Helgarpósturinn - 17.05.1984, Síða 15

Helgarpósturinn - 17.05.1984, Síða 15
Ef forystan fer ekki að sýna Reykvíkingum meiri virðingu en hún hefur gert, þá getur flokksstarfið héma mjög auðveldlega lognast út af. Það er þá ekki nema til sérframboðs af okkar hálfu komi. Ég er ekki frá því að við myndum tryggja hagsmuni okkar betur þannig, svo fremi forystan fari ekki að hugsa sinn gang.“ Það er auðheyrt að Alfreð hefur nú lagt fót- boltaskóna á hilluna í þessu viðtali, enda hœtt- ur að tala í þeim líkingum, en við hefur tekið pólitískur orðaforði. Og þaráAlfreð afnógu að taka. Hann flytur mál sitt umbúðalaust og markvisst, svo mjög reyndar að ég er í himna- skapi þegar ég er að skrifa þetta niður eftir honum, því ég sé að það er hœgt að pikka efnið beint niður á blað fyrir lesendur. Alfreð er nœst spurður um ítök sín í þessum Reykjavíkurarmi. Og hann hallar sér fram á skrifborðið, spenn- ir greipar og svarar: „Það var, skal ég segja þér, kosning til for- manns fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Re>kjavík nú á dögunum. Þar fékk ég nauman heiming atkvæða, en mótherjinn aðeins meira, svo ég tapaði. Ég læt þetta nægja sem svar við ítökum mi'num í Reykjavíkurarminum", segir Alfreð og brosir út í annað. „Eða annars... Ég tel mig nú bara einn úr þessum hópi áhugamanna um aukið fylgi Fram- sóknar í Reykjavík. Þér að segja er ég bara einn hrópendanna í fjölmennum kór sem er að heimta af forystunni meiri víðsýni og umburð- arlyndi. Það er ömuriegt að til séu að verða tveir flokkar Framsóknar; annarsvegar SÍS-liðið og svo hinsvegar Reykjavíkurhópurinn. Ef þess- ir hópar ná ekki saman og geta ekki unnið sam- an, sem ég vona svo sannarlega að verði, þá er flokkurinn í geysilega mikilli hættu, en gæti verið sterkur annars." Hallast meira aðSjálfstœðis- flokknum Það er sagt um þigAlfreð, að þú leynist á bak við í flokknum. Hvaðþýðir það eiginlega? „Ég veit það ekki. Én ég er annarsstaðar en á oddinum, það er alveg rétt...“ Erlu að tosa í spotta á bak við? „Ég vil ekki orða það þannig.“ Hvernig viltu þá orða það? ,Jæja, látum það þá koma. Ég reyni vissulega að veita mitt aðhald og ráðleggingar þegar mér þykir við eiga.“ Erþetta skemmtilegur feluleikur? „Ekki vera að kalla þetta feluleik. En ég segi; sjálfsagt væri maður ekki í stjómmálum ef manni fyndist þau leiðinleg og óspennandi." Þú ert líka kallaður kafbátur í þinni pólitík. „Ég held þvert á móti að ég þurfi ekkert að fela. Það sem ég hef sagt hingað til í þessu viðtali held ég að sanni það ágætlega. Það vita allir hvar ég stend í minni framsóknarmennsku. Og það eru einhverjir sem hafa meira vit á kafbátum en ég sem hafa búið til þessa lýsingu. Mér finnst hún nú eiginlega hlægileg..." Og Alfreð hlœr, ég reyndar líka. Hann hefur ágœtan húmor, virðist mér vera af þessum stuttu kynnum okkar. En hann nefndi framsókn- armennsku sína. Ég spyr hann hvort hún hallist meira að Sjálfstœðisflokknum en Alþýðu- bandalaginu. Hann varjú aðtala umþaðáðan að styrkur flokksins vœri að hann gœti hallað sér í báðar áttir. „Svona spumingu er nú ekki hægt að svara með annaðhvort eða“, svarar hann af varkámi. Annars er ýmislegt að finna í stefnu beggja þessara afla sem maður getur sætt sig við, og annað náttúrlega alls ekki. Aftur á móti get ég sagt að miðað við það hvað Alþýðubandalagið er óraunhæft, til dæmis í vamarmálum, þá stend ég nær Sjálfstæðisflokknum ef eitthvað er. Það er hreint útilokað að ég geti nokkum- tíma sætt mig við utanríkisstefnu Alþýðu- bandalagsins." Fara hrein viðskipti og pólitik saman? „Þú beinir þessu spjóti væntanlega að mér sem forstjóra Söiu vamarliðseigna og nokkuð virkum pólitíkus?” Já, já, það er ég að gera. „Þá get ég sagt, að það er ekkert í mínu starfi sem hindrar þennan samgang. Sala vamarliðs- eigna er algjörlega íslenskt fyrirtæki..." ... sem þrífst á bandarískum úrgangi... ? „Sala varnarliðseigna er tollafgreiðslustöð ríkisins fyrir Keflavíkurflugvöll, sem er toll- frjálst svæði." Alfreð Þorsteinsson, forstjóri Sölu varnarliðseigna, í Helgarpósts- viðtali. Og nú finnst mérAlfreð horfa dálítið skríngi- lega á mig. Ég spyr hann samt áfram út íSöluna: Erþetta ekki skransala? „Ég skal segja þér að það er með Sölu varnar- liðseigna eins og Dallas-framhaldsmyndaflokk- inn... Hvað meinarðu? irJú sjáðu, það vill enginn kannast við að hann noti sér hvorttveggja, og er reyndar sífellt að hallmæla því, en engu að síður hafa bæði Dallas og Sala varnarliðseigna ótrúlegt aðdráttarafl.