Helgarpósturinn - 13.09.1984, Síða 15

Helgarpósturinn - 13.09.1984, Síða 15
LISTAP Dalalíf - ný kvikmynd eftir Þráin Bertelsson: 2500 hænur Undirstöðuatvinnuvegir þjóðar- innar eru í rauninni drepfyndnir, enda þorskur og sauðkind skemmti- legt léttmeti, eins og kunnugt er. En ef vera kynni að þeim hrjáðu sál- um sem standa undir atvinnulífinu til sjávar og sveita hafi í dagsins önn láðst að veita eftirtekt broslegu hliðinni á störfum sínum, þá erþað út affyrir'sig allt í lagi. Það er bara hægt að fara í bíó og sjá þar hvað lífsbaráttan er kátleg - í kvikmynd- um Þráins Bertelssonar. í fyrrahaust var frumsýnd kvik- mynd hans Nýtt líf, þar sem tekin voru á beinið sjávarútvegur og fisk- vinnsla, en einkum og sér í lagi það mannlíf sem getur þrifist í einni ver- stöð. Ætli ekki sé óþarfi að rifja upp að myndin hlaut fádæma góðar við- tökur og aðsókn, ekki síst á sögu- slóðunum Vestmannaeyjum. Og ekki er að sökum að spyrja: röðin er komin að landbúnaðinum. Da/a/í7heitir nýja kvikmyndin hans Þráins Bertelssonar — hvað ætti hún sosum að heita annað? — og verður væntanlega frumsýnd 30. september í Nýja bíói í Reykjavík og í Borgarbíói á Akureyri; athyglis- vert dekur við landsbyggðina a tarna... Á dögunum áttum við dálítið spjall við Þráin Bertelsson kvik- myndagerðarmann og báðum hann að segja okkur frá nýju myndinni. „Söguþráðurinn er í stuttu máli sá," sagði Þráinn, „að þeir félagarn- ir Þór og Danni, kunningjar okkar úr Nýju lífi, bregða á það ráð að ger- ast afleysingabændur uppi í Kjós og hefja þar merkilegar landbúnaðar- tilraunir, á meðan alvörubændur eru fjarri góðu gamni. Kumpánarnir efna til svokallaðrar „Dalalífsviku", þar sem frústreruðum borgarbúum gefst kostur á að njóta sveitasæl- unnar gegn smáræðis þóknun. Auð- vitað getur þetta fyrirtæki ekki gengið án þess að til tíðinda dragi; það er yfrið nóg sem hægt er að skopast að í landbúnaðinum, og óhætt að fullyrða að það verður enn léttara yfir þessari mynd en Nýju lífi. Við fórum ekki út í að taka myndina í stúdíói og fylla það af kindum og kúm, heldur fengum við aðstöðu á bænum Neðra-Hálsi í Kjós, og þar unnum við að tökum frá því seint í maí fram í júlílok. Uppistaðan að hópnum sem vann að gerð Dalalífs starfaði einnig við Nýtt líf á sínum tíma; þetta er því orðið samhent og þjálfað lið, og það hefur að sjálfsögðu mjög mikið að segja." Með tvö helstu hlutverkin í Dala- lífi, þeirra Þórs og Danna, fara sem fyrr Eggert Þorleifsson og Karl Agúst Ulfsson. Þriðja stærsta hlut- verkið er í styrkum höndum Hrafn- hildar Valbjörnsdóttur, vaxtarrækt- armeistara; en alls eru hlutverk i myndinni á milli tuttugu og þrjátíu, auk um það bil fimm hundruð stat- ista. Og í fjölmennasta atriðinu koma fram 2500 hænur! Ásamt Þráni vann Ari Kristinsson að gerð handritsins, en framleiðandi kvik- myndarinnar er Jón Hermannsson. — En fleira er í deiglunni á bænum þeim; Þráinn var inntur eftir því. „Skammdegi er nafnið á mynd sem gerð var á vegum okkar Jóns Hermannssonar og verið er að ganga frá,“ svaraði hann, „ætli hún verði ekki frumsýnd á viðeigandi tíma — um eða eftir næstu áramót. Skammdegi er hreint alls ekki gam- anmynd, heldur á að vera einhvers konar sálfræðileg spennumynd, með dularfullu ívafi. Þetta er sam- tímamynd og scgusviðið er Vest- firðir. Átök verða á litlu koti, þar sem íbúarnir eru að reyna að hokra; en aðrir aðilar vilja kaupa jörðina og leggja undir bisness. Eins og ég sagði er þessi mynd með allt öðru sniði en hinar tvær; á það raunar eitt sameiginlegt með þeim að Egg- ,ert Þorleifsson leikur í henni. Kom- ið hefur á daginn að Eggert er jafn- vígur á gamanleik og alvöru." — Gætu útlendingar orðið ginn- keyptir fyrir þessum myndum? „Við reynum að halda fast við þá stefnu að gera myndir út frá íslensk- Dalalíf: Hrafnhildur Valbjörnsdóttir spreytir sig á hlut- verki bústýru, og á neðri myndinni reyna þeir félagar Þór og Danni aö fá Búkollu til við sig. um veruleika og fyrir íslenskan markað, en ekki fyrst og fremst sem útflutningsvöru. Auðvitað er ekki nema gott um það að segja að reynt sé að búa til myndir með það í huga að þær geri sig erlendis — en það hefur ekki tekist ennþá. í svipinn er ekki meiri eftirspurn eftir íslenskum myndum en norrænum eða albönskum; heimurinn bíður ekki spenntur eftir því að við gerum ein- hverjar tímamótamyndir. Þegar ég var að fara út í kvik- myndagerð hérna var það af því að égi hélt að þörf væri fyrir íslenskar myndir á Islandi. Hér hefur hins vegar alltaf verið nóg framboð af erlendum kvikmyndum, sem gerð- ar hafa verið með miklum ágætum án íslenskrar aðstoðar!" — En hvað næst? „Framundan er að halda áfram að gera kvikmyndir, að þvi tilskildu vitanlega að einhverjir komi að sjá þessar tvær, Dalalífag Skammdegi. Aðsókn á Nýtt líf var mjög góð, en ég er illa svikinn ef Dalalíf gengur ekki enn betur, því að hún er fjör- ugri og gáskafyllri. Ég held að fólk vilji gjarnan sjá eitthvað annað en þennan eilífa skandinavíska drunga — og er það vel,“ sagði Þráinn Bertelsson kvikmyndagerðarmað- ur að síðustu. .