Helgarpósturinn - 28.03.1985, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 28.03.1985, Blaðsíða 20
lEÍiins og mönnum er í fersku minni burstuðu Víkingar Evrópu- meistara Barcelona í Laugardals- höllinni á sunnudag og eru þar með komnir með annan fótinn í úrslita- leikinn um Evróputitil. Seinni leik- urinn er að vísu eftir og fer hann fram á laugardag. Bogdan þjálfari Víkinganna hugðist að sjálfsögðu nýta tímann vel fram að seinni leiknum og var m.a. búið að setja á dagskrá æfingu á þriðjudagskvöldið síðasta. En þegar Víkingarnir mættu í Laugardalshöllina á þessa mikilvægu æfingu stóð óvart yfir leikur í 1. deild kvenna í handbolta og þar með gat ekkert orðið af æf- ingunni. Þarna höfðu orðið mistök hjá HSÍ og bókunarmönnum Hallar- innar og urðu Víkingarnir fjúkvond- ir og Bogdan verstur, enda búinn að liggja í tvo daga yfir vídeóspólum og leikkerfum og æfingaprógrammi fyrir þessa síðustu viku fyrir leikinn mikilvæga. En að sjálfsögðu var ekki hægt að stöðva kvenfólkið í leiknum og þurftu því Víkingarnir að snúa við, snúðugir að vonum. .. u ■ ú á næstunni leggja Ríó tríó og hljómsveit Gunnars Þórð- arsonar land undir fót og halda til Færeyja. Þar mun hópurinn skemmta Færeyingum og koma fram á mikilli hátíð, þegar Ungfrú Færeyjar verður valin. Leiðin liggur frá Broadway í Breiðholtinu til Dall- as í Þórshöfn. Dallas er nafnið á heilmiklum skemmtistað í Þórs- höfn... i^Íl^^önnum er það í fersku minni, þegar Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra fór á Ólympíuleikana í Los Angeles og var með kábojhatt í mánuð. Þá var hann sakaður af andstæðingum sín- um í pólitíkinni um að fara af landi beinlínis til að flýja vandamálin heima fyrir. Þess vegna þótti ýms- um það skjóta svolítið skökku við að lesa þau orð, sem Morgunblaðið hafði eftir Steingrími um yfirlýsingu Fridriks varaformanns í síðasta Helgarpósti, þar sem hann sakaði Friðrik m.a. um þann aulahátt að vera með yfirlýsingar vegna þess að hann væri að fara af landinu og þyrfti1 því ekki að svara fyrir sig. Friðrik átti sem sé að vera að flýja af hólmi eins og Steingrímur forðum! Annars voru viðbrögð forsætisráðherra á þann veg, að menn urðu enn vissari í sinni sök um haustkosningar. Steingrímur, sem venjulega hefur gott lag á sjálfum sér og lætur ekki æsa sig um of, fór svo langt yfir strikið í ummælum sínum, að það var augljóst, að Friðrik hafði komið við kaunin á honum og „hagsmuna- klúbbnum" Framsókn... PARKET Nýtt Nýtt Einu sinni enn er Tarkett-parket í far- arbroddi í parket-framleiðslu. • Á markaðinn er nú komið parket með nýrri lakkáferð, sem er þrisvar sinnum endingarbetri en venjulegt lakk. • Veitir helmingi betri endingu gegn risp- um en venjulegt lakk. • Gefur skýrari og fallegri áferð. • Betra í öllu viðhaldi. • Komið og kynnið ykkur þessa nýju og glæsilegu framleiðslu frá Tarkett. • Alger bylting á íslenska parket-markað- inum. Harðviðarval hf., Skemmuvegi 40, Kópavogi, sími 74111. Festið minningarnar á myndband Yfirfærum allar tegundir kvikmynda og „slides“ á myndbönd. Texti og tónlist sett með ef óskað er, tökum einnig að okkur að yfirfæra myndbönd úr N.T.S.C./SECAM kerfum í PAL. Nánari upplýsingar veittar í síma: 46349. Góð kaup NÝSLÁTRAD SVÍN AKJÖT: Svínalæri: 275 kr. kg Svínabógur: 270 kr. kg Svínakótilettur: 455 kr. Icg Svínahnakki úrb.: 355 kr. kg Svínaschnitzel: 425 I<r. kg Svínahakk: 235 kr. kg ÞESSI VERÐ ERU LANGT UNDIR HEILDSÖLUVERÐI. GERID GÓD KAUP. ’bpið til kl. ■ laugardaga Visa- og kreditkortaþjónusta KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalsek 2. $. 6-86511 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.