Helgarpósturinn - 12.09.1985, Side 16
SÆKIST EFTIR
ÁRANCRI
- EKKI VÖLDUM
báðum stöðum.“
SAMEIGINLEGIR SIGRAR
- SAMEIGINLEGIR
ÓSIGRAR
Og í framhaldi af þessu:
„Annars er þetta svo mikið að
breytast, verkalýðshreyfingin og
vinnuveitendur eru ekki sömu and-
stæðu pólarnir og áður. Sjálfur iít ég
ekki á þá stráka í Alþýðusamband-
inu eða verkalýðshreyfingunni sem
andstæðinga mína, heldur fyrst og
fremst viðsemjendur og samstarfs-
menn."
— En er ekki stadreyndin sú ad
þiö vinniö aö ólíkum hagsmunum
tveggja ólíkra hópa?
„Nei, í raun og veru ekki. Ég lít
a.m.k. þannig á að þetta séu sömu
hagsmunir; að menn vinni ekki
sigra hvor á öðrum, heldur sameig-
inlega sigra og verði rétt eins fyrir
sameiginlegum ósigrum. Það þarf
alltaf að semja um kaup, og það er
alltaf álitamál hvað verður borgað.
Um þá hluti verður auðvitað að tala,
og það verða engir samningar á ís-
landi þeir síðustu, — það vinnur
enginn lokasigra. Það sem skiptir
mestu máli, er að þessir sameigin-
legu hagsmunir verði aðalatriði, og
menn reyni að vinna á þeim basis og
líti á samninga og launamál sem
viðfangsefni fremur en orrustu."
— Svo viö vendum nú okkar
kvœöi í kross, og snúum okkur að
þinginu ykkar á dögunum. I stjórn-
málaályktun þess segir m.a.: ,,. . .
aö Sjálfstœðisflokknum sé einum
treystandi til þess að vinnna bug á
þeim erfiöleikum sem þjóöin glímir
viö. ..“ Nú leita ráöherrar flokksins
með ágreiningsmál sín fyrir dóm-
stóla. Hvernig getur fólk treyst slík-
um flokki?
,,Ja, hverjum öðrum? — Ég er
ekkert að segja að Sjálfstæðisflokk-
urinn sé fullkominn, en það sem við
eigum við með þessu, er að hann
sækir fylgi sitt til allra stétta og styrk
sinn í að vera flokkur, þar sem sam-
eiginlegir hagsmunir einstakra
hópa eru í fyrirrúmi."
— En er ekki lágmark — til aö
efla traust og afla fylgis — aö for-
ystumenn flokksins komi sér sam-
an?
„Það er auðvitað ansi veigamikið
atriði. Ég hef horft upp á það, jafn
óánægður og aðrir sjálfstæðis-
menn, að þessir menn skuli láta
svona, og er ekkert hress með það.
Auðvitað væri það árangursríkara
fyrir flokkinn ef betra samkomulag
ríkti þarna á milli."
Á STUTTBUXUM, EN
EKKI BERSTRÍPAÐIR
— Ætlar þú sem formaöur SUS
aö segja forystumönnum flokksins
og ríkisstjórninni til syndanna ef
þörf krefur?
„Eins og ég hef gert. Það verður
engin breyting þar á.“
— Mig langar aö spyrja hvort þú
hafir sérstaka trú á einhverjum
flokksmanni.
„Ég hef trú á formanni flokksins,
svo erum við Friðrik Sophusson
miklir vinir og ég hef mikið álit á
Davíð Oddssyni. Svo eru ýmsir aðrir
sem maður virðir sem pólitíkusa, en
aðrir sem ég hef ekki jafn mikið álit
á.“
— Má ég spyrja um ráðherrana?
„Því svara ég þannig, að við ungir
sjálfstæðismenn ákváðum fyrir
norðan að halda okkur á stuttbux-
unum, en vera ekki berstrípaðir eins
og þeir.“
— Langar þigað fá Porstein í ráö-
herrastól?
„Ég mundi styðja hann mjög ein-
dregið til þess, en ég veit ekki
hversu klókt það er á þessu stigi að
fara inn í þessa ríkisstjórn."
— Nú hefur mönnum, oftar en
einu sinni, þótt ástœöa til að
ákveönir ráöherrar í ríkisstjórninni
segðu af sér. Hefur þér þótt þaö?
„Já, já.“
— Hver þeirra?
