Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 29.03.1984, Qupperneq 15

Helgarpósturinn - 29.03.1984, Qupperneq 15
afskiptum stjórnvalda rétt eins og þeir einstakl- ingar í sjávcirútvegi hér áður fyrr, sem rifu upp þetta þjóðfélag. En svo byrjuðu afskiptin, og afskipti á afskipti ofan og þetta var hreinlega eyðilagt. Við stöndum frammi fyrir því núna, að með afskiptum stjómvalda og pólitísku káki er búið að gera þennan undirstöðuatvinnuveg að betlikerlingu með staf í hönd sem gengur fyrir stjórnvöld og biður þau að gera þetta eða hitt. Þetta er undirstöðuatvinnuvegurinn. Hneyksli! Ef það er einhver sem á að koma með betlistaf til sjávarútvegsins, þá em það stjómmála- mennirnir, en þeir em búnir að snúa því við, þeirra er að sjá um umhverfið, udirstöðuatriðin eins og menntunina og síðan eiga þeir að láta okkur í friði þannig að menn með góðar hug- myndir geti fengið tækifæri til að útfæra þær. Nýju fyrirtæki má líkja við viðkvæma jurt, en umhverfi atvinnurekstrar á íslandi er eins og urð, og hver getur búist við því að viðkvæmar jurtir vaxi og dafni í urð? Talið berst að nýiðnaði, tölvuiðnaði og tölv- um almennt og ég spyr Davíð hvort hann noti tölvu fyrirtækisins við stjórn þess. - Kanntu á tölvu? ,,Égkann að pikka á hana, já. Og ég veit nokkum veginn hvað ég vil fá útúr henni. Svo em það séníin hérna sem segja tölvunni hvað það er sem feiti kallinn vill fá. Eg kann ekki að segja henni það en ég get sagt öðrum það. Annars er ég ekki búinn að fá minn skerm hingað inn. Það em allir búnir að fá sinn skerm nema ég, en ég er búinn að láta smíða undir hann fyrir mig.“ - Hefurðu sannfærst um gildi tölvunnar? „Ég ætla bara að sýna þér einn hlut...“ Davíð snarast upp úr forstjórastólnum og ég fylgi hon- um inn i bókhaldsdeild fyrirtækisins. ,Þ*etta er febrúarmánuður," segir hann og tekur tvær bækur, hvora á stærð við stóra biblíu, og sýnir mér. „Allir reikningar febrúarmánaðar eins og þeir koma frá tölvunni, og ef þú ætlar að gera þetta í höndunum þá skaltu bara reyna það! Þetta emm við búin að gera í tölvu í 10 ár. Hér væri mörg hundmð fermetra skrifstofa full af fólki, sem væri að vinna störf, sem em fyrir neð- an þess virðingu, ef ekki væri fyrir tölvuna." Og nú hefst skoðunarferð um verksmiðjuna. Við skoðum m.a. framleiðsluferli Svalans fráSól hf„ sem er nefndur eftir eiginkonu Davíðs, Stef- aníu Svölu. Og hann fær ekki leynt stoltinu yfir nýju terylene-flöskuvélinni sem var að komast í gagnið, sú fyrsta sinnar tegundar á Norðurlönd- um. Plastflöskurnar úr vélinni em undir Soda- Stream-bragðefnin. Davíð Scheving Thorsteinsson í Helgarpóstsviðtali Úr nýja húsnæðinu fyrir tlöskuvélina, sem reyndar var reist á aðeins tæpum tveim mánuð- um í vetur, göngum við í gegnum elsta hluta fyrirtækisins þar sem smjörlíkið er hrært, kælt og pakkað, og svo framhjá kaffistofu og veglegri hreinlætisaðstöðu starfsfóiksins. Þama hangir á vegg auglýsing um árshátíð starfsmanna fyrir- tækjanna. Meðal skemmtiatriðanna á árshátíð- inni: Söngur sameinaðra kóra Smjörlíkis hf. og Sólar hf. og „skemmtun veislugesta á kostnað annarra veislugesta." Davíð hlær hjartanlega og segir: „Hér er afskaplega gott fólk.