Helgarpósturinn - 13.09.1984, Qupperneq 8
Samninganefnd
bókagerðarmanna
bíður eftir svörum
við kröfum sínum á
skrifstofu sátta-
semjara í síðustu
viku.
laga ASÍ sem starfa við þau fyrir-
tæki sem verkfall bókagerðar-
manna hefur larnað."
Þessi viðmælandi HP hafði ekki
trú á að VSÍ myndi setja verkbann á
stóra hópa eins og t.d. Verslunar-
mannafélag Reykjavíkur, og stefna
þannig í hættu samskiptum ASÍ og
VSÍ sem hingað til hafa verið á ró-
legu nótunum.
I upphafi leit raunar út fyrir að
prentaraverkfallið yrði að pólitísku
tundurskeyti sem myndi springa
undir ríkisstjórninni. Þeir sem reka
NT sóttu fast að koma blaðinu út
áfram þar sem það stendur höllum
fæti fjárhagslega. Þeir leituðu,
ásamt samstarfsaðilum sínum í
Blaðaprenti, Þjóðviljanum og Al-
þýðublaðinu, eftir sérsamningum
við Félag bókagerðarmanna og
buðu sem svarar um það bil tíu pró-
sent hækkun, þann tíma sem verk-
fallið stæði. Þessi hækkun var vel
utan við þann ramma sem ríkis-
stjórnin hafði markað og augljós-
lega óþolandi fyrir framsóknarfor-
ystuna.
Fyrir pólitískan þrýsting fyrst og
fremst felldi stjórn NT að ganga til
samninga við bókagerðarmenn á
þessum grundvelli. Það vekur at-
hygli að svipaðar fréttir bárust frá
framsóknarblaðinu Degi á Akur-
eyri; talað var um sérsamninga,
með svipuðum launahækkunum.
Nú hefur hinsvegar verið gefin út
sérstök yfirlýsing ristjóra Dags um
að þeir hafi aldrei gert neitt form-
iegt tilboð. Framsóknarforystan
virðist því hafa sína blaðaútgáfu
nokkuð á hreinu, — og sprengi-
hleðslan hvarf úr tundurskeytinu.
SÁTTATILLAGAN
SLEGIN NIÐUR
Eftir viðbrögð BSRB við sáttatil-
lögunni verða að teljast yfirgnæf-
andi líkur á að verkfall opinberra
starfsmanna skelli á 4. október. Til
marks um hvernig hljóðið er í hin-
um almenna félagsmanni má nefna
að í óformlegri skoðanakönnun
sem gerð var í Starfsmannafélagi
Reykjavíkurborgar í síðustu viku
voru 71 % fylgjandi verkfalli, og hef-
ur það félag þó verið talið frekar til
hægri í pólitísku litrófi BSRB.
Björn Arnórsson, hagfræðingur
BSRB, sagði líka við Helgarpóstinn:
„Samninganefnd BSRB sam-
þykkti umræðulaust að skora á fé-
lagsmenn að fella sáttatillöguna.
Það ætti kannski frekar að segja að
umræður hafi allar verið á einn veg;
gegn tillögunni."
Það er nokkuð ljóst að ríkisstjórn-
in nýtur ekki lengur þess trausts
sem hún naut þegar best lét.
„Fólk er farið að veikjast í
trúnni," segir framámaður í BSRB.
„Það er búið að pressa launþega
svo ofboðslega með þessari kjara-
skerðingu sem ekkert lát virðist
ætla að verða á. Ef ríkisstjórnin
hefði reynt að mjatla einhverju út í
sumar, er jafnvel líklegt að sáttatil-
laga á borð við þá sem nú var lögð
fram hefði verið samþykkt. En það
var nú eitthvað annað. Og jafnvel
núna, þegar lögð var fram sáttatil-
laga, hjálpaði ríkið til við að greiða
henni rothöggið með því að segjast
líta svo á að hækkunin frá 3 upp í 4
prósent fæli í sér afnám uppsagnar-
ákvæðis samningsins 1. janúar.“
Ýmsir sjálfstæðismenn eru sömu
skoðunar hvað snertir traust fólks á
ríkisstjórninni. Forystumaður í
verkalýðsarmi flokksins sagði við
HP: „Ég hef á tilfinningunni að
traustið á stjórninni fari minnkandi.
