Helgarpósturinn - 13.09.1984, Side 20
...svo það er þá svona
sem listin verðurtil
Helgarpósturinn rýfur friöhelgi listamanna í dagsins önn
eftirSigmund Erni Rúnarsson-myndir Jim Smart
Haustið færist yfir. Menn grípa andann á lofti. Sömuleiðis
griffil eða pensil eða tónkvísl. Og skapa. Það er upphaf listaver-
tíðar. Viðburðir í menningarlífinu fara að reka hver annan. Og
magnast þegar nær dregur skemmsta degi.
Svona er þetta árstíðabundið. Alltaf í sumarlok. Helst að lauf
þurfi að falla. En þá er heldur ekki að spyrja að því. Hugverkin
skríða úr fylgsnum sínum. Hinkra jafnvel stutta stund hjá höf-
undi. En svo fara þau hvert í sína áttina. Inn í sýningarsali, á
bókfeLI, ellegar tónleikahús. Enn önnur ofan í skúffuna. Eins og
gengur.
Samt kemst gnótt listar áframfæri. Reyndar er hún svo óskap-
leg umleikis að ætla mætti að við værum öll að þessu. Gott ef
ekki er. Menn eru líka alltaf að undrast þetta flæði listviðburða.
En þetta er sífellt undrunarefni, ekki nýtt, svo löngum hefur
fjörugt menningarlíf einkennt túndruna okkar. Svona hefur þetta
víst verið frá því Ingólfur nam land. En þá ku þrælar hans hafaort
á laun.
Þessi formáli er að þremur viðtölum við kunna listamenn, sinn
af hvoru taginu. Okkur fannst ástæða til að heimsækja þá á
vinnustofurnar nú í upphafi þessarar listavertíðar. Og spyrja
stórt: Hvernig list þeirraverðitil, hvenær og við hvaða aðstæður.
Svörin eru jafn litrík og þau eru Gylfi Gíslason listmálari.Karó-
lína Eiríksdóttir tónskáld og Þórarinn Eldjárn rithöfundur.
mig vantar
bara suðurnar
Gylfi Gíslason
listmálari
Gylfi er nýfluttur á Ránargötuna.
Það var fyrir þremur mánuðum.
„Æðislega fínn staður maður, “ seg-
ir hann um þetta nýja heimili sitt
sem er um leið vinnuaðstaða hans.
Þessi vistarvera hans er mest-
megnis tvœr samliggjandi stofur.
Þar skapar hann list sína. Og sefur.
Til marks um hið síðarnefnda er lin
dýna úti í horni innri stofunnar. En
rúmið utan um hana — vantar. . .
„Já, ég hef verið að minnka við
mig húsgögn seinni árin. Eftir því
sem búslóðin er minni flytur maður
auðveldar í gegnum lífið,“ segir
hann og spyr síðan hvort ég vilji
ekki Nes... Eg játa og hann fer fram
í eldhús að búa til það instant af-
brigði af kaffi.
Ruggustóll, kista, gamalt borð og
annað sæti á kjurrum fótum eru
einu mublurnar í fremri stofunni.
Síðan ekkert nema skissur að vatns-
litamyndum fyrir sýninguna sem
verður í Gallerí Borg eftir viku, jú og
grammafónspilari sem hvílir á múr-
steinum. „Maður er alltaf að leita að
draumaaðstöðunni fyrir þetta lita-
sull sitt,“ segir Gylfi þegar hann
kemur úr eldhúsinu og sér að ég er
að góna á alla skapaða hluti í kring-
um mig. Ég bið hann þá að draga
upp mynd af draumaaðstöðunni.
„Sko, ég sé fyrir mér hvítan kast-
ala, eingöngu út af fyrir mig. Hann
þyrfti að vera hljóðeinangraður
með teipum og græjum eins og í
stúdíói, góðum flygli þótt ég kunni
ekkert á svoleiðis en hafi alltaf lang-
að að geta, stórum sal fyrir máleríið
þar sem mætti sulla án þess að fara
í kerfi, trésmíðaverkstæði í kjallara.
og... og bifvélaverkstæði."
— Til hvers í andskotanum þetta
síðastnefnda, spyr ég.
„Tja, mér finnst bara svo ofsalega
gaman að gera upp bíia. Bara ansi
fær á því sviði, held ég, enda haft
þetta sem áráttu frá því ég var
pjakkur. Verst að mig vantar suð-
urnar, ég þyrfti eiginlega að taka
kúrs í þeim í fðnskólanum ein-
hverntíma á næstunni."
Ég bendi Gylfa á að þetta eigi að
vera myndlistarviðtal og með það á
hreinu fær hann að svara þeirri
spurningu hvort hann þurfi sérlegt
næði við myndíð sína.
„Mér er nú nokk sama hvað er að
gerast í kringum mig þegar ég er að.
I gamla daga -var ég til dæmis með
krakkana mína á bakinu á fullu með
penslana í höndum. Það var í lagi.
