Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 12.09.1985, Qupperneq 8

Helgarpósturinn - 12.09.1985, Qupperneq 8
Rætt við breska miðilinn Eileen Roberts: ÍSLENDINGAR NÆMIR OG OPNIR ,,Jú, íslendingar eru mjög næmir og opnir fyrir yfirskilvitlegum hlut- um. Saga þjóðarinnar ýtir ef til vill undir það. En þessi næmni getur í sumum tilvikum verið varasöm. Það þarf oft lítið út af að bera, til að hið nauðsynlega jafnvægi hugans fari úr skorðum. Þessi hætta á ójafn- vægi leiðir aftur til þess, að íslend- ingum er hætt við að misnota lyf og áfengi. En mér líkar vel við Islend- inga. Þeir eru opnir og vingjarnleg- ir, þegar þeir hafa gefið færi á sér." Það er Eileen Roberts, breski miðillinn sem staddur er hér á landi um þessar mundir, sem þetta segir. Eileen hefur komið hingað til lands á hverju ári frá 1978 og haldið skyggnilýsingarfundi þar sem á annað hundrað manns eru saman- komnir og eins hefur hún haldið fá- mennari fundi, eiginlega miðils- fundi. — Er áhuginn mikill á dulrœnum fyrirbœrum hérlendis? „Já, hann er mikill. En skilningur- inn og þekkingin á þessu mætti vera meiri. Ég nefni sem dæmi, að á skyggnilýsingarfundinum sl. þriðju- dagskvöld gekk stúlka í salinn hálf- tíma eftir að fundur hófst. Ég var þá að miðla upplýsingum til konu úti í salnum frá ættingjum að handan. Þessi stúlka gekk hins vegar rakleið- is þvert á sjóniínu okkar og ef ég hefði ekki beitt mér, hefði allt eins getað farið svo, að sambandið hefði rofnað. Það gerðist þó ekki. Ég nefni þetta aðeins sem dæmí um það, að fólk hefur kannski ekki nægilega mikinn skilning á því, sem þarna er um að ræða.“ — Nú kom það fram á tilgreind- um skyggnilýsingarfundi þínum, að meirihluti fundarmanna hafði aldrei áður sótt fundi af þessu tagi. Er þetta merki þess að áhugi fólks fari vaxandi á dulrœnum ogyfirskil- vitlegum hlutum? „Það skal ég ekki fullyrða. Hitt er rétt að hér á landi og víða um heim, en ég hef víða farið og haldið fundi, fer fjölgandi ungu fólki, sem er að leita að friði og andlegum krafti. Vill fá leiðsögn og verða betri mann- eskjur." Skil þá sem efast — En tœpast er það þannig, að allir trúi blint á það sem þú hefur fram að fœra. Hvernig bregst þú við, þegar vantrúaðir koma að þér og segja hreinlega: þetta er svindl, þú hlýtur að nota einhver bellibrögð, þú ert ekki í neiriu sambandi við framliðna? „Ég er lögfræðingsdóttir og því kemur mér það ekki á óvart þótt fólk sé jarðbundið og hugsi á þröng- an, rökrænan hátt. Ég skil þvi af- stöðu fólks sem efast. Móðgast ekki. Hins vegar leitast ég ekki sérstak- lega við að sanna fyrir þessu fólki að það sem ég er að gera sé raunveru- iegt. Stundum er þetta fólk ekki móttækilegt fyrir slíku, myndi ekki trúa þótt sannanir væru bornar á borð þess. Aftur á móti hika ég ekki, ef ég verð þess vör að fólk að hand- an vill koma skilaboðum til þessa fólks. Þá kem ég þeim á framfæri, þótt í grýtta jörð falli ef til vill í fyrstu." — En vœri ekki hugsanlegt að þú gœtir undirbúið skyggnilýsingar- fundi mjög rœkilega, aflað upplýs- inga um fólk sem örugglega kœmi og þannig flutt vel œfðan leikþátt sem slœgi í gegn? „Sennilega væri þetta mögulegt, ef ég væri með skyggnilýsingarfund í litlum enskum bæ, þar sem ég þekki vel til. En hér uppi á íslandi — það er ómögulegt. Ég kem hér um nokkurra daga skeið í hvert sinn, tala ekki tungumálið, get ekki einu sinni lesið íslensku símaskrána, enda mörg íslensku nöfnin erfið í framburði. Nei, þetta væri gjörsam- lega ógerlegt hvernig sem á það er litið." — En gœtir þú ekki lesið hugsanir fólks, sem í salnum vœri og þannig gripið upp fróðleiksmola og notað? „Nei, það stenst ekki heldur. Hvernig gæti þá staðið á því, að ég flyt fólki