Helgarpósturinn - 20.12.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 20.12.1984, Blaðsíða 10
HELGARPÓSTURINN Rítstjóri: Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Jóhanna Sveinsdóttir, Ómar Friðriks- son ■ Sigmundur Ernir Rúnarsson og Halldór Halldórsson Útlit: Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H, Jóhannesson Auglýsingar: Steen Johansson Markaðsmál, sölustjórn og dreifing: Hákon Hákonarson og Sigþór Hákonarson Innheimta: Garðar Jensson. Afgreiðsla: Ásdís Bragadóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Mannorðsmorð Stundum er sagt, helst á hátíðar- stundum, að íslendingar séu ein- hver mesta sagnaþjóð í gjörvöllum heiminum. Við segjum þetta um sjálf okkur og þykjumst vera mikil fyrir vikið, enn meiri ef einhver út- lendingur laetur þessi orð um okkur falla, enda hríslast þá jafnan velltð- unarhrollur niður bakið á okkur. Þessi stolta sagnaþjóð hefur varðveitt þá list að segja sögur með ýmsum hætti. Lfkasttil er þótvennt helst. Annað er að færa frásagnir f letur, hitt er kennt við munnmæli og er sjaldnast opinbert gert á prenti. Einn angi af þessum munnmæla- sögum er sá sem f daglegu tali er kallaöur kjaftasögur. Þar erum við islendingar sjálfsagt ennþá þjóða fremstir, þó við séum ekkert að hafa orð á þvf. Helst fjalla kjaftasögur um menn, þær eru yfirleitt ýktar og einhvern- veginn hefur það orðið svo, að land- anum þykir ekkert tiltökumál held- ur, hvort þær styðjast við sannleika eða ekki. I slfkum tilvikum er aðeins haft á orði: Ef sagan er nógu sniðug og rosaleg þá er f lagi þó hún sé log- in. Gott ef ekki bara betra! Það er engin góð kjaftasaga nema að hún sniðgangi staðreyndir! Að þvf er best verður séð — og heyrt — eru islendingar lítið eða ekkert gefnir fyrir það að skilgreina mörkin þar sem kjaftasögum slepp- ir og rógburður tekur við. Nfð um náungann viröist ekki vera litið neitt sérstaklega alvarlegum augum en hitt haft miklu fremur f öndvegi að sagan sé nógu andskoti kræsileg. Á þann einfalda hátt er meðferð hennar réttlætt. Þegar rógur fer af stað er sjaldn- ast eða aldrei hugað að þeim sem fyrir honum veröur; þeim rægða. Áhrif rógsins á hann er aukaatriði þó maðurinn sjálfur sé hinsvegar aðalatriði sögunnar. Aftur á móti er allt kapp lagt á að koma sögunni sem fyrst og víðast á framfæri, enda þá gengið út frá því að hún sé þess eðlis að áheyrendur hrffist af óhugnaði hennar og fari þvf sjálfir að segja hana enn öðrum. Þvf er þetta reifaö hér, að ( Helg- arpóstinum f dag er að finna grein sem tekur á þessum kjaftavaðli þjóðarinnar með þremur viðtölum við menn sem illa hafa orðið fyrir rógburði. Þeir eru fulltrúar fjölda ís- lendinga sem orðið hefur fyrir til- hæfulausu nfði. Þeir hafa liðið fyrir það og varla verið samir menn fyrir vikið. I viðtölunum kemur ennfremur fram að það versta við að lenda í þvllfku nfði sem rífur niður mann- orð fólks að ástæðulausu er að gagnvart þvf standa hinir rægðu nær algjörlega varnarlausir. Þeir eiga einir sér Iftið mótafl við illar kjaftasögur sem haldið er á lofti af tugum manna. Málsókn f þessu efni er næsta óframkvæmanleg, og þvf hefur svo jafnan verið að þetta fólk stendur uppi mannorðsmyrt. Ef söguberar gerðu sér grein fyrir þeim ömurlegu þjáningum sem hinir