Menn gera sér grein fyrir því að
stjórnin tók við hræðilega vondu
búi og að ekki er hægt að rétta þjóð-
arskútuna af nema með miklum
fórnum. En fólk er líka búið að færa
miklar fórnir án þess að fá nógu
mikið í staðinn.
Það kunna allir að meta minnk-
andi verðbólgu og ég held líka að
launþegar hafi verið tilbúnir að
færa töluverðar fórnir áfram, en
stjórnaraðgerðir hafa verið svo
ráðaleysislegar og í svo mikiu
ósamræmi að menn eru orðnir rugl-
aðir.“
TÓNN ASI HARÐNAR
Á meðan athygli manna beindist
að verkfalli bókagerðarmanna og
verkfallsboðun BSRB í síðustu viku
fór minna fyrir umræðu um gang
mála í viðræðum ASÍ og VSÍ. Þar
hafði þó verið að þyngjast tónninn,
eftir að Ijóst fór að verða, að hinar
beinu viðræður Verkamannasam-
bands íslands við VSÍ voru nánast
komnar í strand.
Áður en sáttatillagan var lögð
fram í BSRB-deilunni hafði VSÍ boð-
ið VMSÍ 5% hækkun 1 . september
og,3% 1. janúar. VMSÍ lagði svo
áherslu á að lagfært yrði hið svo-
kallaða tvöfalda launakerfi verka-
fólks í fiskiðnaði, sem gerir það að
verkum að bónustengd laun þess
byggjast á taxta sem nær ekki dag-
vinnutekjutryggingu. VSÍ vildi at-
huga með leiðréttingu á þessu, en
aðeins gegn því að kauphækkunin
1. september yrði þá minni en 5%.
Gudmundur J. Gudmundsson,
formaður VMSÍ, sagði „urrandi
heift“ vera í mönnum þegar um síð-
ustu helgi þegar Dagsbrún sam-
þykkti verkfallsheimild, og sagði þá
að allt virtist stefna í verkfall. „Ef
ekkert gengur saman í þessum við-
ræðum í þessari viku," segir for-
ystumaður í VMSÍ, „þá kemur ekki
annað til mála en að boða verkföll."
Forysta ASÍ virðist þó engan veg-
inn einhuga um þessa hörðu af-
stöðu. Þannig sagðist einn forystu-
manna þess ekki vera fylgjandi því
ráðslagi „að keyra á verkföll á
fullu," og sagði að innan ASÍ væru
menn „raunsærri og ballanseraðri
yfirleitt heldur en t.d. í prentarafé-
laginu." Hann kvaðst ekki telja að
verkfall BSRB hefði hvetjandi áhrif
á að ASÍ boðaði einnig til verkfalls,
og sagði: „menn hér eru alveg eins
á því að láta BSRB um sitt og ráða
sínum málum sjálfir."
Vinnuveitendasambandið hefur
ekki haggast í þeirri afstöðu sinni að
halda launahækkunum innan við
5% í haust í væntanlegum samning-
um, jafnvel þótt einstakir atvinnu-
rekendur telji sig geta boðið mun
betur. Ástæðan er sú að hagsmunir
sjávarútvegs og fiskvinnslu ráða
ferðinni hjá VSI. Sjávarútvegurinn,
sjálf undirstaðan, er sagður standa
mjög illa og markaðir eru erfiðir.
Rekstrarstöðnun er sögð yfirvof-
andi og að það skipti í raun litlu máli
hvort verkföll skelli á eða ekki;
frystihúsin lamist hvort eð er af
sjálfu sér.
TILLAGA UM
ÞJÓÐARSÁTT
Hin geysihörðu og afdráttarlausu
viðbrögð BSRB-forystunnar við
sáttatillögunni komu af stað gífur-
legum titringi innan ríkisstjórnar-
innar. Með forsætisráðherran illa
fjarri góðu gamni tóku sjálfstæðis-
menn til sinna ráða á fimmtudaginn
í síðustu viku. í viðræðum innan rík-
isstjórnarinnar þangað til höfðu tak-
markaðar umræður átt sér stað um
útlitið í kjaramálum; nú virtust
menn skyndilega vera komnir upp í
horn án þess að hafa gáð að sér.
