Helgarpósturinn - 19.04.1984, Side 8

Helgarpósturinn - 19.04.1984, Side 8
ins. Þegar hann hitti Jesúm á fyrr- nefndum slóðum, var honum strax ljóst hver þar var á ferð og fylltist lotningu. Jesús vissi hver starfi þessa frænda síns var og bað hann að veita sér skírn, en Jóhannes færðist í fyrstu undan og kvaðst ekki vera maður til þess, svo undirgefinn vildi hcinn vera þessum fyrirheitna frelsara, sem hann vcir sannfærður um að Jesús væri. Jésús gat að lokum talað hann til með þeim eftirmál- um sem kunn eru. Það var við þessa skírnarathöfn úti í Jórdaná, að því er Nýja testamentið greinir frá, sem heilagur cuidi kom yfir Jesúm og veitti honum þann kraft sem hann þurfti til lækningar sjúkra og annarra kraftaverka. Frá og með þessum atburði átti Guð að hafa farið að starfa í Jesú. Þær kenningar sem Jesús tók að boða upp úr þessu löðuðu fólk fljótt að honum. Til þess liggja margar ástæður. Einar Sigur- björnsson guðfræðingur segir: ,Jesús hreif fólk vegna þess að hann talaði eins og sá sem valdið hcúði. Hann talaði ekki eins og hver annar fræðimaður sem að-. eins vcir túlkandi. Þvert á móti talaði hann beint frá eigin hjarta. Hann skaut sér aldrei á bak við neinn í sínum boðunum,eðaeins og segir í Fjallræðunni: „Þér hafið heyrt að sagt Vcir, en ég segi yður En fleira kom til að fólk hreifst af ræðuflutningi Jesú. Hann kom fram með alveg nýja siðfræði, sem gekk þvert á fyrri lífsstefnu manna. „Þessar kenmngar hans um náungakærleikann og fyrir- gefninguna voru í raun skandall síns tíma,“ segir Bernhcirður Guðmundsson. „Á hans tíma voru menn vanir því að gjalda líku líkt, að nota ofbeldi jregar þeir voru ofbeldi beittir. Það, að fólk ætti að elska náungann eins og sjálft sig, kom því eins og upp í opið geðið á öllum sem á hann hlustuðu." „Þessi nýja boðun Jesú," segir Ólöf Ólafsdóttir, ,J<om mönnum alveg í opna skjöldu, ekki síst lærisveinum hans síðar meir, sem alltaf urðu forviða á gjörðum hans og boðunum. Hann tók ein- faldlega allt annan pól í hæðina en menn þekktu og það var ekki síst þessvegna sem hann náði til fjöldans með þeim árangri sem allir þekkja.“ Það sem seimtíðcirmönnum Jesú hefur þó lfklega komið mest á óvart var hve hann var lifandi eftirmynd orða sinna. Allt sem hann sagði og boðaði mátti í reynd lesa úr breytni hans sjálfs og gjörðum. Fólk varð forviða er það sá hann fylgja kenningum sínum um kærleika eftir með þeim hætti að gefa sig á tal við almúgafólk og meira að segja átti hann tíðum í hrókasamræðum við tollheimtumenn sem á þess- um tíma voru síðasta sortin í mannlegu tilliti, í reynd taldir glæpamenn. Hann gekk meira að segja svo langt að taka einn toll- heimtumann í tölu lærisveina sinna. Þá varði hann rétt skækja og vændiskvenna, sem að öðru jöfnu var ekki venja að yrða á, og mestur byltingarmaður var hann í viðhorfi sínu til kvenna. Hann talaði til þeirra opinber- lega, sem var alls ekki liðið þá, enda konan almennt talin til hús- dýra. Þetta ríkjandi viðhorf til kvenna sést kannski best á því að þær konur sem voru -við gröf hans og fluttu mönnum fregnir af upprisunni, voru ekki taldar vitn- isbærar, enda bara konur. Kenningar Krists um ná- ungakærleikann og fyrir- gefningu synda er í raun mjög erfitt að flokka inn í stafróf nútíma fræðikenninga. Þó