Helgarpósturinn - 05.07.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 05.07.1984, Blaðsíða 24
eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur - myndir: Jim Smart • íslendingar þykja þjóða duglegastir í bíósókn, enda er úrvalið mikið og sýningar tíðar. En hversu algeng eru heimabíóin, sem fýrir nokkrum árum tóku að ryðja sér til rúms hér á landi? Við eftirgrennslan kom í Ijós að ásókn í myndbönd er mikil, enda er fjöldinn allur af myndbandaleigum starfandi. Trúlega skipta heimabíó- in þúsundum í hverri viku. Hins vegar er aðsóknin misjöfn og fer það, að sögn, eftir árstíma, veðurfari, sjónvarpsdagskrá og fleiru. • Samkvœmt heimildum HP hafa myndbandanotend- urmestan áhuga áýmiss konarspennumyndum, einka- spœjurum og gamanmyndum. Minni eftirspurn er eftir barna- og fjölskylduefni ýmiss konar. í upphafi mynd- bandamenningar á íslandi voru menn almennt ekki mjög vandlátir í efnisvali sínu en þróun hefur orðið í átt til meiri krafna þar um. • Hugmyndin var að skipa vinsælustu myndunum í sœti frá einum og upp í tíu en það reyndist ekki mögu- legt vegna þess hversu jafnar þœr virtust vera. Myndin Sahara hafði þó yfirburði hvað vinsœldir snerti, en í henni leikur Brooke Shields aðalhlutverkið en Andrew MacLaglen leikstýrir. Þrettán vinsœlustu myndirnar voru Sahara, Missing, Rocky III, The Dogs of War, Bad Boys, You only Live Twice, Live andLetDie, Lace, PrivateBenjamin, Sharky’s Machine, The Black Stallion, Master of the Game, Dog Soldiers. Nánar verður gerð grein fyrirþessum myndum annars staðar á síðunni. Spennumyndir vinsælastar Eftirtektarvert er að myndin Master of the Game eftir metsölu- bók Sydney Sheldon skuli vera á listanum, því sú mynd er tæpar 7 klukkustundir í sýningu. En mynd- ir gerðar eftir metsölubókum eru mjög vinsælar um þessar mundir. James Bond-myndir eru eftirsótt- ar af íslendingum og ber þar hæst myndirnar You only Live Twice og Live and Let Die. Þar sem þeir fé- lagar Sean Connery og Roger Moore leika aðálhiutverkið sinn í hvorri myndinni, virðist það ekki skipta áhorfendur máli hvor þeirra leikur kappann James Bond. Eins og áður sagði er mikið spurt eftir myndum gerðum eftir bókum metsöluhöfunda. Sóst er eftir myndum eftir bókum Agöthu Christie, svo og leikstjórans Alfreds Hitchcocks. Neytendurnir Fólk á öllum aldri fær lánuð myndbönd á fyrrnefndum leigum. Vídeóleiguméir eiga sér sína föstu viðskiptavini sem margir hverjir skipta við nokkrar leigur, þ.e. leita uppi þær myndir sem áhugaverð- astar þykja. Nokkuð algengt er að foreldrar sendi böm sín á leigumar til að sækja áður pantaðar myndir. Sú regla gildir þá gjcunem að bömin hcifi leyfi frá foreldrum, oft skrif- legt, til að þau fái afgreiðslu. Samband var haft við 10 mynd- bandaleigur, þar af 3 á landsbyggð- inni. Þær vom: Vídeósport, Vídeó- val, Vídeóspólan, Myndbandaleiga kvikmyndéihúsanna, Grensás- Vídeó, Myndberg og Vídeóbank- inn. Á Akureyri var talað við Vídeó- Akureyri. í Vestmannaeyjum Vídeóklúbb Vestmannaeyja og á Akranesi við Myndbandaleiguna Ás. Leigumar vom fengnar til að nefna þær 10 filmur sem viðskipta- vinir virtust hafa mestan áhuga á. Þær myndir sem leigumar hafa á boðstólum em fengnar í gegnum innlenda umboðsaðila sem hafa keypt sýningarréttinn og em þær til dæmis frá Warner Brothers og Metro Goldwyn Meyer sem allt em þekkt nöfn í kvikmyndaiðnaðinum. Flestar filmurnar em textaðar, en Steinar hf. er eini umboðsaðilinn sem ekki lætur þær textaðar frá sér. Nýjar eða nýlegar myndir ganga best, en töluverð eftirspum er þó alltaf eftir gömlum myndum með þekktum leikumm, einkum frá fólki á miðjum aldri og