Helgarpósturinn - 20.12.1984, Side 13

Helgarpósturinn - 20.12.1984, Side 13
HP-VIÐTALI hefur tekist góð samvinna milli mín og t.d. Jóns Sigurbjörnssonar og Arnars Jónssonar, svo ég nefni einhverja." GULLSANDUR OG GULLNA HLIÐIÐ Gullsandur er ekki eina verkið sem kemur fyrir sjónir íslendinga frá hendi Ágústs Guð- mundssonar leikstjóra um þessi jól: Sjón- varpið sýnir Gullna hliðið í leikstjórn hans á jóladag, og það er örugglega einsdæmi hér á landi að kvikmynd og sjónvarpsleikrit frá sama leikstjóra séu þannig frumsýnd svo að segja í sama vetfangi. Og nú var Háskólabíó að tilkynna að sala væri hafin á myndbandi Með allt á hreinu. „Þetta voru gjörólík verkefni. Gullna hlið- ið. Það er alveg voðalega gott leikrit. Snilld- arlegt leikrit frá hendi höfundar. Og það er svolítið merkilegt, finnst mér, að þetta leikrit „fyrir alla fjölskylduná* sé sýnt á jólunum. Það byrjar á einhverju sem gæti jafnvel verið líknarmorð; kannski er gamla konan að kæfa hann Jón sinn með pokanum, og það furðulega er að þetta hvekkir engan! Það var nefnilega verið að dæma konu í Bretlandi fyrir rúmri viku í níu mánaða fangelsi fyrir að aðstoða við sjálfsmorð. Hún setti plast- poka yfir höfuð viðkomandi. Þegar ég las um þetta þá hugsaði ég: Aha! Gullna hliðið!" — Þú hefur sjálfsagt þurft aö setja þig í talsvert áörar stellingar viö þetta verk en viö venjulega kvikmyndatöku? „Já, ég hef aldrei leikstýrt á sviði, en mig hefur alltaf langað til þess. í Gullna hliðinu fannst mér nauðsynlegt að halda mig við leikritið. Þótt það breytist eitthvað við að færa það af sviði í sjónvarpsstúdíó, þá er inn- takið alveg það sama. Gullna hliðið hefur verið tekið ýmsum tökum. Sumir taka það sem „þjóðlegan alþýðuleik", aðrir sem gamanleikrit. Ætli ég fari ekki bii beggja." — Var þessi vinna gjörólík kvikmynda- vinnunni? „Já, hún var það. Leikritið tekur yfir 100 mínútur í flutningi og í því er gríðarlegur texti fyrir leikarana. Þetta kallar á miklar æfingar með þeim, sem er nokkuð sem minna er um í bíómyndum." — Fannst þér þú grœda á þeirri vinnu sem kvikmyndaleikstjóri? „Já, tvímælalaust gerði ég það. En það sem reyndi mest á mann var þó að leysa öll vandamálin í sambandi við myndræna úr- vinnslu verksins. Það var verulega flókið mál, mikil fyrirframvinnsla á öllum smáat- riðum. Vegna þeirrar videóaðferðar sem við notuðum voru kannski fjórar tökuvélar í gangi fyrir aðeins eina mynd: Tvær fyrir bak- grunninn, ein fyrir leikarann og ein fyrir, segjum djöfulinn, sem birtist og hvarf í þessu eina myndskeiði. En þetta var gaman.“ — Ertu aö fara afstaö meö eitthvert ann- aö verkefni? „Nei, nú er ég að fara að leggja hausinn í bleyti." — Er ekki ýmislegt á floti? „Ég ætla nú ekki að segja, eins og Hrafn um hinn fleyga nafna sinn, að Gullsandur sé síðasta myndin mín. En öll framtíðaráform hjá mér koma til með að byggjast á þeim við- tökum sem Gullsandur fær hjá fólki. Ég vona að hún gangi eins vel og hinar myndirnar mínar.“

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.