Þingflokkur sjálfstæðismanna fór
þess á leit við framsóknarmenn
þennan fimmtudag að haldinn yrði
sameiginlegur fundur flokkanna
um afdráttarlausa samþykkt sjálf-
stæðismanna þess efnis að ríkis-
valdið gripi beint inn í yfirstandandi
kjaradeilur.
Þingflokkur framsóknarmanna
klofnaði í afstöðu sinni til þessarar
ákvörðunar sjálfstæðismanna,
enda gekk hún í berhögg við þá
stefnu ríkisstjórnarinnar að aðilar
vinnumarkaðarins geri út um sín
mál með frjálsum samningum. Stöð-
ugir fundir stóðu yfir hjá hinum
ýmsu flokksdeildum framsóknar-
manna allan föstudaginn og óvíst
var með niðurstöðu. Það kvöld kom
svo Þorsteinn Pálsson fram í sjón-
varpsviðtali og boðaði hinn óvænta
fund með forystumönnum atvinnu-
rekenda og verkalýshreyfingarinn-
ar. Þar viðurkenndi Þorsteinn að
vandamálið væri alvarlegra en
menn hefðu e.t.v. gert sér grein fyr-
ir, og fór fram á þjóðarsátt um lausn
þess, svo að takast mætti að koma í
veg fyrir annað hvort rekstrar-
stöðvun eða tafarlausa gengisfell-
ingu. Strax í síðustu viku voru við-
mælendur Helgarpóstsins farnir að
tala um möguleikann á stjórnarslit-
um í kjölfar þess að ríkisstjórnin átt-
aði sig ekki nægilega fljótt á þeirri
hörku sem væri að færast í vinnu-
deilurnar.
„Ef ekki verður búið að marka
skýra stefnu í kjaramálum í byrjun
þessarar viku, er mjög hætt við því
að allt fari í kalda kol hjá okkur,"
sagði framsóknarmaður í innsta
hring í viðtali við Helgarpóstinn.
Sjálfstæðismenn, sumir hverjir,
hefðu getað hugsað sér annað hlut-
skipti en að standa frammi fyrir
verkalýðshreyfingunni grárri fyrir
járnum á þessari stundu. Óskastaða
þessara afla innan flokksins var sú
að stjórnin hefði sprungið fyrr, á
verkefjialistanum og fjárlagagerð-
inni, og því komið til nýrra kosn-
inga án þess að hafa þurft að kljást
beint við verkalýðshreyfinguna.
Hvað sem þessum vangaveltum líð-
ur hljóta örlög ríkisstjórnarinnar að
ráðast af því, hvort henni tekst að
ná umtalaðri þjóðarsátt. í sjón-
varpsviðtalinu á föstudagskvöldið-
var þar sem Þorsteinn Pálsson kom
í raun fram í hlutverki forsætisráð-
herra, lagði hann fram úrslitakosti.
Viðbrögð við ræðu Þorsteins geta
ráðið örlögum þeirrar ríkisstjórnar
sem nú situr.
TÍMABUNDIÐ
ATVINNULEYSI
Þeir sem Helgarpósturinn talaði
við höfðu mjög mismunandi skoð-
anir á því hvernig hægt væri að
leysa þann vanda sem þjóðin á í.
Einn sjálfstæðismannanna, úr
innsta hring, taldi að fátt gæti orðið
til bjargar annað en herða ólina og
berja ríkisstjórnina til að gera slíkt
hið sama.
„Ríkisstjórnin hefur ekki staðið
við sitt í niðurskurði. Launþegar
hafa sannarlega gert það. Það má
sjá aumingjaskap ríkisstjórnarinnar
á fréttinni um hve gífyrlega ríkis-
starfsmönnum hefur fjölgað, um-
fram aðrar starfsgreinar, á undan-
förnum árum. En eins og nú er kom-
ið er ekki annað að gera en taka
höndum saman og bíta á jaxlinn.
