Helgarpósturinn - 20.12.1984, Side 20

Helgarpósturinn - 20.12.1984, Side 20
ALLTAF MARKLAUS „VISSI EKKI HVORT ÉG ÁTTI AÐ GRÁTA EÐA HLÆJA," SAGÐI FJÁRLAGASÉRFRÆÐINGUR UM UMRÆÐUR UM FJÁRLÖGIN Á ALÞINGI eftir Halldór Halldórsson myndir Jim Smart „Halli á fjárlögum". Þetta er setning sem glymur í eyr- um fólks sem fylgist með fréttum af þjóðmálum, innlend- um og erlendum. Þetta er vandamál hérlendis og vanda- mál víða erlendis. Og þetta er raunar einnig vandi venju- legs fólks, sem á erfitt með að láta endana frægu ná sam- an. Þeir sem ekki geta það búa við halla á fjárlögum heimilisins. Þegar rekstur ríkisins er annars vegar, er málið leyst með „sérstökum ráðstöfunum", gengisfell- ingu og síðast en ekki sízt með aukafjárveitingum. Heim- ilin eiga ekki kost á aukafjárveitingum. Sumir geta hins vegar bjargað sér með aukavinnu. Að lokum endar þetta svo með því, að það eru tekin erlend lán. Nú skulda ég eins og önnur íslenzk mannsbörn víst 200 þúsund krónur í útlöndum (fyrir utan allar hinar skuldirnar mínar) og þessa peninga slógu stjórnvöld fyrir mig og þig. Nú nema erlendar skuldir um 63% af þjóðarframleiðslu og er um 18 milljörðum hærri fjárhæð en niðurstöðutala fjárlaga. Alls skuldum við rösklega 42 milljarða erlendis og með sama áframhaldi stefnir í það, að erlendar skuldir ís- lendinga verði helmingi hærri en fjárlög íslenzka ríkisins. En hvaða plagg er þetta, sem heitir fjárlög? Og hvers vegna er alltaf þessi eilífi halli á þeim? Kunna þessir menn ekki að reikna? Við ætlum að rýna örlítið í þessi mál í dag og reyna þá aðallega að átta okkur á því hvar hið raunverulega fjár- veitingarvald liggur. Þá víkjum við óhjákvæmilega að aukafjárveitingum. Þessi grein byggir á samtölum við marga menn, en einkum þó Sigurð Þórðarson, deildarstjóra í fjármála- ráðuneytinu. Hann er hnútum kunnugur. Kjartan Jóhannsson alþingismaður. — Visvitandi blekkingaleikur — að hluta. Sigurður Þórðarson, deildarstjóri í fjár- málaráðuneytinu. — Þarf að koma þessu f vitrænt horf. I haust vakti það talsverða athygli, þegar í ljós kom, að utanríkisráðu- neytið hefði fengið 745 þúsund krónur vegna sendiráðs íslands í Washington. Peningunum átti nefni- lega að verja til byggingar á sund- laug við bústað sendiherrans vestra. Þessar upplýsingar komu fram í skrá um aukafjárveitingar fjármála- ráðuneytisins. Þetta er löng skrá og mikil, en þó minni að vöxtum en oft- ast áður. Þessar aukafjárveitingar eru að stærstum hluta eins konar „björgunarpeningar" til þess til dæmis að tryggja áframhaldandi rekstur skóla, að framkvæmdir við tiltekin verk stöðvist ekki o.s.frv. En sumar þessara aukafjárveitinga eru nýjar og hafa aldrei komið til kasta Alþingis, sjálfs fjárveitingarvaldsins. I lok árs er svo þessi skrá útbúin sem aukafjárlög og lögð fyrir Al- þingi. Og þá er of seint að múðra. Það þýðir ekki að rífast um orðinn hlut. En hvers vegna þessar aukafjár- veitingar? Hvers vegna koma öll út- gjöld íslenzka ríkisins ekki fram í sjálfum fjárlögunum? Fyrir því eru ýmsar ástæður. Ein er þróun efna- hagsmála, þ.e. verðbólga varð meiri en ráð var fyrir gert. Ónnur ástæða er hreinlega ófyrirséð útgjöld, sem menn telja sig verða að ráðast í. Og inn á milli eru svo aukafjárveitingar, sem telja verður vafasamt að hefðu komizt í gegnum þingið við af- greiðslu fjárlaga. Síðastliðin fjögur ár hafa fjárlög farið fram úr áætlun á bilinu 7%—25,4%. Fjárveitingarvaldid í stjórnarrádinu? Spurningin