Helgarpósturinn - 24.10.1985, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 24.10.1985, Blaðsíða 2
FRETTAPOSTUR I Flugfreyjur í verkfall Verkfall flugfreyja hófst í fyrrinótt. Gífurleg harka var hlaupin i deiluna og farþegar Flugleiða voru strandaglópar í Bandaríkjunum og víða um Bvrópu. í gær undirbjó sam- gönguráðherra framlagningu lagafrumvarps er vísaði kjaradeilu flugfreyja og Flugleiða til Kjaradóms, þó hann kvæðist slíkri úthlutun stjórnvalda í kjarasamningum and- vígur. Nýtt BSRB? Tillögur um gagngera uppstokkun á skipulagi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja settu stærstan svip á fyrsta dag 33. þings bandalagsins í fyrradag. Meðal annars komu fram tvær grundvallarbreytingar á skipulagi samtakanna og að- ildarfélögum þeirra; önnur um starfsgreinafélög sem menn sögðu að þýddi grundvallarbreytingu á BSRB, „nýtt BSRB gæti þar með verið í uppsiglingu". Þá virðist ljóst að Kenn- arasamband íslands gangi úr BSRB um áramót. Löggæslan undir sama þak? Norskt ráðgjafarfyrirtæki, sem hefur unnið að tillögum um nýskipan löggæslu á Stór-Reykjavíkursvæðinu, leggur til að löggæsla á höfuðborgarsvæðinu verði sett undir eitt þak. Þetta mundi þýða að embætti lögreglustjóra í Reykja- vík yrði lagt niður, en þess í stað stofnað embætti lögreglu- stjóra á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Löggæsla í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Mosfells- sveit félli undir hið nýja embætti. Án kvenna í einn dag Áskorun til kvenna um að leggja niður vinnu í dag virtist hljóta góðar undirtektir, en nú eru liðin tíu ár frá kvenna- frídeginum svonefnda. Kvennaáratug lýkur svo um næstu áramót. í dag verða ýmsar uppákomur í tilefni dagsins, svo sem útifundur á Lækjartorgi, og konur hafa fengið lykla- völd að Seðlabankanum; þar er opnuð sýning kvenna í dag undir kjörorðunum; Konan — Vinnan — Kjörin. Aftakaveður á Vestfjörðum Mikið vatnsveður og hvassviðri gekk yfir vestanvert landið og Vestfirði í fyrradag og olli meöal annars skriðuföll- um á Bildudal og yfirgaf fólk hús sín af ótta við fleiri. Menn voru varaðir við að vera á ferli á vegum og úrkoma var með því mesta sem menn muna. Undirbúa borgarstjórnarkosningar Ellefu af tólf borgarfulltrúm Sjálfstæðisflokksins hafa ákveðið prófkjörsþátttöku fyrir næstu borgarstjórnarkosn- ingar. Prófkjörið sem verður takmarkað við flokksbundna sjálfstæðismenn verður haldið 24. og 25. nóvember. Þá hef- ur verið ákveðið að efna til forvals innan Alþýðubandalags- ins um framboðslista, sem líklega fer fram um mánaðamót- in janúar—febrúar. Vilja hækkun á gasolíu Olíufélögin hafa farið fram á að fá að hækka verð á hverj- um lítra á gasolíu um 80 aura, úr LL,10 kr. í 11,90 kr. Þetta yrði hækkun um 7.2%, og stafar af hækkandi verði á erlend- um mörkuðum. Er talið óhjákvæmilegt að samsvarandi hækkun verði hér. Hálparstöð fyrir unglinga Rauði kross íslands ætlar að opna hjálparstöð fyrir ungl- inga í Reykjavík eftir næstu mánaðamót. Hjálparstöðin er ætluð unglingum sem ekki eiga vísan samastað og hafa orð- ið fíkniefnaneyslu að bráð. Er ráðgert að innan veggja stöðv- arinnar verði unglingunum veitt eins konar „fyrsta hjálp.