Helgarpósturinn - 19.04.1984, Side 13
Jahn Teigen
ogAnita
Skorgan
í Helgarpósts-
viðtali
lega sterk dýr? Ég hef reyndar ekkert vit á hest-
um. Hef mjög sjaldan komið á bak.“
í þessu kemur rúta full af ítölskum túristum,
fararstjórinn snarar sér út og hellir úr flösku í
hverinn, sem strctx tekur við sér.
„Var þetta Svartidauði?" spyr Jahn.
Þegar hann faer þá skýringu að þama hafi
verið um uppþvottalög að ræða, segir hann: ,Já,
þið þvoið hverina ykkar öðru hverju!“
Gosið nær mannhæð í norðanbálinu og ítal-
irnir standa í strekktum poplínfrökkum og
horfa á strókinn. Anita kýs að hverfa strax aftur í
bílinn en Jéihn stekkur eins og barn í kringum
hverinn, tyllir sér á tá við gosið og það liggur við
að hann faðmi gosstrókinn að sér.
Þegar við rennum frá hvemum á nýjan leik,
segir Jahn að hann hafi alltaf verið sprækur,
uppfinningasamur og forvitinn.
„Þegar ég var strákur í Tönsberg, var ég iðinn
við uppátæki dag og nótt. Ég rak eins konar
hjólaverkstæði. gerði við alls konar skran, og
stundaði alls kyns prakkarastrik. Ég bjó mér
meira að segja til heila bækistöð inni í mnna-
gerði þar sem enginn vissi um mig. Ég hef alltaf
elskað hið dularfulla, leyndardómsfulla, og
þráð að koma því á vettvang í leiklistarformi.
Eiginlega er ég miklu meiri sirkusmaður í mér
en tóniistarmaður. Æska mín er ein löng sirkus-
saga.“
Við fáum okkur kaffi í Eden. Anita velur sér
pönnuköku með rjóma og sultutaui sem með-
læti, Jahn líka en steypir sér ennfremur yfir
digra rjómakökusneið: „Ég elska rjómakökur;
þær em skrautlegar, mektugcir og bragðgóðar!"
Undirritaður fær sér ís.
„Ég man þegar ég var lítill," segir Jahn, „þá
Vcir ísinn tengdur vorinu. Isinn kom nefnilega á
vorin. Maður hlakkaði til allan veturinn að
heyra í ísbílnum, svo kom hann og vorið var
komið. Skrítið hvemig litlir hlutir em tengdir
minningunni."
,Æska mín er mest tengd systkinahópnum,"
segir Anita, „við vorum mörg - fjölskyldan mín
er geysilega frjósöm, bæði í föður- og móður-
ætt. Og hugðarefnin vom tónlist og íþróttir."
„Óhugnanlega frísk fjölskylda," segir Jahn og
grettir sig.
,3ara venjuleg, norsk f jölskylda," segir Anita.
„Veistu, að Anita var Noregsmeistari í 400
metrum," segir Jahn og skellihlær.
Anita hlær einnig og kinkar kolli.
t,Og kúlu!“ segir Jcihn og hlær enn meira.
I ljós kemur að þetta er enginn djók; Anita
Skorgan átti um tíma - þegar hún var sautján -
Noregsmetið í 400 metra hlaupi kvenna og
kúluvarpi kvenna. Hún er síður en svo kúlu-
vörpuleg, heldur mjög fíngerð, en maður merkir
eljuna og seigluna bak við blíðlegt viðmótið.
Það þarf einnig úthald í að starfa í skemmt-
anabransanum, bæði til að komast á toppinn og
tolla þar. Jahn og Anita vom bæði komin á
toppinn sitt í hvom lagi í sínu heimalandi áður
en leiðir lágu saman. Jahn ferðaðist mikið um
með hinu stórfurðulega bcindi sínu Prima Vera
sem tók upp á alls kyns skringilegheitum og
uppákomum sem vom svo brjálæðislegar að
flestir Norðmenn snem sér undcin og fussuðu.
En frægur varð hann, ekki síst fyrir stórgóð lög
og sterkan söng. Anita vann aftur á móti hug og
hjarta landa sinna þegar sem barn, lék á píanó
og söng falleg lög sem oft vom rómantísk, sér-
staklega þegar hún komst á unglingsaldurinn.