„Ríkisstjórnin öll. Það hefur ekki
verið neitt leyndarmál af minni
hálfu. Mér hefur ekki fundist þessi
ríkisstjórn skila þeim árangri sem
hún hefði getað náð. Hennar stóra
tromp er að hafa náð niður verð-
bólgunni, en hennar stóri veikleiki
er skuldasöfnun við útlönd og
þensla og launaskrið. Ég hef verið
mjög óánægður með þetta, og látið
það i Ijós við hvern sem er, hvar sem
er.“
— Veröuröu kannski þeim degi
fegnastur þegar þessi ríkisstjórn fer
frá?
„Nei, ekki segi ég það nú, — lengi
getur vont versnað."
SUMIR SEGJA MIG
EÐLISLATAN
— Svona undir lokin; formenn
SUS hafa hingaö til veriö úr lög-
frœöingastétt, þar til forveri þinn,
sem er hagfrœöingur, braut þá hefö,
og ná þú líka. Er þetta tilviljun?
„Nei, ég held einmitt að þetta
endurspegli það sem hefur verið að
gerast í þjóðfélaginu á undanförn-
um árum. ísland var eiginlega rekið
af lögfræðingum til skamms tíma.
Það á sér langa hefð í okkar skóla-
kerfi. Nú síðustu árin hafa komið
fleiri hópar af menntamönnum;
hagfræðingar, félagsfræðingar,
stjórnmálafræðingar og hvað þetta
allt heitir, og þá hafa áhrif lögfræð-
inganna minnkað. Þeir eru ekki
lengur jafn sjálfsagðir til alls og þeir
voru.“
— Spurning sem beinist að þinni
persónu; mér hefur veriö sagt aö þú
sért vinnusamur og stefnir einbeittur
aö settu marki. Rétt?
„Það held ég sé nú ofmælt. Mér
þykir ágætt að slappa vel af. Sumir
segja nú reyndar að ég sé eðlislatur.
Sjálfur mundi ég ekki orða það
þannig að ég væri vinnusamur, öllu
heldur að ég kunni að vinna — hafi
verksvit."
— Ertu metnaöargjarn?
„Ég hef minn metnað, en hann
beinist fremur að því að geta fylgst
með hlutunum gerast en að vera
sjálfur miðdepill alheimsins. Ég
sækist eftir árangri, ekki völdum."
Kennara vantar að grunnskólanum á Þórs-
höfn, íþróttir og almenn kennsla.
íbúð í boði.
Upplýsingar hjá skólastjóra.
SYNINGAR
Árbæjarsafn
Sumarsýningin er farandsýning frá þjóð-
minjasafni Grænlendinga og lýsir græn-
lensku bátunum „qajaq" og „umíaq". Hún
er hingað komin á vegum Útnorðursafnsins,
en svo nefnist samstarf nokkurra menning-|
arsögulegra safna í Færeyjum, á Grænlandi'
og á íslandi. Sýningin er opin á opnunartíma
safnsins frá kl. 13.30 til 18 alla daga nema
mánudaga.
Ásgrímssafn
Opið í vetur þriðjudaga, fimmtudaga og
sunnudaga kl. 13.30—16.
Gallerí Borg
Pósthússtræti 9
Daði Guðbjörnsson sýnir olíumálverk, dúk-
ristu og steinþrykk til 16. september. Opið
kl. 12—18 virka daga, 14—18 um helgar.
Meðal mynda, sem til sölu eru í Gallerí Borg
þessa dagana eftir gömlu meistarana má
nefna Kjarvalsmálverk, Vestmannaeyja-
mynd eftir Júlíönu Sveinsdóttur, konu-
mynd eftir Gunnlaug Blöndal, tvær myndir
eftir Jón Stefánsson og hefur önnur þeirra,
Baula í Borgarfirði, ekki sést hér á markaði
fyrr. Hægt er að panta sérstaka viðtals-
og sýningartíma í síma 24211 frá kl. 10—12
dag hvern.
Gallerí Langbrók
Amtmannsstíg 1
Sýning á fellistólnum Sóley eftir Valdimar
Harðarson arkitekt. Sýndar verða ýmsar út-
gáfur af stólnum auk Ijósmynda af frum-
gerðum hans. Þá verða á sýningunni úr-
klippur úr fjölda erlendra blaða og tímarita.
Jafnframt verða sýnd verðlaunaskjöl sem
Valdimar Harðarson hefur hlotið vegna
þessa stóls. Sýningin er öllum opin ókeypis.
Virka daga er opið frá 10—18 og laugar- og
sunnudaga frá kl. 14—18.
