Helgarpósturinn - 28.03.1985, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 28.03.1985, Blaðsíða 28
II I Hirti Pálssyni hefur nú verið sagt að fara frá Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í kjölfar ágreinings, sem upp kom vegna yfirgangs fyrrverandi forstöðumanns hússins. Sá er Dani og mun hann hafa stjórnað rekstri hússins í blóra við Hjört í gegnum tvo starfsmenn hússins. Nú velta menn vöngum yfir því hvað Hjörtur hyggist fyrir. Víst er talið, að hann komi heim til íslands, en vafasamt að hann taki aftur við starfi sínu sem dagskrárstjóri útvarps í bráð. Þegar Hjörtur var ráðinn til Færeyja af Norðurlandaráði fékk hann, eins og vant er í slíkum tilfellum, fjögurra ára leyfi frá störfum hjá útvarpinu og eftirmaður hans var ráðinn til fjögurra ára. Þess vegna þykir mönnum ekki ólíklegt að Norðurlandaráð verði að taka á málinu, þar sem því beri siðferðileg skylda til að sjá til þess að Hjörtur standi ekki uppi atvinnulaus vegna einhvers vandræða-Dana i Færeyj- um... TÍveir af þremur eigendum Duus-húss vilja selja sinn hlut í fyrir- tækinu. Það eru þau Valdimar Jó- hannsson sem nú er framkvæmda- stjóri Al-prents og Alþýðublaðsins, og Lára Lárusdóttir (Lárusar Jó- hannssonar). Þriðji eigandinn, Sig- fríð Þórisdóttir, mun hins vegar ekki selja. Nú eru kaupendur komn- ir að 66 prósentunum, þau hjónin Kjartan Sveinsson arkitekt og Hrefna Kristjánsdóttir. Duus-hús er því á góðri leið með að verða eitt fjölskyldufyrirtæki, því að Sigfríð er dóttir Hrefnu en faðirinn er Þórir Jónsson í Ford-umboðinu.. . |k| ■ ú fer hver að verða síðastur að sjá Eddu Heiðrúnu Bachman leika í Litlu hryllingsbúðinni. Edda er nefnilega búin að festa sig í hlut- verk í kvikmynd sem tekin verður upp hérlendis innan tíðar. Hér er um að ræða vestur-þýskt kvik- myndafyrirtæki sem hyggst gera kvikmynd í samráði við íslenska að- ila og höfum við heyrt að leikhópur- inn Svart og sykurlaust sé með í þeim ráðagerðum. Edda mun byrja vinnu við kvikmyndina 12.-13. apr- íl og mun þá víst að sýningarnar á Hryllingsbúðinni dagana 18. og 19. apríl verða síðustu sýningar Eddu í hlutverki Auðar. Kvikmyndin sem Vestur-Þjóðverjarnir framleiða verður tekin að hluta til á Islandi og þá aðallega undir Jökli. Mesti partur myndarinnar verður þó filmaður á Ítalíu. Hitt leikhúsið mun nú vera á harðaspani í leit að nýrri leikkonu sem fyllir skarð Eddu í Hryllings- búðinni... Gerber w barnamatur gæðanna vegna Fimmtíu ára reynsla og 70% markaðshlutfall í USA segir meira en mörg orð um Gerber barnamat- inn. Venjuleg fæða er of bragðmikil eða skortir næringarefni, sem ungbörn þurfa á að halda til að dafna og þroskast eðlilega. Eftir áratuga rannsóknir færustu sérfræðinga hefur Gerber tekist að framleiða, úr bestu hráefn- um, mikið úrval af auðmeltanlegum og bragð- góðum barnamat, með réttum næringar- efnahlutföllum. Gerber gæðanna vegna það geta 30 milljón mæður staðfest. Einkaumboð cM-nxeriókay simi 82700 Sumir farþegar Arnarflugs greiða hærri fargjöld en aðrir. Það eru til dæmis þeir sem þurfa að fara til útlanda í viðskiptaerindum og geta ekki notfært sér Apex fargjöld eða „helgarpakka". Arnarflug vill nú veita þessum aðilum aukna þjónustu, sem þeir fá með því að verða félagar í Arnarflugsklúbbnum. Félagar í klúbbnum geta allir þeir orðið sem ferðast á annafar- gjaldi eða hærra fargjaldi a.m.k. einu sinni á ári. Þátttak- an kostar ekkert að öðru leyti. gang að sérstökum inn- skráningarborðum (checkin counters) á flugvellinum. Utan flugvallarins fá þeir betri þjónustu og umtals- verða afslætti hjá hótelum, bílaleigum í Hollandi og Sviss og fleiri fyrirtækjum. Unnið er að því að fjölga stöðum sem veita afslætti og verður tilkynnt um það í sérstökum fréttabréfum sem klúbbfélagar fá send. Nánari upplýsingar á sölu- skrifstofum Arnarflugs og hjá ferðaskrifstofunum. Félagar fá kort sem veita þeim aukna þjónustu á Schiphol flugvelli, í Amster- dam. Þeir fá þar aðgang að sérstakri setustofu, þar sem er vinnuaðstaða og ókeypis veitingar. Þeir fá einnig að- ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477. 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.