segir Vilhjálmur Árncison, heimspeki- kennari við guðfræðideild Há- skóla Islcmds: ,J7ræði Jesú eiga einna helst skylt við siðfræði- kenningar, en þó í mjög víðum skilningi þess orðs. í boðun sinni skírskotar Jesús til manncmna um það hvernig þeir geti hagað lífi sínu í heild. Hann gefur mönn- um dæmi, sem er hann sjálfur, því með lífi sínu er hann í einu og öllu að framfylgja kenningum sínum. Hann er hið lifandi for- dæmi, og það er einmitt það sem gerir fræði Jesú svo sérstæð sem raun ber vitni. það hefur enginn fræðimaður sýnt það að undan- skildum Jesú að hægt er að lifa eftir kenningum sínum, Jesús sýnir beinlínis að það er hægt að lifa trúna." Vilhjálmur er spurður að því hvað hann telji að hafi ráðið úr- slitum um það að til kenninga Krists var tekið með þeim ríku- lega hætti sem sagan sýnirokkur. Hann svarar: ,J-’yrst og fremst þetta, að Jesús vair sjálfur kenn- ingin sem hann boðaði. Og einnig hitt, að hann var ekki bara guð, heldur líka maður, reyndar svo eðlilegur maður að menn sáu í honum hversu auðvelt það getur verið að lifa scunkvæmt náunga- kærleikanum." Jesús Vcir guð og maður í sömu verunni, segir Vilhjálmur, og undir þá skoðun taka ailir guð- fræðingcir sem hcift var samband við. „Það sem er hvað merkileg- ast við þetta sambland guðs og manns sem Jesús var,“ segir Ólöf Ólafsdóttir, „er, að þó svo hann virðist hafa búið yfir fullkominni visku, brást hann samt sem áður alltaf svo mannlega við öllu sem hann henti." Sveinbjörn Bein- teinsson allsherjcirgoði bætir við þetta: „Hann hefur haft að ein- hverju leyti yfirskilvitlegan skiln- ing og næmi á hlutina. En samt svona mennskur eins og raun ber vitni; það er eiginlega það merki- legasta. Það hafa verið til nokkrir menn í þessa átt, menn sem skilja það sem ekki er hægt að læra, en Jesús var samt engum líkur að því leyti. Hcmn virðist hafa verið einstakt sambland guðs og manns, í rauninni alveg ótrúlegt sambland þessara þátta." Örn Bárður Jónsson, djákni Hvíta- sunnumanna, segir: ,J>rátt fyrir sitt guðlega eðli birti Jesús okkur svo sanna og fullkomna mennsku að einstakt er. Hann var ekki mannlegur í venjulegum skiln- ingi, heldur meira en maður. Hann var ekki breyskur. Allt líf hans geislaði af kaerleika. Hann var laus við hroka og yfirburðum sínum hélt hann í fullkomnu jafn- vægi." Orn Bárður heldur áfram að tjá hið mannlega eðli Jesú: .J-'ólk á kannski erfitt með að ímynda sér hann hlæja, finnst að hann hljóti alltaf að hafa verið alvarlegur, en það þarf ekkert að vera. En hann var heldur ekkert væminn í sín- um heilagleik. Hann sýndi áber- andi tilfinningar og skaphita ef svo bar undir.“ Meira um hinn ma..iilega þátt Jesú: Ólöf ÓIafsdóttir bætir við það sem Örn Bárður nefnir um skopskyn hans: ,3iblían segir okkur ekkert um kímnigáfu Jesú. En engu að síður vitum við að hann svaraði oft hnyttilega fyrir sig og hitti oft í mark með frá- bærum dæmisögum og líkingum sem hann dró upp fyrir fólk svo það mætti skilja orð hems betur. En fyrst og fremst hefur hann verið mjög tilfinninganæmur og átt mjög auðvelt með að setja sig inn í aðstæður fólks, hvort heldur sem var í gleði eða sorg,“ heldur Ólöf áfram. Samkvæmt texta Nýja testa- mentisins hefur Jesús verið skap- mikill maður sem átti það til að reiðast