“ Amerikanar versla á íslandi Bandarikjamenn eru farnir að koma til íslands, gagngert í verslunarferðir. Þetta er nýlunda hjá Flugleiðum sem ku hafa fengið góðar undirtektir. Fyrsti hópurinn kom til landsins um síðustu helgi, og þegar hafa 700 farþegar verið bókaðir í helgar-verslunarferðir, þar sem m.a. er boðið upp á tískusýningar á ullarfatnaði. Fréttapunktar: • Verðlagsráð hefur heimilað hækkanir á gjaldskrám leigu- bíla um 10%, sérleyfisbíla að meðaltali um 10% og vöru- flutningabila 13—17%. • Mikil aðsókn er að öllum fjórum sýningunum sem nú standa yfir á verkum Jóhannesar S. Kjarvals. • 3 menn sluppu ómeiddir þegar lítilli flugvél hlekktist á á flugvellinum við Hólmavik á Ströndum á mánudag. • Menntamálaráðherra upplýsti á Alþingi í vikunni að 441 réttindalaus kennari væri við störf í landinu. • 16. kirkjuþing var sett á Þingvöllum í fyrradag og stendur til 31. október. • Bætt verkmenntun — aukin hagsæld er yfirskrift 41. Iðn- þings íslendinga sem hefst í dag. • Mokveiði var á sildarmiðum í upphafi vikunnar og afli orðinn tvö þúsund lestir. • Talið er að allt að 10% tekna sé stungið undan skatti, sem gæti þýtt að ríkið yrði af 3—4 milljörðum króna, Andlát: Sigurður S. Magnússon prófessor og forstöðumaður Kvennadeildar Landsspítalans er látinn í Reykjavík. 24 ára gamall maður, Hafliði Gísli Gunnarsson til heimilis að Kjalarlandi 25 í Reykjavík beið bana þegar hann varð undir gaffli lyftara á sunnudagsmorgun. HALF MILLJON A SIÐASTA MANUÐI Eiríkur Jónssort safnstjóri á DV hefur spilað í getraunum allt frá því þetta lotterí nam land hérlendis fyr- ir sirka sextán árum. Ákafi hans í leikinn var ekkert ægilegur til að byrja með, en ágerðist hinsvegar jafnt og þétt með árunum: „Frá því fyrir svona sjö árum hef ég svo haft vægast sagt mikinn áhuga á þessu.. .“ — Ertu kannski húkt á þessu? „Það má næstum segja það, já.“ í hans huga magnar þátttakan í getraunum upp hreint alveg sér- staka spennu sem er orðin óaðskilj- anlegur hluti af laugardögunum í lífi hans. „Það er svo með höppum og glöppum hvort þessi spenna varir fram yfir helgi. Hún rétt hefur það með ellefu réttum, en þegar maður hefur tólf rétta magnast hún um all- an helming. Þá er það nefnilega orðin spurning hvort fleiri en maður sjálfur hefur ratað á alla rétta og þar með spurning um hvort maður fái bara tugi þúsunda í vinning eða hundruði þúsunda. Þetta er gangur- inn í þessu.“ Hann er spurður að því hvað hann hafi oft fengið tólf rétta og svarar því til að bragði að hann hreinlega viti það ekki lengur. Hinsvegar muni hann að síðustu fjórar vikurnar hafi gefið honum sex tólfur.. . — Hvað hefur það gert í pening? „Tæpa hálfa milljón." — Skilar þessi sextán ára þátt- taka í tippinu gróða eða tapi í þínu tilviki? „Þetta hefur staðið undir sér hjá mér. Það er bara enginn vafi á því. Afrakstur þessara síðustu vikna sem ég nefndi, borgar upp mörg síðustu ár, svo ég taki dæmi." — Notarðu einhver kerfi? „Já, og þau eru mín eigin í raun- inni. Ég hef soðið nokkur saman upp úr einum tuttugu kerfisbókum FÉKK VÍRUS Á HIGHBURY Óskar Guðmundsson í Sæbjörgu á Grandagarði segir tvær ástæður vera fyrir því að hann er jafn hug- fanginn af