum kom berlegar í ljós en nokkm sinni
fyrr, að Palestínumenn á hemumdu svæð-
unum fylkja sér fast um Arafat og fomstu
hans, af því þeir telja að hann hafi sýnt að
málstað Palestinuþj()ðarinnar setji hann
öliu ofar og neiti að gerast handbendi ein-
stakra arabaríkja.
Nú hyggst Arafat efna til fundar í Þjóðar-
ráðinu, þingi PLO, til að kveða í kútinn í eitt
skipti fyrír öll þá foringja sem gengu á mála
hjá Sýrlendingum. Til að það takist ríður á
að fundinn geti sótt þeir 150 fulltrúar í Þjóð-
arráðinu sem búsettir em á hemumdum
svæðum á valdi ísraels. ísraelsmenn mein-
uðu þessum hópi för á síðasta fund Þjóðar-
ráðsins í Alsír. Að beiðni Arafats skrifaði
Hussein konungur Reagan forseta, og hét á
hann að beita áhrifum sínum til að fulltrú-
arnir fengju óáreittir að sækja fundinn sem
nú er ráðgerður.
Jórdanskonungi barst um hæl algert cif-
svæ frá Bandaríkjaforseta, og það varð til
þess að Hussein átti viðtal við fréttamann
New York Times, þar sem hann lýsti yfir að
bandarísk milliganga í málum ísraels og
arabiskra nágrannaríkja þess væri endan-
lega úr sögunni. „Ljóst er að þið hafið vald-
ið, og valið ísrael. Úr því að svo er, verður
engu til leiðar komið... Mér er nú orðið ljóst,
að grundvallarregiur skipta Bandaríkin
engu máli. Skammtímasjónarmiðin ráða,
sérstciklega á kosningaári," sagði konungur.
Skömmu eftir að þetta viðtai birtist, vcir
tilkynnt í Hvíta húsinu að Reagan forseti
væri fallinn frá áformi um að selja Jórdcin og
Saudi-Arabíu hátt á þriðja þúsund létt loít-
varnaskeyti af gerðinni Stinger. Bemcird
Gwertzman, fréttamaður New York Times i
Washington, tekur aðdragandann að þess-
ari ákvörðun til dæmis um ringulreiðina
sem ríkir í Bandaríkjastjórn um meðferð
mála sem varða löndin fyrir Miðjarðarhafs-
botni. Kiukkutíma áður en Reagan hætti við
sölu Stinger skeytanna, var hann að brýna
fyrir viðmælendum sínum nauðsynina á að
af henni yrði. Forsvarsmenn helsta þrýsti-
hóps ísraelsvina á stjórn og þing vissu af
ákvörðuninni löngu á undan yfirmönnum
Mið-Austurlandadeildar utanríkisráðu-
neytis BcUidaríkjanna.
Haft er fyrir satt í Washington, að tilgang-
urinn með því að hætta við sölu loftvama-
vopna, sem liandaríska herstjómin hafði
úrskurðað Jórdan nauðsynleg, hafi ekki að-
eins verið að ná sér niðri á Hussein konungi
fyrir ummæli hans í blaðaviðtalinu. Ekki
vakir síður fyrir Reagan að versla við
þrýstihópinn Americcm-Israel Public Affairs
Committee. í staðinn fyrir að aflýsa vopna-
sölunni, vill forsetinn fá AIPAC til að telja
þingmenn sem Scuntökin hafa áhrif á ofan cif
því að iáta koma til atkvæða tillögu um að
Bandaríkjastjórn beri að færa sendiráð sitt í
ísrael frá Tel Aviv til Jerúsalem.
eftir Magnús Torfa Ólafsson
Jerúsalem, helg borg þrennra trúar-
bragða, er viðkvæmasti bletturinn í skipt-
um Israels við umheiminn. Ríki heims neita
flest að viðurkenna flutning höfuðborgar
ríkisins til Jerúsalem, og þvjsíður taka þau í
mál að fallast á innlimun Israelsstjómcir á
arabiska austurhlutcuium af borginni, með
flestum helgistöðunum, fyrir fjómm árum.
Breyting á afstöðu Bandaríkjastjómar
gagnvart réttarstöðu Jerúsalem væri vísasti
vegurinn til að knýja stjóm Saudi-Arabíu tii
að slíta vinfengi við Bandaríkin.
Flutningsmaður tillögunnar um að flytja
sendiráð Bandaríkjanna í ísrael frá Tel Áviv
til Jerúsalem er DcUiiel Patrick Moynihan,
öldungadeildarmaður frá New York. í
New York-fylki er þriðji hver kjósandi af
gyðingaættum, og þar fer fram á þriðjudag-
inn kosning milli þeirra sem sækjast eftir
forsetaframboði af hálfu demókrata í nóv-
ember. Helstu keppinautarnir, Mondcile fyrr-
um varaforseti og Hart öldungadeildarmað-
ur, deiia nú ákcifcist um það í bráttu sinni um
hylli kjósenda í New York, hvor sé meiri,
einlægari og langæciri stuðningsmaður
ísraels. Sér í lagi em þeir áfjáðir í að sýna
kjósendum frcim á fylgi sitt við tillögu
Moynihans um sendiráðsflutninginn.
Meðan mál af þessu tagi em efst í huga
forustumanna beggja flokka í Bandaríkjun-
um, stefna mál landanna fyrir botni Mið-
jarðarhafs í enn meira öngþveiti en fyrr.
Persafióastríðið harðnar enn, og uggur ná-
grannaríkja vex um að sókn Irana, þar sem
ekki er horft í mannfali, kunni að yfirbuga
varnir íraks. Væri þá Khomeini-veldinu
greið leið til furstadæmcmna við Persaflóa,
Saudi-Arabíu og Jórdans.
Þing Jórdans hefur komið ssunan og lýst
samþykki við afstöðu Husseins konungs,
sérstaklega að Jórdan muni eftir framkomu
Bandarfkjastjórnar leita nauðsynlegs
vopnabúnaðar hvar sem hann er að fá.
Sömuleiðis var tekið undir þá cifstöðu kon-
ungs, að mál Palestí'numanna beri að taka
upp með aðild allra ríkja sem eiga fast sæti í
Oryggisráðinu, það er að segja með þátt-
töku Sovétríkjanna.
Og loks er Israelsstjóm fallin og nýjar
þingkosningar ákveðnar 23. júlí.
6 HELGARPÓSTURINN