Helgarpósturinn - 24.10.1985, Qupperneq 15

Helgarpósturinn - 24.10.1985, Qupperneq 15
.1 UM SJÁLFA SIG FYRR OG NÚ „Ætli það reynist ekki best að vera alltaf sem eðlilegastur, — að vera sjálfum sér trúr. Ég held sú sé raunin þarna eins og annars staðar. Þegar á állt er litið býst ég við að fólk vilji að maður sé sem eðlilegastur." — Varstu búin ad fá nóg þegar þið fluttuð frá Bessastöðum 1980? „Mér fannst þetta alveg mátulegt. Okkur fannst þetta báðum alveg nógu langur tími. Kristján ætlaði sér og langaði til að vinna að ýmsum verkefnum í sinni fræðigrein, en það varð því miður þannig að hann fékk ekki nógu langan tíma til þess, — ekki eins og við höfðum vonað.“ — Hvað sástu fyrir að tœki við hjá þér? „Ég ætlaði að halda þessu sama áfram; að aðstoða Kristján við vinnu sína með vélritun o.fi. og að halda heimili." — Mig langar að spyrja hvort þú hefðir hugs- anlega viljað breyta einhverju á þessum ferli? „Eg hef ekki leitt hugann að því. Þó get ég ekki neitað því að mér leiðist þessi svonefnda kosn- ingabarátta, og þykir verra að hún skuli vera nauðsynlegt forspil að þessu embætti. En ég veit ekki hvernig hægt er að komast hjá því nú á dögum ef forseti á að vera þjóðkjörinn áfram.“ — Fólk skiptir sér eðlilega í fylkingar í kring- um frambjóðendur. Varstu einhvern tíma vör við kulda eftir að Ijóst var að Kristján yrði forseti? „Nei, alls ekki. Ég held að það jafni sig ótrú- lega fljótt." Læt hverjum degi nægja sína þjáningu — Efþú vœrir ung stúlka í dag er ekki ósenni- legt að þú mundir ganga menntaveginn. Hvað heldurðu að yröi fyrir valinu? „Ég veit ekki,“ svarar Halldóra, hugsar sig um andartak, — „og þó“. „Mér hefði alla vega á sínum tíma þótt skemmtilegast að læra eitthvað í sambandi við tónlist og tungumál." — Hvernig hugsarðu þér framtíðina? Langar þig að ferðast? „Ég ætla að láta hverjum degunægja sína þjáningu. En ég fór í fyrsta skipti til Vínarborgar í vor með vinkonu minni. Við fórum meðal anriars í Óperuna, og það er ævintýri sem mað- ur man alla ævi. Vínarborg er alveg sérstök. Mig langar að heimsækja fleiri staði sem ég hef ekki séð.“ — Hverja umgengstu mest? „Ég umgengst mikið börnin mín og fjöl- skyldur þeirra. Svo á ég systkini og vinkonur. Við höldum meðal annars hópinn nokkrar ís- firskar konur og höfum haft svonefndan sauma- klúbb í meira en 30 ár. Við hittumst tvisvar í mánuði." — Alvöru saumaklúbbur? „Já, já, við höfum prjónana með okkur, en aðalatriðið er að hittast og fylgjast hver með annarri." — Er þér sem fyrrverandi forsetafrú boðið í opinber samkvœmi? „Einhver já. Mér hefur t.d. verið boðið á vegum forsetans og forsætisráðuneytis í sam- bandi við heimsóknir vissra gesta og fleira." — Þegar þú ert orðin ein, eftir viðburðaríka œvi eins ogþú hefur lifað, erþá ekki óhjákvœmi- legt að einmanaleiki geri vart við sig? „Jú, auðvitað er ég stundum einmana. Það hfýtur að myndast tómarúm, sem ekki er hægt að fylla. En ég velti mér ekki upp úr því. Ég hef enga ástæðu til að vorkenna sjálfri mér.“ — Ef þú lítur yfir farinri veg, hefðirðu viljað breyta einhverju? „Nei, það held ég ekki. Þetta hefur bara verið mitt líf. Ég er heppin og hef hingað til átt góða ævi. Mér finnst ég hafa verið hamingju- manneskja." 3 eftir Eddu Andrésdóttur mynd Jim Smort

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.