heiftarlega, eins og til dæmis þegar honum ofbauð framferði víxlaranna í húsi Guðs, en þá héldu honum engin bönd og hann rak víxlctrcina út og lamdi þá frá sér með hnútasvipu að vopni. Hitt má einnig lesa út úr Nýja testamentinu, að Jesús hafi verið rólyndismaður. Hann lagði ofur- miída áherslu á hvíldina. Hann þráði ró og næði og var gjarn á að fara, helst daglega, á afvikinn stað til hugleiðingar í einrúmi. Þangað er hann sagður hafa sótt krciftinn, samband sitt við Guð. Það þykir ef til vill óvenjulegt að fjalla um manngerð Jesú með þeim hætti sem að ofan er gert, en herra Pétur Sigurgeirsson, biskup íslands, vill samt meina „að við höfum gengið of mikið framhjá þeirri staðreynd í öllum trúarlegum umræðum að Jesús var ekki síður maður en guð. Hann tók á sig mannsmyndina til að kynnast okkur.“ Biskup segir áfrcim: „Hann hafði sínar mennsku tilfinningar; þjáðist, reiddist, óttaðist og gladdist al- veg á sama hátt og hver einstakl- ingur gengur í gegnum. Það sem er sennilega mest um vert, er að Jesús kom fyrir eins og hver ann- ar maður. Það var því að fólk naut betur ná','isteir hans en ella og tók orð hans og gjörðir eins trúan- leg og raun ber vitni.“ Og ef haldið er áfram að gæta að hinu mannlega eðli Jesú út frá texta Nýja testamentisins, má komast að því að hann var mikill útivistarmaður og náttúruelsk- andi. I MatteusarguðspjaJli, sem er nánast ferðasaga, kemur fram hvað hann var heillaður af nátt- úrunni og sat oft löngum stund- um og virti fyrir sér plöntur, blóm og aðra ávexti jarðarinnar. Sam- kvæmt guðspjallinu var hann og mikið fyrir gönguferðir. Hcinn var gjarn á að eigra um ósnortna náttúruna við hugleiðingar, auk þess sem hann kleif fjöll sér til yndis og æfingar. Hann var nátt- úruelskandi ekki síður en mann- elskandi. Eftir að Jesús hóf kennistarf sitt upp úr þrítugu var hann mjög mikið á ferðinni með lærisveinum sínum og það sem hann átti eftir ólifað hcifði hann enga fasta búsetu. Hann fór þorp úr þorpi og var þannig upp á aðra kominn hvað húsaskjói og mat snerti. En hann var aufúsu- gestur hvar sem hann kom, og er vitað til þess að hann hafi verið eftirsóttur til fyrirlestra í heima- húsum þar sem honum var þá jafnframt boðinn matur, drykloir og hvíla að afloknu dagsverki úti meðal fjöldans. Jesús brást vonum margra samtíðarmanna sinna með boð- un sinni. Fyrst eftir að hann kom fram með kenningar sínar töldu menn víst að þar færi maðurinn sem myndi endurreisa ríki gyð- inga. Þjóðin hafði lengi beðið nýs foringja. Eins og fyrr er greint frá urðu ýmsir því að vonum undrandi þegar þessi fyrirhugaði foringi þeirra fór að boða tak- markalausan náungcikærleika og fyrirgefningu synda öllum til handa, hvar í stétt sem þeir stóðu. Mönnum þótti og furðu sæta að þessi maður, sem í og með virtist berjast gegn vald- níðslu Rómverja, skyldi ekki koma fram með neinar verald- legar kröfur eins og sönnum leiðtoga sæmdi. Hann virt- ist ekki ætla að safna um sig her manna ellegar hvetja til ofbeldis, heldur einmitt þvert á móti. Það var því að menn fóru að leggja fyrir hann alls kyns snörur, svo hann sýndi lit sem hæfur for- ingi. Allra bragða var neytt gagn- vart honum, svo hann gæti sam- ræmst kröfum gyðinga um ver- aldlegan foringja. Þeir sem börð- ust fyrir sjálfstæði landsins