upplýsingar, sem það kannast ekki við — a.m.k. ekki í fyrstu? Það er algengt að fólk úti í sal kveiki ekki á perunni og átti sig ekki á þeim skilaboðum, sem ég flyt því frá ættingjum eða vinum að handan. En ættingjarnir halda fast við sitt og ég veit að það sem þeir segja er rétt. Og langoftast er það svo, að fólk á fundunum áttar sig um síðir, jafnvel mörgum dögum siðar. En þetta sýnir að hugsanalestur kemur ekki til greina." — En lestu hugsanir? „Ég get sagt þér það, að fyrir hef- ur komið að ég sit á milli tveggja ís- lenskra manna í matarboði og þeir ræðast við á islensku. Ég skil vitan- lega ekki eitt einasta orð, en ég get skynjað umræðuefnið og því er það stundum að ég blanda mér i umræð- ur og segi, nei, þetta er ekki rétt, þetta er svona eða hinsegin. Þá skil ég ekki það sem sagt er, en ég skynja það. Það er nefnilega þann- ig, að þótt við Englendingar höfum orðið house, þið eitthvað annað yfir house (hús), Frakkarnir le maison o.s.frv., þá er hugsun allra gagnvart hugtakinu hús hin sama. Einmitt með þeim hætti skil ég skilaboð frá framliðnum íslendingum sem tala aðeins íslensku, en vilja koma skila- boðum til ættingja sinna á fundum.“ Grét af þakklœti — Ertu sífellt í sambandi við aðra heima? Sérðu framliðna á kreiki í kringum lifandi fólk á hverri mín- útu? „Nei, nei, þannig er þetta ekki. Ég get opnað og lokað dyrum í þessu sambandi. Ég hef hins vegar stund- að opinberlega miðilsstörf um 38 ára skeið og hef lært að lifa með þessum hæfileika. Það hefur kostað mikla þjálfun og ögun. En þetta hef- ur skilað sér margfaldlega til baka. Ekki í peningum, því ekki hef ég auðgast af þessum störfum mínum. Nei, mín laun eru önnur. Núna rétt áðan hélt ég miðilsfund með fimm íslenskum einstaklingum. Með mér var túlkur. Einn af þessum fimm var eldri maður i gráum fötum og sat svipbrigðalaus allan fundinn. Hann skildi ekki ensku, en þótt túlkurinn segði honum af ýmsum skilaboðum frá hans nánustu sem í gegnum mig fóru, þá breyttist viðmót hans aldrei. Hann breytti aldrei um svip, það heyrðist aldrei frá honum. Þeg- ar hins vegar fundinum lauk og fólk hafði kvatt og gengið á dyr, þá sat þessi maður áfram. Við vorum tvö ein eftir í herberginu. Ég tók tösk- una mína og gekk til hans og rétti honum höndina í kveðjuskyni. Þá var það, sem þessi maður lagði handlegginn yfir öxl mína og lagði kinn að kinn. Hann grét. Og hann faðmaði mig að sér. Öll hans fjöl- skylda er hinum megin. Hann er einn í lífinu. Og hann var svo ham- ingjusamur. Hann gat ekki lýst þakklæti sínu með orðum. Talaði ekki ensku. En þetta faðmlag sagði alla söguna. Hann fór hamingju- samur i hjarta sínu. Ég var líka glöð. Þakklæti af þessu tagi segir mér, að ég hafi ekki verið að þessu til einskis í 38 ár.“ — Er þér nauðsynlegt að fá já- kvœð viðbrögð frá fólki á fundum? „Ekki nauðsynlegt, en það er betra. Já, já eða nei, nei frá fólki skapar andrúmsloft. En sumir fela sig bakvið grímu. Ég man t.d. eftir þvi í Osló eitt sinn, að ég beindi tali að manni aftarlega í salnum. Ég bar honum kveðjur frá ættingjum og vinum hans. Það var aðeins í fyrstu sem hann sagði já, en síðan grúfði hann niður höfuðið og faldi sig og hristist af hlátri. Ég hélt þó mínu striki og kom þeim skilaboðum á framfæri, sem ég var beðin fyrir. Var viss um að þau ættu þar heima, enda þótt viðbrögð mannsins væru svona undarleg. Svo gerðist það mörgum mánuðum síðar, að kollegi minn í London sagði við mig: „Eileen, ég hef ætlað mér að hringja í þig. Ég á nefnilega að bera þér skilaboð frá manni i Osló, sem segir þig frábæra. Hann var á fundi hjá þér og hló, þegar þú talaðir til hans.