Helgarpósturinn - 24.10.1985, Qupperneq 8

Helgarpósturinn - 24.10.1985, Qupperneq 8
Stjórn hinnar sálugu Framkvæmdastotnunar er ekki til lengur. En hún situr enn við sama borð í sama húsi nánast óbreytt, en heitir nú stjórn Byggðastofnunar. Bylting í kerfinu??? Tómas Árnason fyrrum ráðherra og núverandi Seðlabankastjóri. En mjög gjarnan tóku þeir sér leyfi frá störfum við Framkvæmdastofnun, þegar annasöm verkefni á borð við ráðherradóm bar að. Þannig var t.a.m. Tómas í fríi frá Framkvæmda- stofnun á meðan hann gegndi ráð- herraembætti í Gunnarsstjórninni. Þá sat Sverrir í húsinu við Rauðar- árstíginn en gegndi þingmennsku að auki. Þegar ráðherradómi Tómasar lauk, en Sverrir hlaut aftur á móti ráðherrrastól, þá skiptu þeir um hlutverk og staði, Tómas fór upp í Framkvæmdastofnun en Sverrir niður í stjórnarráð. Síðan gerðist það að Tómas lét af starfi í árslok 1984 og fór í Seðlabankann og við tók Gunnlaugur M. Sigmundsson. Kristinn Zimsen var aftur á móti settur forstjóri við Framkvæmda- stofnun þegar og á meðan Sverrir Hermannsson gegnir ráðherrastörf- um. Það má því segja, að óbeint hafi núverandi menntamálaráðherra fengið reisupassann í Fram- kvæmdastofnun um síðustu mánað- armót. í stjórn Framkvæmdastofnunar voru þingmennirnir, Stefán Guö- mundsson formaður (B), Ólafur Þ. Þórdarson (B), Eggert Haukdal varaformaður (D), Olafur G. Einars- son (D), Halldór Blöndal (D), Geir Gunnarsson (G) og útgerðarmaður- inn, Ólafur Björnsson (A). Nú eru allir þessir menn í stjórn Byggða- stofnunar, að undanskildum Olafi, en í hans stað er í hinni ,,nýju“ stjórn, Sigfús Jónsson sveitarstjóri á Skagaströnd (A). Framkvæmdasjóður íslands, upp- vakinn og endurreistur hefur líka fengið eigin stjórn og þar er stjórn- arformaður, tilnefndur af forsætis- ráðherra, Þóröur Fridjónsson efna- hagsráðunautur ríkisstjórnarinnar. Seðlabankinn hefur tilnefnt í stjórn- ina, Tómas Árnason Seðlabanka- stjóra, sem er auðvitað öllum hnút- um kunnugur á Rauðarárstígnum og frá fjármálaráðuneytinu kemur Höskuldur Jónsson ráðuneytis- stjóri. Sú breyting sem orðið hefur á nýja Framkvæmdasjóðnum frá þeim gamla, er að allar lánveitingar at- vinnuvegasjóða urðu til að fara í gegnum sjóðinn, en hins vegar á hann að taka lán hér heima eða er- lendis fyrir fjárfestingarlánasjóði, sem þess óska. Atvinnuvegasjóð- unum er nú opin leið til að taka sjálf- ir lán, án milligöngu Framkvæmda- sjóðs og álit kunnugra, sem HP hafði samband við, var að smá- kóngatilhneigingin hér á landi myndi fljótt segja til sín, með þeirri afleiðingu, að fjárfestingalánasjóð- irnir færu fljótlega á kreik með sina eigin fjárútvegun og undanskildu Framkvæmdasjóðinn nýja í því sam- bandi. „Hef ekki áhuga" Þau eru mörg atriðin, sem vekja athygli i þessari uppstokkun á Rauð- arárstígnum. En hvernig skyldi þeim lítast á, mönnunum sem hurfu af vettvangi um leið og Fram- kvæmdastofnun leið undir lok sem slík? Er þungt í fyrrum komissörum, sem urðu úti í kuldanum? Gunn- laugur M. Sigmundsson sem naut stuðnings framsóknarmanna til starfans, þegar hann tók við af Tómasi um síðustu áramót, sagði í samtali við HP, að allir þessir