Helgarpósturinn - 13.09.1984, Page 21

Helgarpósturinn - 13.09.1984, Page 21
Karóllna. Þórarinn. endilega að gera mér grein fyrir því sjálf." — Bíddu nú við; hvað er þá tón- smíð? Hún fær sér kaffisopa, bara einn í þetta sinn: „Ekkert endilega tónar," svarar hún, „heldur hljóð sem raðað er saman á einhvern vit- rænan hátt. Sko, hver tónn einn og sér er jafn meiningarlaus og stakur stafur í setningu rithöfundar. Það er verkið í heild sinni sem hefur mein- ingu." Eg spyr næst að hjátrú, en hún segist enga slíka hafa, „nema strok- leðrið mitt sem mér finnst gott að hafa við höndina og er óróleg án. Það er það eina, plús náttúrlega þögnin.“ — Getur hún aldrei orðið yfir- þyrmandi? „Það er engin hætta á því. Þögnin er aldrei svo alger." eins og heilinn vindþurrkist Þórarinn Eldjárn rithöfundur Ur vinnuherberginu nœr hann ad fylgjast med fíugumferðinni, alla vega þeim vélum sem koma inn til lendingar að norðan, sennilega mestan part frá Akureyri. Þetta er út um gluggann á efri hæð Sóleyjar- götu eitt þar sem Þórarinn hefur hreiðrað um sig í litlu herbergi hjá móður sinni. Hann festir þar flestar hugmyndir sínar á blað; þó einnig heima hjá sér á Ásvallagötunni „en ég á mikið afbörnum og mér finnst því gott að komast í svona afdrep öðru hvoru," eins og hann segir sjálfur. Það er ýmislegt að finna í þessu litia herbergi; ég sé ónotað skrifpúlt úti í horni, útskorinn ránfugl í fullri stærð í tré, gamlan bedda þakinn orðabókum og allra handanna öðr- um gögnum sem koma að góðum notum við þýðingar. Hann er nefni- lega að þýða; núna Jólaóratoríuna hans Görans sænska Tunströms. Og svo, það sem mér finnst skrítnast á staðnum; þarna er rosaleg tölva með skermi á gömlu skrifborði, en skúffurnar á því dregnar út svo að lyklaborðið geti hvílt í tilhlýðilegri hæð. — Hvað ertu að gera með tölvu hérna, Þórarinn? „Mér hafa bara fundist svona gripir spennandi Iengi og ákvað því að prufa. Þetta er líka vinnuspar- andi...“ — Og hvernig líkar? „Það má eiginlega segja að mér finnist þetta algjört æði. Tölvan er göldrótt, og verulega miður að ég skuli bara hafa hana að láni þessa. Ég á örugglega eftir að fjárfesta í svona löguðu í framtíðinni." — Skemmir hún ekkert stemn- ingu sköpunarinnar? „Mér finnst það ekki. Það er einn galli við gömlu góðu rafmagnsrit- vélina sem ég hef eiginlega aldrei þolað: Suðið og djöfulgangurinn í lyklunum fer í mig. Það er eins og þessi hávaði reki á eftir manni. Tölvan þegir hinsvegar næstum alveg. Hún gefur betra næði.“ Þórarinn segist geysilega spennt- ur fyrir möguleikum þessa undra- tækis. Hann hafi verið að prófa að yrkja ljóð á hana um daginn. „Skemmtilega nýstárlegt," hafði honum fundist það. „Maður má þó ekki gleyma því að þótt tölvan sé óskaplega fullkomin í eðli sínu og geri margt fyrir mann, þá gerir hún aldrei það mikilvægasta. Til dæmis fær hún engar hugmyndir.“ Vinnutempó; ég vil fá að vita hvernig því er farið hjá Þórarni. Hann segir það alveg ráðast af því hvað hann sé að skrifa hverju sinni og einnig á hvaða stigi verkið sé. „Þó má segja að þegar líður að lok- um verka þá komi tarnir, og þær iangar. Margt í lokavinnslunni er nefnilega hrein handavinna. Og hvernig ég vinn að öðru leyti? Ég er alltaf að skrifa hjá mér allskonar hugdettur. Ég safna þeim í skúffur. Ef vel lætur, rís eitthvað upp úr því drasli síðar meir. Það er þegar ég gef mér tíma til að ráðast á þessar hirslur. Þetta á við um ljóð og smá- sögur. Slíkt rottast saman eftir á.“ — Skiptir umhverfið þig máli? „Það gerir það og allir hlutir sem í kringum mig eru. Eg hef fastar sér- viskur og nota ákveðin áhöld öðr- um fremur. Samt er þetta ekki svo alvarlegt að nálgist geðræna átt- hagafjötra. Það er bara að mér læt- ur betur að vinna innan um mitt dót frekar en í ókunnugu umhverfi. Að vísu geta góð bókasöfn komið sér vel; á þeim er næði, en ég þarf samt oftast að hafa meira umleikjs en er á svoleiðis stöðum; ákveðið mask- inerí og... að geta gengið um gólf.“ — Stundarðu það sport mikið við samningarnar? „Mér finnst vera góð tilbreyting í því að ganga annað slagið um gólf. Samt er ég enginn ógurlegur göngu- maður." — Hverjar eru þessar sérviskur þínar sem þú nefndir? „Þær eru helstar í sambandi við penna og blýanta. Ég nota sem mest ákveðinn skrúfblýant sem ég hef mjög góðar tilfinningar til. Sjálf- blekungur, sem ég fékk i fermingar- gjöf, er mér einnig mjög mikilvæg- ur. Annars nota ég nú mest ritvél- ina. Og ólíkt betri kontakt hef ég við mína eigin en aðrar ókunnugar vél- ar úti í bæ, þótt þær séu til sama brúks." Mér finnst þetta nálgast hjátrú. Ég ber það undir Þórarin. „Nei, nei, það er engin svoleiðis taugaveiklun í þessu. Þetta er bara hið sama og gildir um öll verkfæri sem fólk vinnur með. Það myndast alltaf ákveðið samband milli þeirra og stjórnendanna." Þórarinn er langbestur á morgn- ana. Svo segir hann að minnsta kosti þegar ég inni hann eftir því hvernig honum láti best að semja. „Það vill nú líka svo til að það er sá vinnutími sem ég hef fastan. Ég og konan mín skiptum síðan eftirmið- deginum með okkur í vinnu versus heimilishald." — En þurfa rithöfundar ekki ein- mitt að vera eigingjarnir hvað þetta og annað varðar? „Getur verið,“ segir hann. „Eigin- girni er sjálfsagt til mikilla bóta. Hinsvegar kemst rithöfundur ekki langt á henni einni og sér. Það er gott að hafa hana með. Ég á hér að sjálfsögðu við eigingirni í þágu ann- arra.“ Ég spyr hann loks út í veðrið. Það er nefnilega ein tegund þess sem hann á verulega erfitt með að sætta sig við samhliða starfinu: „Það er glaðasólskin og beljandi rok í sömu andrá," segir hann með hryllingi. „Allt annað get ég sætt mig við.“ Og maður spyr náttúrlega af- hverju honum ói við svona veðri. „Það er erfitt að segja, en þó er eins og eitthvað í heila manns vind- þurrkist við þessar aðstæður. Mér finnst óskemmtilegt til þess að hugsa. I HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.