“ Ég mundi vel eftir þessu atviki og hváði og kollegi minn sagði mér þá, að maðurinn hefði skrifað sér og sagt allt satt og rétt sem ég hefði við hann sagt, en hann hefði verið í vinahópi og andinn í hópnum þessu andstæður, þannig að hann greip til hlátursins í varnar- skyni. En þessum manni var ekki raunverulega hlátur í huga. Það kom á daginn. Ég undirstrika enn og aftur að þótt fólk virðist oft ekki taka við sér og meðtaka ákveðin skilaboð, þá veit ég að þau eru rétt. Fólkið að handan veit það og mælir til mín umbúðalaust. Og ég hlusta ítrekað og veit að ég hef skilið rétt, ég veit að það sem frá mér fer er hið sanna." Opnar og lokaöar dyr — Er ekki erfitt fyrir miðil eins og þig að lifa venjubundnu lífi? Ertu ekki alltof oft á mörkum þessa heims og annars til að geta lifað venjulegu jarðbundnu lífi? „Nei, alls ekki. Ég get lokað mig af frá þessu þegar ég vil. Og ég er ósköp venjuleg kona þess á milli. Rækta garðinn minn, sinni hefð- bundnum störfum. Á fundum opna ég dyrnar upp á gátt og fyrir og eftir fundi er ég einnig næm á þetta, svona meðan dyrnar eru að lokast. Eins og eftir fundinn á mánudags- kvöld. Þá var ég að fara út úr saln- um, þegar ég sá að mannshönd var við eina konuna og höndin hélt á bók sem í var þurrkað blóm og lauf. Ég sagði konunni frá þessu. Hún svaraði því til, að bókin með blóm- inu og laufunum hefði verið gifting- argjöf til sín. Það væri því ljóst að það væri látinn maður hennar, sem héldi á bókinni. Og þetta gladdi þessa konu mikið." — Þú segir upplýsingar þínar gleðja marga. Hvers vegna er fólki þá oft ráðið frá því að hella sér út í hluti af þessu tagi? „Það þarf að vera meðalhóf í öllu. Jafnvægi hugans getur farið úr skorðum hjá fólki, ef það fer of geyst í þessa hluti. Þroski og jafnvægi hug- ans verður að fylgja í þessum efnum sem öðrum. Þess vegna er fólki bent á að fara sér hægt.“ — Á fundinum á þriðjudagskvöld kom fyrir að framliðnir gáfu eftirlif- andi fundarmönnum góð ráð. Þýðir þetta ekki, að þú t.a.m., sem ert í góðu sambandi við fólk fyrir hand- an, getir notið nákvæmrar leiðsagn- ar um líf þitt og störf? „Það geri ég ekki. Ég lifi mínu eig- in lífi og nýt ekki leiðsagnar að handan hvernig ég fer með það. En það er rétt, að á fundum kemur fyrir að fólk að handan vill ráðleggja sín- um nánustu. En hvaða vinur myndi ekki gera slíkt hér á okkar tilveru- stigi?" — Hafa eiginleikar þínir og hœfi- leikar á þessu sviði verið rannsak- aðir á vísindalegan hátt? „Já, það hefur verið gert og niður- staðan var sú, að hugur minn og næmni eru í mjög góðu jafnvægi." — En er ekki stórhœtta á misnotk- un á þessu sviði? Eru ekki falsspá- menn á hverju götuhorni? „Það má nota þennan hæfileika til góðs eða ills. Um það efast ég ekki. Og vissulega er misnotkun á þessu sviði sem öðrum. En ég vil hjálpa fólki. Það er mitt markmið. Fólk þarf ekki að hafa ótta af hinu yfirskilvitlega. Ótti er í raun ekkert annað en ótti við óttann sjálfan." — Eru til efnilegir íslenskir miðl- ar? „Já, það tel ég. Mitt aðalstarf í gegnum tíðina hefur verið þjálfun miðla og að rækta með þeim hæfi- leikana. Hér á landi eru fjórir, fimm efnilegir, sem með þrotlausri þjálfun og sjálfsaga gætu orðið góðir. Þetta er meðfæddur hæfileiki, en það er með þennan hæfileika eins og aðra, það verður að læra að nota hann, rækta hann. Þú ert efnilegur píanó- leikari, en verður ekki góður fyrr en eftir áralanga þjálfun. Eg sjálf er t.d. ennþá að læra.