Helgarpósturinn - 03.05.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 03.05.1984, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaóamenn: Óli Tynes og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Björgvin Ólafsson Ljósmýndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdast jóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Steen Johansson Skrifstofustjóri: Ingvar Halldórsson Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiðsla: Ragna Jónsdóttir Lausasöluverð kr. 30. Ristjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Vietnamarnir Tæp fimm ár eru liðin frá því að fyrstu vietnömsku flóttamennirnir komu til landsins. Það voru 34 í þeim hópi og af þeim eru 23 bú- settir hér ennþá. Ættingjar ( hafa síðan bæst í hópinn. Yfirleitt hefur þessu fólki vegnað vel. Það þykir vinnu- samt og duglegt og Ijúft í umgengni. Það er þó langt frá því að það hafi samein- ast íslensku þjóðfélagi. Vietnamarnir eiga fáa ís- lenska vini en tengjast aftur sterkum böndum innbyrðis. Ástæðan er ekki sú að það sé að reyna að halda í sína gömlu menningu og siði. Þvert á móti hefur það lagað sig aðdáanlega að okkar háttum og börnin eru kannske meira íslensk en vietnömsk. Þau tala alla- vega sitt nýja móðurmál bet- ur en það gamla. Ástæðan er líklega fyrst og fremst sú að fullorðna fólkið talar litla íslensku og á því erfitt með að blanda geði við okkur. Fyrst þegar það kom til landsins var það sett á sex mánaða íslenskunámskeið en að því loknu var ekki frek- ari kennsla. í dag birtir Helgarpóstur- inn viðtöl við þrjár víet- namskar fjölskyldur. Þar fjalla innflytjendurnir um aðlögunina að íslensku þjóðfélagi og þau vandamál og gleðistundir sem við hafa blasað í nýju landi. Meðal annars kemur fram að is- lenskukunnáttu flóttamann- anna er ábótavant. Hér er verkefni fyrir menntayfirvöld í landinu. Það ætti, með ein- hverjum hætti, að gera þessum nýju löndum okkar kleift að læra málið til hlítar, fyrr þarf ekki að búast við að þeir falli alveg inn í hjörðina. Með því væri ekki verið að svipta þá menningararfi eða neinu slíku, þeir halda auð- vitað áfram að tala viet- nömsku innbyrðis. En betri íslenskukunnátta myndi hjálpa þeim til að kynnast okkur betur, og öfugt. Vietnamarnir okkar hafa sem betur fer að mestu sloppið við fordóma vegna uppruna síns. Þó hefur kom- ið fyrir að þeir hafa heyrt tal- að um „gula djöfla“ og ann- að miður skemmtilegt. Þeir sem láta sér slíkt um munn fara eru þjóðinni og sjálfum sér til skammar. Sem betur fer hefur í lang- flestum tilfellum verið tekið á móti þessu fólki af vin- semd, eins og sjálfsagt er. Þótt hart sé í ári á Islandi verðum við vonandi aldrei svo illa á vegi stödd að við eigum ekki eitthvað af mannlegri hlýju. BRÉF TIL RJTSTJÓRNAR >mál blaðamennskimnar... HP - oft góður — sjaldan mjög slæmur Vestmannaeyjum, 27. april 1984 HPrHelgarpóstur Ég óska þér til hamingju með 5 ára afmælið. Hef keypt (í lausa- sölu) blaðið frá því það fæddist í þennan syndum spillta heim - og líkar oft vel og aldrei mjög illa. En þér að segja þótti mér af- mælisblaðið (19.4.) það lélegasta sem ég minnist að hcifa lesið. Það