rægðu mega við una, færu þeir kannski aö hugsa sig tvisvar um áður en þær færu að flétta sam- an næstu lygasögu um náungann. frá því að Tómas Árnason yfirgefi Framkvæmdastofnun innan tíðar og setjist í bankastjórastól hjá Seðla- bankanum. Nú mun vera ákveðið að Tómas taki við bankastjórastöð- unni um áramótin. Ýmsar aðrar stöður losna þá einnig eftir Tómas, eins og t.d. staða formanns utanrík- ismálanefndar sem hann tók við í vetur. Vondar tungur sögðu að hann hafi komið þar við einkum til þess að ná sér í diplómatapassa en ekki þorum við að fullyrða neitt um það. Hins vegar mun ákveðið að Harald- ur Ólafsson, Framsóknarflokki, taki við formannsstöðu utanríkis- málanefndar og er mikill skjálfti meðal sjálfstæðismanna vegna þessa. Haraldur er jú af mörgum tal- inn frjálslyndur friðarsinni og jafn- vel herstöðvaandstæðingur.... l ræðum ráðamanna er ekki óal- gengt, að farið sé fimlega fögrum orðum um gildi menntunar í sjálfri sér og jafnframt gildi hennar fyrir þjóðarbúið. Menntun er undirstaða framfara, segja menn á tyllidögum og ræða fjálglega um alls kyns „átök“ í nýjum iðngreinum og efla þurfi menntun í því skyni, þar byrji þetta nefnilega allt saman. Dæmin tala öðru máli: Við Há- skóla íslands eru tvær stöður eða stöðugildi, eins og það heitir á stofn- anamáli, fyrir 200 nemendur í tölv- unarfræðum. Til samanburðar má geta þess, að í guðfræði er ein staða fyrir hvern einn guðfræðinema. Annað dæmi: Vaxtakostnaður vegna Kröfluskulda er heldur meiri í ár en gert er ráð fyrir í útgjöld til Háskóla íslands... fM ■ iðri á Skúlagötu hafa út- varpsmenn hlegið dátt að þeim al- þingismönnum og ráðherra sem hafa nefnt fordæmi um útvarps- rekstur á íslandi áður en „verkfails- stöðvar DV og Valhallar" skutu upp kollinum. Dæmin sem hafa verið nefnd eru einkum skólaútvörp, en helsta tromp talsmanna „frjálsa" útvarpsins og sterkasta fordæmis- gildið sá þetta fólk í útvarpsstöðinni, sem sett var á laggirnar á meðan á kántríhátíð Hallbjarnar stóð í sum- ar. Sannleikurinn um þá „stöð“ er hins vegar sá, að hún var svo einföld og náði svo skammt, að menn hafa hneigst til þess að kaíla hana fremur „hátalarakerfi" en útvarpsstöð... A dögunum voru hér norrænir rithöfundar á ferð og lásu þeir m.a. upp úr verkum sínum í Norræna húsinu. í þeim hópi var Göran Tunström, sem HP hafði viðtal við í sérstöku bókablaði t síð- ustu viku. í Norræna húsinu var fólk af ýmsu sauðahúsi og þeirra á með- al Haraldur Blöndal, lögfræðing- ur. Síðar um kvöldið leiddi Sigurö- ur A. Magnússon rithöfundur þá Göran og Harald saman og rétti Tun- ström fram höndina og sagði: „Gör- an Tunström, författare, Sverige." og Haraldur kynnti sig um hæl og sagði: „Haraldur Blöndal, fascist, Is- land.“ Það fylgir sögunni, að mikið hafi verið pískrað meðal menningarvita eftir þetta og Skandínavarnir stung- ið saman nefjum og gjóað augunum í átt til Haralds í forundran, því þeir munu ekki fyrr á ævinni hafa séð fasista. Haraldur glotti við tönn.. . A mars má vænta tíðinda úr „raddabransanum" á næstunni. Sagan segir, að talsverð brögð séu að því að þeir sem lesi inn á auglýs- ingar sem fluttar eru á Rás 2 og í sjónvarpi, gefi ekki upp laun sín og séu þeir beðnir um nótur vegna greiðslna neiti sumir algjörlega að láta