Helgarpósturinn - 19.04.1984, Qupperneq 12

Helgarpósturinn - 19.04.1984, Qupperneq 12
eftir Ingólf Margeirsson mynd Jim Smart Hótel Borg beinlínis nötraði og titraði af fagnaðarlátum og hrópum þegarJahn Teigen rokksöngvari frá Noregi og eiginkona hans og landi, Anita Skorgan, yfirgáfu sviðið eftir stórkostlega tónleika í 5 ára afmœlis- veislu Helgarpóstsins um síðustu helgi. ,,Teigen, Teigen, Teigen!“ hrópuðu áhorfendur sem fœstir höfðu þó heyrt mannsins getið nema fyrir það eitt að vera neðstur í sjónvarps- sönglagakeppni Evrópu - Eurovision keppninni. Eiginlega var hann eins konar Snoddas rokksins í huga flestra. Undrunin og aðdáunin varþeim mun meiri þegarJahn Teigen, með dyggri aðstoð Anitu Skorgan, sýndi hvað í honum bjó; krafturinn, lífsgleðin, húmorinn og svimandi atvinnu- mennska á sviði. Aðeins nokkrum mínútum áður en Jahn fór á sviðið var dálítil upplausn í eldhúsinu. Hljóm- sveitin Pónik hafði rétt náð að hlusta á sárafá lög með Teigen-hjónunum á bandi, aldrei æft þau en strákarnir höfðu þó hripað hjá sér hljómana og voru alls óhræddir að leggja í ’ann. Þetta voru menn að Jahns viti: „Menn eiga ekki að vera eyða tímanum í að æfa; annað hvort kann maður hlutinn eða ekki. Eg keyri alltaf beint,“ sagði hann og skellihló. Bætti síðan við til hljómsveitarmannanna: „Þið hljótið að kunna eitthvert rokk - gamla standarda - getum við ekki tekið Route 66?“ í ljós kom að umrætt lag hafði aldrei verið á lagaskrá Pónik. ,AHt í lagi,“ sagði Jahn, „við tökum bara eitthvað ann- að. Við finnum örugglega lag þegar við erum komnir upp á svið.“ Síðan var haldið upp á svið, hljómsveitin sló upphafstaktana í „Cheek to Cheek" - Kinn við kinn - lagi þeirra Teigen- hjóna sem notið hefur mikilla vinsælda í Noregi, og ballið var hafið. í eldhúsinu eftirá sagði Jahn við undirritaðan: „Ég var hálfsmeykur að syngja eigið lag með hljómsveit sem ég hafði aldrei æft með og reyndar aldrei heyrt í. En þeir voru alveg stór- kostlegir; höfðu rétt heyrt lagið á segulbandi og léku það eins og þeir hefðu ekki gert neitt annað allt sitt líf. Stórgóð grúppa!" Egg og samlíf Anddyrið á Hótel Borg næsta dag: Jahn og Anita koma inn af götunni um hádegisbilið eftir verslunarleiðangur. Þau eru hvítklædd, þakin ullarklæðnaði; peysum, treflum, vettlingum og húfum. „Dáscimleg ullin ykkar," segir Anita. Jahn samsinnir: „Eg er dálítið betri núna en í flugvélinni,“ segir hann. -I vélinni? ,M, ég skrapp á klósettið og kom aftur út vafinn í klósettpappírinn, þú veist: eins og sára- umbúðir um höfuðið og með höndina í fatla. Fólk fékk víst dálítið áfall og það vissi enginn hvað segja átti fyrr en bömin fóm að hlæja. Þá hló fullorðna fólkið einnig. Nýju fötin keisarans gerast enn þann dag í dag.“ Við ákveðum að snæða á Torfunni. Keisara- hjónin em ánægð í ullarflíkunum sínum enda kalt í veðri, rykmettaður næðingur og sólar- glenna á köflum. „Við tökum hlaðborðið," segir Jahn þegar sjávéUTéttirnir blasa við. ,3íld í bananasósu, það verð ég að prufa," segir Anita. ,JTvað held- urðu að krakkinn segi við því?“ spyr Jahn og potar elskulega í kvið konu sinnar. Hún er kom- in f jóra mánuði á leið og spennt að fæða í fyrsta sinn. „Þetta er órðið svo háþróað," segir Jahn og glottir. ,JVú em komin faeðingcimámskeið fyrir feður. Eg fór á eitt svoleiðis með Anitu; var nýkominn úr margra vikna rokkkonsert í Sví- þjóð og í rosalegu formi. Námskeiðið hófst á því að allir áttu að rísa á fætur og slaka á, hrista útlimina og ganga á tánum á staðnum. Svona!" Nú stendur Jahn upp og sýnir æfinguna, Anita hlær en gestimir verða dálítið undrandi á uppá- komunni. „Það var nóg til að ég hætti,“ segir Jcihn og sest. „En ég ætla að vera viðstaddur fæðinguna og hlakka alveg óskaplega til, þetta er mitt fyrsta barn einnig, skilurðu?" Jahn verður ömgglega stórkostlegur faðir. Börn hænast að honum í flokkum; í flugvélinni til íslands þyrptust þau um hann og hann skemmti þeim með grettum, bröndurum, lát- bragðsleik og hlátmm. - Ertu alltaf í svona góðu skapi? „Nei, nei, stundum er ég í agalegu skapi," segir Jahn og skellihlær. „Skap hans stjórnar öllu umhverfinu. Þegar hann er í góðu skapi komast allir í kringum hann í gott skap. Svo getur hann orðið alveg sótsvartur og þá fyllist allt af grárri þoku og enginn þorir svo