“ Á skoð- unarferðinni um vinnslusalina höfðum við mætt nokkmm af 50 starfsmönnum fyrirtækis- ins. Sumir hverjir em komnir á áttræðisaldur. „Við höfum verið svo heppin að við höfum alltaf getað fundið störf fyrir þá eldri og aldrei þurft að segja þeim upp. Við höfum fundið störf þar sem þeir gera firnamikið gagn.“ Og rétt áður en við komum ciftur að skrifstofu Davíðs, göngum við framhjá opnum dymm fundaher- bergis fyrirtækisins, þar sem samið var við Dagsbrún. Fyrir enda þess hcingir stór mynd eftir Blöndal af nakinni, munúðarfullri konu, sem hallar sér aftur á stólbak og spennir þrýstin brjóstin fram í myndflötinn, út í herbergið, næstum því. I svona mynd spáir enginn í ramm- ann. Samningarnir liggja enn í Ioftinu þegar við göngum inn á skrifstofuna. Davíð sest niður og verður hugsi. „Ég var að hugsa um það í morg- un, kannski út af þessum samningum í nótt, að það halda margir að svona fyrirtæki sé, ja hvað? Stór bygging, gífurlega mikið af vélum, gífurlega mikið af fjármagni, o.s.frv. - að þetta sé fyrir- tækið. Þetta er ekki rétt. Fyrirtækið er fólkið. Ef fólkið færi héðan út, þá væri þetta bara eins og síldarverksmiðja sem enginn maður ynni í - dauður hlutur. Byggingamar og vélcirncir - þetta er dautt. Það sem er lifandi, það er fólkið. Það er fólkið sem gerir þetta. A öllum stigum. Ég hef aldrei hugsað þetta áður. Og eins og lamið var inn í mann allan tímann í ferð iðnrekenda um daginn í Japan, í Hong Kong, í Singapore, að ef ætlunin væri að byggja eitthvað upp héma, þá gerðist það ekki með átökum, það gerðist með sameiginlegu átaki. Hitt er vonlaust. Ef það em eilíf átök milli stétta, milli hinna svo- kölluðu stjórnenda og hinna svokölluðu vinn- andi manna - ég þekkj nú ekki muninn - þá gerist ekkert. Menn verða að snúa bökum sam- an. Og það hefur tekist í þessu fyrirtæki. í því liggur velgengni þess. Það er þessi mikli áhugi starfsfólksins og jákvætt hugarfar: að láta hlut- ina takast. Hér em allir ákveðnir í því, ekki bara einn eða tveir, heldur ctilir 50 ákveðnir í því að þetta skuli vera í lagi. Og þetta hefur tekist til dæmis á þann veg, að það sem til var af fram- Ieiðsluvörum hjá okkur 1964 er nú fjórðungur af því sem við framleiðum í dag. Þrír fjórðu af því sem við seljum hefur komið til síðan þá.“ - Ertu fljótur að tileinka þér nýja þekkingu, nýja hluti? ,,Égheld ekki. Ég er seinn að hugsa, en ég reyni að baks- ast áfram, því að um leið og þú hættir að læra, þá ertu orðinn gamall. Ennþá held ég að ég sé að læra eitthvað á hverjum degi. Eg hef til dæmis lært mikið af fundunum hjá EFTA, þar sem ég er nú fulltrúi Vinnuveitendasambands- ins, áður FÍÍ ráðgjafcinefndinni, og eins í EFI'A/ EBE-nefndinni. Þetta hefur í för með sér fjögur til sex ferðalög á ári til Genf og Brússel og það heldur manni býsna mikið við. Það em mjög hæfir menn sem maður umgengst þama og maður verður að hafa sig allan við til að standa uppi í hárinu á þeim. Annars er bara keyrt yfir mann. Alveg