erfið- Enginn spenningur hjá einkaaóilum um stofnun Þróunarfélagsins: Lífeyrissjóður verslunarmanna reið á vaðið með milljón króna hlutafjárkaup Enn einn anginn sem á að skjóta rótum í kjölfar þeirra hræringa sem átt hafa sér stað í sjóðakerfinu um þessar mund- ir, er stofnun svonefnds Þróun- arfélags. Þetta félag, sem for- svarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa haft uppi stór orð um og miklar væntingar, var endan- lega afráðið að stofna, sl. haust fyrir rúmu ári, þegar Steingrím- ur Hermannsson og Þorsteinn Pálsson endurskoðuðu stjórnar- sáttmáiann. Málið var síðan af-1 greitt frá Alþingi sl. vor og fé- lagið átti að byrja með pompi og prakt nú um síðustu mán- aðamót, einmitt þegar öllu var snúið við í Framkvæmda- stofnun. Sú áætlun stóðst þó ekki. Það vantaði hlutafé. Það vantaði fjármagn frá einka- aðilum í atvinnulífinu, sem ríkisstjórnin hafði vonast til að fá; fjármagn til þessa þróunar- félags á móti framlagi hins opinbera. Þróunarfélagiö á að verða hluta- félag, sem á að efla nýsköpun í at- vinnulífinu og auka fjölbreytni þess. Er gert ráð fyrir því að félagið láti gera forkannanir og hagkvæmnisat- huganir og eigi frumkvæði að stofn- un nýrra fyrirtækja, útvegi fyrir- tækjum áhættulán og styrki og styðji við nýjungar í atvinnulífinu — nýjungar sem til framfara horfa. Þróunarfélagið á að byggja á arð- semissjónarmiðum eins og velflest hlutafélög önnur. Ríkissjóður hefur þegar lagt fram 100 milljónir til þessa félags og með hlutafjárútboði, sem hófst hinn 28. ágúst sl. var skor- að á almenning, félög og fyrirtæki að skrifa sig fyrir hlutafjárloforðum í þessu Þróunarfélagi. En undirtekt- ir urðu litlar sem engar. Stjórnarflokkunum leist ekki á blikuna, því í fjölmiðlum höfðu báð- ir formenn stjórnarflokkanna lýst yfir miklum vonum með tilkomu hins nýja félags, sem ætti eftir að lyfta Grettistaki. Það ætti að fara nýjar leiðir, ótroðnar slóðir í sókn atvinnulífsins. En einhverra hluta vegna var áhugi einkageirans í at- vinnulífinu enginn. Ekki skal fjölyrt um ástæður áhugaleysis aðila atvinnulífsins til þessa féíags, en þeir Davíð Scheving Thorsteinsson Svalaforstjóri m.m. og Víglundur Þorsteinsson forystu- maður íslenskra iðnrekenda hafa báðir lýst yfir vantrú sinni á stofnun Þróunarfélags. En um síðustu mánaðamót var ákveðið af hálfu ríkisstjórnarinnar að framlengja frestinn til að skrifa 8 HELGARPÓSTURINN sig fyrir hlutum í félaginu og stend- ur sá frestur fram til mánaðamót- anna október/nóvember. Helmingaskiptareglan Nokkrir viðmælendur HP fullyrtu að Þróunarfélagið hefði samkvæmt ósk framsóknarmanna m.a. átt að nota til að jafna þann embættahalla sem kominn var á hjá stjórnarflokk- unum, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk forstjórastól í Byggðastofnun en framsókn aðeins varaforstjóra. Óskaði framsókn eftir því að Gunn- laugur M. Sigmundsson fengi for- stjórastól í Þróunarfélaginu, enda hafði Gunnlaugur ásamt fleirum unnið að undirbúningi fyrir stofnun félagsins. Samkvæmt sömu heimild- um Helgarpóstsins munu sjálfstæð- ismenn hafa neitað þessari málaleit- an og lagt á það áherslu, að þetta fé- lag