slíkt af hendi eða krafli kvittanir á ónúmeruð reikningseyðublöð. Mörg dæmi eru um að menn sem Ijá auglýsingum rödd sína þéni tugi þúsunda á mánuði, þótt tekjurnar séu að sjálfsögðu breytilegar eftir mánuðum. Mestar tekjur hafa leik- arar (sem enn eru taldir nothæfir) en þeir munu þiggja frá 4 þúsundum og upp í 12 þúsund fyrir viðvikið. Þannig er okkur sagt, að kunnur húmoristi í leikkvennastétt opni ekki munninn í auglýsingu fyrir minna en 12 þúsund krónur. Þótt mikið sé talað um „svarta peninga" í „raddabransanum", þá má búast við tíðindum fljótlega, því nú mun ríkisskattstjóri vera kominn í málið með ósk um rannsókn á tekj- um þessa fólks. E ■■ins og fólk hefur tekið eftir keppast nú hinir og þessir aðilar við að auglýsa til leigu vídeóupptökur af bandarískum sjónvarpsþáttum eins og Falcon Crest, Dynasty o.s.frv. Að baki þessu liggur að einkaaðilar hérlendis hafa tryggt sér einkarétt til sýninga á þessum þáttum og það sem meira er, sömu aðilar hafa fengið einkarétt á sjón- varpsefni frá fyrirtækjum á borð við Warner Brothers og RCA, tveimur risum á bandarískum sjónvarps- markaði. Þarna segja kunnugir að sjón- varpið hafi sofnað á verðinum og sé nú komið í þá aðstöðu að þurfa t.d. að semja við Jón Ólafsson í Skíf- unni, ef það vill sýna efni frá RCA, en nefndur Jón mun hafa tryggt sér einkarétt fyrir það fyrirtæki hér- lendis... Í og hálfs mánaðar verkfall prentara í haust hefur óneitanlega haft sín áhrif á jólabókaútgáfuna í ár. Út voru gefnar færri bækur og þær sem komu út voru seint á ferð. Nú eru hins vegar að koma í ljós verstu afleiðingar verkfallsins, sem er skortur á mest seldu bókunum. Bók- salan í ár hefur gengið mun betur en bjartsýnustu menn þörðu að vona og hefur orðið að prenta nokkrar bækur í viðbótarupplagi. Má þar nefna bók Auðar Laxness eftir Eddu Andrésdóttur, bókina um Kjærnested skipherra eftir Svein Sæmundsson og bókina Jón G. Sólnes eftir Halldór Halldórsson. Raunar leit svo út um tíma, að Sól- nesbókin myndi hreinlega klárast, þar sem allar bókbandsstofur á Reykjavíkursvæðinu eru á kafi upp fyrir haus. Því var gripið til þess ráðs að fá hana bundna inn á Akureyri og var viðbótarupplag prentað að- faranótt miðvikudagsins.. . Þ, að hefur óneitanlega vakið athygli manna, að Ellert B. Schram, alþingismaður og ritstjóri DV, hefur látið umsögn Jóns G. Sól- ness í ævisögu sinni um nefndan al- þingismann og ritstjóra fara í taug- arnar á sér. í venjubundnum laugar- dagspistli Ellerts í DV á laugardag helgaði hann langan kafla sleggju- dómum Jóns um samferðamenn í pólitík og virðist heldur súr, og síð- an birtist Dagfari, hulduhöfundur DV, á þriðjudag, þar sem höggvið er í sama knérunn. í sleggjudómum Jóns leyfir hann sér að segja um Ell- ert að hann sé skrýtinn náungi. Telja menn, að þessi athugasemd hafi tæpast ráðið hörðum viðbrögð- um ritstjórans, heldur sé hin raun- verulega ástæða sú, að í bókinni kemur fram að sá maður sem var duglegastur við að setjast á þingmál Jóns G. Sólness í þingnefndum hafi verið Ellert B. Schram. Bendir Jón á það í bókinni, að þetta kunni að hljóma einkennilega, því öll hafi þessi mál verið mjög í frjálsræðisátt og í takti við frjálsræðissjónarmið Sjálfstæðisflokksins í peningamál- um og fleiru. Því má bæta