voru hvað ákafastir að fá hann í sitt forsæti, enda var hann almennt talinn uppreisnannaður gegn ríkjandi viðhorfum og þar með ætti hann að vilja berja þau nið- ur. Og víst vildi Jesús það, en hinsvegar ekki nota til þess þá hefðbundnu leið sem farin hafði verið, það er að segja með vald gegn valdi. Árni Bergmcinn segir um þetta: ,4esú barðist ótvírætt gagn- vart ríkjandi viðhorfum, hvort heldur var í trúarlegum efnum eða veraldlegum, og það er því ekkert óeðlilegt við það að bar- áttumenn fyrir sjálfstæði lands- ins hafi gert tilkall til hans. Ein- hver besta sönnun á því að Jesús hafi ekki aðeins látið sig varða trúarlega endurreisn heldur líka veraldlega var krossdauði hans. Þessari tegund refsingar beittu Rómverjar einungis þá sem börðust gegn valdbeitingu þeirra en hinsvegar var þeim sem brutu gegn gyðingdómnum refsað með öðrum hætti en krossfestingu." Síðan bendir Árni á að sér- staða Jesú sem uppreisnar- manns hafi verið mikil. ,JJún er einkum fóigin í þessum skilyrðis- lausa kærleiksboðskap hans. Hann var ófeiminn við að benda á óreítlætið í kringum sig og sína samtíðarmenn, en hinsvegcir við- urkenndi hann ekki þau meðul sem alla jafna hafa verið notuð gegn því, það er að segja ofbeldi gegn ofbeldi. Þegar þetta er haft í huga getum við ekki dæmt Jesúm sem hvern annan byltingarmann. Hann var það enda ails ekki í al- mennum skilningi þess orðs. Til þess virðist hann hafa verið of friðelskandi að upplagi og eðli.“ Jesús boðaði kærleika, and- stæðu ofbeldis. Það Vcir því að menn skiptust í tvo flokka er þeir áttuðu sig á því hversu staðfastur hann var í þessari boðun sinni. Annarsvegar voru fylgjendur hans sem heilluðust af þeirri iif- andi eftirmynd kenninga sinna sem hann var þeim. Hins- vegcir voru þeir sem urðu að bíta í það súra epli að hér færi ekki sá veraldlegi foringi sem þeir ósk- uðu eftir. Og þessum hópi til- heyrðu líka æðstu prestar kirkj- unnar í landinu, sem þegcir tímar iiðu fram óttuðust æ meir ítök hans í fólkinu. Þessir viðhalds- menn trúarkerfisins álitu Jesúm brjóta gegn lögmálum Gamla testamentisins með þeim kenn- ingum sem hann boðaði, auk þess sem þeir gagnrýndu fram- ferði hans með þeim orðum að hann þættist vera konungur gyð- inga. I stuttu máli; þeir þoldu ekki háttalag hans, og það var þess- vegna sem þeir gengu á fund Pontíusar Pílatusar og kærðu Jesúm fyrir að taka sér konungs- vald, sem Rómverjum bæri með réttu. Eftirmálin eru kunnari en frá þurfi að segja. Föstudagsins langa er minnst í sorg sem dánar- dægurs Jesú Krists. Tvær kenn- ingar eru uppi um hvert dánarár hans hafi verið. Annaðhvort telja menn það hafa verið árið 30, og þá föstudaginn sjöunda apríl, eða menn teija krossfestinguna hafa borið upp á þriðja apríl árið 33. Kristnir menn halda páskahá- tíðina til að minnast píslargöngu Jesú Krists, dauða hans og upp- risu. í reyndinni er páskahátíðin kristindómnum mun mikilsverð- ari en fæðingarhátíð Krists, sem reyndar var ekki farið að halda hátíðlega fyrr en á fjórðu öld og þá nefnd birtingarhátíð. Ástæðan er sú, að án upprisunnar á páska- dag, hefði enginn kristindómur komið til sögunnar. Páskahátíðin er sigurhátíð kristinna manna, hún er staðfesting þess að það sem Jesús sagði sé rétt. Páska- hátíðin er þannig sigur lífs