Helgarpósturinn - 17.05.1984, Side 8

Helgarpósturinn - 17.05.1984, Side 8
Þakpappaverk- smiðjan Silfurtún h.f. brennur TRYGGINGAFÉLÖGIN BORGA... hitastillarnir fjórir hefðu verið stilltir á hæsta hitastig. í skýrslu til brunamáJastjóra segir: „.. ,en hvort um var að ræða mannleg mistök eða skemmdarverk er að svo stöddu ógerlegt að ákvarða." Síðara tilfeliið var bruni fjögurra sumarbústaða uið Meðalfellsuatn 4. apríl 1983. Þessir bústaðir voru samfastir og brunnu allir til kaldra kola og varð eldsins vart tveimur klukkustundum eftir að eigandi eins þeirra hafði yfirgefið bústað sinn. Hann sagði við yfirheyrslu að hann hefði skilið eftir glóð í kola- eldavél og hefði hún verið opin. Það virtist borðliggjcindi að glóð hefði hrokkið úr vélinni og kveikt bálið. Rannsókn Guðmundar Gunn- arssonar leiddi hinsvegar í ljós að eldurinn virtist hafa brunnið mun meira um mitt gólfið en nær elda- vélinni. Virðist því sem hann hafi komið upp á því svæði og breiðst þaðan til anneura hluta hússins. í skýrslu Guðmundar segir að á þessu svæði hafi ekki átt að vera neitt það sem gæti valdið sjálfs- íkveikju. Hafi eldurinn komið upp þarna væru því aðrir möguleikar en íkveikja af mannavöldum vart hugsanlegir og taldi hann það lík- legustu orsökina. I hvorugu þessara tilfella var hægt að finna nokkrar sanncinir um hver hefði kveikt í og því barst engin kæra frá saksóknara. ÍKVEIKJUM HEFUR FJÖLGAÐ í greininni 12. apríl féllu þung orð í garð tryggingafélaganna sem sögð voru heimsþekkt fyrir sof- andahátt þegar bruncimál væru annars vegar. Sagt var að i stað þess að stuðla að úrbótum, létu þau sér nægja að hækka iðgjöld sín til að mæta greiðslum fyrir bruna- tjón. Helgarpósturinn ræddi við ínga R. Helgason, forstjóra Bruna- bótafélagsins og stjómarformann Brunamálastofnunar, og spurði fyrst um þá ályktun Brunamála- stofnunar að íkveikjum hefði fjölg- að á síðari árum. „Okkar reynsla bendir til hins sama; að íkveikjum hafi fjölgað," sagði Ingi. „Okkar reynsla bendir líka til þess að óskaplegt gáleysi sé ríkjandi í eldveirncunálum hjá fyrir- tækjum." - Nú eru það tryggingafélögin sem greiða bœturnar; af huerju sendið þið ekki fulltrúa á staðinn og segið að efþessu ogþessu uerði ekki kippt í lag þá takið þið ekki áhœttuna? „í sambandi við brunatrygging- ar er áhættunni skipt í tvennt. Annarsvegar er iögboðin skyldu- trygging. Þar höfum við ekkert að segja úm vátryggingarfjárhæð eða prívat brunavarnir fyrirtækisins. Við verðum að tryggja samkvæmt mati dómkvaddra manna og byggja á eldvarnaeftirliti viðkom- andi sveitarfélags. Við reynum að hafa hvetjandi áhrif með því að veita sérstakan afslátt af iðgjöldum þar sem vel er staðið að bruna- vörnum. Hinsvegar er svo frjáls trygging þar sem tryggingarupphæðin er samningsatriði milli okkar og tryggingartaka. Þar reynum við að koma fram ákveðnum skilyrðum. í fyrri grein HP um íkveikjur er því haldið fram að tiyggingafélögin hækki bara iðgjöldin, og það er að vissu leyti rétt. En tryggingcifélögin verðlauna líka það sem vel er gert, með því að L/EKKA iðgjöld. Opn- um eldstæðum hefur fækkað í heimahúsum og fólk er almennt meira og betur á verði. Tjónatíðni á heimilum hefur minnkað og ið- gjöld brunatrygginga hafa líka lækkað, að raungildi, um fimmtíu prósent á síðustu ellefu árum. Við tökum líka tillit til þess ef sveitar- félög eða fyrirtæki standa vel að eldvörnum og lækkum þá iðgjöld til þeirra. Því miður er það alltof algengt að mikið kæruleysi ríki á vinnu- stöðum. Menn hafa jafnvel brotið niður eldvarnaveggi vegna ein- hverra breytinga og það hefur síð- ar valdið miklu tjóni. Við höfum skoðað vinnustaði þar sem brot á reglugerðum um brunavarnir hcifa skipt tugum.