Helgarpósturinn - 17.05.1984, Blaðsíða 3
Alíslenskar innréttingar
☆Viö bjóöum upp á allar inn-
réttingar fyrir hús og íbúðir
sem tilbúnar eru undir tré-
verk. Og nýjungin er sú aö
allar vörur okkar eru al-
íslensk framleiðsla," segir
Sæmundur Sæmundsson,
annar eigandi TRÉ-X búð-
arinnar í Ármúla 17, sem
opnaði fyrir viku. Hinn eig-
andinn er Þorvaldur Ólafs-
son í Keflavík, en hann rekur
einmitt trésmiöju þar syðra.
íslensku framleiðsluvörurnar
eru frá fjórum innlendum
fyrirtækjum sem eru, auktré-
wm mm mm
smiðju Þorvaldar, trésmiðjan
Börkur, Akureyri, Hagi og
Rafha.
TRÉ-X hefur á boðstólum
einstakar innréttingar svo
sem inni- og útihurðir, loft-
og veggklæðningar, sól-
bekki, gólf, milliveggi og
heimilistæki. Einnig er hægt
að kaupa allar innréttingar í
húsið eða íbúðina í sérstök-
um pakka. „Það er hægt að
gera einn samning um allt
saman,“ segir hinn nýi versl-
unareigandi, Sæmundur
Sæmundsson.^
Skák, Bubbi
kóngur!
☆Stjórn Strætisvagna
Reykjavíkur er nýkomin úr
mikilli samnorrænni funda-
ferð, sem haldin var í Osló.
Margt bar á góma eins og
gjarnan gerist í slíkum utan-
landsreisum opinberra
starfsmanna. Það sögulega
við þessa feðr var að þetta
var í fyrsta skipti sem fulltrúi
Kvennalistans fór í slíka ferð.
FulltrúikvennannavarHelga
Thorberg leikkona. Strákun-
um í SVR fannst voða gaman
að stelpa skyldi vera með í
ferðinni og gerðu sitt til þess
að ferðin yrði sem ánægju-
legust fyrir Helgu.
Sveinn Björnsson, forstjóri
SVR, er mikill skákmaður og
fer aldrei í ferðir nema að
taka taflið með sér. Tóm-
stundaiðja strákanna milli
funda var m.a. að bregða sér
upp á herbergi á Grand
Hotel, þar sem sendinefndin
bjó, og taka eina skák eða
svo. Eitt kvöldið stakk Sveinn
upp á því að stelpan fengi að
vera með í skákinni. Strák-
arnir tóku undir það. Sigurjón
Fjeldsted, stjórnarformaður
SVR, bauðst til að tefia við
tátuna. Helga færðist hins
vegar undan, sagðist ekki
vera hörð í skákinni og ekki
hafa tekið í tafl í ein sextán
ár. Strákarnir í SVR hvöttu
hana hins vegar óspart til að
tefla við Sigurjón, og fór svo
að lokum að Helga lét undan.
Hófst nú skákin og mátti lengi
framan af vart á mili sjá hvort
hefði betur. Þegar líða tók á
skákina fór hins vegar að
halla á Helgu og var hún
komin með tvo menn undir.
Höfðu þau þá setið að tafli í
tvotíma. Strákarnirklöppuðu
samt Helgu á öxlina og
sögðu henni að gefast ekki
upp. Helga hugsaði enn um
hríð og eygði skyndilega
mjög flókna fiéttu sem gat
orðið henni til framdráttar.
Hún lék manni sínum og viti
menn! Sigurjón gekk beint í
gildruna. Nokkrum leikjum
síðar skákaði Helga og sagði
stundarhátt: „Skák, Bubbi
kóngur, og mát!“ Runnu þá
tvær grímur á Sigurjón og
varð hann að bíta í það súra
epli að verða undir. Strák-
arnirtefldu einir þaðsem eftir
var ferðarinnar, en ekki er
vitað hvort þeir vildu ekki
bjóða Helgu aftur til leiks eða
hvort hún kærði sig hreinlega
ekki um frekari taflmennsku í
þessari sendinefndarferð
SVR.*
í SUMAR-
BÚSTAÐINN
ABC duftslökkvitæki
2850 kr.
Eldvarnateppi
555 kr.
Reykskynjarar
730 kr.
Pálmason hf.
ÁRMÚLA 36 SÍMI 84391
IhBB
|EU»OCAP
„Ég er síður en svo á móti þessum útsendingum.
Enda væri fjarstæða af mér að segja sem svo. Það hlaut
að komaað þessu.“
En þú munt ekki vera sérstaklega hlynntur þeirri
dagskrá sem boðið er uppá á þessari rás hljóðvarps-
ins, ef marka má ummæli þín um niðurstöður hlust-
endakönnunarinnar um daginn?
