Helgarpósturinn - 28.03.1985, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 28.03.1985, Blaðsíða 7
Helgarpósturinn fjallar um ávísanafals — og reynir sjálfur... HVAÐfl SNEPILL SEM ER VIRÐIST GJALDGENGUR Undanfarna mánuöi nánast flóð falsaóra ávísana Fimm eyðublöö fyrir áfengisflösku Geta svikið út stórfé á skömmum tíma Yngsti ávísanafalsarinn — 9 ára eftir Eddu Andrésdóttur myndir Jim Smart í dag fjallar Helgarpósturinn um ávísanafals, sem hefur aukist stórlega síðustu mánuði. „Þaó er auðveldasta leióin til að komast yfir peninga,“ segir Rannsóknar- lögreglan. „Nánast hvaða pappírssnepill sem er viróist gjaldgengur.“ Nú er svo komið að óútfyllt eyðublöð ganga kaupum og sölum meðal unglinga; fimm blöó fyrir eina flösku af áfengi. „Bankamir fara ekki eftir eigin reglum“ og „algert andvairaleysi verslana“ segja viðmælendur HP meðal annars. Fólk álítur þaó oft freklega móðgun að þurfa að framvísa skilríkjum meó ávísunum, og afgreiðslufólk reynir að foróast það. En dæmin um þær fölsuóu ávísanir sem teknar hafa verið góðar og gildar, og HP segir frá í dag, eru nánast ótrúleg. En hversu auóveldur er leikurinn? Helgarpósturinn fór á stúfana með tvær falsaóar ávísanir. Önnur þeirra var nokkuð traustvekjandi, vélrituð með tilbúnu nafni fyrirtækis: A.U.L. hf. Upphæóin: 2.562 - Við reyndum tvo stórmarkaði. í þeim fyrri var farið fram á framsal. „Viðskiptavinurinn“ skrifaði „Guðjón Jónsson“, heimilisfang og nafnnúmer aftan á ávísunina. En afgreiðslustúlkan var glögg. Hún kom strax auga á að fremstu stafir í nafnnúmeri fóru ekki saman við fyrsta staf fomafnsins. Hún kvaðst þurfa að sýna verslunarstjóra þessa ávísun. í öómm stórmarkaði gengu viðskiptin átakalaust, enda búió aó breyta nafnnúmerinu í samræmi við fýrri reynslu. „Guójón“ keypti fyrir tæpar þúsund krónur, var ekki beóinn um skilríki við kassann, og hefói þess vegna getað gengið út með vömr og peninga sem hann fékk til baka. Sem sagt, ekkert mál. Svo var það hin ávísunin; illa skrifuð og undirritun nánast ólæsileg. Ávísunin hljóðaói upp á sex þúsund krónur. Enn var farió í stórmarkað. „Guójón“ tíndi bleijur, mjólk, sykur og hveiti í körfu og fór síóan að kassanum. Fyrir þetta átti hann að greiða rúmar sex hundrað krónur. Hann rétti afgreióslustúlkunni ávísunina. „Ertu með skilríki?“ spurói hún. „Nei,“ svaraði „Guðjón“ að bragöi. „Þetta em fyrirframlaun sem ég var að fá frá vinnuveitanda mínum, ferming framundan og svona...“ Stúlkan hikaói, virti ávísunina fyrir sér stutta stund, leit á framsalió og stakk henni síóan í kassann og „Guójón fékk rúmar fimm þúsund krónur til baka! Þetta vom ávísanir sem vom búnar til í snarhasti á Helgarpóstinum, og það verður ekki annaó sagt en það hafi reynst lygilega auóvelt aó selja þær. HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.