gjörsamlega." - Hvemig er með skilyrði fyrir menn með hugmyndir um nýiðnað núna? Ém þau betri en þau hafa verið áður? „Nei. Síður en svo. Það er alveg hárrétt sem Víglundur Þorsteinsson, formaður FÍI,vcir að segja á Ársþingi FÍI um daginn. Ríkið seilist cilltaf meira og meira eftir speirifé lands- manna og það þýðir, að þegar þú færð þína brillíant hugmynd og þarft að fá lán til að hrinda henni í framkvæmd, þá er ríkið bara búið að taka peningana, og láta þá renna í einhverja þjónustu eða eitthvert gæluverkefni stjóm- málamanna. Ein aðferðin sem þeir nota er að gefa út þessi keðjubréf sín, ríkistryggðu skulda- bréfin. Það hefur cddrei verið borgað eitt ein- asta bréf, frá því fyrsta bréfið var gefið út. Það em bara gefin út ný til að borga þau gömlu. Þetta em hrein keðjubréf. Og þarna fara þeir inn á láncimarkaðinn og faka til sín fé í óarðbærar framkvæmdir og eyðslu. Hvert heldurðu að þú farir ef þú tekur lán í eyðslu? Þú ferð beint á hausinn. Ég held að einstaklingurinn sé miklu skynsamciri í sínum fjármálum heldur en rikið. Stjórnmálamenn em sí og æ að kaupa atkvæði okkar handa sér með okkar peningum. Hvaða peninga eiga þeir? Þeir eiga ekki neitt." - Þú segir að einstakiingurinn sé skynsamari í fjármálum en ríkið. Nú em sjálfstæðismenn í ríkisstjórn. Finnst þér þeim hafa gengið vel að takast til dæmis á við ríkisfjármál? ,,Miðaðvið uppbyggingu kerfisins, þá held ég að það sé ekki eins árs og ekki tveggja ára mál að ná tökum á ríkisf jármálum. Svo gífurlega stór hluti þeirra er bundinn í lögum. Ekki í fjárlögum, heldur öðr- um lögum. Þú kemur inn og heldur að þú sért fjármálaráðherra. Þá kemur það í ljós, að þér var sniðinn stakkur með lögum frá 1920 og ’30 og ’40, og þú situr uppi með það. Þávom menn að kaupa sér atkvæði, sem þú ert svo látinn borga 1984. Og til að geta gert eitthvað sjálfur, þarft þú að tcdca meira og meira af cdmenningi. Það verður að byrja að grisja þetta.” - Er það byrjað, heldurðu? ,Að afar liúu leyti. En það held ég að sé stóra málið, að byrja að höggva á þessar viðjar, sem mannagreyin em njörvaðir í. Ég vorkenni þeim mjög mjkið, og hef ekki viljað fara út í þetta sjálfur. Ég var einhvem tíma túlípani á lista hjá Sjálfstæðisflokknum hér í Reykjavík meðcin ég var ungur maður og það vcintaði ungan mann á listann. Ég var stundum beðinn um þetta, með- an ég var í tísku.” - Ertu kominn úr tísku núna? ,dá, ég er hættur að vera aberandiýg veit ekki af hverju þú ert að tala við mig. Eg var miklu meira áberandi þegar ég var formaður iðnrek- enda.” - Pólitík freistar þín þá ekkert? „Nei, ég er búinn að takast á yið sjálfan mig í því máli og hafa fullan sigur. Ég hef núna af- komu af þessu fyrirtæki og ég hef gaman af því að vinna hérna. Þetta er stanslaus ögmn, og það þyrfti eitthvað annað en pólitík til að fá mig héðan. Þetta er mitt ævistarf, ég byrjaði héma 21 árs gamall. - Byrjaðir þú hérna eins og hver annar bara? ,,Nei, nei, blessaður vertu, eins og ég hef sagt einhvem tíma, þá er ég fæddur með tvær silfurskeiðar í munninum. Pabbi var hér forstjóri og einn af eigendunum og ég fór auðvitað hingað inn sem pabbadrengur, og hef verið það síðcin. Nú halda menn að ég eigi þetta fyrirtæki, en af hluthöf- unum núna er enginn sem á minna í því en ég.