getraunum og hann er; „Önnur er ágóðavonin", viðurkenn- ir hann fúslega, en hina segir hann vera ofsalegan fótboltaáhuga. „Ég fékk algjöran vírus fyrir enska bolt- anum þegar ég fór á Highbury árið 72, þá fimmtán ára gutti, og síðan hefur hann grasserað í mér svo um munar." Óskar og bróðir hans Birgir mynda dúett sem tippar sameigin- lega fyrir hverja helgi. „Maður er nú illa kominn í gang þetta keppnis- tímabilið, en hvað skal segja um ár- angurinn af þessu? Ja, skoðum bara árið í fyrra. Nettóhagnaður minn af tippinu á því tímabili var eitthvað rétt undir sexhundruð þúsundum, skattfrjálsum auðvitað. Já, það munar um þetta, maður." — Hverju kostaðirðu til á móti? „Sjöþúsund kall á viku, eitthvað töíuvert á þriðja hundrað þúsund allt leikárið. Maður notar enda kerfi og þau í stærra lagi. Blessaður vertu; litlu kerfin eru bara til þess fallinn að pirra menn, þau ganga svo sjaldan inn. Líkindalínurnar úr móðurkerfunum eru að minnsta kosti mjög sjaldan á þeim leikjum sem eru til staðar í kerfinu hverju sinni...“ — Erþetta vísgróði, sem þú hefur afþessu árlega? „Nei, ekki svo að hann sé kominn inn á tekjuáætlun hjá mér. Þetta er fyrir utan allt heimilisbókhald, enda gengur á ýmsu í þessu. Heilladisirn- ar mínar eru í þúsund mílna fjar- lægð frá mér um þessar mundir, en voru innan við hundrað fet í fyrra." — Læturðu getraunirnar sitja fyr- ir öðrum verkum sem þú þarft að sinna? BEST AÐ TIPPA A NOTTUNNI Eiður Guðjohnsen múrari hefur alla sína tíð haft gaman af tölum og stærðfræði. Þegar íslensku getraun- irnar byrjuðu árið 1969 féll hann flatur fyrir þeim. Hann liggur enn, spilar fyrir mörg þúsund krónur í hverri viku, en fær líka ansi margar þúsundir til baka sem vinninga. — Af hverju er maðurinn að þessu af þessum líka krafii? „Krafturinn er nú misjafn. Hann fer eftir því hvað maður getur ein- beitt sér vel að þessu fyrir vinnunni. Þegar lítið er að múra eins og und- anfarnar vikur, tippar maður mikið, annars varla svo heitið geti.“ — Hvenœr tíma sólarhrings líkar þér best að tippa? „Á nóttinni. Það er Ijóst. Ég man sérstaklega eftir því þegar við vor- um að leggja í gólfin í blokkunum uppi í Breiðholti þegar það hverfi var að rísa. Við notuðum sérstaka aðferð við það, sem kostaði okkur jafnan nokkra bið fram í myrkur og stundum fram á syörtustu nótt. Og kyrrðin maður. .. Þarna var sko staður og stund til að tippa.“ — Hvað eyðirðu annars miklu fé í þetta þegar mest lœtur? „Þegar mikið er að múra fer ég kannski með svona þrjúþúsund á viku, annars sexþúsund og sjaldnast yfir sjöþúsund." — Kalla menn þetta ekki geðveiki þegar þú snýrð bakinu í þá? „Eflaust. Áhugi manna beinist bara að svo misjöfnum sviðum af- þreyingarinnar. Mönnum eins og mér finnst gaman að tölum á meðan aðrir hafa ímugust á þeim, verða jafnvel vitlausir ef þeir reyna að leggjw þær saiuaii, deiia eua mín- usa. Ég get vel ímyndað mér að svo- leiðis fólki finnist það vera geðveiki að hafa intressu fyrir tölum.“ — Hvernig tilfinning er það Eiður, að sjá sig fá tólf rétta í sjónvarpinu á laugardögum? „Hún er fín. Annars er spennan í þessu ekkert endilega mest að leikj- 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.