Helgarpósturinn - 13.09.1984, Síða 19
HRINGBORÐ
Ætlar dóninn ekki að
Það var á sunnudaginn að ég
settist við að pára þessar línur. A
sunnudeg/ ætti ég nú að segja, því
að það var sunnudaginn fyrir
prentaraverkfall, og veit ég ekki
hve margir sunnudagar munu
líða þangað til þú færð næsta
Helgarpóst.
En sem sagt, á sunnudegi, um
messutímann, því að fyrr var ég
ekki búinn að fletta Mogganum.
Hann er nefnilega 144 síður í dag.
Að vísu las ég mest lítið í honum,
því að orkan og áhuginn fór allur
í að fietta. Þegar einhver fyrir-
sögnin vakti áhuga minn og ég fór
að grípa niður í greinina, þá sótti
það svo á mig hve miklu væri
óflett, að ég stöðvaðist ekkert við
lesturinn.
144 síður af Mogga eru nefni-
lega ekkert grín. (Bíddu meðan ég
sæki tommustokkinn.) Jú, 240
metrar af lesmálsdálkum, ef ekki
færi blessunarlega í ódrjúginn
undir fyrirsagnir, myndir og aug-
lýsingar. í hverjum metra eru um
10 000 „einingar", eða eins og
4—5 síður í meðalbók. Ef Mogginn
í dag væri allur þéttprentaður af
lesmáli, myndi hann gleypa yfir
1000 lesmálssíður (hálfa Biblíuna,
eða rúmlega þrjár Njálur, ha?).
Mér entist ekki sólarhringurinn til
að lesa hann svo að nokkurt lag
væri á.
Þúsund síður af nýjum bókum
munu um þessar mundir kosta
100 eða 150 sinnum meira en
sunnudags-Moggi í lausasölu.
Þarna er að vísu ólíku saman að
jafna. Moggi er fullur af arðbærum
auglýsingum, upplag 20—30 sinn-
Um stærra en af metsölubók, ódýr
pappír, ekkert band, og lesmálið
drýgt með útflennandi umbroti.
Samt get ég ekki að því gert, að
Mogginn, þetta ódýra ferlíki, vek-
ur mig stundum til umhugsunar
um það, hvort ekki sé hægt að búa
til ódýrar bækur líka.
Ódýrar pappírskiljur er hægt að
búa til með stórþjóðum, en það
byggist á því að selja 20 eða 50
eða 100 sinnum stærra upplag en
af venjulegri innbundinni bók.
Það er sem sagt ekki hægt hér. En
væri hægt að gera eitthvað ennþá
ódýrara með því að nota hina fuli-
komnu og mikilvirku prenttækni
blaðanna fyrstu daga vikunnar,
meðan blöðin sjálf eru ögn mjó-
slegnari en þau gerast þegar nálg-
ast helgi? A Blaðaprent kannski
eftir að gerast bókaforlag, úr því
að það hefur misst mikið af sínum
upphaflegu verkefnum? Eða nýja
prentvélin Moggans, ekki væri
hún lengi að spýta út nokkur þús-
und eintökum af bók, þegar á ann-
að borð væri búið að setja hana.
Hvernig væri það annars að
lesa bók, sem væri prentuð á lítið
betri pappír en dagblöðin, sett
með blaðaletri, stærðin eins og
dagblað brotið í tvennt og heft í
kjölinn? Alls ekki svo vitlaust,
held ég. Hún þyldi ekki mikið
handvolk, en það eru svo margar
bækurnar hvort sem er sem mað-
ur les ekki nema einu sinni eða
tvisvar. Og væru blaðbækur veru-
lega ódýrar á annað borð, þá væri
ekkert að því að fá sér bara nýja
þegar sú gamla færi að slitna.
Eg býst við það væri helst við
endurútgáfur sem slík prentun
kæmi til greina, þegar búið væri
að tölvusetja bók á annað borð,
svo að ekki þyrfti að leggja vinnu
játa?
í það upp á nýtt þó að breytt yrði
um letur og brot. Bók sem slær í
gegn, vekur verulegt umtal og er
eftir fáein ár nærri uppseld í 1500
eintaka frumprentun; væri ekki
reynandi að endurprenta af henni
nokkur þúsund hræódýr eintök
sem fólk keypti til að glugga í sjálft
ef það hefði misst af að fá hana í
jólagjöf í venjulegu útgerðinni?
Eða ritsöfn og heidarútgáfur og
ýmislegt svoleiðis, sem er í stóraf-
mælaverðflokki og ekki ætlast til
að nokkur maður kaupi handa
sjálfum sér; væri ekki ráð að
prenta það í blaðabúningi jafn-
framt og selja í pappahulstrum á
verði sem næði til alveg nýs hluta
af markaðnum? Ég er ekki viss um
að svoleiðis útgáfur kepptu mikið
hvor við aðra í sölunni.
• Hæpnara væri kannski um
frurnprentaðar bækur, hvort hræ-
ódýr útgáfa í blaðaformi gæti
staðið undir öllum kostnaði við
samningu bókar og setningu.
