Helgarpósturinn - 05.07.1984, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 05.07.1984, Blaðsíða 11
Þ að virðist nú ljóst að Heimir Hannesson er að yfirgefa ferðamálin.eins og hann hefur yfir- gefið Sölustofnun lagmetis. Scim- gönguráðherra hefur skipað nýtt Ferðaimálaráð og þar er Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðskrifstofu ríkisins, í formannssæti í staðinn fyrir Heimi. Þá eru engar líkur tald- ar á að Heimir taki við stöðu fram- kvæmdastjóra Ferðamálaráðs þegcir Lúðvik Hjálmtýsson hættir þar fyrir cddurs Scikir. Er talið að, Birgir Þorgilsson sé lang líkleg- cisti eftirmaður Lúðvíks, en hann hefur séð um markaðsmál fyrir Ferðamálaráð undanfarið ... aa ■ WBörgum þótti DV hlaupa nokkuð á sig s.l. mánudag, þegar blaðið skýrði frá því að lögreglu- stjórinn í Reykjavík, Sigurjón Sig- urðsson ,hefði fengið hjartaáfall í veislu borgarstjóra til heiðurs for- sætisráðherra Danmerkur s.l. laugardagskvöld. í frétt blaðsins sagði einnig að lögreglustjóri væri á sjúkreihúsi en blaðið hefði ekki fengið nánari fréttir af líðan hcins. Vinum og aðstandendum lögreglu- stjóra brá ilia við þessi alvarlegu tíðindi á baksíðu blaðsins. Fréttin var hins vegar vel smurð því sann- Ieikurinn er sá að lögreglustjóri fékk aðsvif í veislunni, en ekki hjartaáfcill. Á þvf er nokkur munur eins og menn vita ... E„g,_bm ingaleik. Það þótti sannast áþreif- anlega á aðalfundi Sambands sparisjóða, sem haldinn var á Ak- ureyri fyrir skömmu. Yfirleitt hcifa þessir fundir sparisjóðanna á land- inu verið hinir huggulegustu og Hvaö ungur Ö, r nemur- gamall ío^Q. temur... yujJFEROAR Rakarastoían Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiöslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 menn hrósað sér af góðri sam- vinnu gegn veldi bcuikcmna í land- inu. Á fundinum á Akureyri kvað hins vegar við anncin tón. Áð því er heimildir HP herma mun talsmað- ur Sparisjóðs vélstjóra í Reykjavfk hafa kvatt sér hljóðs og farið hörð- um orðum um baktjaldamakk Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis, þegar sá síðarnefndi festi kaup á sparisjóðnum Pundinu fyrir nokkrum mánuðum. Vélstjóra- menn uppástóðu að þeir hefðu frekar en Sparisjóður Reykjavíkur átt að eiga þess kost að kaupa Pundið, því þeir hefðu aðstoðað Pundið á margan hátt í erfiðleikum þess undcinfcirin misseri. Fannst vélstjóramönnum laumuspilið í kringum kaup Sparisjóðs Reykja- víkur á Pundinu hafa verið fyrir neðan ailcir hellur og lítt í samræmi við opið og heiðarlegt Scimstarf spcU'isjóða í millum. Mun hafa hitn- að mjög í kolunum á fundi Sam- bands sparisjóða eftir þessa skammaræðu og spennan ekki minnkað, þegar Jón Tómasson, stjórnarformaður Sp«risjóðs Reykjavíkur, svaraði fyrrgreindum ásökunum. Vcir allt komið á suðu- punkt á fundinum, en fulltrúar annarra sparisjóða munu hafa gengið á milli og kastað klæðum á vopnin. Komst á friður eftir nokk- urn tíma. En stirt mun sambandið milli þessara tveggja sparisjóða í Reykjavík um þessar mundir ... LAUSNÁ SPILAÞRAUT Þegar suður spilar tígulgosan- um, verður vestur að gefa hann. Hafi suður átt D-G-9 og vestur læt- ur kóng, þá tapar hann fjórum tígl- um og þar með spilinu. Taki vestur ekki, þá fær hann seinna á tígulkónginn og alla hina slagina. TAKIÐ ÞÁTT (HAPPDRÆTTI HELGARPÓSTSINS OG FLUGLEIÐA: 8 böm fara til Kaupmannahafnar í | helgarferö föstudaginn 31. ágúst. Farið verður í Tívolí, dýragarðinn og Sirkus Schumann. Þið fáið einn miða fyrir hvern fimmtudag sem þið eruð að selja, og einn miða fyrir hver tíu blöð seld. Sölulaunin eru góð; t.d.: 36 blöð | seld gefa 420 kr. í laun og 4 happ- drættismiða. Verið með frá byrjun (það eykur vinningsmöguleikana). Sölubörn úti á landsbyggðinni snúi sértil síns umboðsmanns. Ný sölubörn hringið í síma 81511 og fáið hverfi. Blöðin eru send heim. HELGARPÓSTURINN HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.