við, að eftir því sem HP kemst næst mun Eiður Guðnason alþingismaður ganga með „sleggjudóminn sinn“ upp á vasann í ljósriti.. . Í^yrir ekki alllöngu mun hafa verið haldin ráðstefna kennara norður á landi og umræðuefnið hróplegt misrétti milli skólastarfs í þéttbýli og dreifbýli. Menntamála- ráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, var boðin á staðinn og kom með lít- illi flugvél til að flytja ræðu. Svo sem ekkert athugavert við það, nema hvað að lokinni ræðu Ragnhildar hugðust kennarar halda ráðstefn- unni áfram með umræðum um þessi mikilvægu menntamál en þá sagð- ist Ragnhildur því miður ekki geta verið lengur því flugmaðurinn þyrfti að drífa sig suður aftur. Hann var þó fjarstaddur en svo vildi til að skyld- menni flugmannsins var í hópi kennaranna og hafði hitt hann að máli. „Hvaða vitleysa," sagði ætt- inginn. „Hann fer ekki aftur fyrr en í kvöld." Mun Ragnhildi hafa brugð- ið nokkuð, en kennarar sáu fram á að menntamálaráðherra gæti nú kynnst málefnum þeirra vel með því að taka þátt í daglöngum um- ræðum. Þeim varð ekki að von sinni því frú Ragnhildur skundaði beina Íeið inná kennarastofu og sat þar ein síns liðs allt fram á kvöld og lét skólamálaumræðurnar eins og vind um eyru þjóta enda búin að leggja sitt fram í „upphafsræðu að ráð- herrasið...“ D ■HÉLÍó-tríóið hefur skemmt borg- arbúum á Broadway undanfarnar vikur eins og fram hefur komið í öll- um fjölmiðlum landsins. Forráða- menn Broadway bjuggust þarna við miklum búhnykk enda strákarnir vinsælir. En eitthvað virðist aðdrátt- arafl tríósins hafa minnkað eftir því sem við heyrum. Ráðgert var að tríóið kæmi fram föstudagskvöld þ. 21. desember og laugardaginn 22. des. og síðan annan í jólum. Við- brögðin hafa hins vegar verið svo slæm að aðstandendur Broadway hafa ákveðið að fella niður skemmt- unina á föstudag og laugardag. Og nú klóra þeir sér í hausnum og velta fyrir sér hvort þeir neyðist til að loka einnig á öðrum í jólum en eru þó vonbetri um mætingu gesta þann dag enda heppilegri og væn- legri til mætinga en hinir tveir... A fundi menntamálanefndar neðri deildar í liðinni viku, þar sem fjallað var um útvarpslagafrum- varpið, var athygli Halldórs Blöndals, formanns nefndarinnar, vakin á ýmsum ósvöruðum spurn- ingum í sambandi við efni frum- varpsins og mun hann hafa brugðist heldur illa við enda lá honum á, eins og segir að ofan. Til marks um göt í frumvarpinu lagði Kristófer Mór Kristinsson, Bandalagi jafnaðar- manna, fram skrá yfir níu mikilvæg efnisatriði, sem hlotið hefðu tak- markaða umræðu í nefndinni og vantaði nánast í frumvarpið. í bréfinu sem hann lagði fram á fundinum krafðist Kristófer þess, að þingmönnum verði sköpuð skilyrði til þess að fjalla um frumvarpið við „óbrjálaðar aðstæður". Hann kveð- ur frumvarpið hafa hlotið „ósæmi- lega umfjöllun" og neitar þeirri fyr- irætlan, að „svo mikilvægt málefni fái flausturslega afgreiðslu". Síðan eru talin upp allmörg atriði, sem ekki sé tekið á í frumvarpinu eða hafi verið rædd að ráði í nefndinni. Bréfinu lýkur hann með þessum orðum: „Öll þessi atriði og hugsan- lega mörg fleiri hljóta að koma til at- hugunar, sé það ekki vilji háttv. al- þingismanna að verða aðhláturs- efni til langrar framtíðar." Svo mörg voru þau orð þingmanns