Það fer hvort eð er allt á rú og stú
þegar ég er kominn á skrið. Og ég
vinn vel í rusli, ef því er að skipta."
Samt segir Gylfi alla hluti eiga vísan
stað í vinnuherberginu sínu. Þeim
hafi líka fækkað svo með árunum —
eins og mublunum — að það þurfi
ekki svo mikla yfirferð til að finna
þá. „Viltu vindil?" spyr hann svo, af-
sakar það fyrst að hann eigi ekkert
nema Cerut, Agio þyki honum betri
„en þeir áttu ekki þá sort úti í
sjoppu.“
Ég þigg einn Cerut og spyr á út-
blæstri hvernig vinnudagurinn hjá
honum sé alla jafna. „Misjafn," ans-
ar hann. „Ég er mjög óreglusamur
málari. Og næturmaður. Hef alltaf
verið það. Ég man að sem strákur
vildi ég alltaf líggja með bók undir
sæng á nöttunni. Og vasaljós til að
sjá. Núna er þessi næturmennska
farin að vekja með mér óró. Það er
oft sem mig langar að vera einn af
þessum sem vakna eldhressir upp
klukkan sex út í morgunsólina. En
svo er aftur með það fólk, að það
langar stundum líka að vaka á næt-
urnar. Þetta er svona. Fólk Iangar
svo oft í það sem er fjærst því.“
Gylfi er sem sagt skorpumaður.
Og skorpurnar hans hafa farið í ær-
ið misjöfn verk. Hann hefur unnið í
mörgu, sem hann segir kost, eftir á
að hyggja. „Það skiptir miklu að
geta yfirfært reynslu á einu sviði yf-
ir á annað. Það er hollt, einkanlega
fyrir listamenn. Víðtæk og alhliða
reynsla er mjög góður aflgjafi.
Geysilega."
Þú sagðir mér áðan að þér stæði
á sama þótt fólk væri ofan í þér við
listsköpunina. Þú þyrftir ekkert svo
rosalegt næði. Örvar ónæðið þig
kannski?
„Ég hef nú ekki spekúlerað í því,
jú annars, gott ef ekki er.“
— Ég má þá vera hérna eitthvað
lengur?
„Já, já, vissulega, við skulum bara
hafa það huggulegt. Viltu annan
vindil, bara að ég ætti Agio að bjóða
þér."
Við reykjum þegjandi um stund.
„Annars er ég einfari að mörgu
leyti," segir Gylfi loks. „En ég er
hinsvegar borgarbarn. Ég er fædd-
ur hérna, uppalinn, og kann best við
mig hérna þetta nálægt Austur-
stræti, með talsverðu af fólki og
traffík. Þessvegna er nú Reykjavík
miðpunkturinn í mínum myndum."
— Á hún alltaf nóg af blæbrigðum
handa þér?
„Mér finnst þeim nú alltaf vera að
fjölga. Ég var að hlusta á útvarpið
áðan; þeir voru að segja að kóre-
anskur veitingastaður væri að
opna. Mér finnst það spennandi.
Staðreyndin er sú að það er samsafn
af asskoti skemmtilegum smáatrið-
um að breytast hérna í borginni,
sem saman komin eru að gera
Reykjavík æ heimsborgarlegri. Það
er fínt.“
Einhvernveginn förum við svo að
tala um gamla tímann þegar lista-
mennirnir okkar voru svo ægilega
fátækir. Gylfi er ekkert á því að
myndlistarfólk hafi auðgast mikið
seinni árin. „Tækifærin, aðstaðan
er alla vega jafn fátækleg og hún
var hjá listmálurum fyrri tíma.
Borgin okkar er enn það ung að hún
gerir ekki ráð fyrir myndlistar-
fólki."
—■ Ertu fátækur málari, Gylfi?
„Ég býst við að fátækt sé bara til-
finning. Ekki spurning um krónur,
vona ég.“
— Þú fílar þá auð þinn vel?
„Þetta er allt í lagi. En draumarnir
eru vissulega í gangi, samanber
hvíta kastalann, bifvélaverkstæðið
og allt það.“
plús náttúrlega
þögnin
Karólína Eiríksdóttir
tónskáld
Það er svo lítið pláss fyrir flygilinn
inni í herberginu þar sem Karólína
skrifar tónlist að hún þarf að
smokra sér með mikilli lagni milli
veggjar og nótnaborðs þegar hún
vill tékka á hljóðfalli hugtnynda
sinna. En þetta er allt í lagi. Stórt
herbergi eða lítið; það gildir einu.
Hún segir:,,Númer eitt er þögnin."
Umferðardynurinn finnst henni
ekki verstur — hún býr nefnilega
svo nærri skarkala miðbæjarins —
heldur hitt þegar nágrannarnir eru
að spila músík allt í grenndinni.
„Það getur hérumbil eyðilagt fyrir
mér vinnudaginn. Þegar ég er að
skrifa er ég vitaskuld méð ósköpin
öll af tónum í huganum og þá geta
aðrir utanaðkomandi tónar truflað,
jafnvel skemmt."
