Helgarpósturinn - 12.09.1985, Page 12
GEF_U_M_F_ÖJI!L afríku
FATASÖFNUN RKÍ 1985
Vikuna 9.-15. september gengst Rauði kross íslands fyrir fatasöfnun
til handa þurfandi Afríkubúum. Tekið verður á móti hreinum
og heilum fatnaði (ekki skóm) á eftirtöldum stöðum:
Reykjavík:
Reykjavíkurdeild RKl, Öldugötu 4,
alla daga á milli kl. 14.00 og 18.00
Tónabær, Ársel, Fellahellir, Bústaðir og Þróttheimar,
virka daga kl. 16.00 - 20.00,
laugardaga og sunnudaga kl. 14.00 - 18.00.
Kópavogur:
Sunnuhlíð Kópavogsbraut 1 (kjallara)
fimmtudag og föstudag kl. 17.00 - 19.00,
laugardag frá kl. 13.00 - 15.00.
Garðabær:
Hús Hjálparsveitar skáta við Bæjarbraut,
virka daga kl. 18.00 - 22.00,
laugardaga og sunnudaga kl. 10.00 - 16.00.
Keflavík:
Hafnargata 62,
virka daga milli kl. 17.00 og 22.00,
laugardaga og sunnudaga kl. 14.00 - 22.00.
Hafnarfjörður:
Hús Hjálparsveitar skáta við Hraunbrún,
virka daga kl. 17.00 - 21.00,
laugardaga og sunnudaga kl. 14.00 - 18.00.
Mosfellssveit:
Reykjalundur, anddyri heilsugæslustöðvar,
virka daga kl. 16.00 - 18.00.
Annars staðar:
RK-deildir um land allt munu auglýsa
sérstaklega tilhögun söfnunar á sínu svæði.
HJÁLPIÐ OKKUR
AÐ HJÁLPA ÖÐRUM’
0) RAUÐIKROSS ÍSLANDS
c^Húsnæðisstofnun ríkisins
BREYTTUR EIIMDAGI UMSOKINIA
UM LÁN
TIL BYGGINGAFRAMKVÆMDA
ÁÁRIIMU 1986.
1
VERÐUR EINDAGI FRAMVEGIS
í STAÐ 1. FEBRÚAR.
Þess vegna þurfa umsóknir vegna framkvæmda á árinu 1986
að berast eigi síðar en i. nóvember nk.
Lán þau sem um ræðir eru þessi:
- Til byggingar á íbúðum eða kaupa á íbúðum í smíðum.
- Til byggingar íbúða eða heimila fyrír aldraða, og
dagvistarstofnana fyrir börn og aldraða.
- Til nýbygginga í stað heilsuspillandi húsnæðis.
- Til framkvæmdaaðila í byggingariðnaði.
- Til tækninýjunga í byggingariðnaði.
Ofangreindur eindagi gildir einnig fýrir framkvæmdaaðila í
byggingariðnaði, sem vilja leggja inn bráðabirgðaumsóknir
vegna væntanlegra kaupenda.
Umsækjendur, sem eiga fullgildar iánsumsóknir hjá
sto fnuninní, er boríst hafa fyrir 1. febrúar 1985, en gera ekki
fokhelt fyrir 1. nóvember nk., skulu staðfesta þær sérstaklega,
ella verða þær felldar úr gildí.
Reykjavík, 4. september 1985
r^Húsnæðisstofnun ríkisins
A
Vestfjörðum velta pólitisk-
ir spekúlantar nú vöngum yfir því
hvort Sighvatur Björgvinsson sé
afráðinn í því að bola Karvel burtu
úr efsta sæti krata í kjördæminu;
Þessir menn segja, að Sighvatur sé
þegar byrjaður að treysta það fylgi
sem hann hefur, og jafnframt er á
það bent, að Sighvatur hafi sjaldan
eða aldrei skrifað af jafnmiklu kappi
í blöð og nú enda þótt Skutull, mál-
gagn krata, hafi ekki komið út í
næstum tvö ár eða frá því að Sig-
hvatur og Helgi Már Arthursson,
BSRB, skrifuðu nýársblaðið í hitteð-
fyrra með harðri gagnrýni á forystu
flokksins. Hins vegar mun það vera
Sighvati einhver fjötur um fót, að
hann og Jón Baldvin eru ekki
bestu vinir. Karvel mun hafa komið
sér allsæmilega í mjúkinn hjá for-
manninum, en vegna veikinda hef-
ur hann ekki getað beitt sér að
neinu ráði. Þá benda menn á, að
Karvel sé mikil eftirsjá í manni að
nafni Henrik Tausen á Flateyri, en
hann hefur verið einn helsti at-
kvæðasmali Karvels. Henrik var
með kjötvinnslu og fékk til þess
styrki úr opinberum sjóðum en varð
gjaldþrota og mun nú vera horfinn
af landinu. Þá er einnig bent á, að
annar drjúgur kosningasmali Kar-
vels, Valdimar Lúðvík Geirsson
forseti bæjarstjórnar á Bolungarvík,
njóti ekki sömu vinsælda og fyrr.
