Helgarpósturinn - 28.03.1985, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 28.03.1985, Blaðsíða 11
miði að því að takmarka verksvið hans og pólitískt vald. Skipulags- breyting af því tagi gæfi eðlilega til- efni til að skipta um menn í brúnni um leið. Hér er því um að ræða tillögur um kerfisbreytingu og varða persónu Jóhannesar Nordals á engan hátt. Frú Valgerður segist vera þeirrar skoðunar, að formaður Alþýðu- flokksins sé ekki kerfisandstæðing- ur. Þeir sem kynnt hafa sér hina ítar- legu stefnuyfirlýsingu seinasta flokksþings (Hverjir eiga ísland?) og heyrt málflutning Jóns Baldvins fyr- ir þeirri stefnu, hljóta að vera henni ósammála og eiga auðvelt með að rökstyðja það. Dæmi úr stefnuyfir- lýsingunni: „Svar Alþýðuflokksins við spurn- ingunni um, hvort tryggja megi efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar og lífskjör sambærileg við grann- þjóðir byggir á þessum undirstöð- um: Aö brjóta niður hið spillta póli- tíska ríkisforsjár- og skömmtunar- kerfi kerfisflokka og hagsmunasam- taka í sjóðakerfi og lánastofnunum. Ad létta „velferðarkerfi fyrirtækj- anna“ af herðum skattgreiðenda." Stefnuyfirlýsingin í heild er ótví- ræð sönnun þess, að Alþýðu- flokkurinn er andvígur óhóflegri ríkisforsjá, beinni íhlutun ríkis- valdsins um málefni atvinnuvega og einstakra fyrirtækja, fylgjandi sam- keppni á markaði og dreifðu efna- hagsvaldi í fjölbreytilegum rekstrar- formum. Þaö var einmitt vid valda- töku Jóns Baldvins í Alþýduflokkn- um, sem tekin voru af tvímœli um þessi grundvallarsjónarmiö flokks- ins. Milli Alþýðuflokksins og Banda- lagsins er því enginn málefna- ágreiningur að því er varðar and- stöðu við ríkisforsjá, núverandi stjórnkerfi og embættismannavald. Tillöguflutningur alþýðuflokks- manna á þingi tekur af öll tvímæli í þessu efni. Þessi rök duga því ekki til að rökstyðja sjálfstæðan tilveru- grundvöll Bandalagsins í íslenskri pólitík — einfaldlega vegna þess að þessi rök standast ekki. Frú Valgerður vandar réttilega um við spyril sinn fyrir „allt þetta tal um svokallað „lausafylgi", þegar spyrillinn segir að svo virðist „sem Jón Baldvin hafi sópað upp slatta af því?“ Orðalag spyrilsins er óviður- kvæmilegt og villandi og frú Val- gerður segist réttilega vera á móti slíkri orðanotkun. Hún segir: „Fólk er skynsemdarverur og sem betur fer lætur það ekki bjóða sér það að vera fætt inn í einhvern stjórnmála- flokk og kjósa hann alla sína ævi, sama hvað hann gerir. Hins vegar vilja flokkseigendur tala um „lausa- fylgi". Það er afskaplega mikið virð- ingarleysi við kjósandann. Kjósend- ur eru vitsmunaverur, sem standa frammi fyrir því í kosningum — eða ættu að gera það — að hafa um ein- hverja kosti að velia." Enn er ég fullkomlega sammála. Spyrillinn veit greinilega ekki hvað hann er að tala um, og tilheyrir þó væntanlega engu „flokkseigendafé- lagi“. Lítum t.d. á fylgisaukningu Al- þýðuflokksins á undanförnum mán- uðum. Ef miðað er við 5 seinustu skoðanakannanir hefur fylgi flokks- ins frá því í október '84 vaxið úr 6,2% í 20-24% eða ca. fjórfaldast. Hver segir að þetta sé „lausafylgi"? Ef átt er við, að þessir kjósendur hafi ekki áður kosið aðra flokka, þá er það augljóslega rangt. Kosninga- þátttaka á íslandi er yfir 90%. Reyndar liggur fyrir, að Alþýðu- flokkurinn hefur unnið fylgi meðal fyrrverandi kjósenda allra annarra flokka nema Kvennalistans, þ.