Það þarf ógurlega einbeitni til að
festa nótur klakklaust á blað.
„En ætli nágrannarnir kvarti ekki
yfir tónunum sem koma frá mér að
sama skapi og ég agnúast út í hljóm-
ana frá þeim," segir hún svo. „Ég
vildi ekki búa í sama húsi og tón-
skáld. Ég get vel ímyndað mér
hvernig það er að vera sífellt að fá
ósamsetta tóna yfir sig öðru hvoru
héðan úr vistarverunni minni. Þeir
hljóma eins og rugl, einir sér, svona
í frumvinnslu verkanna. Og frum-
vinnsla þeirra tekur alltaf lengstan
tíma.“
Hún skýst fram í eldhús í kaffier-
indum. Á meðan stelst ég til að kíkja
á örk á skrifborðinu hennar sem
hallar til þæginda. Hún er næstum
búin að fylla þennan pappír af ein-
hvers konar táknum — líkast til nót-
um — sem ég náttúrlega skil ekkert
í. En hún hefur flotta rithönd.
Svo kemur hún. Mér dettur í hug
að spyrja hana að því hvort það sé
ekki ansi einangrað að vera tón-
skáld.
„Jú, þetta er afskaplega einmana-
legur atvinnuvegur. En þetta með
einangrunina er nauðsyn, ég veit í
sjálfu sér ekki hversu ill hún er, því
mér finnst að allir þurfi að vera einir
einhverntíma. Einsemd tónsmíð-
anna er þó kannski einum of mikii,
sérstaklega í mestu skorpunum þeg-
ar sérhvert verk er endanlega að
smella saman."
— Þú heldur þig þá við skorpurn-
ar eins og margir aðrir kollegar þín-
ir?
„Já, hraðinn er æði misjafn í
þessu hjá mér. Ég er afskaplega
períóðísk í tónsmíðunum. Ég veit
ekki alveg hversvegna. Hugmynd-
irnar að verkum mínum eru yfirleitt
mjög lengi að velkjast í kollinum á
mér. En ég leyfi þeim líka að gera
það. Ég bara bíð. Því svo er það allt-
af allt í einu sem þau springa út. Þá
fer líka allt af stað og ég vinn eins og
vitlaus við að festa á blað þetta sem
hefur verið að veikjast innra með
mér.“
— Þú segir hugmyndir alltaf vera
að velkjast innra með þér. And-
skotakornið, einhverntíma hlýt-
urðu að vera alveg andlaus?
„Jú, ætli ég verði ekki að viður-
kenna það.“
— Mig langar þá að spyrja; grípur
þig einhver hræðsla í slíicu andleysi
— hræðsla við að þú fáir nú ekki
lengur neinar ædeur. Ekkert meir?
„Það getur örlað á hræðslu við
þessar aðstæður sem þú ert að tala
um. En ég fæ engan verulegan
skjálfta samt sem áður. Mér finnst
líka allt í lagi þótt það líði langur
tími milli þess sem maður er á fullu
við að klára eitthvert verkið. Mér
finnst það misskilningur að lista-
menn eigi alltaf að vera að pródús-
era. Þeir þurfa sínar pásur eins og
aðrir. Og svo er það líka hitt, að
margir listamenn fara flatt á því að
láta sér ekki líka tímabil þegar ekk-
ert kemur frá þeim..
— Andieysið er sem sagt nauð-
synlegt?
„Já, að minnstakosti gott tilefni
pásu. Og hún er nauðsyn inn á
milli.“
— Stærsta spurningin næst:
Hvernig semurðu tónverk, Karó-
lína?
Henni finnst ástæða til að fá sér
tvo sopa af kaffinu sínu áður en hún
svarar henni þessari. Svo hugsar
hún sig dálítið lengi um. Ég neyti
færis og kveiki mér í einni Míu-1-
boro. Svarið kemur þegar ég er
kominn niður í hálfa rettu. Annars
var það ekkert nema þögnin á milli
okkar...
„Undirmeðvitundin vinnur verk-
in mikið til fyrir mig.“
Vá, hugsa ég. í hljóði. Hún brosir:
„Nei, sjáðu til, allt verður þetta að fá
að gerjast vel innra með manni. Þá
er eiginlega ekkert nema að bíða
eins og ég var að segja áðan. Svo
bara finnur maður það einhvern-
veginn, hvernær tími er kominn til
að setjast niður við skrifborðið með
örkina og blýant í hendi. ..“
— Og svo?
„Svo er bara eins og létti á
manni."
— Ferðu einhverntíma út úr
þessu herbergi gagngert til að fá in-
spírasjón?
„Ekki endilega gagngert, þótt
hugmyndirnar geti hinsvegar skot-
ið upp kollinum hvar sem er. Ég
þarf ekkert endilega að fara út í
náttúruna þessara erindagjörða,
enda er músíkin í mínum huga ab-
strakt fyrirbæri, sem ekki verður yf-
irfært á umhverfið, nema kannski
óbeint, og þá án þess að ég þurfi
20 HELGARPÓSTURINN