Ef farið verður út fyrir launa-
rammann verður verðbólgan orðin
40—50 prósent í lok najsta árs. Ef
horfið verður frá gengisstefnunni
og gengið fellt til að bjarga sjávarút-
veginum í einhvern stuttan tíma,
verður ástandið enn verra. Þá eru
þær fórnir sem þegar er búið að
færa til að ná niður verðbólgunni,
unnar fyrir gýg.
Það verður hreinlega að taka á
málum af slíkri hörku að við náum
að rétta okkur af, þótt það kosti að
einhver fyrirtæki fari á hausinn og
þótt það kosti tímabundið atvinnu-
leysi. Það þýðir ekki lengur að
halda þessu þjóðfélagi gangandi á
erlendum lánum og gengisfelling-
um.“
Framámaður I Alþýðuflokknum
var heldur betur ósammála: „Ég er
sannfærður um að vaxtakapp-
hlaupið verður banabiti ríkisstjórn-
arinnar. Það var farið alltof geyst í
að ná verðbólgunni niður. Hún var
lækkuð með kjaraskerðingu og svo
gripið til þess að gefa bönkunum
frelsi um vexti. í því peningaleysi
sem nú er þýðir það skefjalaust
kapphlaup hjá bönkunum um pen-
inga sem ekki eru til.
Þeir sem eiga peninga fara ekki
með þá í banka heldur ávaxta þá
eftir öðrum leiðum. Maður sem á
einhverja peninga í dag getur allt að
tvöfaldað þá á einu ári. Og á meðan
lepur umtalsverður hluti þjóðarinn-
ar dauðann úr skel.
Við stöndum frammi fyrir stór-
minnkandi afla, lækkandi heims-
markaðsverði og aukinni sam-
keppni í útflutningsavinnuvegun-
um. Það er ekki búið að stofna nein-
ar nýjar atvinnugreinar því Sjálf-
stæðisflokkurinn og Framsóknar-
flokkurinn skipta sjóðakerfinu á
milli sín.
Eina björgin er að lækka mjög
vexti og fella gengið verulega. Það
þýðir þá fimmtíu prósent verð-
bólgu, en hvað með það? Ástandið
verður ekki verra en það er núna.“
NÝR FLOKKUR?
Öllu því sem verið hefur að gerast
í þjóðmálum undanfarnar vikur og
mánuði hefur að vonum fylgt nokk-
ur órói innan flokkanna, þótt eng-
inn vilji opinberlega viðurkenna al-
varlegar innanflokkserjur. Haft er
fyrir satt að sérstaklega sé mikil
ólga með krötum og að á þingi
flokksins sem framundan er muni
fara fram meiriháttar uppgjör.
Fleiri en einn af viðmælendum
HP hafa talað um að óánægðir
menn í Sjálfstæðisflokknum, Al-
þýðuflokknum, Framsóknarflokkn-
um og Bandalagi jafnaðarmanna
kunni jafnvel að stofna eigin flokk.
Þeim flokki er þó ekki spáð mikilli
framtíð ef hann samanstendur bara
af flísum sem klofna úr hinum flokk-
unum. Til þess að hann verði ekki
bara enn einn marklítill aUkahópur
á þingi þurfi meira til og er þá helst
talað um að Alþýðuflokkurinn og
Bandalag • jafnaðarmanna verði
hreinlega lagt niður og öllum liðs-
mönnum stefnt í nýja flokkinn. Lík-
legt má telja að rótgrónum aiþýðu-
flokksmönnum gangi illa að kyngja
svo róttækum ráðstöfunum, en AI-
þýðuflokkurinn er harla áhrifalítill
eins og hann er nú og ekki ómögu-
legt að „morgunstjörnum" flokks-
ins takist að hafa sitt í gegn.
Það er kannski það dapurlegasta
við ástandið í dag að það sést engin
augljós leið út úr því. Menn eru sam-
mála um að ríkisstjórnin hafi ekki
staðið sig vel en binda litlar vonir
við að betra tæki við þótt hún færi
frá.
BSRB sendir út
atkvæðaseðla: Að
öllum líkindum
verða svörin
neikvæð.
8 HELGARPÓSTURINN