Helgarpósturinn - 24.10.1985, Síða 17

Helgarpósturinn - 24.10.1985, Síða 17
LISTAP Trúðurinn Ruben er kominn til landsins Trúðurinn Ruben: Hann neitar að taka þátt í samkeppni þjóðfélagsins og heldur þess vegna mannlegri reisn. Ruben Madsen: „Pabbi var norskur prestur. Ég sem trúður næ til fleiri með keimlíkan boðskap." „Trúöurinn brýtur múra“ Sýnir í Norræna húsinu og fyrirhugar yfirreið um allt landið á næsta ári Vitið þið hvað trúður er? Já, segið þið kanrtski, það er skrýtni kallinn í víða, köflótta jakk- anum og stuttu buxunum með litla hattinn, rauða kúlunefið og í stóru skónum. Mikið rétt, en samkvœmt Ruben Madsen, öðru nafni trúðnum Ruben (Clown Ruben) sem staddur er hérlendis þessa dagana, er trúð- urinn meir en svo. Hann er hinn já- kvœði heimspekingur sem þykir vœnt um mennina og reynir að mynda samband þeirra á milli, hann er heiðarlegur og trúir á hið góða í manninum. Eða eins og trúð- urinn Ruben orðar það viö HP: ,,Trúður er barn í fullorðinsgervi." Ruben Madsen veit hvað hann syngur. Hann er búinn að vera at- vinnutrúður síðan 1972 og hefur ferðast um heim allan sem trúður- inn Ruben. íslendingar muna ef til vill eftir honum á Listahátíð 1982. Og nú ætlar hann að halda eina sýn- ingu, á sunnudaginn kemur, kl. 15.00 í Norræna húsinu. Annars er Ruben ekki kominn hingað til lands gagngert til að skemmta fullorðnum og börnum í 50 mínútur á sunnu- daginn. Hann er að undirbúa langa, stranga og áhugaverða ferð um allt ísland á næsta ári, nánar tiltekið í októbermánuði. Þá hyggst trúður- inn Ruben ferðast kringum ísland með viðkomu á stærri stöðum sem smærri með sýningar, fyrirlestra og sirkusskóla þar sem íslensk börn geta lært undirstöðuatriði trúðar- starfans og sýnt á sviðnu í ekta bún- ingum. Eða eins og Ruben orðar það: ,,Ég vil ekki bara koma, sýna og hverfa aftur. Ég vil undirbúa heimsóknina vel og boða komu mína með góðum fyrirvara, láta börnin taka þátt í að búa til plaköt og teikningar, vinna síðan með þeim og leyfa þeim að taka þátt í sýningunum og skilja eitthvað eftir sem þau geta unnið úr áfram.“ Ruben talar af reynslunni. Hann hefur ferðast um öll Norðurlönd með samskonar dagskrá og hún hef- ur alls staðar gefist vel. Hann er líka hátt metinn utan Skandinavíu. Árið 1981 var hann heiðursgestur við Rússneska Sirkusskólann og hlaut þar verðlaun fyrir listir sínar. Hann hefur ennfremur haldið fjölda fyrir- lestra um fag sitt, og þó einkum um tungumál líkamans; ,,hin fínu blæ- brigði sem sjást ekki en áhorfand- inn finnur fyrir," eins og hann orðar það við HR TRÚÐUR ÁORKAR MEIRU EN PRESTUR Ruben Madsen er strákslegur maður á fertugsaldri. Hann talar hratt og ákveðið en hlýlega og aug- un tindra af áhuga: „Trúðurinn verð- ur að vera jákvæður. Honum verður að þykja vænt um fólk. Hann má ekki vera neikvæður eða fullur af árásarkennd. Það kemur t.d. oft fyr- ir að unglingarnir sem sitja í salnum eru líflegir og með læti. Ég má ekki fara í baklás út af þvi og segja þeim að þegja, heldur hugsa um galsann sem jákvæðan lífskraft sem krakk- arnir eiga erfitt með að beisla. Þannig öðlast ég sjálfur kraft til að finna strauma þeirra og ná ungling- unum á mitt band." En hvers vegna verður