Helgarpósturinn - 24.10.1985, Qupperneq 23
eru nefnilega hræddir um að
brennivínsmálin muni yfirgnæfa
alla aðra umræðu ef áfengismálin
verði á dagskrá samhliða bæjar-
stjórnarkosningum. ..
Þ
Á
Lfengismálin í Hafnarfiröi
eru landsfræg, enda þar ekki deigan
dropa að finna, enda þótt krár og
matsölustaðir skjóti þar rótum í
stórum stíl. En áfengisvarnarnefnd
þeirra Gaflara gefur ekki þumlung
og Hafnfirðingar mega því þola það
að vera þurrbrjósta enn um sinn.
Hins vegar hafa um tvö þúsund
Hafnfirðingar skorað á bæjarstjórn
að láta fram fara skoðanakönnun
um opnun áfengisútsölu í bænum
samhliða sveitarstjórnarkosningun-
um næsta vor. Talið er líklegt að
bæjarstjórn verði við þessum til-
mælum og ef til vill gott betur, því
hugmyndir eru á kreiki um að flýta
þessum kosningum; hafa þær í febr-
úar næstkomandi. Pólitíkusarnir
eir Guðmundur Árni Stef-
ánsson og Önundur Björnsson,
sem með meiru höfðu með höndum
Morgunútvarpið í sumar senda frá
sér viðtalsbók sína á næstu vikum.
Bókin mun heita „Ég vil lifa“ og er
óbeint framhald annarrarra bókar
sem þeir félagar sendu frá sér fyrir
tæpum tveimur árum. Sú bók hét,
„Horfst í augu við dauðann1'. I þess-
ari nýútkomnu bók sem bókaklúbb-
urinn Veröld gefur út er rætt við fólk
sem farið hefur að mörkum lífs og
dauða á einn eða annan hátt. Sem
dæmi um efni bókarinnar, þá er rætt
við stúlkuna sem ráðist var á í Þver-
holtinu fyrir nokkrum árum af sí-
brotamanni, talað við Agnar
Kristjánsson í Kassagerðinni, en
hann hefur um langt árabil átt við
lífshættulegan sjúkdóm að etja og
einnig má nefna viðtal við konu
sem sá á eftir eiginmanni sínum og
syni í hörmulegu slysi í Mosfellsveit-
inni fyrir nokkrum árum. Telja
kunnugir að bókin eigi eftir að vekja
athygli og umtal, enda þarna tekið á
málum sem fólk ræðir yfirleitt inn-
an fjögurra veggja, en ekki í bók-
um...
fært úr stað og er nú komið út fyrir
dyr Alþingishússins, yfir í Skólabrú
3, kjallara, sem lengi var tann-
læknastofa Þorsteins Ólafssonar.
Allt er þetta nú gott og blessað,
nemaþaðaðstundum gætir flóðs og
fjöru þarna í kjallaranum og flæðir
þá yfir allt. Hvort þingskjölin verða
hér á eftir prentuð á vatnsþolinn
pappír er óafgreitt mál, en sumir
hafa áhyggjur af því ef pappírar
þingsins fara á flot. Aðrir láta sér
það í léttu rúmi liggja og segja ekk-
ert nema eðlilegt að náttúran grípi í
taumana og létti aðeins á pappírs-
fargani þingsins við og við — ekíci sé
vanþörf á. . .
U
s
kjalasafn Alþingis hefur verið
mferðarvikan í Reykjavík
hefur opnað augu margra fyrir villi-
mennskunni í umferðinni á höfuð-
borgarsvæðinu. T.d. mældu skóla-
börn á tveimur klukkustundum við
skóla borgarinnar fjögur þúsund
bíla á ólöglegum hraða. Slysatíðni
er jafnframt sú hæsta í Evrópu. Ekki
er þetta aðeins ógætnum ökumönn-
um að kenna. Staðreyndin er sú, að
löggæslan hefur ekki sinnt um-
ferðarmálum að neinu marki og
umferðarlögreglan verið gjörsam-
lega höfuðlaus her, stjórnunin slæm
og gæslan og aðhaldið allt í molum.
Við fréttum það úr herbúðum lög-
reglunnar að menn bíði spenntir eft-
ir nýjum lögreglustjóra, Böðvari
Bragasyni og aðgerðum hans í um-
ferðargæslu og að hann sýni meiri
röggsemi í þessum málum en for-
veri hans í lögreglustjórastóli...
Leikarar:
Rósa Guöný Þórsdóttir.
Kolbrún Erna Pétursdóttir.
Fjalarr Sigurðarson.
Leikstjóri:
Helga Thorberg.
Tónlist:
Dúettinn
André Bachmann
Kristján Óskarsson
Sýningar
þriðjud. og
miðvikud.
kl: 20.30 - 00.30
Tryggvagötu 26 R.
Boröapantanir S. 26906
MATSEÐILL Rjómalöguð spergilsúpa
SÝNINGARIIMNAR: Innbakaður lambahryggur Bordelaise.
Þettaer
útvarpsklukku
landslidid
LED-11
Falleg dlgltal útvarpsklukka, með FM (Rás 2) og MW. Fyrlr rafstraum
og rafhlöður. Vekur með tónl eða útvarpl. Lltur: Blár, rauður og belge.
LED-22
Kr. 2.150
Lítll og snotur dlgltal
útvarpsklukka. Með FM
(Rás 2) og M\X/, á ótrúlegu
veröl. Lltur hvítur. Vekur
með tónl eða útvarpi.
Kr. 1.990
LED-35
IMýJastl meðllmurlnn I
útvarpsklukku-landsllð-
Inu. Með FM (Rás 2) og
M\X/. Vekur með tóni eða I
útvarpl. Fyrlr rafstraum 1*
og rafhlöður. Nýtískulegt |
útllt og gott verð.
Kr. 2.250
LED-44
Lagleg dlgital útvarpsklukka í premur lltum: rauðum, bláum og belge.
Með FM (Rás 2) og M\X/. Vekur með tóni eða útvarpi. Fyrlr rafstraum
og rafhlöður.
Kr. 2.600
LED-888
Fágað og stilhreint útllt. Lltur: dökk-brún. FM (Rás 2) og M\X/. Vekur með
tónl eða útvarpl. Fyrir rafstraum og rafhlöður.
Kr. 2.990
LED-999
Digltal útvarpsklukka hinna vandlátul Útvarp með FM stereo (Rás 2| og
M\X/. Vekur með útvarpi eða tónl. Fyrlr rafstraum og rafhlöður. Frábær
tóngæðl og klassa útllt.
Kr. 3.SOO
_ Póstkröfusendingar samdægurs.
SJONVARPS
BUÐIN
Lágmúla 7 — Reykjavík
Sími 68 53 33
HELGARPÓSTURINN 23