Helgarpósturinn - 28.03.1985, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 28.03.1985, Blaðsíða 23
ÍE^ns og sjá má í blaðinu í dag varð talsvert veður út af viðtali HP við Ingibjörgu Guðmundsdóttur, fyrrverandi starfsmann Útsýnar, sem birtist í síðasta blaði. Daginn eftir að viðtalið birtist var Ingibjörg kölluð inn á kontór sölustjórans Arnar Steinsen og henni sagt að hún hefði klukkutíma til að koma sér af vinnustað. Skýringin á hinni skyndilegu brottvikningu var orðuð eitthvað á þá leið, að yfirmenn Út- sýnar kærðu sig ekki um að „fólk af götunni kæmi inn til að sjá þessa Ingibjörgu Guðmundsdóttur...“ í framhaldi af þessu getur HP upplýst að Ingibjörg er nú þegar búin að fá nýtt starf og er það hjá fiskheildsölu- fyrirtaeki i næsta nágrenni við skrif- stofu Útsýnar. . . hjá sjónvarpinu. Það eru þau Þor- steinn Jónsson kvikmyndagerð- armaður og Jóna Finnsdóttir skrifta hjá sjónvarpinu, sem talin eru líklegust til að fá starfið. Raunar þykir flestum Iiggja í augum uppi að Þorsteinn fái það, þaulvanur kvik- myndagerðarmaður. En í útvarps- ráði var víst eitthvað maldað í mó- inn vegna Þorsteins. Málið er á dag- skrá útvarpsráðs á morgun, föstu- dag. Annars má geta þess í leiðinni, að á mánudaginn var Þorsteinn Jónsson kjörinn formaður FK, Fé- lags kvikmyndagerðarmanna... Í^Sins og við sögðum frá í HP í síðustu viku, er Jón Karlsson framkvæmdastjóri bókaklúbbsins Veraldar á förum frá fyrirtækinu. Hins vegar mun Jón ekki halda til starfa hjá bókaforlaginu Iðunni eins og blaðið drap á, heldur mun hann hafa í hyggju að starfa við auglýs- ingafyrirtæki sitt, Octavo. Forystu- menn Veraldar leita nú logandi ljósi að nýjum framkvæmdastjóra... að var einhver, sem sagði sem svo, að með nýjum lögum um reykingavarnir væri verið að skipta þjóðinni i tvennt og jafnframt væri verið að gera þá sem reykja að ein- hvers konar annars flokks borgur- um í þessu landi. Þetta kemur aðal- Iega fram í því, að reykingafólki er gert að reykja ekki þar sem það reykti gjarnan áður. Reykingamenn hafa reynt að taka þessu með um- burðarlyndi og ró. En nú leyfa sumir sér að ganga fulllangt og stimpla reykingamenn nánast sem eitur- lyfjasjúklinga eða dagdrykkju- menn. Þetta sést best af auglýsingu, sem birtist í Morgunblaðinu um síð- ustu helgi, þar sem auglýst er eftir „reyklausum ritara“, hvað svo sem það þýðir. Og í texta auglýsing- arinnar segir: „Aðili (sic!) sem reykir ekki gengur fyrir." Jafnréttið á fullu eða hitt þó heldur... essi saga barst til okkar að norðan. Einhverju sinni sátu nokkr- ir matarfélagar að snæðingi á Súlnabergi, kaffiteríu Hótels KEA. Einum þeirra þótti maturinn sem hann pantaði eitthvað skrýtinn á bragðið og kvartaði við afgreiðslu- stúlkuna. Hún gekk að borðinu, vopnuð hníf og gaffli, skar sér bita og kvað upp þann dóm, að matur- inn væri alls ekkert vondur. Aum- ingja maðurinn kvartaði samt og þá kallaði starfsstúlkan til aðra út eld- húsinu og gerði hún siíkt hið sama og sagði að víst væri þetta ágætis matur. Þeim vinkonum varð ekkert haggað og þar við sat. Viðskiptavin- urinn gekk hins vegar út í fússi enda ekki mikið eftir af þessum „góm- sætá' mat á disknum hans... „Gott er að eiga hauk í horni" Nú er aldeilis kominn tími til að kíkja inn á veitingastaðinn Við bjóðum upp á: H Nýjan matseðil, fljóta og Jf/ góða þjónustu og MV kráarstemmningu á kvöldin. V LÁTTU ÞIG EKKI VANTA. HEITUR MATUR í HÁDEGINU - KRÁARSTEMMNING Á KVÖLDIN Haukur í horni veitingahús Hagamel 67 Síml 26070 E HBins og HP skýrði frá um dag- inn er ágreiningur í stétt ljósmynd- ara vegna löggildingarspursmála og hæfileika. Ljósmyndarafélagið er ósátt við það, að blaðaljósmyndarar meðal annarra skuli taka stöku aug- lýsinga- eða tískumynd, og þeir hafa jafnvel amast við hreinum áhuga- mönnum, sem hafa tekið stöku verkefni í litlum mæli. Þannig eru þeir ósáttir við Snorra Snorrason flugmann og ljósmyndara, sem fékk Sigurð lagaprófessor Líndal til að kanna lagarök í málinu. Á nýlegum aðalfundi Ljósmyndarafélagsins var m.a. fjallað um álitsgerð Sigurðar og hún dæmd ekki marktæk. Úr hópi ljósmyndara utan Ljósmyndarafé- lagsins heyrum við, að í kvöld, fimmtudag, verði undirbúnings- fundur að stofnun sérstaks félags þessa hóps og er hvatinn að stofnun- inni „hótunarbréf" Ljósmyndarafé- lagsins, eins og það er túlkað... A,—. greiðslu í útvarpsráði á umsóknum vegna starfs dagskrárgerðarmanns SfflflRT HÁRSNYRTISTOFA Sflrtrtrff Nýbýlavegi 22 Sími: 46422 - Kópavogi - srnaKT Veitum alla hársnyrtiþjónustu DÖMU-, HERRA- OG BARNAKLIPPINGAR DÖMU- OG HERRA PERMANENT LITANIR - STRÍPULITANIR - NÆRINGARKÚRAR NÆG BÍLASTÆÐI Kanntu táknmál næturirfsins ? Suf YPSÍLDN PnrStU(**Zlir Dar>sflokk . SKöTBK ^^ndiI?$banns££Se fyrÍT D°ur) i 7 I úskusýnmgU' at- vtoutt ' , ; \r iVUpP^' , oriö ttatu Át\»0usto3 Cbatupa:|\1 2l"03' tí.^°&ggesú. OP\ðW íyntattaS KRM*5 ^da o& skap. t’01 pianótö- l8-03. s«nnucfasur ^stórkDlSKÖ^ ' ed störeLji, UQ(J í V /Yj oU. ír"” St °8 for ák^N "°J' Ste,r>Unn r^krar,ni. p Smiöjuvegi 14d, Kópavogi. Vió hliðina á Smiðjukaffi. Býöur nokkur betur? HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.