Gallerí Salurinn
Vesturgötu 3
Þar hefur Gunnar Karlsson tekið niður sýn-
inguna „Óður til íslands" og sett upp í „hinu
flotta gallerfi" myndir málaðar í Finnlandi í
heitum litum og miklum kulda. Opið kl. 13—18
alla daga nema mánudaga.
Kjarvalsstaðir
við Miklatún
Sýning SeptemhópsinsíAustursal og í Vest-
ursal sýnir Jón Reykdal. Opið kl. 14—22 alla
daga.
Listasafn ASl
Grensásvegi 16
Bjarni Jónsson sýnir Ijósmyndir í Listasafni
alþýðu til 22. september frá kl. 14—21 alla
daga.
Listasafn Einars Jónssonar
Hnitbjörgum við Njarðargötu
Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá
kl. 13.30—16. Höggmyndagarður safnsins
er opinn daglega frá kl. 11—17.
Listmunahúsið
Karl Kvaran listmálari sýnir daglega frá kl.
10—18, laugardaga og sunnudaga frá kl.
14—18. Sýningunni lýkur 22. september.
Mokkakaffi
v/Skólavörðustíg
Erla Ólafsdóttur sýnir Ijósmyndir.
IMorræna húsið
Sýning finnsku listakonunnar Ullu Sang-
ervo-Lappalainen í anddyri opin daglega kl.
14—19 til 19. september.
Norræn Ijóðahátíð stendur yfir og lesa skáld
úr verkum sínum og annarra á kvöldin.
Nýlistasafniö
Vatnsstíg 3b
Föstudaginn 13. sept verðuropnuð sýning á
verkum listamannanna Gerwald Rocken-
schaub, Jan Kap, Jan Mladowsky, John
van't Slot, Juliao Saramento, Peter Anger-
mann, Stefan Szczesny og Tomas
Stimm. Þeir hafa sýnt víða um heim og er
það sameiginlegt að tengjast „nýja málverk-
inu". Sýningin stendur til 22. sept. og er opin
daglega kl. 16—20.
Þjóðminjasafn íslands
í Bogasal stendur yfir sýningin Meö silfur-
bjarta nál, íslenskar hannyrðakonur og
handverk þeirra. Á sýningunni eru hannyrðir
íslenskra kvenna undanfarinna alda. Opið
kl. 13.30—16 daglega.
BÍÓIN
★ ★ ★ ★ framúrskarandi
★ ★ ★ ágæt
★ ★ góð
★ þolanleg
O léleg
Regnboginn
örvæntingarfull leit að Súsönnu
(Desperately Seeking Susan)
★★★
Framleiðendur: Midge Sanford og Sara
Pillsbury. Leikstjórn: Susan Seidelman.
Handrit: Leora Barish. Kvikmyndun: Edward
Lachman. Aðalleikarar: Rosanna Arqueete,
Madonna, Aidan Quinn, Mark Blum, Robert
Joy, Laurie Metcalf.
Þetta er flókiö... Og þó ekki: Leikstjórinn
setur þetta efni nefnilega fram af natni,
djörfung og aukinheldur svolitlu kæruleysi.
Þetta er holl mynd. Hún sýnir manni að enn
eru nýjar leiðir fyrir hendi. Köld krumla kvik-
myndaveranna fer hér ekki um. —SER.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Hernaðarleyndarmál
(Top Secret)
★
Framleiöendur: John Davison og Hunt
Lowry. Leikstjórn og handrit: Jim Abrahams,
David og Jerry Zucker ásamt Martin Burke.
Kvikmyndun: Christopher Challis. Tónlist:
Maurice Jarre. Aðalleikarar: Val Kilmer, Lucy
Gutteridge, Warren Clarke, Jeremy Kemp,
Omar Sharif.
. . .samfellan lítiPí *Top Secret. Áherslan er öll
á hvern brandara hverju sinni, þeir eru íengu
byggðir upp, heldur skellt bláköldum framan
í áhorfendafésin frammi í sal, sem að sönnu
vita ekkert hvaö bíður þeirra næst og allt þar
til flippið endar. Leikendum myndarinnar er
vorkunn. . . -SER.
Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05.
Vitniö
(The Witness)
★★★
Handrit: Earl W. Wallace/William Kellery.
Kvikmyndataka: John Seale. Tónlist: Maur-
ice Jarre. Leikstjóri: Harrison Ford, Kelly
McGills, Josef Sommer, Lukas Haas, Jan
Rubes, Alexander Godunov og fl.
Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.15.
Löggan í Beverly Hills
(Beverly Hills Cop)
★★★
Bandarísk, árgerð 1984.
Aðalhlutverk Eddie Murphy. Þrælgóður að
vanda. Leikstjóri Martin Best.
Sýnd kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15.
Atómstöðin
★★
íslenska kvikmyndin eftir sögu Halldórs Lax-
ness. Enskur skýringartexti. (English subtit-
les.)
Sýnd kl. 7.15.
Indiana Jones
★★
Aðalhlutverk Harrison Ford.
Bönnuð innan 10 ára.
Sýnd kl. 3, 5 og 7.
Fálkinn og Snjómaðurinn
(The Falcon and the Snowman)
★★★
Fálkinn og Snjómaðurinn er bæði spenn-
andi og skemmtileg mynd, og það er ekki
síst að þakka afbragðsleik þeirra Penn og
Suchet, að ógleymdu vönduðu handverki,
sérstaklega klippingu. — IM.
Sýnd kl. 9.15.
Háskólabíó
Rambó
★★
Framleiðandi: Buzz Feitshans. Leikstjóri:
George R Cosmatos. Tónlist: Jeffry Gold-
smith. Handrit: Silvester StalloneLlames
Cameron eftir sögu Kevin Jarre. Aðalhlut-
verk: Sylvester Stallone, Richard Crenna,
Charles Napier, Steven Berkoff og fl.
Rambó er geysilega vel gerð mynd, tækni-
lega séð. Hún er vel tekin, vel klippt og hljóð-
ið ásamt tónlist fyrsta flokks. Leikstjórinn
Cosmatos skilar fyrirtaks handbragði. Fyrir
þetta fær myndin fullan pott. Innihaldið og
hugmyndafræðin viö Rambó er hins vegar
það ómerkilegasta sem hér hefur lengi
sést... Ég vona bara að ég sé ekki sá eini
sem fær óbragð í munninn þegar horft er á
áróðursmyndina Rambó. — IM
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
Nýja bíó
Steggjapartý
(Bachelor Party)
★
Með grínurunum Tom Hanks, Adrian Zmed,
William Tapper og leikstjóranum Neal Israel.
Framleiðendur Ron Moler og Bob Israel
(Police Academy).
Endursýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bíóhöllin
Salur 1
Ár drekans
(The Year of the Dragon)
★★★
Sjá Listapóst.
Bönnuð yngri en 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Gullselurinn
,(The Golden Seal)
Ný barnamynd.
Sýnd kl. 3 á laugardag og sunnudag.
Salur 2
Víg í sjónmáli
(A Wiew to a Kill)
★★
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 (og kl. 3 um helgina).
Salur 3
Tvífararnir
(Double Trouble)
★
Mynd með Trinity-bræðrum: Terence Hill og
Bud Spencer. Leikstjóri E.B. Clucher, sem
gerði fyrstu tvær myndir bræðranna.
Sýnd kl. 5 og 7 (og kl. 3 um helgina).
, Löggustríðið
(Johnny Dangerously)
★★
Grínmynd um löggur og bófa á 3. áratugn-
um. Aðalhlutverk: Michael Keaton, Joe Pis-
coto, Peter Boyle, Dom Deluise, Danny De-
Vito.
Sýnd kl. 9 og 11.
Salur 4
Hefnd Porkýs
(Porky's Revenge)
Tónlist í myndinni er leikin af Dave Edmunds
og George Harrison. Aðalhlutverk: Dan
Monahan, Wyatt Knight, Mark Herrier. Leik-
stjóri: James Komack.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Sagan endalausa
Sýnd kl. 3 um helgina.
Salur 5
Rafdraumar
(Electric Dreams)
★★
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 (og kl. 3 um helgina).
Laugarásbíó
Salur A
Gríma
(Mask)
★★★
Framleiðandi: Martin Starger. Leikstjórn:
Peter Bogdanovich. Handrit: Anna Hamilton
Phelan. Kvikmyndun: Laszlo Kovacs. Förðun
og gervi: Michael Westmore og Zoltan. Að-
alleikarar: Cher, Sam Elliot, Eric Stolz, Estelle
Getty, Richard Dysart, Laura Dern, Craig
King.
...í stuttu máli sagt hefur ætlunarverkið tek-
ist. Gríma er afskaplega vönduð kvikmynd
og ber þar hæst þrjá höfuðþættina: handrit,
leikstjórn og leik. Að ekki sé talað um förð-
unina. Hún er kraftaverk... Bogdanovich hef-
ur sýnt það áður að hann er metnaðarfullur
leikstjóri, Cher að hún er mikilhæf leikkona.