yrði hlutafélag með stjórn skip- aðri samkvæmt hlutafjáreign, þar sem hið opinbera yrði í minnihluta, en einkageirinn í meirihluta. HP sþurði Gunnlaug M. Sig- mundsson hvort hann myndi taka við forstjórastöðu í Þróunarfélag- inu, þegar og ef það kæmist á topp- inn. Hann sagði: „Það getur enginn sagt í dag. Þróunarfélagið er hluta- félag, sem enginn veit í dag hverjir munu eiga. Það kemur ekki í ljós fyrr en í lok októbermánaðar." Gunnlaugur hins vegar, ásamt Baldri Gudlaugssyni lögfræðingi og Helgu Jónsdóttur aðstoðarmanni forsætisráðherra, hafa undirbúning að stofnun þessa félags á sinni hendi. Hvorki Gunnlaugur né Helga vildu svara því hvernig hlutafjár- söfnun gengi meðal aðila í atvinnu- lífinu. Þau sögðu undirbúningsaðila hafa þann hátt á, að talast vkki við á meðan söfnun stæði yfir, þannig að enginn einn aðili hefði heildar- sýn yfir stöðu mála. Hlutafé í Þróunarfélaginu á að vera minnst 200 milljónir. Eins og áður sagði hefur ríkið þegar skrifað sig fyrir 100 milljónum og aðstand- endur félagsins vonast eftir minnst 100 milljónum frá einkaaðilum í at- vinnurekstri. Ef það tekst ekki, þá er heimild fyrir um það, að ríkið geti hækkað sinn hlut. Hins vegar skal það ekki gerast nema það vanti upp á hinar tilskildu 200 milljónir króna. Helga Jónsdóttir aðstoðarráð- herra sagði að gengið væri út frá meirihlutastjórnarnaðild einka- geirans í þessu félagi, þótt ekki væri hægt að fullyrða neitt um það að svo stöddu. Það færi eftir niðurstöð- um hlutafjársöfnunarinnar. Ef einkaaðilar færu yfir 100 milljón króna markið, þá væri hið opinbera augljóslega í minnihluta, en ef ekki, þá væri það ríkisstjórnarákvörðun hvernig með málið yrði farið; hvort yfirleitt í félagið yrði stofnað. Gunnlaugur Sigmundsson og Helga Jónsdóttir voru að því spurð hvort þau væru í beinni hlutabréfa- söfnun í atvinnulífinu á vegum ríkis- sjóðs. Þau kváðu svo ekki vera. „Ég er ekki í neinni söfnun," sagði Helga og Gunnlaugur sagðist ekki hafa rætt um það við nokkurn mann að fyrra bragði, að hann legði í þetta fé. Allt á fullu bakvið tjöldin Áreiðanlegar heimildir Helgar- póstsins, sem enginn viðmælandi blaðsins neitaði, herma að stjórnar- flokkarnir séu hvor um sig á fullu í atvinnulífinu og hvetji þar sína skjólstæðinga til að kaupa hluta í þessu félagi. Mun stjórnarflokkun- um ganga tvennt til í því sambandi: í fyrsta lagi að tryggja að þetta félag verði að veruleika, eins og ríkis- stjórnin hefur lofað og í annan stað hafa Framsókn og Sjálfstæðisflokk- ur áhuga á því að ráða í stjórn þessa félags. Menn eins og Valur Valsson bankastjóri Iðnaðarbankans fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og- Þorsteinn Ólafsson framkvæmda- stjóri SÍS fyrir Framsóknarflokkinn voru m.a. nefndir til sögunnar sem nokkrir af þeim er væru á ferðinni úti í atvinnulífinu og prédikuðu nauðsyn þess að fyrirtæki og stofn- anir legðu til fjármagn í Þróunarfé- lagið. Bæði Valur og Þorsteinn neituðu því í samtölum við HP, að þeir væru á fullu við ofangreinda iðju. Talið er mjög sennilegt að það ná- ist að fá aðila úr atvinnulífinu til að leggja þessu væntanlega félagi 100 milljónir í