maður trúður? Ruben svarar: „Pabbi minn var norskur og prestur í Bergen. Mamma mín sænsk. Sumir hafa sagt við mig, Ruben þú hefðir átt að vera prestur. Þá er ég vanur að svara: Ég næ til miklu fleiri sem trúður. Ég bý nú í Sundsvall í N-Svíþjóð. Einu sinni fékk ég að koma fram í kirkju stað- arins. Margir voru efins um slíka framkvæmd, og sögðu að það væri vafasamt að sleppa trúði í kirkjuna. En sem betur fer gat ég sannfært söfnuðinn að boðskapur prestsins og míns væri mjög hliðstæður; að boða kærleikann. Og viti menn, kirkjan var sneisafull og hafði aldrei annar eins fjöldi sést í kirkjunni, hvorki fyrr né síðar, ekki einu sinni þegar hún var vígð. Á sunnudaginn var kíkti ég í nokkrar kirkjur í Reykjavík. Þær voru allar hálftóm- ar. Kannski vantar trúð til að boða kærleikann." En af hverju er trúðurinn svona vinsæll. Af hverju „virka" loddara- brögð hans? Ruben útskýrir: „Sá sem er trúður verður að trúa á kóm- ík. Trúðurinn á sér sögulegar hefðir. Fíflið við konungshirðina var hið eina sem gat sagt sannleikann. Flestir menn forðast að segja sannleikann, því hann er oft óþægilegur. Fíflið, sem venjulega var bæði greint og með góða athyglisgáfu, sagði hlut- ina eins og þeir komu fyrir. Þetta er hefðin sem trúðurinn byggir á. Þeir geta sagt sannleikann og sýnt það litla og brothætta sem býr í hverjum manni. Þeir þurfa ekki að þykjast, þeir geta hlegið, grátið og verið mis- lukkaðir. Sjáðu t.d. sirkusinn. Þar koma allir snillingarnir fram í röð; sterkasti maður heims, flinkustu loftfimleikamennirnir, færustu hnífakastararnir, fífldjörfustu reið- mennirnir og þar fram eftir götun- um. Ahorfendur standa á öndinni. Svo kemur trúðurinn og allir slappa af og hlæja, vegna þess að trúðurinn er eins og þeir, mannlegur og ekkert öðrum fremri, jafnvel síðri. Hann er ekkert betri en aðrir né reynir að vera það. Trúðurinn neitar að taka þátt í samkeppni þjóðfélagsins og heldur þess vegna mannlegri reisn því hann gerir hið eina rétta, hið mannlega. Hins vegar endar enginn trúður atriði sitt á því að misheppn- ast. Endirinn er alltaf góður. En góð- ur trúður þarf að ráða yfir mikilli tækni. Hann þarf að gera hlutina fullkomlega rétt svo þeir „virki". Hann verður að ráða yfir þeirri tækni að auðveldur hlutur verður erfiður í höndum hans og öfugt." AÐ KUNNA MIKIÐ EN GERA LÍTIÐ Oft er talað um þrenns konar að- ferðafræði eða „skóla" trúða. í fyrsta lagi þann rússneska sem legg- ur lítjð upp úr ytri búningum en set- ur áhersluna á hina mannlegu þætti trúðsins. Þá er talað um evrópska skólann sem reyndar greinist í und- irhópa eftir þjóðlöndum og loks þann ameríska sem gerir mikið úr sviðinu sjálfu, búningum og stórum leiktjöldum eins og brennandi hús- um og bílum. Ruben segist sjálfur byggja leik sinn á rússnesku hefð- inni og hefur reyndar dvalið í Sovét- ríkjunum bæði sem nemandi og fyr- irlesari. „Ég er mikill aðdáandi rúss- neska trúðsins Karandach," segir hann. „Hann dó í fyrra og var stór- kostlegasti trúður sem ég hef nokk- urn tímann séð. Hann kom alltaf fram sem venjulegur maður, eina gervið var lítill hattur. Þótt hann sýndist vera venjulegur, og gerði að- eins það vanalega, réði hann yfir vegna get ég ekki