Helgarpósturinn - 05.07.1984, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 05.07.1984, Blaðsíða 18
Þórhallur Þórhallsson ,,sögusnælduhöfundur“. „Þetta er hinn nýi bókmenntamiðiir - segir Þórhallur Þórhallsson, sem hafið hefur framleiðslu á snœldum með bókmenntaupplestri ,,Bókin erdauð. Nú er það sögu- snœldan sem gildir, “ segir Þórhall- ur Þórhallsson, skrifslofustjóri Arkitektafélags íslands, sem er að stofnsetja fyrirtœki um framleiðslu á kassettum með upplestri bók- mennta afýmsu tagi. Þórhallur hefur þegar gefið út eina snældu sem inniheldur 13 sögur fyrir börn sem hann hefur sjálfur samið, og les, en upptakan var gerð í hljóðveri Sigurðar Rún- ars Jónssonar, Stúdíó Stemmu. Sigurður Rúnar semur tónlistina sem flutt er með sögulestrinum, en Þórhallur hefur sjálfur séð um dreifingu, í frístundum sínum, bæði í plötuverslanir og bókabúð- ir, út um allt land. „Ég hef jafnvel selt snældur norður í Grímsey," segir harnn, „þótt lítið hcifi verið lagt í auglýsingar á snældunum fram að þessu“. íslensk böm ættu því að vera farin að kannast við t.d. Söguna af vaskafatinu og fleiri sög- ur eftir Þórhall, þótt hcmn hcifi aldr- ei sent frá sér sögur í bókaformi. Hann kveðst þó hafa komið nálægt þýðingum á erlendum bamasög- um áður, en nú vera að notfæra sér nýja útgáfutækni, hér sé á ferðinni hinn nýi bókmenntamiðill. ,J>að mætti kannski fremur kcilla mig snælduhöfund en rithöfund," segir Þórhallur. Hann segist nú vera að setja af stað kynningu á framleiðslunni og muni á næstunni leitast við að vekja athygli fólks með auknum auglýsingum. Á döfinni er að gefa út snældur sem ekki höfða ein- göngu til barna heldur fullorðinna einnig með ýmsu bókmenntaefni eftir aðra höfunda. Má nefna að næsta snælda, sem væntanlega kemur út fyrir næstu jól, mun inni- halda valda kafla úr Njálu. Þórhallur telur þó nokkra þörf vera fyrir svona miðlun á bók- menntum á þessum umbylting;ir- tímum í fjölmiðlun, og ætlar sér mikið á næstunni, því hann segist vera með þreifingar í Danmörku fyrir sölu á sögusnældum á dönsku. „Og ég hef hreinlega hug á heimsmarkaðnum," segir hann að lokum. BÓKMENNTIR Stundum Ijóst - stundum myrkt eftir Heimi Pálsson n Gyrðir Eliasson: TVÍBREfTT (SVIG)RÚM, eða Póesíbók númer eitt komma tvö. Mál ogMenning, Rvik 1984, 79 bls. Frumraun Gyrðis Elíassonar, Svarthvít axlabönd (útg. Guðbrandur Magnússon, 1983) þótti mér einhver álitlegasta byrjun ungskálds um langt skeið. Framhcúdið, Tví- breitt (svig)rúm lofar vissulega góðu um framhaldið líka. Undirtitillinn gefur raunar í skyn ákveðin tengsl við fyrri bókina og tengslin dyljast lesanda ekki. Sá myndvísi orðaleikari sem fór af stað með axlabönd- um hefur nú fengið aukið svigrúm (hoho!) og nýtir sér það til nokkurrar fullnustu. Styrkur hans felst annars vegcir í nýstárlegri málnotkun og óvæntri, hins vegar í mikilli bókmenningu sem ausið er ótæpilega af. Þetta er sumpart mjög ánægjulegt. Það er alltaf heidur leiðinlegt þegar ungskáld láta eins og enginn hafi ort áður í veröldinni og sýnast ekki standa í nokkru samhengi í til- veru sinni. Þess vegna getur maður glaðst yfir skáldi sem kinkar kolli til kollega sinna og hikar ekki við að viðurkenna tilvist þeirra. En hinu er svo ekki að leyna: vísanir geta verið varasamar, einkum þegar þær verða svo myrkar og flóknar að lesandinn fylgir skáldi sínu tæpast eftir. Meira um það síðar. Tvíbreitt (svig)rúm skiptist í þrjá hluta, og skiptingin ekki alltaf á jafnljósum rök- um reist. Þeim sem þetta skrifar hefur a jn.k. ekki tekist að sjá skilin milli fyrsta og annars kafla (hluta) bókarinnar, báðir innihalda heimspekileg ljóð um tilveruna og gang lífs- ins. Þriðji kafli er hins vegcir aðeins tvö ljóð og hcifa enskar fyrirscignir. Hið fyrra heitir „a rhetoric poem in semi-icelcindic dedicated to einar már and allen