á m. Bandalags jafnaðarmanna (skv. NT ætlar þriðji hver kjósandi BJ í sein- ustu kosningum að kjósa Alþýðu- flokkinn næst). Það er því gersamlega út í hött að tala hér um „lausafylgi". Og það er laukrétt hjá frú Val- gerði, að kjósendur eru „skynsemd- arverur". Að lokum ein spurning til frú Val- gerðar: Hvernig má það vera, að fjórum sinnum fleiri skynsamir kjósendur ætla að kjósa Alþýðuflokkinn næst skv. skoðanakönnunum — eftir að Jón Baldvin tók við flokksforyst- unni, ef hann er „bara djók“ á „trúðsferð um landið"? Er frú Valgerður virkilega innst inni haldin þeim menntahroka, að kjósendur — aðrir en hún og kjós- endur Bandalagsins — séu fífl, sem láti blekkjast af djókerum og trúð- leikum? Aðeins önnur hvor skoðunin get- ur verið rétt. Með þökk fyrir birtinguna. Bjarni Pálsson, kennari viö Fjölbrautaskólann í Garöabæ. veitinga í notalegu umhverfi Okkar er ánœgjan að bjóða yður til borðs í sérstœðu umhverfi í hjarta borgarinnar, þar sem þér njótið þjónustu og góðra veitinga. Sérstakur morgunverðarseðill er frá kl. 8:30 -11:00 og síðdegis eru á boðstólum kaffiveitingar auk smá- rétta. í hádegi og á kvöldin bjóðum við Ijúffengar máltíðir, þ.á.m. fjöl- breytta sjávarrétti sem eru okkar stolt. Bankastræti 2 Sími 144 30 Opið 8:30-23:30 alla daga Leigjum út veislusalina Litlu-Brekkuog Há-Brekku H/TT LdkhúsiÖ Nú er tækifæri! Tæplega fimmtíu sinnum er búið að sýna Litlu hryllingsbúðina — ávallt fyrir fullu húsi við frábærar undirtektir ungra sem aldna. Við hjá Hinu leikhúsinu hörmum að geta ekki annað eftirspurn á miðum á þessu fyrsta verkefni leikhússins, en vonum að allir þeir sem ekki hafa enn fengið miða sýni bið- lund og hafi samband við okkur. Sýningar næstu vikur verða sem hér segir: 48. sýning 28. mars fimmtudag kl. 20.30 49. sýning 29. mars föstudag kl. 20.30 50. sýning 30. mars laugardag kl. 20.30 51. sýning 31. mars sunnudag ki. 20.30 52. sýning 1. apríl mánudag kl. 20.30 53. sýning 2. apríl þriðjudag kl. 20.30 54. sýning 3. apríl miðvikudag kl. 20.30 55. sýning 8. apríl mánudag kl. 20.30 56. sýning 11. apríl fimmtudag kl. 20.30 57. sýning 12. apríi föstudag kl. 20.30 58. sýning 13. apríl laugardag kl. 20.30 Sjö dögum fyrir sýningu. . . Viku fyrir hverja sýningu sendir skrifstofa Hins leikhússins einstaklingspantanir og óráð- stafaða miða í miðasölu Gamla Bíós. Þar er sími 91-11475 og opið frá 14 til 19, nema sýningar- daga, þá er opið allt þar til sýn- ingin hefst. Hópar og starfsmannafélög Hitt leikhúsið tekur á móti slíkum pöntunum í síma 91-82199. Að jafnaði er hægt að afgreiða pantanir langt fram í tímann, við tökum á móti pönt- unum frá 10 til 16 alla virka daga. Þessar pantanir á að sækja á skrifstofu okkar í Skeifunni 17 — Ford-húsinu — þriðju hæð. Skólaferðir á Litlu hryllingsbúðina! Skólafólk nýtur sérstaks afsláttar á söngleikinn okkar. Þeim pönt- unum skal komið til skila í síma 91-82199 frá 10 til 16 alla virka daga. Miðaverð! Þetta er verðið á miðunum á Litlu hryllingsbúðina: Niðri: 1. til 12. bekkur 590 kr. 13. til 15. bekkur 500 kr. Uppi: Stúkur og 1. bekkur 690 kr. 2. til 4. bekkur 500 kr. 5. til 8. bekkur 300 kr. Föstudagssýningar Við tökum ekkert frá á föstu- dagssýningar 29. mars og 12. apríl. Þær verða allar til sölu í miðasölunni í Gamla Bíói mánu- dag fyrir sýningu! Athugið! Ósóttar pantanir eru seldar þrem dögum fyrir sýningu. Sækið pantanir á tilsettum tíma, annars verða þær seldar öðrum. d SÍMGREIOSLA MEÐ VISA MIOAR GEYMOIR ÞAR TIL SYNING HEFST A ABYRGO KORTHAFA HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.