eldra. Aðspurðir kváðust forsvars- menn vídeóleiganna ekki telja að um kynjaskiptingu væri að ræða í efnisvali viðskiptavinanna nema að því leyti að konur kysu fremur svokallaðar, Jconumyndir", eins og einn viðmælenda okkar orðaði það. Slíkar myndir fjcilla um mannleg samskipti og tilfinningar, „einkum þar sem ástin kemur fram í ein- hverri mynd“. Spennu- og spæj- aramyndir virðaist því vera meira á áhugcisviði karla en kvenna. Hryll- ingsmyndir em ekki eftirsóttar yfir sumartímann - þeirra tími er í skammdeginu. Barna- og fjölskylduefni var af skomum skammti hjá flestum leig- anna. Tvær af tíu töldu sig hafa gott framboð af slíku efni en önnur leigan flytur inn vídeó-myndir. Ahugi landsmcmna á vídeóinu hefur aukist mikið við aukna sölu á vídeótækjum. Markaðurinn stækk- ar sífellt og tækninni fleygir fram. íslendingcu' hcifa ásamt öðmm þjóðum öðlast reynslu á sviði myndbandatækninnar og í sam- ræmi við það hefur markaðurinn breyst. Sú breyting hefur einna helst orðið í átt til aukinna efnis- gæða og neytendur hafa smám saman orðið Vcmdlátari á mynd- bandaefni, enda átta þeir sig æ bet- ur á því hversu öflugur þessi miðill er. NAARNER HOME VIDEO pMQNÉR HOME WVRNER HOME VIDEO ’DOGSOLDIERS1 ,CCO»OI Mtt) Missing *** Leikstjóri: Costa-Gavras. Leikarar: Jack Lemmon, Sissy Spacek. • Áhrifarík pólitísk spennu- mynd um leit aö horfnum Bandaríkjamanni í suöur- amerísku einræöisríki. Rocky III. ** Leikstjóri, leikari og höfundur: Sylvester Stallone. • Aö margra áliti besta mynd- in í röðinni um hnefaleika- kappann. 2.-4. TOPP TÍU - EÐA ÞRETTÁN Live and Let Die ** Leikstjóri: Guy Hamilton. Leikarar: Roger Moore, Jane Seymour, Clifton James, Lois Maxwell. • Bond-mynd af nýja skólan- um, þar sem Moore og James fara á kostum. Sahara Leikstjóri: Andrew V. Mac- Laglen. Leikarar: Brooke Shields, Lambert Wilson. • Rómantískspennumynd. Þetta eru vinsælustu vídeóspólurnar á íslandi í dag, samkvæmt upplýsingum vídeóleiganna tíu sem viö leituðum til. HP gefur jafnframt myndunum stjörnur á kvarðanum 0-4, í þeim tilvikum sem þær eru okkur kunnar. Bad Boys ** Leikstjóri: Rick Rosenthal. Leikarar: Sean Penn, Rene Santoni. • Blóðug ofbeldismynd. Dog Soldiers *** Leikstjóri: Karel Reisz. Leikarar: Nick Nolte, Tuesday Weld, Michael Moriarty. • Litrík og spennandi saga um örlög tveggja fyrrum Víet- namhermanna. The Black Stallion *** Leikstjóri: Carrol Ballard. Leikarar: Kelly Reno, Mickey Rooney, Teri Garr. • Fjölskyldumynd, bráöfalleg og spennandi, og trúlega sí- gild. ______________________ Master of the Game gerö eftir bók Sydney Sheldon. Leikarar: Diahn Cannon, lan Charleson, Donald Pleas- ence. • Okkurókunn. Sharky’s Machine *** Leikstjóri: Burt Reynolds. Leikarar: Burt Reynolds, Vit- torio Gassman, Brian Keith. • Hörkuspennandi lögreglu- mynd lengi framanaf, en dettur niðurundirlokin. Private Benjamin ** Leikstjóri: Howard Zieff. Leikarar: Goldie Hawn, Eileen Brennan, Armand Assante. • Grínmynd um unga konu sem í örvæntingu gerist her- maður í Bandaríkjaher. You only Live Twice ** Leikstjóri: Lewis Gilbert. Leikarar: Sean Connery, Lois Maxwell, Desmond Llewelyn, Charles Gray. • Traust Bond-mynd af gamlaskólanum. F*6 idifdIe The Dogs of War ** Leikstjóri: John Irvin. Leikarar: Christopher Walken, Tom Berenger, Colin Blakely. • Ævintýramynd um málaliöa í hernaöarátökum í Afríku og víðar. Lace Leikstjóri: William Hale. Leikarar: Brooke Adams, Bess Armstrong, Arielle Dom- baste og Phoebe Cates. • Okkur ókunn, en William Hale hefur gert nokkrar at- hyglisverðar B-myndir. 5.-13. • aiii i JateiQíf 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.