Helgarpósturinn - 17.05.1984, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 17.05.1984, Blaðsíða 5
Forseti skal það heita ☆ Baldur Hermannsson, sem áður vann á sjónvarpinu og DV, hefur nú hafið sjálfstæða útgáfustarfsemi, eins og reyndar hefur komið fram í fjölmiðlum. Baldur hefur nefnilega farið út í útgáfu á tímariti um vídeó og tölvurog ber tímaritið nafnið ,,2000“. Útgáfufyrirtæki Baldurser einkafyrirtæki hans og því þurfti hann að skrá fyrirtækið sem vörumerki. Baldur hafði lengi hugsað um nafn á út- gáfufyrirtækið og loks komst hann að niðurstöðu: Útgáfu- fyrirtækið skyldi heita FORSETI. Þeim aðilum sem annast skráningu vöru- merkja fannst þetta hins veg- ar fulllangt gengið og vegið nærri forseta vorum á Bessastöðum. Baldur, sem kunnur er fyrir aö standa fast á sínu og hvergi láta undan, sagði hins vegar að þarna væri ekki um neinn sér- stakan forseta að ræða. Til væru forsetar bæjarstjórna, forsetar félaga, forse.tar bók- menntaklúbba og þar fram eftir götunum. ,,Jú, en þú getur ekki beðið um að fá nafnið Forseti skráð,“ sagði skráningarfulltrúinn, „hvað heldurðu að forsetinn segi?“ „Hann erekki Forseti, heldur forseti íslands,“ svaraði Baldur að bragði. „Og hann getur alveg fengiö þaö skráð!“ Þar með gafst kerfið upp fyrir þessum skelegga forsvara einkaframtaksins, og útgáfufélag videó- og tölvutímaritsins heitir semsagt FORSETI.* I felum ☆ Einn sem vill forðast sviðs- Ijós fjölmiðlanna! En hver er þessi dularfulli maður, sem myndin er af? Og hvers vegna er honum illa við fjöl- miðla? Er þetta í blóðinu, er hann skyldur Howard Hughes eða Grétu Garbo, kannski? Vill hann vera í friði, er hann í friðarhreyfing- unni? Spurningarnar hrann- ast upp. Rétt svör þurfa að berast til HP fljótlega, þessi óvissa er svolítið óþægileg. HP, Ármúla 36 R. Sími 81511.★ llmsjón: Ingólfur Margeirsson og Jim Smart. Hrafninn flýgur ☆ Hér er svo örlítil saga úr íslenska kvikmynda- heiminum. Hrafn Gunnlaugs- son og ónefndur kunningi hans sátu kvöldstund eina fyrir nokkru og horfðu á af- hendingu óskarsverðlauna. Þegar Sven Nykvist kvik- myndatökumaður tók við Óskarnum fyrir hönd Ing- mars Bergman sem hlaut styttuna fyrir bestu erlendu kvikmyndina, stóðst vinur Hrafns ekki lengur mátið. Hann spurði: „Hrafn, hvað er langt í að þú standir þarna á sviðinu og takir við sama Óskar?“ Hrafn hugsaði sig um nokkra stund, svaraði síðan: „Tja, 15, kannski20 ár.“ Vinurinn spurði þá: „Og þá ætlarðu náttúrlega að þakka foreldrum þínum, systkinum og vinum eins og mérfyrirsigurinn." Hrafn svaraði: „Nei.“ Vinurinn spurði þá hlessa: „Hvað ætlarðu þá að segja þegar þú tekur við styttunni?" Hrafn svaraði: „l’m sorry I wasn’t here before!“^ Skottúrar ~ Salóme ☆ Þingmenn fóru nýverið í reisu til Parísar. Meðal þátt- takenda var Salóme Þorkels- dóttir, forseti efri deildar. Frökkum þótti það hæfa stöðu hennar að hljóta sér- staka öryggisgæslu. Voru tveir öryggisverðir settir til að gæta hennar nótt sem nýtan dag og stóðu þeir sérstakan vörð fyrir utan hurð hennar á hótelinu á nóttunni. í hvert sinn sem hún fór út fyrir hússins dyr, var hún keyrð í sérstökum bíl lögreglunnar og fór sá á 130 km hraða um götur Parísar. Franskaör- yggislögreglan hefur nefni- lega reiknað út í sambandi við ferðir De Gaulle sáluga að erfitt sé að skjóta á bifreið og hæfa farþega ef bíllinn er á umræddum hraða. Hins vegar segir heimildamaður blaösins að Salóme hafi ver- ið nær dauða en lífi af hræðslu meðan á þessum skottúrum stóö.