Helgarpósturinn - 19.04.1984, Side 18
HRINGBORÐIÐ
Véfrétt um margboðað sjálfsmorð
i dag skrifar Siguröur A. Magnússon
Fyrir rúmum þrem vikum tók
ég að tilhlutan Friðarsamtaka
listamanna þátt í ráðstefnu Sjálf-
stæðiskvenna í Vcilhöll undir yfir-
skriftinni .JFriður - Frelsi - Mann-
réttindi". Framsögumenn voru
sjö talsins, tvær konur og fimm
karlar, en í pallborðsumræðum á
eftir snerust hlutföll við: fjórar
konur og tveir karlar. Ég var víst
hálfhjáróma í þessum fríða hópi,
enda utangarðs við svotil samlita
hjörð, en hitt gladdi órólegt
hjarta að í framsöguerindunum
komu fram ýmis fróðleg sjónar-
mið varðandi þau hugtök sem á
dagskrá voru, að ógleymdum
ógnvekjcindi hugleiðingum kjarn-
eðlisfræðings um áhrif kjarn-
orkuvopna.
Afturámóti urðu pallborðs-
umræðurnar ansi hreint daufleg-
ar og nánast svefndrungaðar
þareð tæpast gat heitið blæ-
brigðzLmunur, hvaðþáheldur
meira, á viðhorfum þeirra sex-
menninga sem létu ljós sitt skína.
Minnti sá þáttur ráðstefnunnar
óþægilega á fund í Æðstaráði
Sovétríkjanna eða einhverri
áþekkri stofnun þar eystra:
hvernig einn bergmálar skoðanir
þess sem síðast talaði og allir
vitna skilvíslega í óskeikular for-
skriftir Foringjans og talsmanna
hans.
Meðal þess sem lögð var sér-
stök áhersla á við pallborðið var
sú víðfræga yfirlýsing cifdankaðs
Foringja Sjálfstæðisflokksins, að
Nato væri öflugasta friðarhreyf-
ing í heimi og friður yrði best
tryggður með því að efla Atlcints-
hafsbcindcdagið - væntanlega
með því að auka og bæta vopna-
búnað þess. í stuttri skýrslu um
friðarráðstefnu norrænna
kvenna kom fram að „hægrikon-
ur“, fáar tafsins, hefðu haft
nokkra sérstöðu, og var látið að
því liggja að þær ættu eríitt með
að fá viðhorí sín samþykkt í evr-
ópskum friðarsamtökum, þar-
sem lögð væri áhersla á einhliða
afvopnun. Nú eru það vægast
sagt grófar ýkjur að evrópskar
friðarhreyfingar leggi sérstaka
áherslu á einhliða cifvopnun, þó
réttilega sé bent á og ítrekað, að
einhver verði að stíga fyrsta
skrefið til cifvopnuncir. Rauncir
hafa kaþólskir biskupar í Banda-
ríkjunum verið mikiu afdráttar-
lausari í kröfum sínum um að
Bandaríkjastjóm stígi fyrstu
skrifin í þá átt. En látum það í bili
liggja milli hluta. Hitt var mér
óleyst ráðgáta í Valhöll, enda
ókurteisi að grípa framí sam-
hljóma pallborðsumræðumar
frcimanúr sal (og greinilega ekki
til þess ætlast), hversvegna
kvennascimtök sem einlæglega
trúa á hervæðingu og vopnavald
sem ömggustu tryggingu friðar í
heiminum sækjast eftir aðild að
friðarsamtökum sem eindregið
cifneita vopnavaidi og krefjcist
þess undanbragðalaust að strax
verði hafist hcinda um afvopnun
og eyðileggingu vopnabirgða. Lái
mér hver sem vill sáran skort
skilnings á þeim myrka leyndar-
dómi.
Önnur staðhæfing sem hver
tuggði upp eftir öðrum var sú, að
80% íslendinga tryðu á NATO
sem ömggustu vöm friðarins,
þareð flokkarnir þrír sem stóðu
að inngöngu Isiands í Atlants-
hafsbandalagið hefðu það hlut-
fall landsmanna bakvið sig. Nú er
það óvefengjanleg söguleg stað-
reynd, að enginn íslenskur
stjómmálaflokkur nema Sjálf-
stæðisflokkurinn stóð óskiptur
að hinni örlagaríku ákvörðun
vorið 1949. Sömuleiðis var ítrek-
uðum áskomnum um þjóðarat-
kvæðagreiðslu um málið ævin-
lega og afdráttarlaust hafnað af
hermangsöflunum. Og loks er
ekki úr vegi að minna á það, að í
eina skiptið sem beinlínis var
18 HELGARPÓSTURINN
kosið um brottför hersins, í cd-
þingiskosningum 1956, fóm and-
stæðingæ hersetunnar með sig-
ur af hólmi, þó þeir hefðu hvorki
afl né kjark til að standa við gefin
fyrirheit. í því samhengi er enn-
fremur minnisvert að í skoðana-
könnun Vikunnar á liðnu hausti
tjáðu 70% íslendinga sig andvíga
staðsetningu nýrra eldfiauga Atl-
antshafsbandalagsins í Evrópu.