„Það er svo allt annað mál. Þessi tónlist sem erspiluð
þarna höfðar engan veginn til mín. Ég hef ekki haft neinn
áhuga á þessari músíktegund frá því ég var unglingur.
Og það er langt síðan. Hitt er svo annað mál að dag-
skrárstefna rásarinnar uppfyllir vissa þörf fyrir léttmeti.
Þannig get ég alveg sagt að þessi starfsemi eigi rétt á
sér.“
Þú sagðir í áðurnefndum ummælum, að þú hefðir
aðeins einu sinni hlustað á efni Rásar 2 og þá af
nauðsyn. Finnst þér þú í Ijósi þessa geta dæmt það
efni sem þarna er boðið uppá?
„Ég er ekkert að gera það....‘
En mér heyrist þú telja þetta allt vera léttmeti.
„Það er einfalt mál að þessi stöð uppfyllir vissa þörf
fyrir léttmeti. Hún á að gera það. Ég hef hinsvegar ekki
áhuga á slíku tónlistarefni. Og það ætti i sjálfu sér ekki
að skipta máli í þessu sambandi."
Finnst þér ekki að framkvæmdastjóra hljóðvarps
sé nauðsynlegt að fylgjast með því sem gert er í
þessari deild Ríkisútvarpsins?
„Ég hef ekki aðgang að útvarpstæki hérnaáskrifstof-
unni hjá mér og þar af leiðandi hef ég ekki möguleika á
að fylgjast með útsendingartíma rásarinnar, sem er jú
vinnutími fólks. Og meðan það er ekki kvartað yfir efni
þessarar deildar útvarpsins, þá finnst mér ekki ástæða
til að hlusta á hana. Þá hlýtur þetta allt að vera gott og
blessað."
Telurðu sem framkvæmdastjóri útvarpsins að
það eigi að breyta efnisvalinu á Rás 2 frá því sem nú
er?
„Fólk virðist ánægt með þettaeins og þaðerog því er
varla ástæða til breytinga. En ef einhverju ætti að
breyta, þá finnst mér að það ætti ekki að gera fyrr en
rásin nær til landsins alls. Þá tel ég að vel komi til greina
að rásin taki upp eitthvert efni sem hingað til hefur heyrt
undir Rás 1. Ég nefni til dæmis knattspyrnu- og hand-
boltalýsingar og annað slíkt sem höfðar til unglinga.
Annars er það náttúrlega framtíöin ein sem segir til um
þetta.“
Framtíðin vel á minnst. Telurðu hana bjarta á Rás
2?
„Það held ég hljóti að vera, ef mið er tekið af því hvað
þessi starfsemi kom vel út í hlustendakönnuninni. Aug-
lýsingar hljóta að fara vaxandi í kjölfar þeirrar niður-
stöðu að mikill meirihluti landsmanna ber sig eftir þessu
efni.“
Þú varst nú eitthvað að draga í efa niðurstöður
þessarar hlustendakönnunar í einu dagblaðanna ef
ég las rétt?
„Það eina sem ég dró í efa í sambandi við þessar
niðurstöðu var að svo margir hlustuðu virkilega í sínum
vinnutíma. Mér finnst bara ósennilegt að fólk slóri svo
mjög í sinni vinnu.“
Heldurðu sem sagt að rásin virki vinnuletjandi?
„Ja, hvernig vinnur það fólk sem þarf að hugsa í sinni
vinnu, þegar það hefur dynjandi músík yfir sérallan dag-
inn?“
Það ætti kannski að rannska það næst?
„Það eróvitlaust.“
Að lokum. Gæti farið svo Guðmundur að þú
kveiktir á Rás 2 í annað sinn á næstunni?
„Það getur vel verið að svo fari eftir áramót, en þá
kemst éq á eftirlaun hérna á stofnuninni."
—SER.
Guðmundur Jónsson.framkvæmdastjóri hljóðvarpsins,lýsti
því yfir í einu dagblaðanna um daginn að hann hefði aðeins
einu sinni hlustað á Rás 2 og það hefði hann gert af nauðsyn.
Þetta sagði hann aðspurður um álit sitt á niðurstöðum hlust-
endakönnunarinnar á starfsemi þessarar deildar útvarpsins.
Hann skeytti við þetta að hann drægi þessar niðúrstöður í efa.
Margir urðu hvumsa við þessi ummæli Guðmundar, þar á
meðal skifarar HP. Þessvegna er hann hér i viðtali.
Ertu á móti Rás 2?
HELGARPÓSTURINN 3