sem vaknar er sú, hvort alþingismenn séu af þessari ástæðu að afgreiða frá sér mark- laust plagg, marklaus lög? Og sú spurning vaknar jafnframt hvort fjárveitingarvaldið sé í raun ekki í höndum Alþingis heldur einhverra embættismanna uppi í stjórnarráði? Fjárlagafrumvarpið er að sjálf- sögðu samið að fyrirsögn sitjandi fjármálaráðherra hverju sinni. Ör- fáir þingmenn í stjórnarliðinu koma þar nálægt, mikið eða lítið. En end- anlega eru það embættismenn sem vinna verkið. Þá er það líka athyglisvert, að sú nefnd Alþingis sem menn nefna gjarnan valdamestu nefnd Alþingis, fjárveitinganefnd, hefur núna svig- rúm upp á eitt til tvö prósent til þess að breyta fjárlagafrumvarpinu til hækkunar. Hér áður var svigrúm fjárveitinganefndar á bilinu 2—7%. Núverandi svigrúm táknar, að nefndin hefur yfir að ráða 250—500 milljónum króna. Dreifingin á afganginum af fjár- lögum, um 25 milljörðum króna, er ákveðin í fjármálaráðuneytinu. „Svakalegt ad heyra“ Þegar rætt er við embættismenn um þetta eru þeir allir á einu máli um að vinnubrögð við fjárlagagerð á íslandi séu broguð og raunar snar- gölluð. Frumkvæði Alþingis sé alltof lítið og raunar séu þingmenn ótrú- lega illa að sér um þessi mikilvæg- ustu lög sem þingið setur árlega. „Þetta var svakaleg lesning," sagði starfsmaður í stjórnarráðinu við HP eftir að hafa farið í gegnum fyrstu umræðuna um fjárlagafrum- varpið á þingi. „Það má segja, að það hafi verið einn maður sem kom með einhver efnisatriði inn í um- ræðuna og voru þess virði að ræða,“ sagði þessi sami maður og bætti við að aðrir hefðu drukknað í smáatrið- um. „Ég vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta." Þetta er þungur áfellisdómur um þingmenn þjóðarinnar. En aðalatriðið er ef til vill það hvers vegna í ósköpunum alþingis- menn eru að samþykkja fjárlög sem síðan standast ekki og var raunar staðreynd áður en lögin fóru í gegn- um þingið. Slíkt hefur oft gerzt. HP leitaði til Sigurðar Þórðar- sonar deildarstjóra í fjármálaráðu- neytinu, en hann hefur unnið að undirbúningi fjárlaga um langt skeið og þekkir vel til þessara mála. „Haldlítid plagg“ „í mínum huga er eitt meginsjón- armið efst á blaði. Mér finnst alveg ófært að þingið sé að afgreiða svona plagg, sem reynist svo vera jafn- haldlítið og raun ber vitni. Þetta er aðalatriði og sýnir í raun og veru hvað þingið er efnislega illa hæft til að sinna þessum málum og meta þau,“ sagði Sigurður. Sigurður benti á, að á árunum 1981, 1982 og 1983 hefði ríkisstjórn- in sett sér markmið sem voru óraun- hæf að því leyti að þá voru ekki gerðar aðrar ráðstafanir til þess að ná þessu marki á annan hátt. Til fróðleiks birtist hér útkoma síðustu fjögurra ára að þessu ári meðtöldu. Fjár- Niður- Mism. Ár lög staða í krónum % 1981 5.457 5.911 454 8,3 1982 7.809 9.324 1.515 19,4 1983 12.973 16.263 3.290 25,4 1984 18.284 19.570 1.286 7,0 Af þessari töflu sést berlega, að endanleg útkoma fjárlagadæmisins getur verið æði fjarri því, sem sam- þykkt var með pomp og prakt sem lög frá Alþingi. Þetta hefur þó stór- batnað, sé aðeins litið á árið í fyrra. „Óvidunandi, þvarg og vitleysa“ „Þegar síðan kemur að fram- kvæmdinni," segir Sigurður, „þá er það náttúrlega algjörlega óviðun- andi fyrir okkur að fá fyrirmæli frá Alþingi um að greiða þessa fjármuni samkvæmt plaggi sem er jafnóraun- hæft og raun ber vitni. Þetta hefur það náttúrlega í för með sér, að hér er unnin feiknainikil vinna til þess að endurmeta