stofnfé. Heyrst hefur að Sambandið íhugi 35 milljón króna framlag og þar af leiðandi einn stjórnarmann. Heyrst hefur og að bankar og tryggingafélög hyggist leggja fjármagn til félagsins, en í samþykktum fyrir félagið, er þess- Valur Valsson hjá Iðnaðarbankanum og Þorsteinn Ólafsson hjá SlS unnu að undir- búningi fyrir stofnun Þróunarfélagsins, en þeir neita staðhæfingum þess efnis, að þeir séu á fullu ( einkageira atvinnulífsins við að fala fjármagn til félagsins. Helga Jónsdóttir segir rlkisstjórnina verða að endurmeta stöðuna ef tilskilið hlutafjármagn fáist ekki hjá einkaaðilum. Guðmundur H. Garðarson telur ekki óeðlilegt að lífeyrissjóðir láti til sín taka I atvinnulífinu og bindur vonir við Þróunar- félagið um aðilum veitt undanþága til hlutafjárkaupa í Þróunarfélaginu, þótt þeim séu óheimil slík kaup að öðru leyti, enn sem komið er. Og Gunnlaugur Sigmundsson sagði að- spurður að hann hefði um það heyrt að ýmsar hálfopinberar stofnanir á borð við lífeyrissjóði, banka og tryggingafélög hygðust vera með. „En þetta eru bara vangaveltur sem ég heyri frá fólki úti í bæ,“ sagði hann. Verslunarmannafélagið með 20 milljónir En það er nánast borðliggjandi að lífeyrissjóður Verslunarmanna verð- ur með í Þróunarfélaginu. Guömundur H. Gardarson formað- ur sjóðsins staðfesti í samtali við Helgarpóstinn, að á síðasta stjórnar- fundi lífeyrissjóðsins hefði verið samþykkt heimild til allt að 20 milljón króna hlutabréfakaupa í Þróunarfélaginu. Og hvers vegna líf- eyrissjóður stéttarfélags? „Vlð lítum þannig á, að þetta félag eigi eftir að marka spor í framfaraátt og muni gefa ungu fólki tækifæri á því að spreyta sig á nýjum verkefnum. í okkar stéttarfélagi er margt ungt fólk og okkur hefur sýnst að mark- mið og tilgangur Þróunarfélagsins liggi m.a. í því að hleypa í fram- kvæmd nýjum og dirfskufullum hugmyndum, sem ungt fólk stendur oft að baki.“ — En þið hafid ekki áhyggjur af því, ad Þróunarfélagid hyggst leggja fé til áhœttureksturs? „Hvað er ekki áhætta á íslandi?" sagði Guðmundur H. Garðarson. „Ef menn hefðu aldrei lagt í neina áhættu, þá hefðum við íslendingar sennilega aldrei farið á sjó. Við er- um ekki að tefla í neina tvísýnu. Höfuðstóll sjóðsins er á fjórðu millj- ón króna og allar heimildir og regl- ur eru fyrir þessu í sjóðnum." Guðmundur H. Garðarson var um það spurður hvort hann og þeir hjá Verslunarmmönnum hefðu orðið fyrir þrýstingi frá fulltrúum ríkis- stjórnarinnar varðandi kaup á þess- um hlutabréfum. Hann sagði svo ekki hafa verið, en vafalaust hefði þurft að auka kynninguna á þessu frá því sem verið hefði, þegar hug- myndin var fyrst sett á flot. „Ég tel það jákvætt að félag af þessu tagi, þar sem meirihlutaaðild er frá hendi atvinnulífsins, en ríkið er í minni- hluta, komist á laggirnar og ég trúi ekki öðru en aðilar í atvinnulífinu ljái þessu lið. Hvað varðar framlag lífeyrissjóðs, þá skal það játast að það er fátítt að slíkt gerist hér á landi, en ég vek á því athygli að víða erlendis er málum þannig háttað að lífeyrissjóðir taki þátt í rekstri fyrir- tækja, bæði með lánum og hluta-

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.