yfir dauða. Jesús boðaði lífsstefnu sem hann sjálfur fylgdi ai slíkum heilindum að fylgjendur hans játuðu eftir upprisuna að hann væri vegurinn," segir Einar Sigurbjörnsson guðfræðingur um áhrifamátt Krists í fortíð og pútíð. Jesús er einstakur. Hann sprengir öll hugmyndakerfi manna. Ýmsir hafa reynt að gera hann að sínum en slíkt er van- mat. Þeir sem kynntust hon- um umbreyttust. Lærisveinamir sjálfir misstu jafnvel trúna, lentu í trúarlegum krísum í sínu lífi. En dauði Krists og upprisa sannfærði þá að lokum,“ segir Orn Bárður Jónsson um áhrifa- mátt Jesú og heldur áfram: ,Allt hans líf fer þvert á hugmyndir manna. Ef farið væri að plan- leggja komu frelsara þá myndi enginn setja hann niður í af- skekktu landi, hvað þá láta hann fæðast í fjárhúsi." Herra Pétur Sigurgeirsson seg- ir um þetta: „Einar skáld Bene- diktsson segir á einum stað: Ræðan hans var ekki rituð á blöð / en rist í fáein hjörtu. - Það er einmitt af þessum sökum sem orð hans haJa lifað í ræðu og riti; Ijóðum og söngvum og óteljandi tónum." Sveinbjörn Beinteinsson segir: „Það sem mér finnst standa upp úr í verkum Krists, eru hugmynd- ir hans um samlíf mannanna. Hann vildi ekki stía í sundur ólík- um þjóðfélagshópum. Hann hélt alltaJf fram jöifnum rétti manna og það held ég að segi mest um hug hans. Hinsvegar lít ég ekki á hann sem beinan frelsara mcinnkyns, enda hefur sagan ekki leitt slíkt í ljós.“ Guðbergur Bergsson ritliöf- undur: „Kenningar Jesú voru náttúriega bylting á sínum tíma, en þær hafa hinsvegar aldrei náð í gegn. Siðferðiskennd Gamla testamentisins hélt sér og gerir enn.“ Séra Bernharður Guðmunds- son er á öðru máli. Hann segir um það sem Jesús kom til leiðar með kenningum sínum: ,5iðferðlega kenndi hann okkur að lifa. Þessa staðreynd sér maður best í þriðja heiminum þar sem kristindóm- urinn má sín lítils, en þar er virð- ingin fyrir manninum nær engin. Þetta með fyrirgefninguna, ná- ungakærleikann, er einmitt svo mikilvægt. Hinu megum við ekki heldur gleyma, að með jarðvist sinni tengdi Jesús okkur Guði, sem flutti hið eilífa líf inn í tilveru okkar og gerði sig þannig áþreif- anlegan í Jesú. Þetta er einstætt í trúarbrögðum heimsins. Kristnir menn vita að Guð elskar mcinn- inn, því hann sendi okkur Jesúm því til staðfestingar." Það fer vel á því að Ijúka þess- ari nærmynd af ævistarfi, kenn- ingum og áhrifum Jesú Krists á mannkynið með orðum herra Sigurbjörns Einarssonar biskups. Hann segir um sinn Jesúm: „Eg hef átt Hann að allt mitt líf. Ég veit að sú játning er í engu samræmi við líferni mitt, en hún er samt sönn. Návist hans er sterkasta og bjartasta reynsla sem ég þekki. Hún er ekki alltaf ljúf, því hann sér í gegnum mig, afhjúpar það sem ég vil dylja fyrir sjálfum mér og öðrum. En hún er alltaf góð, græðir og læknar, því hún er snerting kærleikans. Þeg- ar ég lít um öxl yfir langa ævi á ég Honum margt að þakka, og þegar ég hugsa til þess sem bíður mín við ævilok og handan þeirra, er öll mín von og allt mitt traust bundið við Hann. Ég þakka það að mega sjá þann heim sem kveður með öllum sínum skugg- um í ljósi Hans og í hendi Hans og þann óþekkta heim sem ég heilsa handan dauðans í gegnum ljóm- ann af krossi Hans og upprisu Hans.“ 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.