allt saman og lag- færa, auk alls kyns þvargs og vit- leysu," sagði Sigurður. Sigurður féllst á, að vitanlega mætti gagnrýna frumvarpið sem slíkt eins og það kæmi frá fjármála- ráðuneytinu og segja sem svo, að í því hafi ekki verið nægilega hald- góðar upplýsingar handa þing- mönnum. Þessu hafi Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra viljað breyta og „bandormurinn" frá því í vor (lögin um sérstakar ráðstafanir í efnahagsmálum) hafi á vissan hátt verið svar við því. „Það á við rök að styðjast og það má gagnrýna það, að málin hafi ekki verið metin á raunhæfan hátt,“ sagði Sigurður, en bætti við: „A hinn bóginn má svo segja, að þingið hafi ekki gert nægilegar kröfur og sé jafnvel ekki hæft til þess að koma í veg fyrir að við embættismennirn- ir komumst upp með að skila þeim tölum, sem voru í fjárlagafrumvarp- inu í fyrra." Sigurður vildi lítið ræða um póli- tískan þrýsting á embættismenn að skila af sér óraunhæfum tölum, óraunhæfu frumvarpi. „Við reynum sífellt að bæta vinnubrögð okkar og það er ein leiðin til úrbóta. Hin er sú, að þingið reyni að bæta sinn þátt með því að gera sig hæft til að ræða þessi mál á einhverjum vitrænum grunni." Kjartan Jóhannsson alþingismað- ur vildi ekki taka undir það, að fjár- veitingarvaldið væri uppi í fjármála- ráðuneyti. Stjórnarsinnar hverju sinni hefðu sína fulltrúa sem ynnu að málinu; þeir þingmenn ásamt ráðherra héldu viðkomandi þing- flokkum upplýstum og í raun væri meginafstaðan til fjárlagafrum- varpsins niðurnjörfuð, þegar það bærist þinginu. „Vísvitandi blekkingar — ad hluta til“ Um það hvort fjárlagafrumvarpið væri haldlítið plagg, eins og Sigurð- ur segir, sagði Kjartan: „Ef verðbólguforsendur frum- varpsins eru rangar, og þær eru allt- af rangar niður á við, þ.e. verðbólg- an er alltaf hærri en gert er ráð fyrir, þá er spurningin hvort farið var fram úr því, sem var verðlagsfor- sendan." En ef reiknitalan er of lág og allir eru sammála um að verðbólga verði meiri en frumvarpið gerir ráð fyrir, eins og við höfum dæmi um, eru þetta þá vísvitandi blekkingar? „Auðvitað eru það að hluta til vís- vitandi blekkingar, en að hinu leyt- inu má líta svo á að þetta geti verið aðferð stjórnarinnar til þess að beita aðhaldi þannig að það verði enn meiri tregða í kerfinu til að greiða umfram þær tölur sem eru í fjárlög- unum meðal annars. Þetta eru menn að gera til þess að bjarga sér,“ sagði Kjartan Jóhannsson. Þá benti Kjartan á, að í raun skorti langtímastefnu við gerð fjárlaga. Ymis stefnumál flokkanna væru þess eðlis, að hugmyndir sam- kvæmt þeim ættu heima í þarnæsta fjárlagafrumvarpi en ekki því sem Alþingi var að afgreiða frá sér fyrir árið 1985. En hvernig sem allt veltur, þá hef- ur dregið verulega úr hækkun um- fram fjárlög, einkum og aðallega vegna lækkandi verðbólgu, sem að vísu fer hækkandi aftur nú um sinn. Og áfram munu aukafjárveitingar tíðkast og reynast nauðsynlegar til þess að leysa brýn mál, eins og sundlaugarmál sendiherrans í Washington. Þegar það var gert var jafnframt leyst annað vandamál í Washington, en það voru húsnæðis- mál sendifulltrúa íslands þar og staðgengils sendiherrans. Utanríkis- ráðuneytið fékk aukafjárveitingu til að kaupa bústað fyrir sendifulltrú- ann í Bethesda, útborg Washington, sem er innan marka Marylandfylk- is. Það hús kostaði samkvæmt auka- fjárveitingunni 10 milljónir 583 þús- und krónur. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.