Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 21
m orð ii.su m. mnri en fáa jafn fullkomna og R Ix talía býður þér upp á marga góða sumardvalarl fornu borg við Adríahafið. Hér gengur þú aðpllu vísu; sól og ylvolgum sjó, og breiðri strönd,íglaðværu mannlífi, frábærum veitingastöðum og vandaðri gistiaðstöðu. Þú finnur fljótlega að margt er betra en þú átj venjast annars staðar, sumt miklu betra. Áþreifanlegastur er munurinn á Ieikaðstöðun börnin, þar sem barnafararstjórinn er í broddf Góð staðsetning Rimini gagnvart mörgum stórbr«ötriUStu stöðumEvrópu-Feneyjum, Flórens, Róm - veitir |>ér að auki möguleika á skoðunarferðum sem gera Riminiíerð að öðruogmeira en venjulegri sólarferð. Við minnum þig á að heppni hefur lítið með sólarlandaferðir að gera. Góður áfangastaður og gott skipulag skiptir þar sköpum. Ef þú hins vegar dregur úr hömlu að panta Riminiferð sumarsins gætir þú orðið of seinn - og það væri ljóta óheppnin! DMiA-J Adriatic Riviera ot Emilia - Romagna (Italy ) Rimini Rictione Cattolica Cesenatico Gatteo a Mare San Mauro a Mare Misano Adriatico Udi di Comacchio Savignano a Mare Bellaria - Igea Marína Cervia • Milano Marrttima Ravenna e le Sue Maríne Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 LEIÐARVÍSIR PÁSKANNA Auk Pacino, eru helstu leik- endur þessarar myndar, þeir Steven Bauer, Michelle Pfeiff- er, Mary Elizabeth Mastan- tonio og Robert Loggia. Háskólabíó Staying Alive Hver man ekki eftir Tony Manero, dansaranum í Satur- day Night Fever sem John Travolta túlkaöi á sinn glassúrmáta. Tony nam ekki staöar í diskótekunum heldur hélt hann frá heimahverfi sínu Brooklyn inn í hringiður mið- borgar New York í leit að frægð og frama í stóru söng- leikjahúsunum á Broadway. Það er kvikmyndin Staying Alive sem segir frá því hvernig Tony gengur að fóta sig á hálli framabrautinni. Sylvester Stallone leikstýrði þessari mynd en bróðir hans Frank samdi músík ásamt Bee Gees-bræðrum. Travolta áfram í essinu sínu, sagður snaggaraiegur og fríður á kroppinn í þessari mynd. TÓNLIST KUKL hefur ákveðið að auka framlag sitt til tónleika- mála í aprílmánuði hér á landi; auk fyrirhugaðra tónleika þann 21. apríl í Félagsstofnun stúdenta með Slagverki , DÁ’ p.p. og Djöfuls ég hefur Kukl nú teygt arma sína yfir í Safarí: Annan í páskum (23. apríl) heldur KUKL grímudansleik í Safarí. Þetta verður grímuball að fornum sið. Engin afsökun er fyrir að mæta ekki, því grímur verða til við dyrnar fyrir alla þá sem gleyma þeim heima. Þetta verða síðustu tónleikar KUKLs um nokkurra mánaða skeið. Sem fyrr verða gestir KUKLs Slagverkur, en auk þeirra bætast í hópinn Dá’ p.p., Djöfuls ég, Roggkha= roggkha=dromm og Lojpippos og Spojsippus. Nokkur skemmtiatriði verða líka á dagskrá. Sem fyrr verður verði stillt í hóf, eða 150 krón- ur. Ætti það ekki að spilla fyrir kvöldi hiöðnu spennu, æsingi og jafnvel hrolli. Veitingahúsið Ártún Gömlu dansarnir í kvöld (fimmtud.) og 2. í páskum. Drekar leika fyrir dansi. Hallgrímskirkja Mótettukórinn syngur mið- vikudaginn 18. apríl kl. 20.30. Bústaðakirkja íslenska hljómsveitin leikur miðvikudaginn 18. apríl kl. 20.30. Kjarvalsstaðir Laugardaginn 21. apríl verða kammertónleikar, strengja- sextetto.fi. kl. 17.00. vÍðburðÍÍT Fjölskylduskemmtun á Hótel Loftleiðum Barnaleikhúsið Tinna mun í samvinnu við Hótel Loftleiðir standa fyrir barna- og fjöl- skyldufagnaði að Hótel Loft- leiðum á annan dag páska í tilefni af eins árs afmæli ,,Tinnu“. Dagskráin hefst kl. 12 á hádegi með köldu borði í Blómasal. Jóhann G. Jó- hannsson leikur „ragtime” lög undir borðhaldi. Pósturinn Páll, eða Magnús Þór Sig- mundsson, leikur og syngur barnalög. Þrjár múmíur sýna ,,diskó-jazz“-dans undir stjórn Kolbrúnar Aðalsteins- dóttur. Tvíburarnir og Karó sem eru íslandsmeistarar í „akróbatik” sýna listir sínar. Hirðfíflið kemur í heimsókn, sýnt verður atriði úr leikritinu „Hlyna kóngssyni“ eftirRagn- heiði Jónsdóttur í leikstjórn Herdísar Þorvaldsdóttur. Guðrún Helgadóttir rithöfund- ur les bók sína „Ástarsaga úr fjöllunum” um leið og sýndar verða myndir úr bókinni á tjaldi. Stígvélaði kötturinn og Þumalingur gefa börnunum páskaegg. Kynnir Bryndís Schram. Kirkjukvöld Bræðra- félags Dómkirkjunnar Skirdag 19. apríl kl. 20.30. Efnisskrá: Séra Ágúst K. Eyjólfsson dóm- kirkjuprestur Krists konungs og séra Þórir Stephensen dómkirkjuprestur ræða um altarissakramentið hvor frá sínu sjónarhorni. Orgel: Marteinn H. Friðriksson dómorganisti. Ávarp: Séra Hjalti Guömunds- son dómkirkjuprestur. Altarissakramentið: Séra Ágúst Eyjólfsson. Félagar úr Hornaflokki Kópavogs leika 4 gömul Passíusálmalög í útsetningu Björns Guðjónssonar. Altarissakramentið: Séra Þórir Stephensen. Sálmasöngur: Dómkórinn með undirleik Marteins H. Friðrikssonar. Bæn: Séra Hjalti Guð- mundsson. Sálmur: Son Guðs ertu með sanni. Lögberg Laugardaginn 21. apríl verður á vegum Félags áhugamanna um heimspeki Samdrykkja um siðfræði. Dagskrá hennar verður sem hér segir: Kl. 13.00: Eyjólfur Kjalar Emilsson: Um hið góða. Kl. 13.45: Þorsteinn Gylfason: Velferð eða réttlæti? — Umræður — Kl. 15.20: Kristján Kristjáns- son: Er siðferðileg hlut- hyggja réttlætanleg? Kl. 16.00: VilhjálmurÁrnason: Um siðfræði. — Umræður — Samdrykkjan verður haldin í Lögbergi stofu 101. HELGARPÓSTURINN 21. ÁUGLYSINGAÞJONUSTAÍM

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.