“ Stóö í Hafsteins sporum — Þekktir þú Hafstein miðil, sem íslendingum var mjög kunnur á þessu sviði? „Nei, ég hitti hann aldrei. Aftur á móti var ég fyrir nokkrum árum á skyggnilýsingarfundi hér á landi og Guðmundur Einarsson, þáverandi forseti Sálarrannsóknarfélagsins, var með stuttan inngang og ég stóð rétt hjá honum, þegar mér fannst við mér stjakað. Þá var þar kominn maður að handan sem vildi komast í sporin mín. Hann sagðist heita Hallsten, heyrðist mér. Eg sagði þá strax við Guðmund, að það væri þegar kominn maður að handan, sem heiti Hallsten eða eitthvað þess háttar og hann vildi greinilega koma í minn stað; hefði stjakað við mér. Þá skellihló Guðmundur og spurði hvort gæti verið að maður- inn héti Hafsteinn. Og það stóðst. Ég stóð í hans sporum, þar sem hann var vanur að vera. Þess vegna stjakaði hann við mér.“ — Geturðu spáð í spil, t.d. um framtíðina? „Ég get það, en geri það ekki. Það eru margir sem spá í spil og skálda — kunna ekkert. Staðreyndin er sú, að það eru ekki spilin sem eru mikil- vægust, heldur persónan sem verið er að spá fyrir. Maður fylgist með henni fyrst og fremst, ekki spilun- um. Ég tel nauðsynlegt að kunna skil á sem flestum þáttum hins yfir- skilvitlega og hef því lagt mig eftir að kanna sem flest. En aðalatriðið er að ég hef þennan hæfileika og tók ákvörðun um að rækta hann og nota. Þetta get ég. Ég get líka skrif- að og vélritað. En ég get ekki neglt nagla í vegg. Hæfileikum fólks er misskipt. Svo einfalt er það. En þetta er oft erfið vinna. Þetta er við- kvæmt svið. Og ég hef lagt ríka áherslu á það við það fólk sem ég hef kennt og þjálfað, að hinn gullni meðalvegur er nauðsynlegur í þessu sem öðru. Hann er stundum vandrataður. En fólk má aldrei gleyma sér.“ Hvaða hæfileika hafa miðlar: Geta þeir séð fyrir óorðna hluti? Miðlar munu hafa hæfileika á mismunandi sviðum. Síðastliðið vor kom til íslands breskur miðill, Robin Stevens. Hann hafði þann hæfileika að segja fyrir um óorðna hluti. Á fjölmennum fundi hjá Sálarrannsóknarfélaginu sagði hann fyrir um það áður en fundur- inn hófst, hver myndi setjast í til- tekið sæti í salnum. Lýsti hann við- komandi nákvæmlega og var lýs- ing hans skrifleg. Þegar síðan fundurinn var að hefjast og salur- inn að fyllast, kom maður nokkur, sem svipaði mjög til allra lýsinga Robins og settist í umrætt sæti. Á þessum fundi voru á annað hundr- að fundarmenn og viðkomandi maður aðstandendum fundarins óþekktur. Eileen Roberts, sem fjallað er um hér i HP, hefur samkvæmt upplýsingum Sálarrannsóknarfé- lagsins fjölbreytta skynjunarhæfi- leika. Hér skal drepið á nokkra þeirra eins og þeim er lýst í riti Sál- arrannsóknarfélagsins: 1. Eileen getur skynjað orkusvið hluta og þannig fengið upplýs- ingar um ýmsar staðreyndir og atburði sem tengdir eru hlutun- um, þ.e. skynjað hluta af sögu og „lífi“ hlutarins. Oft tengjast þessar upplýsingar einnig eig- anda eða atburðum. Þetta mun kallað hlutskyggni. 2. Með því að beita „innri sjón“ að fólki sér hún orkusvið þess og af breytileika í orkugeislum og mismunandi lit getur hún sagt til um andlegt og líkamlegt ástand, skapgerðareiginleika og fleira. 3. Skynjun utan líkama. Eileen segir svo frá að í æsku hafi hún oft skynjað sig meðvitað utan líkamans og geti enn notað þann hæfileika til að fara á milli staða. Þannig hafi hún fengið vitneskju um aðstæður og at- burði sem gerðust á sama tíma en allt öðrum stað en efnis- líkami hennar var á. 4. Við skyggnilýsingar notar hún skynjun framliðins fólks, sem hún sér eða heyrir til, en sækir ekki upplýsingar í orkusvið við- komandi fundarmanns. Einn stjórnarmaður í Sálarrann- sóknarféiagi íslands gerði á því lauslega könnun á tveimur skyggnilýsingarfundum hvernig fundarmenn hefðu meðtekið skilaboð miðilsins og upplýsingar sem frá henni komu eða í gegnum hana runnu. Niðurstaðan var þessi: Flokkun atriða Staðfest rétt óviss óþekkt/röng samt. 1. fundur 114 17 23 154 2. fundur 106 14 22 142 Samtals 220 31 45 296 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.