Helgarpósturinn - 19.04.1984, Qupperneq 16

Helgarpósturinn - 19.04.1984, Qupperneq 16
Þröng á þingi á barnum á Pöbb-inn. Það er að vísu ekki algengt en kemurþó fyrir, að ritstjórar fá góð- ar hugmyndir. Jafnvel ritstjórar Helgarpóstsins. Árni Þórarinsson fékk eina, síðastliðinn fimmtudag, þegar hann bað okkur Jim Smart að gera úttekt á pöbbaM í borg- inni. Eitthvað fannst honum við verða glottaralegir við þetta og þegar ég nefndi að ég hefði heyrt að það vœri mjög góður matur á Gauk á stöng lá við að þessi góða hugmynd rynni út í sandinn. Árni PÖBBAGANGA beit þó á jaxlinn og ákvað að sleppa okkur lausum á blásak- lausa og grunlausa pöbba borgar- innar, en bað okkur minnast þess lengstra orða, að fimm ára af- mælishátíð Helgarpóstsins, daginn eftir, hefði lagt svo þungar fjár- hagslegar byrðar á blaðið að fjár- lagagat Alberts vœri hégómi einn í samanburði við það. Þar sem tillitssemi mín og góð- mennska er með eindœmum gafég upp á bátinn allar hugmyndir um veislumat og nærðist, áður en ég lagði afstað, á tveimur pylsum frá Sláturfélagi Suðurlands með tómat og sérlega góðu sinnepi sem mág- kona mín í Svíþjóð hafði búið til og sent mér. Nú og svo auðvitað hvít- lauknum sem konan mín laumar alltaf í matinn þá sjaldan ég stíg einn út fyrir dyr heimilisins til að bjóða nœturlífinu byrginn. Gaukur á stöng hefur hinsvegar enga samúð með fjárhag Helgar- póstsins því þegar ég mætti á stað- inn, kf. 8, var mér tjáð að þar stigju engir innfyrir dyr fyrir kl. 9, nema matargestir. Einkennilegt fyrir- komulag á pöbb. Við Jim vorum því tilneyddir (ha, ha) að setjast pent við eitt borðið og panta pyls- unum frá Sláturfélagi Suðurlands einhvern selskap. Það var rétt sem ég hafði heyrt að maturinn væri góður. Hann er meira að segja ódýr líka. Jim fékk sér kræklingarétt sem kostaði kr. 215 og ég fékk mér djúpsteiktar rækjur, vafðar inn í beikon, sem kostuðu kr. 125. Þar sem okkur var jú ætlað að skoða bjórkrár komumst við svo ekki hjá því (ha, ha) að bragða á veigunum og því er það, Ámi minn, að Helg- arpósturinn fær reikning upp á kr. 660, afmæli eða ekki. Ágœtis fugl Gaukurinn er nokkuð hugguleg- ur staður, þótt ekki sé hann sér- staklega pöbbalegur ef miðað er við samskonar fyrirbæri í London, sem allir hljóta jú að gera. Það er heldur bjart þama inni og ég hef trú á að það myndi gerbreyta 16 HELGARPÓSTURINN eftirÓlaTynes myndir Jim Smart staðnum að setja litað gler í glugg- ana, auk þess sem matargestir losnuðu þá við að berja augum þá hrollköldu vesalinga sem geymdir em utan dyra þangaðtil klukkan er orðin níu. Jafnvel djúpsteiktar rækjur í beikonvafningi vilja svona eins og standa í manni þegar í tíu sentimetra fjarlægð liggur flatt nef á glerrúðu og augu sem mæna í votri löngun á bjórinn þinn. Það lifnaði dálítið yfir staðnum þegétr klukkan varð níu og hinum óæðri vemm leyfður aðgangur. Hávaðinn jókst um ófá desíbel og bjórstraumurinn varð að stórflóði. Allir flýttu sér að reyna að ná í borð og fyrr en varði vom þau þéttsetin. Þeir sem eftir vom fóm og studdu barinn. Gítaristi sem hafði gutlað undir matnum pcikkaði samcin, í bili að minnsta kosti. Gestimir voru mest ungt fólk sem kom í hópum. Það var ekkert sérstaklega prúðbúið, enda á slíkt ekki við á pöbbum. Það var hinsvegar glað- legt, sem á vel við á pöbbum, og það var auðséð að sumir vom fastagestir því gengilbeinumcir þurftu ekki að taka niður pantanir hjá þeim. Og þröngt sitja sáttir á Gauk á Stöng. Páll Stefánsson, með sólgleraugu. Þrjár þrýstnar hnátur, þegnar Gústafe Adolfs, settust hjá okkur Jim og spjölluðu óðamála saman á syngjandi sænsku. ,3orðaeign“ er ekki tekin neitt sérstaklega alvar- lega. Ef einhvern vantar sæti og það er laust við eitthvert borðið, þykir sjálfsagt að setjast þar. Fjöldasöngur á kvöldin Gaukurinn er með vínveitinga- leyfi þannig að þar er hægt að fá alla venjulega áfenga drykki. Flest- ir drekka þó bjórinn sem er pilsner eitthvað styrktur með vodka eða einhverju slíku. Löggan er víst eitthvað að garfa í þessu; bjórhat- arar telja að þama sé verið að selja sterkan bjór og þcirmeð brjóta lög. Rannsókn hefur farið fram og skýrsla send saksóknara sem mun taka ákvörðun um framhald. Það er nú erfitt að sjá hvað er ólöglegt við að blanda saman pilsner og vodka þegar cilgengt er og alveg lög- legt að blrmda samcm t.d. vodka og vermút. Sumir viðstaddra á Gauknum dmkku þó blessaða blönduna eins og þeir væm sannfærðir um að hún yrði bönnuð á morgun og þetta væri síðasta tækifærið. Og það lifnaði enn yfir mannskapnum. Mér er sagt að stundum þegar líður á kvöldið hef ji menn f jöldasöng því bjórinn sé hið ágætasta söngvatn. Þetta hef ég eftir ekki óáreiðanlegri manni en Páli Stefáinssyni, hirð- ljósmyndara lcelamd Review, sem sat, með sólgleraugu, við næsta borð og drakk - ekki söngvatn held- ur blávatn, um hvers ágæti hann gerðist fjálglegur þegar um var spurt. „Þetta er ágætis staður og ég kem héma oft,“ sagði Páll. „Eini gallinn á staðnum er að dyraverð- irnir em alltaf að nöldra út af sól- gleraugunum mínum. Þetta er á miklum misskilningi byggt hjá þeim því staðurinn lítur miklu bet- ur út í gegnum sólgleraugu." Ég fékk að prófa og þetta er alveg rétt hjá Páli. Þangað til búið er að setja íitaða glerið í gluggana væri

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.