“ Skilaboðin bíða í hrúgum á borðinu hjá Davíð. Hann hefur bcira tekið eitt þeirra. En þar sem þetta er Davíð sem keypti ölið, verður ekki hjá því komist að spyrja hann um bjórmálið. Hvernig er hann stemmdur í þessu hitamáli, maðurinn sem barðist fyrir og fékk því fram- gengt að hver sem er getur nú keypt tollfrjálsan bjór uppi í landsteinum? ,,Égstend með biblíunni í þessu. Ég stend með því sem Steinbeck talar um í East ofEden, Timhsel, úr Gamla testamentinu, sem útleggst: Það er þitt að velja. Það er ekki einhverra anncirra að velja fyrir þig. Þú átt að lifa lífinu og þér var gefinn hæfileikinn til að velja á milli góðs og ills, og það er þín skylda gagnvart sjálfum þér að gera það. Þess vegna álít ég að þjóðin eigi að fá að velja um bjórinn, hver einstaklingur eigi að fá að velja um þetta mál. Ég er hins vegar lítið fyrir bjór. Ég held ég hafi ekki fengið mér nema tvo bjóra í ferðalagi í kringum hnöttinn um daginn, svei mér þá. En ástæðan fyrir þessu bjórveseni á Keflavíkurflugvelli þarna um árið var afskap- lega einföld. Hún var sú, að ein dóttir mín var jáá flugfreyja og hún mátti koma með bjór, litla barnið mitt mátti það, en mér var bannað að gera það. Ég gat ekki þolað það lengur að það væri í gildi einhver reglugerð, sem mismunaði þegnunum eftir því hjá hvaða hlutafélagi þeir ynnu. Þetta var absúrd, hrein valdníðsla. Ég keypti mér bjór í fríhöfninni á leið heim af EFTA- fundi og tilkynnti í tollinum að ég væri með bjór. Tollarinn sagði: „Þú mátt ekki fara með hann inn, þú verður að koma með mér.“ Svo tók afar kurteis maður af mér skýrslu og bauð mér að borga smáupphæð í sátt með því skilyrði að ég viðurkenndi tilraun mína til að smygla inn bjór. Og ég sagði nei. Ég væri heldur ekkert að smygla bjór, heldur bcira taka hann með mér eins og flugfreyjurnar sem löbbuðu gegnum tollinn við hliðina á mér. „Það er bara sona,“ sagði hann. ,4á, það er bara sona,” sagði ég. Svo var ég kallaður fyrir Rannsókncirlögreglu ríkis- ins og tekin af mér önnur skýrsla og síðan kom- ust f jölmiðlarnir í málið. Þetta varð hasarmál og það Vcir svo Sighvatur Björgvinsson, fjármála- ráðherra í minnihlutastjóm Alþýðuflokksins, sem tók ákvörðun um að breyta reglugerðinni. Svo keypti ég sherry næst þegar ég kom í gegn- um fríhöfnina, en ég hef ekki getað komist í gegnum hana síðan án þess að einhver minntist á bjór við mig. Mér finnst í alvöru dálítið hart að búa undir því, eftir að hafa reynt að vinna þjóð- inni vel með því að reyna að byggja upp skilning á þýðingu iðnaðar á íslandi og bættra starfs- skilyrða fyrir hann, eyða í það 10 - 12 árum ævinnar, og öllum frístundum meira og minna, að fólk skuli þá muna eftir mér sem Davíð með bjórinn, einhverju sem hefur enga þýðingu. Hitt hélt maður að hefði þýðingu. En svona er málið, þetta er lífið,“ segir Davíð Scheving og skellir upp úr.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.