ginsberg", hið síðara „another poem for allen ginsberg and einar már“. - Það fer ágætlega á því að helga Einari Má Guðmundssyni með þessu móti einn hluta bókarinnar, því í Gyrði sýnist mér augljóst að Einar hefur eignast nokkuð traustan lærisvein. Hið hvatvísa orðfæri sem við kynntumst á ljóðum Einars Más heldur hér áfram; myndsmíð þar sem stundað er á margvíslega skynblöndun og samslátt mynda er mjög í anda Einars, en á hinn bóginn sýnir Gyrðir fullt sjálfstæði í ýmsu öðru. Þannig fer hann sínar eigin leið- ir og oft markvissar í „grafískri" uppsetn- ingu ljóðanna og iætur þau mynda allskyns flatarmyndir (dæmi bls. 30, 33, 63 - svo einhver séu nefnd). Hugmyndarík niálnotkun Gyrðis er ein af skemmtilegustu þáttum í Ijóðum hcins. Oft er þetta ekki annað en eitt orð sem notað er í óvenjulegu samhengi: „bera hcirm sinn í skóhljóði einsamur" (bls. 17), „útförin gerð frá keflavíkurflugvelli" (39) „þegar formúla vatns er ekki leingur / H20 heldur SÁÁ“ (74), stundum lengri og flóknari leikur eins og í ljóðinu „c“ bls. 30. Vísanir í Tvíbreiðu (svig)rúmi eru kapí- tuli út af fyrir sig. Þær fara frá því að vera. einfaldar og tilfyndnar hljómlíkingar yfir í mjög dulda speki sem raunar felur í sér þá hættu að lesandi sem ekki hefur nákvæm- lega sstma bakgrunn og skáldið sé skilinn eftir í dálítið lausu lofti. Sem dæmi um hið fyrrnefnda getum við tekið ljóðið „in- somnia II (tilbrigði við japanskt ljóð)" sem hljóðar svona: drakúla drakúla drakúla er andvaka (þó hann sé búinn að fara með bæn- irnar sínar á rúm- ensku) & alt það Upphafið vísar mjög beint til þýðingar (eða fremur stælingcir) Sigurðar Þórarins- sonar, þeirrar sem hefst: „Sakura, Sakura, Scikura er andveika..." en síðan tekur allt saman mjög persónulega stefnu og öngum líka nema hjá Gyrði Elíassyni. Þetta þykir mér vel unnið. Dæmi um hið síðamefnda má finna í ljóði sem heitir „einskonar elegía" og mér hefur verið sagt að fjalli um ævi nafnkunns stjórnmáiamanns og skálds. Eg ætla ekki að ljóstra því upp hér hver hann er, því þar með kæmi ég upp um tak- markaða hæfileika mína til að skilja: ég er nefnilega engu nær, þótt ég viti yrkisefnið, ljóðið er eftir sem áður of myrkt fyrir mig. Enn mætti nefna dæmi um ljóð sem setur þennan lescinda í tcdsverðan vanda. Það er að finna á bls. 31 og heitir „2 1/2%“: híngað til hefur rauði þráðurinn hf! mínu hángið á blá þræði nú er þráðlaust samband í undirbúníngi Þetta held ég sé mjög haglegur texti og vel ort. Málnotkun óvænt og tilfyndin og í heild kveikir textinn hugmyndir sem skipta máli. En hvernig sem ég les skil ég ekki heitið eða fyrirsögnina, og lái mér hver sem vill. Það er við sjálfa garða að ég vilji fá svona myrka hluti skýrða neðanmáls. Hér veit ég vel að lesandi getur glott háðsglotti sínu og sagt sem svo: Þolir mað- urinn þá ekkert nema einhverja auðskilda flatneskju? Afhverju snýr hann sér ekki bara að rímnakveðskap? - En ég er ekki að biðja um einfalda texta eina saman. Einfaldleikinn hrífur að sönnu stundum, ekki alltaf. En ég er að velta fyrir mér þeim vanda sem skáld- skapurinn getur lent í þegar skáld gerast svo innhverf að hætta er á að engir skilji nema þau sjálf. Þá hlýtur að vera komið lengra út á torræðnibrautina en skynsam- legt er að fara ljóðlistarinnar vegna. Þrátt fyrir ótvíræða hæfileika og marga góða hluti í báðum bókum sínum þykir mér Gyrði stundum verða hált einmitt á þessu. Ungum Kennaraháskóla íslands er hægt að óska til hamingju með að eiga í nem- endahópi tvö efnilegustu ungskáldin núna, Gyrði Elíasson og ísak Harðarson. Segir það eitthvað um bókmenntakennsluna í háskól- um vorum? Styrkur Gyrðis Eliassonarfelst í nýstárlegri mál- notkun og mikilli bókmenningu, segir Heimir Pálsson m.a. í ritdómi sínum um Ijóðabókina Tvíbreitt (svig)rúm. 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.