^ EÐALRÚSIR: Alexánder ....................... orangerauö angandi blóm, langir stilkar, sniðrós Dame de Coeur ................... dumbrauð Hanne ........................... dökkrauð angandi blóm, sendist vel Kings Ransom .................... gul gullgul angandi blóm Manou Meilland .................. kirsuberjarauð Peace ........................... gul/rósa friðarósin tvílit blóm Peer Gynt ....................... gul stór gullgul blóm White Queen Elisabeth ........... hvit hvítt afbr. af Q. Elisabeth SKÚFRÚSIR: Allgold ......................... gul haröger blómin fölna ekki Allotria ........................ orangerauð skær orangerauö Erna Grootendorst ............... dökkrauð afarharðger Heidekind ....................... rös-bleik mjög góð gróðurskálarós Irene af Danmark ................ hvit dauf angan afar blómsæl Joseph Guy ...................... kirsuberjarauð mjög harðger liflega hlýrauð blóm La Sevilliana ................... rauð Nina Weibull .................... rauð mjög frostþolin ónæm fyrir regni OrangeTriumph ................... orangerauð afar harðger þakin blómum Schneewitchen ................... hvit stórvaxin harðger TomTom .......................... rós-bleik angandistórendingagóðblóm SKRIÐRÚSIR: he Fairy ........................ rós-bleik góð gróðurskálarós RedVesterday .................... rauð langur blómgunartimi lOOblómiskúf Swany ........................... hvít blómgast mjög mikið árvöxturinn KUFURRÚSIR: Chinatown ....................... gul - blómgast á sumarvöxtin hæð 1-1,5 mtr. Feurwerk ........................ orangerauð glóðarrauð 1,5 mtr. Flammentanz ..................... rauð sú alharðasta Golden Showers .................. gul eðalrósalík 2-3 mtr. New Dawn ........................ rósrauö góð gróðurskálarós 2 mtr. Polstjarna ...................... hvit gömul afar harðger sort Westerland ...................... orangegul hálffyllt angandi blóm 1,5 mtr. RUNNARÚSIR: Heiðaros - Dornröschen - ........ rósrauð gullrós - Persian Yellow - ..... gul Skáldarós - Splendens - ...... rauð Kinarós - orosa Hugonis - .... gul Meyjarós - Rosa Moyesi - ........ rauð Fjallarós - Rosa Pendulina - ... rauð Pyrnirós - Maigold - .......... gul igulrós - F.J. Grootendorst - ... rauð igulrós - Hansa - ............... rauð (fjólublá) igulrós - Moje Hammerberg - ,. fjólurauð igulrós - Pink Grotndorst — rósrauð árviss blómgun, eðalrósablóm. hreingul velfyllt blóm mjög spengileg og blómsæl. viðkvæm, finlegt laufskrúð. dansandi vaxtarlag, harðger blómviljugasta villirósin skærgul fyllt angandi blóm viðkvæm en blómgast á ársvöxtinn örugg, þolir særok vel, angandi blóm eins og HANSA en lægri, stór blóm bleik F.J. GROOTENDORST Auk ofantalinna rósa höfum viö svo á boðstólum rósir sem einkum eru ætlaöar til ræktunar í stofum og litlum gróðurskálum. Þessar rósir eru úr flokki dvergrósa en eru samt dálítið viðkvæmari en þær dvergrósir sem taldar voru upp í listanum hérað ofan: POTTARÚSIR: Morsdag fagurrauð litil eðalrósablóm. Orange Morsdag raeð laxórange blómlit. Snövit skjannhvit smá fyllt blóm. Orange Meillandiana með glóðarrauö litil fyllt blóm. Sendum gjarnan um allt land. Gróðurhúsinu við Sigtún: Símar36770-86340 HELGARPÓSTURINN 5 • •

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.