Ásamt Eric Stolz í rullu Rockystekst þeim að
sýna áhorfendum inn íóþekktan heim þeirra
sem hafa ekki útlit að skapi samfélagsins.
Og tekst það svo innilega að ekki er annað
hægt en að hrífast. -SER.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Salur B
Maðurinn sem vissi of mikið.
(The Man Who Knew Too Much)
★★★
Framleiðandi og leikstjóri: Alfred Hitchcock.
Handrit: John Michael Hays eftir sögu
Charles Bennett/D.B. Wyndham Lewis.
Kvikmyndataka: Robert Burks. Tónlist: Bern-
ard Herrmann. Aðalhlutverk: James Stew-
art, Doris Day, Christopher Olsen, Bernard
Miles, Brenda de Banzie, Reggie Nalder,
Daniel Gélin og fl.
Maðurinn sem vissi of mikið er dæmigerð
Hitchcock-mynd, hlaðin öllum þeim smá-
atriðum, fínleika, húmor og spennu sem
gamli meistarinn einn gat matreitt. — IM.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Salur C
Morgunverðarklúbburinn
(The Breakfast Club)
★★★
Framleiðendur: Ned Tanen og John Hugh-
es. Leikstjórn og handrit: John Hughes. Tón-
list: Keith Forsey. Aðalleikarar: Emilio Estevz,
Paul Gleason, Anthony Michael Hall, Judd
Nelson, Molly Ringwald, Ally Sheedy.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Austurbæjarbíó
Salur 1
Ofurhugar
Mynd um afrek og líf fyrstu geimfara Banda-
ríkjanna. Aðalhlutverk Stan Shepard,
Charles Frank, Scott Grenna.
Sýnd kl. 5 og 9.
Salur 2
Breakdance II
★
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Salur 3
Arthur
Aðalhlutverk: Dudley Moore, Liza Minelli,
John Gielgud.
Sýnd kl. 5, 9 og 11.
When The Raven Flies
(Hrafninn flýgur)
★★★
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 7.
Tónabíó
Minnisleysi
(Blackout)
★★
Framleiðendur: Les Alexander og Richard
Parks. Leikstjórn: Douglas Hickox. Handrit:
David Ambrose, Richard Smith, Richard
Parks og Les Alexander. Kvikmyndun: Tak
Fujimoto. Tónlist: Laurence Rosenthal. Aðal-
leikarar: Richard Widmark, Keith Carradine
og Kathleen Quinlan.
Eins og vera ber er áherslan öll á það atriði
að viðhalda spennunni. Hér tekst það með
ágætum og reyndar með nokkrum glans ef
það er haft í huga að varla fleiri en tveir
menn koma til greina sem fanturinn. Og því
bara annaðhvort, eða... —SER.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Stjörnubíó
Salur A
Starman
★★
Sjá Listapóst.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Líka kl. 3 um helgina.
Salur B
Micki og Maude
★★
Aðalleikarar: Dudley Moore, Richard Muli-
gan, Anna Renking, Amy Irving. Leikstjóri:
Blake Edwards.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Prúðuleikararnir
Sýnd kl. 3 um helgina.
LEIKUST
Rokk-söngleikur
á faraldsfæti
„Ekkó — Guðirnir ungu" verður til sýnis á
eftirtöldum stöðum kl. 20.30 (dagskráin
verður birt hér í áföngum): 12. sept. Dalvík,
13. sept. Akureyri, 14. sept. Akureyri (kl. 15),
þ. 15. Aðaldal (Ýdölum), 16. Húsavík, 17.
Þórshöfn, 18. Vopnafirði, 19. Borgarfirði
eystra, 20. Egilsstöðum, 21. Neskaupstað,
22. Reyðarfirði (kl. 15).
TÓNLIST
Broadway
Sjeikkvöld föstudag og laugardag, eða
hvað? Að minnsta kosti verður breska „bítla-
hljómsveitin" The Swinging Blue Jeans á
staðnum. Þetta verður þeirra önnur reisa til
íslands; komu hingað og léku m.a. við hvern
sinn fingur í Hippy, Hippy Shake og Good
Golly Miss Molly í Austurbæjarbíói fyrir
sirka tveim áratugum. Skyldi sveiflan vera
söm við sig í bláu gallabuxunum?
16 HELGARPÓSTURINN