Hún var draumatengdadóttir norskra mæðra
og því urðu margir furðu lostnir þegar þessar
tvær andstæður mnnu saman í eina sæng.
Pressan, frœgðin
og Eurovision
En hvað um það; við vorum að tala um að það
þurfi sterk bein til að þola frægðina. Sérstaklega
þegar pressan er annars vegar. Anita: ,Sem
skemmtikraftur verður þú háður pressunni. Ef
ekkert er skrifað um þig, halda allir að þú sért
hættur að koma fram. Búinn að vera. En ef þú
lætur pressuna vera of ágenga færðu ekkert
einkalíf. Það hringir kannski blaðamaður frá
vikublaði og segir sem svo: Heyrðu, þú ert víst
ólétt, mig vantar grein um óléttuna, getum við
ekki skroppið saman í bamafataversiun, þú
veist, Anita Skorgan kaupir bcimcifötin, ha?
Maður verður snarbrjálaður af vonsku, en ef
maður skellir á, þá fara þeir bara út í bamafata-
verslun og velja nokkrcir flíkur fyrir mcinn og
skrifa langa grein um bamafötin hennar Anitu.
Af tvennu illu endar maður oft úti f bamafata-
verslun. Stundum liggur við að um kúgun sé að
ræða.“
Jcihn samsinnir: „Presscm hringdi í móður
Anitu um miðja nótt þegar blöðin komust að
raun um að við ætluðum að gifta okkur í kyrr-
þey. Og spumingarnar dundu á henni: „Hvar
ætla þau að gifta sig, hvemig er að fá Jahn fyrir
tengdason, er Anita ekki ólétt? os.frv. Konan
varð auðvitað mállaus nokkur andartök og sú
þögn var tekin sem samþykki við öllum spurn-
ingurn."
En þau em sammála um að skemmtikraftar
þurf i á pressunni að halda og það verði að koma
á einhverju sambandi þar á milli svo báðir geti
vel við unað. Stundum getur pressan jcifnvel
snúið ósigri í sigur. Jahn minnist þess þegar
hann varð neðstur í Eurovision-keppninni og
varð heimsfrægur fyrir vikið.
„Þetta þótti fréttnæmt og ég fékk allt að því
jafnmikla auglýsingu út úr ósigrinum eins og ef
ég hefði unnið.“
- En hvernig uar að verða neðstur í slíkri
samkeppni?
„Það var allt í lagi, því að það hafði myndast
óvenjugóð stemning og samstaða milli þátt-
takenda það árið. Þegar tölumar komu í ljós,
fannst flestum illa hafa verið farið með okkur
Norðmenn og allir sýndu samstöðu og hlut-
tekningu. Sá stuðningur skipti mig miklu.
Bresku blaðamennimir vom einnig stórkost-
legir. Margir þeirra hafa fylgst með keppninni
frá byrjun og kunna allar leikreglumar. Þeir
sögðu mér nákvæmlega hvað ég hafði gert vit-
laust og undirstrikuðu að tónlistin væri farin að
skipta minna og minna máli. Þetta væri orðið
„show“. Lagið mitt hefði verið gott en ég mætti
ekki grínast svona mikið með keppnina. Þeir
bentu mér einnig>á að menn þyrftu að tapa oft
til að geta unnið. En heppnin var með mér; ég
varð frægur fyrir að tapa.“
Þegcir þau em spurð hvemig það sé að standa
á sviði, vitandi að tugir milljóna sjónvarps-
áhorfenda glápa á þau, svara þau dálítið seint.
Anita: .JVIaður er allt í einu orðinn persónugerv-
ingur þjóðcirinnar. Og þjóðin setur sig í stell-
ingar og horfir á okkur á sjónvcupsskjánum og
segir: Þarna emm við, þau em Noregur. Það
getur verið dálítið trekkjandi. En ég held að
öllum söngvumnum í Eurovision-keppninni
líði þannig. Alla vega fá allir hálsbólgu í viku
fyrir sendingu. Menn verða þó alltaf frískir á
keppniskvöldi."