þ£ Frelsi í leir Rósa Gísladóttir með einkasýningu að Kjarvalsstöðum „Keramikskúlptúr er ef til vill fremur óþjált orð - en mér dettur ekkert annað betra í hug til að lýsa því sem ég er að fást við. Efnið sem ég nota er eingöngu leir, eins og venjan er i hefðbundnu keramiki, hins vegar eru efnistökin allt önn- ur; hlutirnir mínir teljast engan veginn til nytjalistar, heldur eru þetta frjáls form - skúlptúr. “ Þetta sagði ung og hress mynd- listarkona, Rósa Gísladóttir, þegar við áttum við hana orðastað á dög- unum í tilefni af því að á laugardag- inn kemur, 22. september kl. 14, opnar hún fyrstu einkasýningu sína. Sýningin verður í anddyri Kjarvalsstaða og stendur til 7. október. Rósa lauk prófi úr keramikdeild Myndlistar- og handíðaskóla ís- lands vorið 1981 og hefur síðan stundað nám við listaakademíuna í Munchen í V-Þýskalandi. Hún hef- ur áður tekið þátt í nokkrum sam- sýningum, bæði hér heima og eins úti í Þýskalandi. - Geturðu sagt mér nánar frá verkunum sem verða á sýning- unni, Rósa? , Annars vegar er um að ræða fimm stórar súlur, sem eru tveir og hálf- ur metri á hæð; hver þeirra er sett saman úr tólf til fimmtán eining- um. Hins vegar sýni ég allmarga smærri hluti sem eru settir saman á svipaðan hátt og súlumar, og loks er ég með nokkrar veggmynd- ir. Form hlutanna er auðvitað frjálst að því leyti að það lýtur ekki ströngum reglum neins notagildis; á hinn bóginn vann ég þessi verk út frá ákveðnum hugmyndum sem ég gaf mér fyrirfram - ég lagði til grundvallar fmmformin: hring, þrí- hyrning og ferning. Sem kontrast við þessa formfestu leyfi ég svo glaðiegum litum að njóta sín. Verkin á sýningunni em öll unn- in úti í Múnchen á fimm mánaða tímabili, frá því í mars fram á mitt sumar. En þetta súlu-þema mitt hef ég verið að þróa síðan ég byrj- aði í akademíunni úti; þar ræður ef til vill ferðinni löngunin til að vinna eitthvað risastórt í leir. Hluta af þessum verkum sýndi ég á stórri sýningu sem haldin var í akademíunni í vor, og hlaut reynd- ar viðurkenningu fyrir. Við vomm sjö talsins sem fengum þarna pen- ingaverðlaun, og ennfremur gerir fyrirtækið sem veitti styrkinn að skilyrði að hópurinn sýni á veg- um þess í nóvember." - Hvernig er að vera í akademí- unni í Múnchen? „Það er fínt! í fyrsta lagi er nátt- úrlega lúxus út af fyrir sig að eiga þess kost að dveljast erlendis við nám og fá þannig tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn. í öðm lagi er akademían í Múnchen stór og virt stofnun þar sem stúdentum er boðið upp á ótal möguleika. Þangað koma frægir menn frá öll- um heimshomum, ýmist til að kenna eða halda námskeið og fyrir- lestra. Stúdentar hafa frjálsan að- gang að öllum hugsanlegum verk- stæðum - ekki aðeins í þeirra eigin grein. Almennt er hægt að segja að mikið frjálsræði ríki; það var mjög athyglisvert fyrir mig að koma til Múnchen eftir að hafa verið í ströngum handiðnaði hér heima." - Þú hefur þá sagt skilið við handiðnaðinn? „Ég hef alltaf haft miklar mætur á fódlegu handverki, og það er í rauninni ekki minni íþrótt að renna frambærilegan teketil en gera skúlptúr sem maður er sáttur við. En mig hafði alltaf langað til að spreyta mig á frjálsri listsköpun, og þóttist koma auga á margvíslega ónotaða möguleika leirsins. Ég vil taka fram að mér finnst námið í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands hafa verið traustur grunnur til að byggja á.“ - Sum verka þinna eru æði fyrir- ferðarmikil. Var ekki erfitt að koma þeim heilum heim? „Það var reyndar heilmikið mál, eins og þú getur ímyndað þér. Mesta fyrirtækið var þó að pakka þessum brothættu hlutum sóma- samlega niður, og að því unnu tveir fílefldir karlmenn í heilan dag - á meðan þeir svolgruðu einn kassa af bjór! Þýskir verkamenn eru voðalega þorstlátir, get ég sagt þér. Allt fór samt vel að lokum, og hingað eru verkin komin," sagði Rósa Gísladóttir myndlistarkona. -HT HELGAftÉ'ÓSTURINN T5

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.