mikið sem að brosa," segir Anita. „Maðurinn í þokunni," segir Jahn og grettir sig svo neðri vörin nemur við borðsröndina og augabrúnimar sökkva niður á kinn. Steikt egg kemur á borðið. „Veistu rmnars, að egg vom mesta samlífs- vandcimál okkar," segir Anita. „Við vorum búin að búa svo lengi ein að allar lífsvenjur vom orðnar fastmótaðar, meðal annars hvemig átti að sjóða egg. Ég stakk gat á eggið, lét það í sjóðandi vatn og sauð í nákvæmlega sex og hálfa mínútu. Jahn setti hins vegar sitt egg í kalt vatn og Iét suðuna koma upp og tók tímann á fílingunni. Þegar við fluttum saman, fórum við í hár saman út af suðuaðferðum. En þetta er farið að ganga núna.“ „Hún fer að læra þetta," segir Jahn og horfir út um gluggann. - Þið eruð nú ekki beinlínis það par úr skemmtibransanum sem maður hefði búist við að giftist; Jan óborganlegur sprellikarl ogAnita pen og stillt? ' „Það var meiriháttar áfall fyrir fjölskylduna þegar ég tilkynnti þeim að ég væri byrjuð að vera með Jahn Teigen," segir Anita. ,JJann vrir jú yfirlýstur geðsjúklingur. En þegar fólkið mitt kynntist honum, uppgötvaði það auðvitað hversu elskulegur og mannlegur hcinn er.“ >rJá, sömu sögu er að segja um mína fjöl- skyldu þegar ég tilkynnti að ég væri með Anitu Skorgan," segir Jahn og grípur í rækju. Svo hlæja þau af lífs og sálar kröftum. Ping, pang, pong! Nokkm síðar, þegar við ökum áleiðis til Hveragerðis, spyr Jahn mig hvort ísland hafi ekki fætt stórkostleg tónskáld: „Það hlýtur að vera, það er alveg stórkostleg tónlist í þessu landslagi. Sjáðu þama í vestri, lágt hraun með þungum bassanið, og í austri rísa fjöllin, voldug og ógnandi meðan tónamir rísa. Það er heil sinfónía í hverri rnynd." Umræðurnar snúast um klassíska tónlist og popp. „Ég var lengi í klassísku píanónámi," segir Anita, „og ætlaði eiginlega að verða kon- sertpíanisti. En mér fannst dægurlagatónlistin skemmtilegri og ég valdi hana.“ „Ég byrjaði að leika á gítar þegar ég var fimm ára,“ segir Jahn, „og tónlistin var alltaf stór hluti aí mér. Þegar ég kom úr mútum, söng ég tals- vert og söngkennarinn minn vildi endilega koma mér í klassískt söngnám, sem ég og gerði í nokkurn tíma; ég söng tenórrödd. En mér fannst poppið skemmtilegra þegar það hóf inn- reið sína með Bítlunum í öllu sínu veldi. Svo ég hætti við tenórinn og sé ekkert eftir því. Klass- ísku tónlistamámi fylgja einnig meiri boð og bönn; má ekki reykja , ekki drekka og alls kyns aðferðir iðkaðar til að vemda röddina. Ég vil bara lifa og vera til og gera það sem mér finnst skemmtilegt. Tónlist á ekki að vera fjötur á lífið. Tónlist á að vera lífið sjálft; fullt af skringilegum uppákomum og skemmtilegheitum." Jahn og Anita sömdu mikið af lögum og text- um þegar þau vom tónlistarmenn hvort í sínu lagi. Eftir að þau tóku saman hafa þau unnið mikið saman og skrifa lög og texta saman. Hvernig skyldi sú samvinna ganga? ,Jú,“ segir Anita og brosir, ,Jahn skrifar eina nótu, og ég aðra og svo koll af kolli." „Einmitt," segir Jahn og brosir: „Ping! skrifa ég, Pong! skrifar hún, Pang! skrifa ég, Pöng! skrifar hún og svo framvegis." Og nú hristist allur bíllinn af hlátri. ,JVei, í alvöm," segir Anita. „Samvinnan geng- ur mjög vel. Tónlistaráhugi okkar var mjög líkur áður en við kynntumst. Þótt við virðumst vera mjög ólík og með ólíka tónlist í höndunum er það samt staðreynd að smekkurinn er geysilega líkur. Og það var mjög auðvelt fyrir okkur að vinna saman. Jahn vinnur bara miklu hraðar en ég“ Já, en Anita vinnur miklu nákvæmar en ég,“ bætir Jahn við. „Við erum með lítið stúdíó niðri í kjallara heima og þar getur hún setið dögun- um samcin og fínpússað hvem smátón. Ég hef enga eirð í mér til þess. Þegar ég er búinn að ná laginu heim og saman vil ég bara taka upp í hvelli. Keyra beint.“ ,Já, en þú semur svo miklu hraðar en ég,“ mótmælir Anita. „Ég sem kannski tvö, þrjú not- hæf lögáári." „Tja,“ segir Jahn. „Ég sem lag á dag, það gera 365 lög á ári. Þar af hendi ég svona350. Þá em 15 eftir. Af þeim eru kannski eitt, tvö nothæf eða góð. Utkoman verður sú sama.“ Noregsmeistari í 400 m og kúlu „Þarna er hestur," segir Jahn þegar við erum komin í gegnum Hveragerði og rennum inn á flötina umhverfis Grýtu. „Eru þetta ekki æðis-

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.