Helgarpósturinn - 13.09.1984, Side 11
Garrí Kímóvits Kasparov
er kornungur maður, fædd-
ur 13. apríl 1963, í höfuð-
borg Azerbaidzjan-lýðveld-
isins, Bakú. Sautján ára að
aldri vann hann heims-
meistaramót unglinga í
skák, sem haldið var i Dort-
mund, en nokkrum dögum
eftir sáutjánda afmælisdag-
inn hafði hann náð því að
verða stórmeistari - næst-
yngstur í skáksögunni, á
eftir Fischer. Ferill hans
hefur til þessa verið sam-
felld sigurganga: eftir að
hafa unnið Beljavskí, Korts-
noj og Smyslov öðlaðist
hann réttinn til að skora á
núverandi heimsmeistara,
Karpov. Konan í lífi hans er
móðir hans, Klara Sjagen-
ovna, sem annast hann á
alla lund - baðar hann líka.
Þegar Kasparov er ekki að
tefla les hann enskar bók-
menntir.
(slenskir skákmeistarar
segja álit sitt
á heimsmeistaraeinvígi
Karpovs og Kasparovs
Anatólí Évgenévits
Karpov fæddist 23. mai
1951 í bænumZlatústsuður
af Úral-fjölium. Fimm-
tán ára að aldri varð hann
sovéskur meistari, hinn
yngsti þar í landi. Hann lenti
í fyrsta sæti á heimsmeist-
aramóti unglinga I skák árið
1969 og varð þá jafnframt
alþjóðlegurmeistari, en
stórmeistari árið eftir I
Caracas. Karpov var krýnd-
ur heimsmeistari í skák 75
þar eð Fischer mætti ekki
til leiks. Árið 1978 varði
Karpov heimsmeistaratitil-
inn gegn áskorandanum
Kortsnoj á sögulegu móti í
Baguio City. Á sömu leið fór
þegar þeir kollegarnir fund-
ust i annað sinn i Merano
árið 1981. Anatólí Karpov
vartil skammstimakvæntur
Irinu þeirri er sést með hon-
um á myndinni og eiga þau
frumburðinn Anatóli yngri.
ALLT GETUR GERST
eftir Þórhall Eyþórsson
Einvígi aldarinnar var háð á milli þeirra Spasskís og
Fischers í Reykjavík 1972. En því fór fjarri að þá vœru
það aðeins þeir tveir sem tækjust á, heldur skipuðu
menn sér almennt - hvort sem þeir voru í rauninni
sérstakir skákáhugamenn eða ekki - í tvær andstœðar
fylkingar eftir því með hvorum þeir héldu. Oft var eins
og félli í skuggann að um var að rœða heimsmeistara-
keppni í skák, sem að sönnu er hin göfugasta íþrótt,
jafnvel list - en á hinn bóginn ekkert meira en það... í
Reykjavík 1972 virtist sjálf baráttan vera aðalatriðið.
Eðlilega var um víða veröld fylgst grannt með hversu
fram fór, ekki síst í löndum keppendanna, Amríku og
Rússlandi. En œtli ekki hafi verið einsdœmi að viður-
eign sem háð er á taflborði kœmi þvílíku róti á huga
heillar þjóðar: það er að segja okkar gestgjafanna! Og
ekki nóg með að rót kœmi á hugann. Eg man eftir
handalögmálum sem urðu á ónefndum vinnustað hér í
borg þar sem pústruðu hvoriraðra eldheitir stuðnings-
menn rússneska séntilmannsins Spasskís og klapplið
sérvitringsins Fischers.
Mér er mjög til efs að f jölmennar
þjoðir Sovétríkjanna samanlagt
séu þrasgjamari og stríðiyndari en
það rómaða friðsemdarfólk íslend-
ingar getur verið þegar það á ann-
að borð finnur sér tilefni. Þrátt fyrir
óumdeildan skákáhuga Sovét-
manna og viðurkennda yfirburði
þeirra í taflmennsku á ég bágt með
að ímynda mér að annað eins
fjaðrafok verði á meðal þeirra
vegna heimsmeistaraeinvígisins,
sem núna stendur yfir í Moskvu, og
hér varð árið 1972. Að auki vill svo
til að báðir keppendur eigast við í
sínu föðurlandi: heimsmeistarinn
Karpov og áskorandinn Kasparov.
,,Karpov eins og tölva“
Heimsmeistaraeinvígið í skák
1984 var sett 9. september í Súlna-
salnum - ekki á Sögu, vel að merkja
- heldur í Húsi Alþýðusambands
Sovétríkjanna, Moskvu. Þrátt fyrir
margháttaðar bolialeggingar um
það hvemig viðureign þeirra
Karpovs og Kasparovs muni lykta
kom í ljós á dögunum að ekki einn
eineisti sovéskur stórmeistari
treystir sér til að spá um hvor
verður sigurvegari.
Þess er þá tæplega að vænta að
íslenskir skákmenn séu í aðstöðu
til að gefa óyggjandi svör í þessu
efni - allt getur í rauninni gerst.
Helgarpóstinum lék engu að síður
forvitni á að vita hverjar hugmynd-
ir menn hér gera sér um stöðuna
fyrirfram, hvemig þeir meta styrk-
leika keppenda og þar fram eftir
götunum, og kom þess vegna að
máli við nokkra af helstu skák-
mönnum okkar. Það var samdóma
álit allra aðspurðra að staðan við
upphaf mótsins væri mjög jöfn,
eins og fyrsta skákin sem lauk með
jafntefli sýndi gerst.