hefur sjálfsagt verið gaman að hlusta á norsku hjónin en ég gafst upp á að lesa um þau. Eftir lestur Nærmyndar af Jesú var ég öngvu nær. Með bestu kveðju, Haraldur Guðnason. Helgarpósturinn þakkar og hvet- ur lesendur eindregið til að senda okkur línu, hvort heldur er um tilteknar greinar úr blaðinu eða almennt um efni þess. Skammir eða hrós, - allt er vel þegið. -Ritstj. HSÍ og formanns slagurinn Vegna greinar í síðasta blaði HP vill undirritaður stuðningsmaður Friðriks Guðmundssoncu-, núver- andi formanns HSÍ, vekja athygli á eftirfarandi: Þrír stjómarmenn, þeir Guð- mundur Friðrik Sigurðsson gjald- keri, Þórður Sigurðsson ritari og Davíð Sigurðsson meðstjómandi, standa allir með Friðriki. Þá munu báðir landsliðsþjálfaramir, þeir Aldraðir þurla líka að lerðast— sýnum þeim tillitsseml Bogdan Kowalzic og Viðar Símon- arson, vilja að Friðrik sitji í for- mannssætinu meðan þeirra ráðn- ingartími er, en þeir vom báðir ráðnir til tveggja ára. Sá ágreiningur sem er innan stjómar HSÍ mun aðallega vera á milli formanns og varaformanns, Jóns Erlendssonar. Auk varafor- mannsstarfsins gegnir Jón for- mennsku í mótanefnd og er einnig launaður framkvæmdastjóri HSÍ. Friðriksmenn vilja breyta þessu og telja að framkvæmdastjórinn eigi ekki að vera stjómarmaður, en Jón mun tregur til að láta af hendi völd sín innan stjómarinnar. Hann stendur því að mótframboði gegn Friðriki og er Pétur Rafnsson mjög hentugur formaður fyrir Jón þar sem Pétur þekkir lítið sem ekkert til hcmdboltans innanlands og hef- ur engin sambönd erlendis og gæti Jón því stjórnað Pétri algerlega. Pétur kom í stjóm HSÍ á vegum NOACK FYRIR ALLA BÍLA OG TÆKI Sænsku bilaframleiöendurnir VOLVO. SAAB og SCANIA nota NOACK rafgeyma vegna kosta þeirra. Júlíusar Hafstein sem væntanlegur arftaki og stendur Júlíus, svo og félagi þeirra Þórarinn Ragnarsson, við baJdð á Jóni. Þess má geta að Pétur er fyrrverandi formaður Heimdallar og hyggur nú á frekari frcima í pólitíkinni. Allt það umtal sem verið hefur um felumót og annað slíkt hjá HSÍ í vetur má rekja beint til fram- kvæmdastjórans og varafor- mannsins og formanns móta- nefndar, Jóns Erlendssonar, sem alltaf hefur verið að lofa frétta- mönnum bót og betrun en engar efndir. Formaðurinn hefur hins vegcir einbeitt sér að fjárlagagati HSI og gert þar stórátak. Það em hinsvegar fulltrúar á HSÍ-þingi sem velja næsta formann HSÍ en ekki Júlíus og Jón og ef þingfulltrúar velja formann sinn málefncdega og eftir árangri þá mun Friðrik Guð- mundsson verða áfram formaður HSÍ. Amundi Amundason. Boddyhlutir og bretti o tysler_^cfafg cC.'*4 ^------ . Póstsendum. 'ot ■ renault • G%varahlutir Hamarshöfóa 1 — Sfmar 36510—83744 Innkaupin eru þægileg hjá okkur Svo geturðu líka slappað af í Kaffiteríunni OPIÐ: Mánud.-fímmtud. 9-19. Föstud. 9-20. Laugard. 9-16. Jli Jon Loftsson hf brrlr 3 LJ □ lJ QLl . . lJ l Í 1 1 í J J ] j jlhjdqj: Hringbraut 121 Simi 10600 VERSLUNARMIÐSTÖÐ VESTURBÆJARIN RAFTÆKJADEILD II. HÆÐ Raftæki - Rafljós og rafbúnaöur JL-GRILLIÐ Grillréttir allan daginn MUNIÐ OKKAR HAGSTÆÐU GREIÐSLUSKILMÁLA 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.