Helgarpósturinn - 05.07.1984, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 05.07.1984, Blaðsíða 12
ALFASOGUR ÚR VIÐEY „Þarna er mikil álfabyggð", sagði Hafsteinn Sveinsson og benti á klettana sunnan við Viðeyjar- stofu. „Ef þið virðið klettana vel fyrir ykkur þá sjáið þið að þarna eru ákjósanleg skilyrði fyrir huldu- fólk. “ Við vorum á leið út í Viðey með Hafsteini, á bát hans Skúla- skeiði, þegar hann lét þessi orð falla. Hann brosti um leið og hann sagði þetta, en einhvernveginn bauð mér í grun að hann vœri ekki alfarið að grínast, svo við notum, eitt af nýjustu tískuorðunum úr pólitíkinni. Það kom líka í Ijósþeg- ar ég fór að spyrja hann nánar um þetta. „Eyjan er kynngimögnuð, ég hef orðið virkilega var við það. Þegar ég kom þangað í fyrsta skipti varð ég fyrir óskaplega skrýtnum áhrif- um sem ég get eiginlega hvorki skýrt né lýst. Það hefur kannske verið einhver fyrirboði þess sem síðar varð, þegar ég svo rauf ein- angrun eyjarinnar. Eg hef tekið eft- ir því að ég get verið hrifnæmur fyrir stöðum sem ég kem á en það hefur enginn annar staður haft jafn mikil áhrif á mig og Viðey. Það er ekki vegna þess að ég sé skyggn, ég er gjörsneyddur þeim hæfileika. En mér dettur ekki í hug að afneita því sem ég þekki ekki sjálfur. Hafsteinn miðill fór einu- sinni með mér til Viðeyjar fyrir tíu eða tólf ámm og varð mjög hrifinn af öllu þar. Hann sagði mér að það væri huldufólksbyggð í klettunum þar sem heitir Helgarkinn. Það er líka stundum kallað Skúlahóll, þar; er minnisvarði um Skúla land- fógeta. Ég held að ég muni það nokkuð orðrétt að Hafsteinn sagði; „Það er feikilega mikil huldufólks- byggð í klettunum". Ég efast ekki um að hann hafi verið að segja satt svo ég hef gengið út frá því sem vísu að þama séu álfar. Ég hef líka heyrt um það margar sögur og það frá svo vönduðu og sannferðugu fólki að mér dettur ekki í hug að draga þær í efa“. — Nú var töluverð byggð í Við- ey á árum áður og fólk náttúrlega gefið upp andann þar eins og ann- arsstaðar. Talaði Hafsteinn aðeins um huldufólk? Hvað með hressi- legadrauga? hef nú ekki heyrt talað um draugagang í Viðey, en víst dó fólk þar og stundum með voveiflegum hætti. Það er ekki lengra síðan en 1907 að það varð ægilegur mann- skaði við Viðey. Það var þegar kútt- er Ingvar strandaði á skerjunum við Hjallcisker í vestan aftakaveðri. Það hlýtur að hafa verið hræðilegt að upplifa það fyrir þá sem á horfðu því þetta sást bæði úr landi og frá Viðey. það var reynt að skjóta út báti frá eynni en veðrið var svo vont að það réðst ekki við neitt. Fólkið varð að horfa uppá að mennina tók út einn af öðrum. Það fórust þama yfir tuttugu sjómenn og í þessu eina slysi urðu næstum sjötíu böm föðurlaus. En ég hef aldrei heyrt að draugar hafi ónáð- að neinn í Viðey. Eini draugurinn, eða afturgangan, sem ég hef heyrt um, var þvert á móti hinn þægileg- ast gestur". Álfkonan í haganum ,Af álfum í Viðey em sjálfsagt til fjölmargar sögur. Eina þeirra sagði mér kona sem fer með mér út í eyju á hverju sumri. Hún er fædd í Við- ey og bjó í svokallaðri Stöð sem er austur á eynni. Þegar hún var ellefu ára var hún eitt sinn sem oftar send vestur á Bú, eins og Viðeyjar- stofa var þá nefnd í daglegu tali. Hún lauk þar erindi sínu og hélt svo heim á leið. Og þegar hún var komin svona nokkumveginn mið- svæðis á eynni birtist henni allt í einu álfkona. Henni