Þeir koma greiniíega ekki auga á
friðarpúðrið í kjamaoddum
Bandaríkjastjómar, enda hafa
vopn hennar víða um heims-
byggðina miklu fremur stuðlað
að viðsjám og blóðugum átökum
en varðveislu friðcir. Að ekki sé
minnst á heimilisbölið innan
sjálfs Atlantshafsbandalagsins
þarsem hver höndin er uppá
móti annarri og tvö aðildarríkin,
Grikkland og Tyrkland, hafa um
langt árabil verið á ystu nöf styrj-
aldarátaka. Sú glósa að Atlants-
hafsbandalagið sé útvörður frið-
ar, frelsis og mannréttinda hlýtur
að koma þeim mönnum skrýti-
lega fyrir sjónir sem á sínum tíma
fylgdust með framferði einræðis-
stjórnar í NATO-ríkjunum Portú-
gal og Grikklandi og nú horfa
uppá þau ósköp sem eiga sér
stað í NATO-ríkinu Tyrklandi.
Ég lét þess getið í framsögu-
erindinu að frasar einsog „jafn-
vægi óttans" og „vopnaður frið-
ur“ væm einhverjar skelfilegustu
og upplognustu glósur sem kald-
rifjaðir og valdasjúkir stjóm-
málamenn hefðu fundið upp,
þareð sívaxandi magn gereyðing-
cirvopna í austri og vestri mundi
engan vanda leysa, heldur auka
stig af stigi þá geigvænlegu hættu
sem allt líf á jörðinni væri ofur-
selt. Þó listamönnum væri stund-
um annað betur gefið en rökvísi,
þá sæju þeir engu síður en aðrir
vakandi menn, að eitthvað meira
en lítið væri bogið við þá kenn-
ingu sem nú heyrðist æ oftar
fleygt, að þeim kjamorkuvopn-
um sem búið væri að hranna upp
yrði aldrei beitt. Hvernig væri
hægt að ógna andstæðingi með
vopnum sem aldrei væri ætlunin
að beita?
Framkvæmdastjóri Sjálfstæð-
isflokksins við pallborðið hafði
mörg og myrk orð um það, að
kjarnorkuvopn tryggðu friðinn,
það hefði reynslcm sannað, og
vissulega fælist í þeim ógnandi
viðvörun þó gera mætti ráð fyr-
ir nokkurskonar „gentlemen’s
agreement" allra heiivita stjóm-
málamanna um að beita jreim
ekki, því það leiddi af sér vísvit-
andi sjálfsmorð, hvor svosem
fyrri yrði til að styðja á hnappinn.
Þótt þessi röksemdafærsla sé lítt
höfð í hámæii, þá virðist hún
eiga furðumarga áhangendur og
minnir mig á ekkert fremur en
skólcispeki miðalda þegar fram
fóru lærðar og háfleygar rökræð-
ur um það, hve margir englar
gætu í senn dansað á nálaroddi.
Venjulegur hugsandi maður,
sem ekki hefur látið blindast af
moldviðri pólitísks áróðurs, hlýt-
ur að spyrja sem svo: Sé það rétt
ályktað og sannleikanum Scim-
kvæmt, að þögult Scimkomulag
sé um að beita ekki kjcimorku-
vopnum hvað sem ískerst, þareð
af slíku athæfi Ieiddi ótvírætt
sjálfsmorð mannkyns, hvers-
vegna er þá látlaust haldið áfram
að hranna þeim upp? Hvers-
vegna er stjarnfræðilegum fjár-
fúlgum sóað í þessa vitagagns-
lausu framleiðslu meðan rúmir
tveir þriðju hlutar mannkyns lifa
við sult og tugþúsundir barna
deyja cif næringarskorti á hverj-
um einasta degi? Hversvegna
fleygir Bandaríkjastjóm vemleg-
um hluta gífurlegra fjármuna
sinna í kjarnorkuvopnahítina
meðan 46 milljónir Bandaríkja-
manna eða tæp 20% ailra íbúa
langauðugasta ríkis heims búa
við sárasta skort eða algert hung-
ur? Hversvegna eyða Sovétríkin
óhemju fjár til að hervæðast á
sama tíma og þau geta ekki með
góðu móti brauðfætt íbúa sína og
verða að kaupa ógrynni koms frá
Norður-Ameríku (eftir ýmsum
hlálegum krókaleiðum), þótt þar
í landi sé eitthvert frjósamasta
kornforðabúr veraldar?