Nema ef mjög lágt verð og grimm-
ar auglýsingar gætu leitt til svo
mikillar sölu á skömmum tíma að
unnt yrði að selja auglýsingar í
bækurnar, rétt eins og í tímarit.
Hugsum okkur t.d. útlendar bæk-
ur, sem allt í einu yrðu landsfræg-
ar þegar samsvarandi kvikmynd
kæmi í sjónvarp, bíó eða mynd-
bandaleigur. Væri ekki hægt að
þýða þær í hvelli, gefa út eins og
blað, og selja stórt upplag þar sem
auglýsingar stæðu undir hluta af
kostnaði? Til þess þyrfti slík útgáfa
auðvitað að vera nokkuð reglu-
bundin til að ná föstum viðskipt-
um við auglýsendur.
Ég varpa þessu nú fram, svona
til að Sigurður A. sé ekki einn um
eftir Helga Skúla Kjartansson
að halda uppi merki menningar-
innar hérna við hringborðið. (Mér
finnst nefnilega svo menningar-
legt að bækur séu keyptar til lestr-
ar fremur en gjafa.) En það var,
satt að segja, annað sem ég ætlaði
að skrifa um, ef Mogginn þykki
hefði ekki glapið mig í morgun.
Það var um hann Árna Treholt
(sem einu sinni var saklaus ung-
krati rétt eins og ég; ja, enginn
veit sína ævina...).
Hann var í fréttunum, Arni, ein-
hvern tíma í vikunni sem leið
(þ.e.a.s. í vikunni fyrir verkfall, ef
einhver man ennþá eftir henni).
Út af því að það var verið að fram-
lengja yfir honum gæsluvarð-
haldsúrskurðinn, þó með mildari
gæslu en undanfarna mánuði (því
að nú má hann fara að horfa á
norska sjónvarpið, sem mér skilst
að Islendingar myndu nú fremur
telja til misþyrminga en mannúð-
ar, en það er önnur saga) og í eitt-
hvað færri vikur en löggan hafði
beðið um. Vegna þess, nefnilega,
að hún hefur engar sannanir fyrir
því að Árni karlinn sé það mann-
hrak sem búið er að úthrópa yfir
veröldina að hann sé. Hann hefur
að vísu þegið fé frá þeim stofnun-
um sem einna síst skyldi, en hitt er
ekki eins áþreifanlegt hvað hann
hafi verið búinn að láta á móti.
Það mun hafa verið í útvarpinu
sem ég heyrði þessa frétt, og
fylgdi mjög fróðleg lýsing á skrif-
um norsku blaðanna um málið.
Þetta var greinilega vond frétt,
vont að ekki hefði sannast nóg á
manninn. Og frammistaða lög-
reglunnar tortryggileg, að hafa
ekki grafið upp úr honum betri
játningar, þrátt fyrir margra mán-
aða þrotlausar yfirheyrslur. Ekki
örlaði á því sjónarmiði, að
kannski væri það nú bara gód frétt
ef Árni væri ekki endilega eins
hroðalegur skúrkur og haldið var,
og að það væri kannski tortryggi-
leg adferd hjá lögreglunni að þrá-
spyrja manninn, einangrunar-
fanga, mánuð eftir mánuð í þeirri
von að hann ynni sér til friðar að
játa.
Skyldi ekki fleirum en mér hafa
orðið ónotalega við þessa upp-
rifjun á því, hvernig við létum
sjálf, og okkar ágætu blöð, meðan
Geirfinnsmálið var á döfinni og
okkar eigin einangrunarfangar í
mánaðalöngum yfirheyrslum?
Kenndir verða:
barna- og samkvæmisdansar
fyrir börn frá 4. ára aldri.
I Einnig Brons- Silfur- og Gull-
“ flokkar.
Diskódansar fyrir krakka frá
7 ára til 12 ára.
Hjón, einstaklingar, sauma-
klúbbar, fyrirtæki og lokaðir
hópar fyrir þá sem vilja.
Byrjendur og framhald.
Einnig Brons- Silfur- og Gull-
flokkar.
Allir nýjustu samkvæmis-
dansar, gömludansarnir,
rokk, tjútt og fleira.
Nýtt í Dansstudio Sóleyjar.
Hjón og einstaklingar.
Byrjendur og framhald.
Sérnámskeið:
Fyrir ballið — Eldhressir
föstudagstímar.
1 12 tímar í rokki.
Kennslustaðir: (
Ártún v/Vagnhöfða.
Gerðuberg Breiðholti.
Sigtúni 9 í Dansstudio Sóleyjar,
Sértímar fyrir hressar konur
á öllum aldri, léttir og góðir
dansar við góða tónlist.
Innritun daglega frá kl. 10—12 og frá kl.
Afhending skírteina fyrir alla staði í Ártúni
Munið Qölskyldu afsláttinn!
13—19 nema sunnudaga í síma 11007
laugardaginn 22. sept. kl. 13—17
Auður Uaraldsdóitir
dansskóli
HELGARPÓSTURINN 19