tekið áhættur en ég get ekki heldur vaðið blint áfram með eitthvað prögramm ef stemmn- ingin i salnum er á móti því. Ég verð þess vegna að finna andann, taka snögga ákvörðun hvernig ég ætla að koma atriðinu til skila og fram- kvæma það innan fyrirfram ákveð- ins ramma. Ég verð einfaldlega að vita hvað ég ætla að gera. Æðsta takmark mitt sem listamanns og trúðs er að ná sambandi við áhorf- endur. Takist mér það er sigurinn unninn." Og Ruben heldur áfram: „Sjáðu til, þú verður að virkja áhorf- andann. Ef þú horfir á sjónvarp og gengur út, breytir það engu, sjón- varpsdagskráin heldur óbreytt áfram. Ef þú gengur út úr salnum hjá mér, gæti það breytt einhverju. Ég nota ennfremur mikið líkams- snertinguna. Ég er ekki „intelektú- el“ trúður. Tungumál líkamans er hins vegar þögult en alþjóðlegt og þarfnast einskis tungumáls. Ég hef séð stórkostlega hluti framkvæmda með líkamanum. Einu sinni sá ég heilt leikrit í Moskvu flutt með hægri hendinni einni saman." En skyldi trúðurinn, sem getur leyft sér allt og ávalit er mannlegur, aldrei verða taugastrekktur fyrir sýningar? „Ójú," svarar Ruben. „Stundum er ég órólegur og með fiðrildi í magan- um, stundum hreinlega nervös. Einu sinni kom ég fram í sovéska sjónvarpinu fyrir framan 270 millj- ónir áhorfendur. Þá varð ég að halla mér upp við vegg og styðja höndun- um við súlu. Það leið hérumbil yfir mig af taugaveiklun fyrir þáttinn. Það er það versta sem ég hef lent í.“ ÉG ER TRÚÐURINN ' OG TRÚÐURINN ^ ERÉG — Hver er munurinn á Ruben Madsen og trúðnum Ruben? „Ég er annar í gervinu; miklu hægari persóna og með allt aðrar hreyfingar. Samt er trúðurinn ég sjálfur. Við getum sagt sem svo: Ég er atvinnumaður, bisnessmaður og manneskja. í daglegu lífi er ég aðal- lega hinn praktíski maður sem þarf að fara í banka, verslanir og ráðu- neyti og standa í daglegum önnum og hef kannski lítinn tíma til að sinna manneskjunni í mér. Þegar ég fer í trúðsgervið er ég hins vegar aðeins manneskjan Ruben með öllum sín- um göllum og kostum. Og þá líður mér best, því þá get ég og má sýna hina mannlegu hlið mína án þess að þurfa að skammast mín fyrir það eða óttast að það verði notað gegn mér. Þess vegna trúi ég líka á trúð- inn, því hann er ekta og hann getur talað máli sem allir skilja. Hann get- ur brotið múra.“ Og þeir sem hafa áhuga á að sjá Ruben brjóta múra, eiga þess kost að mæta í Norræna húsið kl. 15.00 á sunnudaginn. Og skiljið ekki krakkana eftir heima! -1M geysilegri tækni og kunnáttu. Það er einmitt galdurinn, maður á að kunna mikið en gera lítið. Flestir gera þveröfugt: Kunna lítið en þykj- ast geta mikið. Þess vegna er ég at- vinnutrúður. Aðeins atvinnumenn vita hvað þeir eru að gera. Leik- maðurinn veit ekki alveg hvað hann er að gera. Hann gengur á áhuganum og tilfinningunni sem er gott í sjálfu sér, en hann vantar enn tæknina og breiddina." En skyldi Ruben þá aldrei „im- próvísera?" „Nei, en ég tek oft andann í saln- um inn rétt áður en ég fer fram á sviðið og haga mér eftir honum. En dagskráin og atriðin eru öll þaulæfð, ég „impróvísera" ekki á sviðinu. Ég verð að vita að ég er að gefa; þess HELGARPÓSTURINN 17 oi

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.