“ Koma þá kommarnir hingað með dökk sól- gleraugu og í víðum regnfrakka? „Ég segi það nú ekki alveg." En...? „Hingað þykir öllum forvitnilegt að koma og versla, og gildir þá einu, að því er virðist, í hvaða flokki menn standa. Þetta er enda freistandi staður sem selur allt frá bölvuðu skrani upp í dýrustu og flottustu bílana sem sjást í bænum. Bara ríkisstarfsmaður Er þetta gróðafyrirtœki? „Það skilar ákveðnum hagnaði til ríkissjóðs. Annars eru mjög miklar sveiflur í þessum bíssnes. Það má líka líta á þetta sem þjónustu- fyrirtæki fyrir Varnarliðið. Héma getur það af- sett sinn varning og óbreyttir hermenn selt sín- ar bifreiðir..." Gefurþetta þérgóð laun? „Nei, það get ég ekki sagt. Ég væri ömgglega betur launaður ef ég hefði haldið áfram minni blaðamennsku. Maður er bara ríkisstarfsmað- ur.“ Eru það ekki gróðahagsmunir auðvaldsins sem ráða því að herinn er enn í landinu? Enn líturAlfreð skringilegum augum á mig, er sennilega búinn að bóka mig komma, en hann svarar samt: „Ég hef aldrei litið á dvöl vamarliðsins hér á landi út frá þessu sjónarmiði, enda er það rangt að mínu mati. Sannleikurinn er sá, að allar þjóð- ir verða að hafa einhvern vamarviðbúnað eins og staða heimsmálanna er núna. Það stenst bara ekkert ríki án vama. Nú, menn geta spurt sig hvort Islendingum sé kleift að halda uppi eigin varnarliði miðað við fjárhagsgetu. Ég held hreinlega ekki, og það er einmitt þessvegna sem við gemm þetta í samvinnu við NATÓ og Bandaríkjaher. Það hefur svo sínar góðu og slæmu hliðar. Það segir sig sjálft að það er ekki æskilegt að nokkur þjóð þurfi að biðja aðra þjóð að verja sig. Hitt er annað mál að ég held við getum ekki verið heppnari með samvinnu á þessu sviði - úr því þetta þarf að vera svona - að við skulum hafa héma Bandaríkjaher en ekki einhvern annan. Hann hefur reynst okkur vel og sem betur fer ekki tmflað okkar þjóðlíf svo nokkru nemi. Og hinn efnahagslegi ávinningur af dvöl hans hérna, sem þú spurðir um, held ég að skipti ekki sköpum í þessum efnum, þótt hann sé einhver." Það er núna sem við Alfreð kveðjumst, enda viðtalið búið og við þónokkuð kunnugri hvor öðrum en áður. Sjálfsagt heilsumst við ef við hittumst aftur. fenglegur. Hann varðar húsbyggingasjóð flokksins. Flokksforystan og Reykjavíkurarmur- inn etja þar kappi hvort við annað. Töluverður liður í þessum átökum er sá, að Tíminn Vcir orðinn gjaldþrota. Það var þar sem flokkurinn yfirtók mikla skuldasúpu og þurfti því að komast yfir jafnmikið veð. Forystan afréð því að þrýsta einum sinna manna inn í hús- byggingasjóðsnefnd sem áfram þrýsti á það að húseign flokksins í Reykjavík, sem er í meiri- hlutaeign félaganna í borginni, fáist í veð fyrir Tímciskuldinni. Þetta vill Reykjavíkurarmurinn náttúrlega engan veginn sætta sig við og bendir á þann möguleika að forystan geti allt eins tekið veð í eignum sínum sem eru úti um allt lcind, í stað þess að ráðast einvörðungu á okkar hús. Það er verið að reyna að þegja þéttbýliskjam- ann í hel.“ Tveir flokkar Framsóknar Ég bið Alfreð að nefna mér fleiri deilur milli þessara klofningshópa. Og hann heldur áfram eins og ekkertsé: „Eftir síðustu kosningar var ljóst að Fram- sóknarflokkurinn á öliu þéttbýlissvæðinu, frá Reykjavík og suður á nes, átti aðeins einn þing- mann. Og sá er Ólafur Jóhannesson. Þegar kom að stjómcirmyndunajviðræðum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, var Ólafi haldið fyrir utan málið af einhverjum annarlegum ástæðum. Og svo þegar kom að því að velja ráðherra af hálfu Framsóknar, virtist þessi eini þingmaður sem Framsóknarmenn í þéttbýli státa af, ekki koma til greina. Þetta gátum við ekki sætt okkur við, engan veginn, og svo er enn. Það er með þessu augljóst að forysta flokksins lítur ekki raunsætt á stöðu mála til að efla fylgi á höfuðborgar- svæðinu. Hún hefur algjörlega vanrækt þennan hluta landsins." Ertu að segja með þessu að Framsóknar- flokkurinn sé að missa Stór-Reykjavíkursvœðið út úr höndunum á sér? „Ég tel mjög mikla hættu á að það gerist ef svo heldur fram sem horfir. Forystan virðist ekki átta sig á hugsanagangi fólks á þessu svæði. Hún er alltaf með hugann fyrir ofcin Eli- iðaárnar. Og skilur hreinlega ekki borgarbúa, hvorki hvað varðar neytendamál né annað.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.