“. ERUM EKKI LÖGREGIA - En menn fá samt sínar bœtur, umyrðalaust, huersu suíuirðilega sem þeir hafa brotið allar reglur? ,JBótaréttur húseiganda varð- andi skyldutryggingu er mjög skýr. Tryggingafélagið VERÐUR að greiða honum bætur meðan ekki sanncist að hcmn hcifi kveikt í. Og jafnvel ÞÓTT hann hcifi kveikt í verður tryggingafélagið að greiða veðhöfum bætur. Það á að vísu endurkröfurétt á hendur eiganda en hann er nú ekki alltaf borgunar- maður fyrir því.“ - Talandi um íkueikjur, finnst þér ekkert ergilegt að greiða út bœtur þegar þú telur uíst að eig- andi eigi sök á brunanum? Jú, maður lifandi. Það koma alltof mörg slík mál inn á borð til okkar.“ - Erlendis hafa tryggingafélög uíða eigin sérmenntaða rann- sóknamenn. Af huerju reynið þið ekki eitthuað slíkt í stað þess að bíta bara á jaxlinn og borga? „Tryggingafélögin standa alltaf öðru hvoru frammi fyrir trygginga- svikum. En þá verða þau að fara eftir almennum lögum. Við getum ekki komið okkur upp einhverjum her einkaspæjara, við höfum til dæmis ekkert vald til að yfirheyra fólk. Við getum veitt dómara þær upplýsingar sem við höfum hand- bærar, en ekki meira." - Væ.ri til dœmis ekki ástœða til að rannsaka hagi þeirra sem brennur hjá? Huort þeir eru í kröggum og huort tryggingaféð bjargar þeim. Nú, eða huort þeir nota féð til að halda áfram sinni starfsemi eða huort þeir fjárfesta i einhuerju öðru? Ju, jú það er vissulega ástæða til þess í sumum tilfellum, en það er lögreglunnar en ekki okkar að framkvæma slíka rannsókn. Við höfum enga lagalega heimild til slíks.“ -Huað með mál eins og til dœmis sumarbústaðabrunann uið Meðalfellsuatn? Þar er í skýrslu sérfræðings talið nœrri uíst að kueikt hafi uerið í. „Við erum þegar búnir að greiða þremur eigendanna bætur. Eig- andi bústaðarins sem eldur kom upp í verður að sækja okkur í al- mennu dómsmáli til að fá bætur.“ -Huað finnst þér brýnast að gera í brunauörnum? „Það þarf að auka og efla bruna- rannsóknir. Og það þarf að ganga ríkar eftir því hjá stórum fyrirtækj- um að þau sinni ákvæðum bruna- varnasamþykkta. Það er hins opin- bera að framfylgja því.“ FLÓKIÐ OG MÁTTVANA KERFI En hvernig stendur hið blessaða opinbera sig í því að hindra að það brenni ofan af okkur öllum? Borð- tennisleikurinn hefst fyrst fyrir cd- vöru þegar reynt er að fá botn í það. Samkvæmt lögum skulu sveitar- félög halda uppi brunavömum og eldvarnaeftirliti og eiga sveitar- stjórnir og slökkviliðsstjórar að fara með brunavarnamál. Slökkvi- liðsstjóra ber að líta eftir því í sínu umdæmi að farið sé að settum lög- um og reglum. Slökkviliðsstjóri þarf þó að leita til Bmnamálastofn- unar ef hann ákveður, í samráði við lögreglustjóra eða héraðsdómara, að láta framkvæma úrbætur á kostnað eiganda eða beita dag- Ingi R. Helgason, forstjóri Brunabótafélagsins og stjórnarformaður Bruna- málastofnunar: „Tryggingafélögin hafa enga lagalega heimild til að rann- saka bruna þar sem grunur leikur á úm íkveikju. Og sé íkveikja ekki sönnuð, verða tryggingafélögin að borga þótt þau viti betur."

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.