BJ. . . ■ orráðamönnum Ríkisút- varpsins er hryggilega vel kunnugt um bág launakjör starfsmanna sinna. Þeir hafa þurft að sjá á bak nógu mörgum starfsmönnum sem hafa flúið kjörin hjá stofnuninni í gegnum tíðina. Starfsmannafélög útvarps og sjónvarps og forráða- mennirnir hafa undanfarið staðið í viðræðum það hvernig stofnunin geti sjálf gert betur við um starfs- fólkið í launum. Ýmsir möguleikar á alls konar sporslum hafa komið til tals og hliðsjón höfð af aukagreiðsl- um, sem tíðkast hafa lengi til sumra starfsmanna hjá ýmsum ríkisstofn- unum. Starfsmannafélögin lögðu áherslu á að allir starfsmenn Ríkis- útvarpsins nytu góðs af ef stofnunin teldi sig aflögufæra með einhvers konar launauppbót. Það varð úr að framkvæmdastjórn RÚV ákvað að allir starfsmenn fengju greidda 8.000 króna uppbót á laun í des- ember til viðbótar við samnings- bundna 4.000 króna desemberupp- bót. 8.000 króna greiðsla var kölluð álagsuppbót og var fóðruð með 30 eftirvinnutímum hjá hverjum og einum — óunnum að vísu. En álagið er að jönnu sagt mikið í desember hjá RÚV sem annars staðar. Fjármálaráðuneytið brást hið versta við þessum sjálfstæðu launa- greiðslum Ríkisútvarpsins, þó í lög- um segi að RÚV sé sjálfstæð stofnun og með sjálfstæðan fjárhag. Ráðu- neytið lætur semsé ýmsar auka- greiðslur til einstakra starfsmanna ýmissa ríkisstofnana óátaldar, en ef ein ríkisstofnun ætlar að ganga hreint til verks og gera vel við allt sitt starfsfólk á einu bretti, þá er það einhvern veginn allt annað mál! Nú hefur ráðuneytið gripið til þess að stöðva frekari sérkjaraviðræður starfsmannafélaga Ríkisútvarpsins, meðan „málið er í athugun"... iSSflirfarandi sögu seljum við ekki dýrar en við keyptum hana, en við látum hana flakka svona skömmu fyrir gjafahátíðina miklu: Áður en Erlendur Einarsson, for- stjóri Sambandsins, átti merkisaf- mælið sextuga var stillt upp spari- baukum í kaupfélögunum um allt land, þar sem safnað var saman framlögum afgreiðslustúlkna og annarra hálaunamanna samvinnu- félaganna. Fénu var varið í fræga gjöf SIS til Erlends, þ.e. jeppann góða. Um þetta var talað á sínum tíma. Hins vegar hefur ekki komið fram, að eigi miklu löngu eftir af- mælið kom forstjóri SÍS að máli við bíladeild fyrirtækisins og barmaði sér yfir því, að eiginlega hefði hann engin not fyrir svona bíl. Varð það að samkomulagi, að bíladeildin keypti bifreiðina aftur og mun Er- lendur hafa komið vel út úr því, bíla- deildin síður. En þar með er sagan ekki öll sögð, því brátt leið að því að í ljós kom að Sarnbandinu hentaði ekki heldur svona bíll. Nú voru góð ráð dýr. En þá var málið, að sögn, leyst með þeim snilldarhætti, að samið var við Erlend um að hann notaði bílinn og mun hafa verið samið um tiltekna afnotagreiðslu til Erlends gegn því, að hann notaði bílinn svo og svo mikið, sumir tala um tvisvar í viku og eigi skemur en í tvær klukkustundir hverju sinni. Ótrúlegt og óstaðfest... LAUSN Á SKÁKÞRAUT Þessi staða kom fram í skákinni Karls Þorsteins — Karl Burger á 11. Reykjavíkurmótinu. Karl batt enda á skákina með fallegri drottningarfórn: 22. Dxf6. Burger sá ekki annað vænna en gefast upp, því að 22. - gf6 leiðir til máts: 23. Hgl + Kh8 24. Hh5. T0 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.