Helgarpósturinn - 05.07.1984, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 05.07.1984, Blaðsíða 20
u'kir menn eru til umfjöllun- ar í Helgarpóstinum í dag og þar er sá þjóðfrægi maður, Aðalsteinn Jónsson á Elskifirði - Alli ríki - á blaði sem einn af fimm ríkustu mönnum íslands. Ef forvitni les- enda er vakin um Alla af lestri greinar HP þá getum við glatt þá sömu og hina sem þegar vissu ein- hver deili á honum, með því að fyrir næstu jól er væntanleg ævi- saga Alla rituð af Ásgeiri Jakobs- syni. Vcifalaust bíða margir spenntir eftir sögu þessa merka at- hafnamanns ... A kureyringcir kunna á næst- unni að sjá á beik bæjarstjóra sín- um sem verið hefur í allmörg ár, Helga Bergs. Helgarpósturinn heyrir að í bígerð sé að Helgi ráði sig sem framkvæmdastjóra hjá Út- gerðarfélagi Akureyrcir og muni hann því ekki sitja út kjörtímabilið sem bæjarstjóri. Hjá Útgerðaríé- laginu eru fyrir tveir framkvæmda- stjórar, Gísli Konráðsson og Vil- helm Þorsteinsson. Ekki fylgir sögunni hvor þeirra Gísla og Vil- helms er að hætta, en Útgerðarfé- lagið þykir með stöndugustu fyrir- tækjum á Norðurlandi ... juk ■ WBikil gróska er nú í dans- málum hérlendis og virðist dans- æði hafa gripið unga sem eldri ís- lendinga, eins og reyndar fleiri vestræncn þjóðir síðustu mánuði. Þetta kemur m.a. fram í mörgum dansskólum og nú er verið að stofna enn einn. Fyrir honum stendur Henný Hermannsdóttir, sem lengi hefur kennt og sýnt dans og er dóttir eins kunnasta dans- kennara okkar, Hermanns Ragn- ars Stefánssonar ... A inar dansari og á öðru sviði lætur að sér kveða um þessar mundir, en á erlendri grund. Það er Auður Bjarnadóttir ballettdans- ari. Hún er á förum til Þýskalands þar sem henni hefur verið boðið í' sýningarferðalag með óperuball- ettinum í Múnchen, en Auður dans- aði á sínum tíma með þeim ballett- flokki. Hún kemur svo aftur heim í haust og fer til starfa hjá íslenska dansflokknum ... iSnn hlaðast metorðin á dr. Jóhannes okkar Nordal Seðla- bankastjóra. í vikunni var Jóhann- es nefnilega kjörinn formaður í splunkunýju félagi, og segja sumir að það sé 42. félagið sem Jóhannes er í. Þetta er félag íslendinga sem eiga það sameiginlegt að hcifa stundað nám við þann mæta fjár- málaskóla London School of Econ- omics. Ekki þykir ónýtt að formað- ur slíks félags sé jafnframt yfirmað- ur efnahagsmálanna í landinu og verður þetta án efa virkt og árang- ursríkt félag . .. P ■ rófessorsstaða í íslenskum bókmenntum við háskólann í Osló er nú laus, en henni hefur um ára- bil gegnt kunnur íslandsvinur, Hallvard Mageröy. Helgarpóstin- um er kunnugt um a.m.k. tvo ís- lenska fræðimenn sem sækja um þessa norsku prófessorsstöðu, Véstein Ólason og Sverri Tóm- asson. Vafalítið verða svo ein- hverjir Norðmenn kciilaðir ... Blöndal en ekki Scheving í ferðablaði Helgarpóstsins um Norðurland um síðustu helgi var farið málaravillt. Höfundur altaris- töflunnar í Siglufjarðcirkirkju var sagður Gunnlaugur Scheving, en er í reynd Gunnlaugur Blöndal. Nú er sama á hverju gengur í verðbólgustríðinu. Með fullri verðtryggingu og 5% vöxtum að auki, veita hinir nýju stjörnureikn- ingar Alþýðubankans algjört öryggi og góða ávöxtun. Við förum af stað með tvo sparireikningaflokka undir samheit- inu Stjörnureikningar, annan fyrir æskuna og hinn fyrir lífeyris- þega eða þá sem nálgast eftirlaunaaldurinn. ÆSKUSPARNAÐUR Hann er ætlaður foreldrum, öfum og ömmum, eða öllum þeim sem vilja gefa barni yngra en 16 ára sparifé. Þegar barnið verður 16 ára er upphæðin, með verðtryggingu og vöxtum laus til útborgunar og gott vegarnesti út í lífið. * Verðtryggð innistæða og 5% vextir að auki! ðk Við gerum vel við okkar fólk Alþýðubankinn hf. LlFEYRISSPARNAÐUR Hann er fyrir 65 ára eða eldri - tryggur bakhjarl þegar aldurinn fer að segja til sín og tekjurnar dragast saman. Állt sem þú þarft að vita um ljósmyndun TAKTU BETRI MYNDIR er yfirgrips- mikið verk um Ijósmyndun og Ijósmynda- tcekni, sneisafull af myndum til glöggv- unar og skýringa. Þessi bók leiðbeinir Ijósmyndaranum stig af stigi svo hann geti þreifað sig áfram og náð ce betri árangri. Hér finna byrjendur jafnt sem reyndir Ijósmyndarar góð ráð og hug- myndir og lausn ótal vandamála. Bókin skiptist t sjálfstceða kafla pannig að les- andinn rceður því sjálfur hversu náið hann kynnir sér hinar ýmsu aðferðir. Hér er fjallað um undirstöðulögmálin, að ná myndavélinni í fókus, myndavélartcekni, sjónarhorn og birtu, stcekkun o.s.frv. — allt sem inn þarf að vita, bceði um litmyndir og svarthvítar myndir. — TAKTU BETRI MYNDIR er bók sem allir sem fást við Ijós- myndun þurfa að hafa við höndina. 121 Reykjavík Sími 12923-19156 20 HELGARPÓSTURINN AUGLÝSINGAÞJÓNUSTAN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.