Jahn: Já, þegar maður stendur þama uppi á
sviði og er fulltrúi þjóðarinnar, þá svífur tals-
vert af Ibsen, Ncinsen, Bjömsson og Haraldi hár-
fagra í gegnum mann, því ber ekki að neita."
Og þau tala af reynslu: Anita hefur fimm sinn-
um tekið þátt í Eurovision-keppninni, Jahn
þrisvar.
Koma aftur tilíslands
Kaffiborðið í Eden er orðið þakið munnþurrk-
um, kaffiblettum og kökumylsnu. Anita hlær og
segir að nú sé þetta að verða heimilislegt. Jahn
tekur hana á orðinu: „Heimilislegt? Má vera
núna, en fyrir nokkmm ámm þoldi ég ekki
svona sóðaskap. Það var þegar ég fór í gegnum
rykdellutímabilið. Þá bjó ég einn, var búinn að
koma mér upp piparsveinsvenjum sem meðal
annars viðurkenndu ekki ryk. Ég varð alveg
snar ef ég sá kusk. Gekk um allan daginn og
ryksugaði og þurrkaði cif. Þetta var orðið að
algerri maníu þegar Anita kom inn í líf mitt. Nú
er ég miklu rólegri gagnvart ryki. Ég er jafnvel
farinn að þola drasl. Annars var rykdelluskeiðið
dálítið skemmtilegt tímabil. Á þeim árum sló ég
í gegn í Noregi, svo ég noti hæverskt orðalag,
eignaðist talsvert af peningum og hélt miklar og
stórar veislur sem enduðu í ringulreið. Síðan
brjálæðisleg tiltekt næsta dag. Ryk mátti ekki
finnast." Nú brosir Jcihn með öllu hinu teygjan-
lega cuidliti sínu.
Það var einmitt á þessum árum að Norðmenn
fengu skammtinn sinn af hljómleikaferðum
Prima Vera. að vísu var meira um geðveikisleg
atriði á sviði heldur en tónlist. Aðalsprautan við
hlið Jahns var Herodes Falsk - reyndar lista-
mannsnafn - „maðurinn sem hvorki getur
sungið né leikið og er vitalaglaus," eins og Jahn
orðar það. „það sem hann gerir á sviði á bara
ekki að ganga upp. Það á ekki að gera sig, en það
gerir sig alltaf. Hann er feitur og ljótur, gengur
fram á sviðið í síðum, grænum nærbuxum með
gúmmíhanska á hausnum. Þetta er í sjálfu sér
kannski ekkert ofsalega fyndið, en það virkar í
hvert skipti,“ segir Jahn og hlær niður í tær.
„Einu sinni vorum við búnir að tilkynna að
við myndum „flassa“ á sviðinu. Við stóðum
tveir, Falsk og ég, í stórum frökkum og héldum
þeim þéttingsfast að okkur meðan þriðji mað-
urinn lék sálfræðiprófessor sem hélt langan
fyrirlestur um hugtakið flass. Síðcin kom að okk-
ur. Allir ljósmyndarar pressunnar voru tilbúnir
og beindu linsunum að viðkvæmasta stað
likamans. Tromman þyrlaði og búms! Ég svipti
frá mér frakkanum, var allsnakinn undir en: fyrir
því allra heilagasta var forsíðan á SE & HÓR.
Allir blinduðust þegar flassperur ljósmynda-
vélanna sprungu og á næsta andartaki flassáði
Herodes Falsk og var í engu undir, en enginn
náði mynd af honum. HAHAHAHA!" grenjar
Jahn af hlátri.
Þegar við ökum inn í Reykjavík segist Jahn
harðákveðinn í að koma aftur til íslands, senni-
lega strax í maí eða ágúst. „Ég kem með með allt
bandið, níu manns og alla ljósamenn og hljóð-
tæknimenn, fjórtán manns ails. Þið eruð mínir
menn,“ bætir hann við. „Ég fann strax um
kvöldið á Hótel Borg að íslendingar hafa sama
húmor og ég; lifandi fólk, fullt af tónlist og
gáska.“
irJá, við komum aftur,“ samsinnir Anita.
Svo halla þau sér aftur í sætinu - Cheek to
Cheek.