Þessæ og þvílíkar spumingar
þykja vísast hjárænulegar, ef ekki
beinlínis heimskulegar, í herbúð-
um þeirra andans jöfra á Morg-
unblaðinu og víðar, sem heimta
aukinn vígbúnað hérlendis sem
erlendis, hvað sem tautar og
raulcir, í þeirri blindu og bjarg-
föstu trú (sem enn og aftur minn-
ir mig á trúarböl miðalda), að
ótti, hatur, tortryggni, ógnir og
skelfingar séu hollasta og hald-
besta andleg næring mcinnkind-
arinnar. Þessir sncirblindu trúar-
ofstækismenn virðast ekkert
hafa lært, en öllu gleymt af þeirri
dýrkeyptu reynslu sem mann-
kyninu hefur áskotnast á þessari
öld. Það er til að mynda umhugs-
unarverð staðreynd og næsta
hrollvekjandi, að hefði tölva ver-
ið mötuð á öllum viðeigandi upp-
lýsingum árið 1914 og unnið úr
þeim eftir þeim rökleiðsluaðferð-
um, sem tölvum em eiginlegar,
þá hefði hún skilað jjeirri óum-
deildu niðurstöðu að forsendur
styrjaldar í Evrópu væm ekki
fyrir hendi. Þar varð semsé
mannleg geðbilun vísindalegri
rökíræði yfirsterkari.
í ofangreindu dæmi er væntan-
lega gert ráð fyrir óbilaðri tölvu,
en hvað skal segja þegar vitað er
með vissu að þrásinnis á undan-
förnum ámm hafa bilanir í tölv-
um, sem treyst er fyrir lífi og lim-
um jarðcirbúa með því að stjóma
árásarkerfum kjamorkuveld-
anna, verið komnar á fremsta
hlunn með að leiða tortí'mingu
yfir heimsbyggðina? Þegar hugs-
anleg mannleg geðbilun (það
þarf ekki nema einn brjálæðing á
réttum stað til að hleypa öllu í bál
og brcmd) sverst í fóstbræðra-
lag við meira eða minna sjálfvirk-
an tæknibúnað sem þá og þegar
getur hrokkið uppaf standinum,
þá er ekki nema von að tilhugs-
unin sendi jökulkcilda strauma
niðreftir hryggjarliðunum. Það
eitt er víst að með þeim atburð-
um sem gerðust í ágúst 1945,
þegar bandarískum kjamorku-
sprengjum var varpað á Nagasaki
og Hiroshima, varð róttækari
breyting á öllu vitundarlífi
mannsins en átt hafði sér stað
síðan eldurinn var tekinn í þjón-
ustu hans. Þá riðlaðist sjálfur
gmndvöllur þeirrar framtiðcirtrú-
ar sem verið hafði aflvaki mann-
kyns í þrotlausri og hægfara við-
leitni þess til að skapa sér betra
og manneskjulegra líf á þessari
jarðkúlu í óravíðum geimnum.
Eg tel mig hreint ekki vera í
hópi bölsýnismanna eða dóms-
dagsspámanna, þó ég setji þessa
miður uppörvandi þanka á blað.
Ég er þess enn sem fyrr fullviss
að „lífið það er sterkara en dauð-
inn“ og að ört vaxandi friðar-
hreyfingar í heiminum muni um
síðir vekja jarðarbúa til vitundar
um hvar þeir em á vegi staddir og
knýja þá til að koma viti fyrir mis-
vitra og rökþrota stjómmála-
menn, sem oftar en ekki ganga
erinda tortímingaraflanna í mynd
vopnaframleiðenda og blindrar
gróðafíknar fjölþjóðahringa.
Manneskjunni mun smámsíiman
vitrast að til em verðmæti og lífs-
gildi sem lifa af öll heimsveldi,
hugmyndakerfi og valdaskeið til-
tekinna drottnara. Engar dauða-
sveitir, þrælabúðir né yfirfull
geðveikrahæli munu fá slökkt
þann dýrmæta lífsneista, sem er
innsti kjarni tilverunnar, þótt
veikur virðist um sinn og blakt-
andi andspænis herveldum grá-
um fyrir jámum. Að honum
munu allir þeir hugsandi og
skapandi menn hlúa frá degi til
dags sem fremur trúa á anda
mannsins en afl véla og vopna.
VARAHIUTIR
í ALLA JAPANSKA BÍLA
Honda, Mazda, Mitsubishi, Toyota og Datsun
NP VARAHLUTIR
Ármúla 22 — 105 Reykjavík. Sími 31919
Draupnisgötu 2, 600 Akureyri. Sími 26303.
Hvergi hagstæðara verð.
MIKIÐ ÚRVAL ‘Z)
PRJÓNAGARNI.
Mikið úrval af bóiri-
ulíargarni og alullar-
garni
Opiö
laugard.
frá 10-12
TÍSKUGARN, VENJULEGT GARN
HVERGI MEIRA ÚRVAL
SJÓ/V ER SÖGU RÍKARI
PÓSTSENDUM DA GLEGA
- INGÓLFSSTRÆTI1 Simi 16764
AUK ÞESS MIKIÐ ÚRVALAF
PRJÓNUM, SMÁVÖRUM
TILBÚNUM DÚKUM 0G
SMYRNA.