brá aískaplega í fyrstu og var mjög skelfd, en jafn- aði sig þó fljótt. Hún sagði að kon- an hefði staðið mjög nálægt sér og gaf mér nákvæma lýsingu á henni. Þetta var stór kona og gjörvuleg í fögrum litklæðum. Hún var með eftirÓlaTynes myndirJimSmarto.fi. „Já, Ingibjörg, móðir Ólafs, sagði mér líka þessa sögu. Það var eitt kvöld útí Viðey þeg- ar sá stutti átti að vera kominn í bólið að hún kom að honum frammi í stofu þar sem hann var að spila. Hún spyr hvað hann sé að gera þama og af hverju hann sé ekki kominn í háttinn. Ólafur svaraði henni og sagðist vera að spila við gamla manninn. Ingibjörg varð að vonum undrandi því drengurinn sat þama einn, og spurði um hvaða gamla mann hann væri að tala. ,T>ennan“, sagði Ólafur og benti, „hann heitir Skúli“. En engan sá Ingibjörg manninn." Ólafur Stephensen hló þegar ég bar þessa sögu undir hann. >rJú, jú, ég man eftir þessu atviki. Það getur reyndar verið að ég haldi að ég muni eftir þessu því það er svo oft búið að segja mér þessa sögu. Mér finnst allavega að mig rámi eitthvað í þetta, en ekki svó að ég geti gefið neina lýsingu á þessum manni sem ég var að spila við“. Það býr enginn í Viðey lengur, eins og allir vita, en þar vom lengi mikil umsvif. A síðustu árum sem eyjan var í byggð var þaðan eink- um gert út en fyrr á öldum var þar mikið bú, ekld sístmeðan klaustrið stóð. í bók Áma Óla um Viðeyjar- Idaustur segir að Oddgeirsmál- dagi 1367 sé fýrsta heimildin um búskap á klaustrinu en þá vom lið- in 140 ár síðan það var stofnað. Þá vom þar í búi: 65 sauðir tvævetrir og eldri, 4 hrútar, 75 veturgamlir sauðir, 145 ær, 20 gömul naut, 60 naut tvævetur og veturgömul, 31 kálfur, 50 kýr, 18 hestar fullorðnir, 2 hestar tvævetrir, 12 merhryssi roskin, 4 merar tvævetra og ein veturgömul. Það má nærri geta að nokkuð hefur þurft af húsum til að geta tekið allan þennain búsmala inn yfir veturinn. En þau em öll horfin sem og klaustrið. Húsakynni em því ekki merkileg í Viðey lengur fyrir utan kirkjuna og Viðeyjar- stofu. Engu að síður er gaman að heimsækja Viðey og eyða þar dags- eða kvöldstund. Ganga á fund álfanna þar—og jafnvel taka í spil með Skúla fógeta. kolsvcui, þykkt hár sem var tekið saman í fléttu aftur í og náði fléttan niður í mitti. Konan talaði ekkert til henncir en þær stóðu þama dá- góða stund og virtu hvor aðra fyrir sér. Svo allt í einu hvarf hún. Konan sem sagði mér þetta sagði að hún hefði ekki gengið á brott eða neitt svoleiðis heldur bara alit í einu horfið. Nú, aðra sögu sagði mér Ingi- björg móðir Ólafs Stephensen aug- lýsingafrömuðar. Það var fyrir nokkrum tugum ára þegar Ólafur var fjömrra ára gamall. Einn sunnudaginn þegar mjög gest- kvæmt var hjá þeim í Viðey, upp- götvaðist allt í einu að hnokkinn var horfinn. í Viðey leynast margar hættur fyrir smáböm og það setti því ótta að fólki og það þusti út til leitar. Sjálf var Ingibjörg heima á hlaði og gekk þar fram og aftur mjög óró- leg. Þá birtist henni alit í einu kona sem benti henni mjög ákveðið í austur og hvarf svo jafn skyndilega og hún hafði birst. Ingibjörg kallaði til leitarmanna og bað þá fara aust- ur á eyna og þeir bmgðu við skjótt þótt þeir vissu ekki ástæðuna. Og mikið rétt, þar fundu þeir drenginn sofandi milli þúfna". Spilað viðSkúla fógeta — Þú minntist á huggulegan draug. 'r-«r 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.