Ekki sakar þetta fyrir Sighvat og
það sakar heldur ekki fyrir Sighvat,
að þessa dagana er hann að vinna
að undirbúningi Norrænna vikna á
ísafirði og á Patreksfirði, í tveimur
helstu kratavígjunum fyrir vestan.
Sighvatur er sem kunnugt er fram-
kvæmdastjóri Norrænu félag-
anna.. .
lE^ns og alþjóð hlýtur að hafa
rekið sig á, er bankastarfsemi rúm-
frek starfsemi. Þannig þarf Sam-
vinnubankinn í Bankastræti að
stækka við sig vegna þrengsla og nú
hefur bankinn tryggt sér ákaflega
heppilegt húsnæði hinum megin
við vegginn, nefnilega í húsi Mái-
arans á horni Bankastrætis og Ing-
ólfsstrætis. Þar er nú til húsa Herra-
húsið, sem verður látið víkja. Og
auðvitað kaupir Samvinnubankinn
þetta myndarlega hús og í þaö íaTa
víst örugglega ófáar milljónirnar...
l október er væntanleg á mark-
aðinn ný bók eftir Þórarinn Eld-
járn. Þessi nýja bók Þórarins heitir
Margsaga og er safn 15 nýrra smá-
sagna, en áður hefur komið út eftir
Þórarin annað smásagnasafn, Of-
sögum sagt. Sú bók seldist betur en
flestar ef ekki allar bækur ungra
höfunda, eða í rösklega fjögur þús-
und eintökum. Þórarinn Eldjárn
hefur nú brugðið á það ráð að gefa
sjálfur út bók sína í stað þess að
skipta við eitthvert hinna stóru for-
laga. Bókaútgáfa Þórarins heitir
Gullbringa e.f. (einkafyrirtæki) og
með aðstoð tölvutækninnar hefur
höfundur bæði samið bókina og sett
hana fyrir prentsmiðjuna. Sjálfur
sér hann svo um dreifingu og annað
er fylgir bókaútgáfu. Þórarinn er
ekki fyrsti ungi höfundurinn, sem
bregður á þetta ráð, því Pétur
Gunnarsson rithöfundur stofnaði
fyrirtæki um útgáfu á bókum sínum
og nefnist það Punktar.. .
c
saga gengur í Reykjavík, að
Ólafur þinghelgi Þórðarson, al-
þingismaður framsóknarmanna á
Vestfjörðum númer tvö, rói að því
öllum árum að losna við efsta
manninn í kjördæminu, sjálfan for-
manninn Steingrím Hermanns-
son forsætisráðherra. Fyrir vestan
þykir mönnum sem til þekkja þetta
heldur hláleg saga, þótt þeir viður-
kenni að þessi hugsun kunni að
blunda með Ólafi. Hins vegar benda
þeir á, að Ólafur hafi ekkert fylgi til
slíkra verka enda þótt Steingrímur
hafi vanrækt kjördæmið af kappi
fyrir utan að redda víxlum handa
framsóknaratkvæðum. Raunar ligg-
ur sama orð á Ólafi. Annars á Ólafur
einn moguleika á efsta sætinu á
Vestfjörðum og þar með trygga
þingmennsku. Hann er sá, að Stein-
grímur fari fram hér fyrir sunnan til
þess að hífa upp þéttbýlisfylgið, sem
hefur hrunið af flokknum sam-
kvæmt skoðanakönnunum á þessu
ári...
að hefur sjálfsagt ekki farið
framhjá fólki, að ákaflega erfitt
reynist að fá kennara til starfa úti á
landsbyggðinni. Svo slæmt er
ástandið, að dæmi eru um það, að
kennarar hafi nánast verið „sjang-
hæjaðir" í kennslu. Þannig heyrð-
um við dæmi utan af landi um
fóstru, sem ætlaði að starfa sem slík
en fékk ekki húsnæði. Þá brá hún á
það ráð að sækja um kennslu við
barnaskólann á staðnum. Og ástæð-
an var ákaflega einföld: Skólinn gat
boðið henni upp á húsnæði. . .
RÍKISÚTVARPIÐ
ÚTVARP ALLRA LANDSMANNA
RÍKISÚTVARPIÐ
auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar:
Starf aðalbókara Ríkisútvarpsins. Staðgóð þekking á
bókhaldsstörfum er nauðsynleg.
Starf fulltrúa í fjármáladeild Ríkisútvarpsins til afleysinga í
6 mánuði. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg og þekk-
ing á ritvinnslu væri æskileg.
Starf málara í leikmyndadeild sjónvarpsins. Vaktavinna.
Starf skrifstofumanns á aðalskrifstofu sjónvarpsins. Við-
komandi þarf að hafa bílpróf.
Umsóknarfrestur um þessi störf er til 20. september og
ber að skila umsóknum til starfsmannastjóra Ríkisút-
varpsins, Skúlagötu 4 eða Laugavegi 176, á eyðublöðum
sem fást á báðum stöðum.
Ríkisútvarpið vill einnig ráða tvo fréttamenn tii starfa á
fréttastofu útvarpsins frá 1. október til maíloka á næsta
ári. Háskólamenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 15.
september.