Friðrik Ólafsson stórmeistari
kvaðst ekki vilja leyfa sér neina
spádóma strax. „En eitt er víst,“
sagði hann, „þama eigast við tveir
bestu skákmenn heims. Þetta upp-
gjör mun skera úr því hver er sá
besti. Persónuleg einkenni á tafl-
mennsku Karpovs og Kasparovs
hvors um sig felast einkum í mikilli
reynslu og gífurlegu úthaldi heims-
meistarcins en í undraverðum
bráðþroska sem kemur fram í stíl
áskorandans." í samræmi við þetta
er staða þeirra ólík.
„Karpov er ekki aðéins reyndur,
hann er eins og tölva," sagði Guð-
mundur Sigurjónsson stórmeist-
ari, „en Kasparov er ungur, og það
mun kannski að einhverju leyti há
honum í einvíginu þegar fram í
sækir."
,,Kasparov líkastur
Fischer"
Það er enginn vafi á því að
Karpov situr í traustum sessi.
Hann hefur verið heimsmeistari frá
1975, og einungis tapað örfáum
skákum síðan þá. Stíll Karpovs hef-
ur verið borinn saman við stíl
Capablancas, og sagt að hann leiti
gjaman að einföldum lausnum
sem fela í sér hentuga möguleika til
sóknar, en hafi jafnframt hæfileika
til að grilla mikilsverð smáatriði í
stöðunni. Þetta kann að hafa átt
við um fyrri taflmennsku hans, en
síðari skákir hans hafa einkennst af
breiðari stíl. Hann er umfram allt
talinn praktískur skákmaður.
Kasparov er allt annar handlegg-
ur. „Hann er einna líkastur
Fischer," sagði Jón L. Arnason, al-
þjóðlegur meistari. Víst er að
Kasparov er mikill aðdáandi Fisch-
ers og sjálfur enginn hversdcigs-
maður. Sagt er að honum sé síður
sýnt um að hugsa út í æsar alla þá
möguieika sem staðan býður upp á
hverju sinni, heldur láti sér venju-
iega nægja að draga af henni al-
mennar ályktanir; hins vegar er
hans sérgrein að þróa óvæntai
stöður í óþægð andstæðingsins.
Það er athyglisvert að almennt
var tónninn í viðmælendum Helg-
Friðrik Ólafsson:
„Uppgjörið sker úr því
hver er besti skákmaður
heims."
Guðmundur
Sigurjónsson:
„Kasparov er ungur og
það getur háð honum í
einvíginu."
Jón L. Árnason:
„Kasparov líkist Fischer."
Helgi Ólafsson:
„Sannfærður um að
Kasparov eigi eftir að
sækja í sig veðrið þótt
Karpov kunni að fá betri
stöðu fyrirfram."
Margeir Pétursson:
„Úrslitin gætu ráðist af
aðstoðarmönnunum."
arpóstsins á þá lund að þeir ósk-
uðu Kasparov sigurs, enda lítið
nýjabrum á Karpov sem heims-
meistara rétt enn einn ganginn til.
,„Skákstíll Kasparovs hentar
Karpov ekki vel,“ sagði Helgi Ólafs-
son, alþjóðlegur meistari. „Ég er
sannfærður um að þótt Karpov
hafi ef til vill betri stöðu fyrirfram
þá eigi áskorandinn eftir að sækja í
sig veðrið þegar líður á mótið.
Karpov hefur hingað til notið þess
að vera yngri en þorri keppenda -
en að þessu sinni horfir öðruvísi
við.“
Aðstoðarmenn
Allt bendir til þess að á heims-
meistaraeinvíginu í Moskvuborg
verði jafnteflisskákir margar og því
einvígið ærið langvinnt. Kánn það
að hafa óvænt óþægindi í för með
sér fyrir Karpov, þótt reyndur sé og
sterkur á taugum. Margeir Péturs-
son leiddi að því getum að lunginn
úr aðstoðarliði Karpovs tæki
sennilega þátt í Ólympíuskákmót-
inu sem hefst 18. nóvember. ,Að-
stoðarmenn Karpovs eru mcirgir
hverjir á meðal kunnustu skák-
manna Sovétríkjanna," sagði Mar-
geir, „en Kasparov hefur hins vegar
tiltölulega óþekktum mönnum á
að skipa. Ef einvígið stendur ennþá
þegcir Ólympíumótið hefst - sem
mér þykir ekki ótrúlegt - þá kunna
aðstæður að snúast Karpov í
óhag.“
Það er engin meðalmennska
sem mun valda því að heimsmeist-
araeinvígið í skák dregst á ianginn,
og búast má við ýmsum svipting-
um.
Ganga má út frá því að k eppend-
urnir bregði sér í alls konar gervi i
því skyni að draga andstæðinginn
á tálar. Hvern hefði órað fyrir þvi
að Fischer léki ceres fjóra í fyrsta
leik í Reykjavík 1972? Karl Þor-
steins sem varð nýlega í þriðja sæti
í heimsmeistarakeppni unglinga er
að minnsta kosti viss um eitt:
„Þetta verður frábærlega skemmti-
legt einvígi."
HELGARPÓSTURINN 11