Helgarpósturinn - 24.10.1985, Síða 24

Helgarpósturinn - 24.10.1985, Síða 24
! »ALLIK AMLEGIR SJÚKDÓMAR I eftir Jóhönnu Sveinsdóttur | Kristín Guðmundsdóttir yfirsjúkraþjálfari: „Vöðvabólga meiri hér vegna veðráttunnar og mikillar vinnu“ „Það fer ekkert á milli mála að hugarástand og heilsa hafa áhrif hvort á annað," segir Kristín Gud- mundsdóttir yfirsjúkraþjálfari hjá endurhæfingastöð Sjálfsbjargar. „Einkennin koma fram þar sem maður er veikastur fyrir: sumir fá í bakið, aðrir eru með stöðugar flens- ur, sumir steypast allir út í bólum o.s.frv. Hvers vegna maður er veik- ari fyrir á einum stað fremur en öðr- um er ekki vitað. Min skoðun er sú að það hafi verið tilhneiging til að gera depressjón eða andlega vanlíðan að orsökinni fyrir ýmsum líkamlegum kvillum eins og bakverk. En ég held að í mörgum tilfellum megi snúa þessu við og menn hafa gert meira af því síðastliðið ár eða svo. Ég held að lík- amlega vanlíðanin sé miklu oftar númer eitt, hún kemur svo fram í andlegri vanlíðan sem eykur svo á fyrirliggjandi líkamskvilla. Ef manneskja er slæm í baki — svo við tökum það sem næst mér snýr — og getur ekki tekið þátt í lífinu sem skyldi, þá kemur það t.d. fram í erf- iðari sambúð og ýmsu á vinnustað. Og ef þú verður fyrir vinnutapi af heilsufarsástæðum eykur það svo fjárhagsáhyggjur sem magna enn streituna." — Firmst þér aö lœknum hœtti til að einangra sig um ofvið líkamlegu sjúkdómseinkennin? „Það er ekkert hægt að alhæfa í þeim efnum. Þeir eru mjög misjafn- ir. Sumir líta á sjúklinginn í heild, aðrir líta á líkamlega kvilla sem lítil- væga og senda hann til sjúkraþjálf- ara til að gera eitthvað í málinu. Það má kannski segja að þeim sem eru sérhæfðir í líkamlegum aðgerðum, eins og beinaskurðlæknar — ortopedar — sé kannski hættara við að gleyma heildinni eða andlega þættinum. En þeir sem eru sérhæfð- ir í heimilislækningum líta meira á heildina. Ég hef ekki rekið mig á annað en læknar sinni sjúklingum sínum af skilningi ef þeir á annað borð koma með vandamál sín til þeirra. Hitt er annað mál að oft þarf sjúklingurinn að fá hjálp til að nálgast þau. Þeir eru oft feimnir eða skynja þau ekki sjálfir. Síðan held ég að íslendingar hafi betri aðgang að læknum heldur en gengur og gerist. Það eru fleiri sem komast til læknis út af minniháttar kvillum hér heldur en annars staðar, virðist mér.“ — Bendir eitthvað til þess að ís- lendingar séu vöðvabólgnari en aðrar þjóðir? „Það hefur ekki farið fram töluleg rannsókn á þessu. En ég reikna með aff vöðvabólga sé eitthvað meiri hér en í nágrannalöndum okkar, bæði vegna vinnunnar og veðráttunnar. Margt af þessu vöðvabólgufólki er gott meðan það dvelur í heitum löndum en þá er það líka oftast nær i fríi.“ — Telurðu að þrálát bakveiki ís- lendinga stafi m.a. af mikilli vinnu barna og unglinga? „Þá ætti öll þjóðin að vera í kryppu, því hvað gerði hún ekki hér áður fyrr? Kannski er það fremur misræmið sem máli skiptir, börn og unglingar fá ekki svipaða hreyfingu og vinnuálag í uppvextinum. Aður fyrr unnu krakkar mikið frá unga aldri. Núna hafa þeir tiltölulega létta æsku en fara síðan að vinna á ungl- ingsárunum og eru þá illa undir það búnir." — Og svo setjast þeir kannski á langskólabekk og stirðna upp? „Já, þeir vinna yfirleitt á sumrin og komast svo úr þjálfun yfir vetur- inn. Þar við bætist að áður fyrr léku krakkar sér allt öðruvísi og reyndu meira á sig líkamlega. En nú gera þau það ekki fyrr en þau fara að vinna sem unglingar. Hreyfingin í leikjum barna er alltaf að minnka þannig að þau hafa verri forsendur þegar þau koma út á vinnumarkað- inn. Ofan á allt þetta bætist léleg leikfimi í skólum. Ég held að hreyfingarleysi barna eigi enn eftir að aukast. Nú miðast leikir þeirra svo mikið við alls konar tölvuleiki, Master of the Universe o.þ.u.l. Þau eru hætt að hreyfa sig. Þetta er farið að hafa alvarlegar af- leiðingar t.d. hjá Svíum, þegar börn- in koma í skólann eru þau bæði ótal- andi og kunna ekki að hreyfa sig. Mér segir svo hugur að brátt muni þetta koma fram hér.“ — Finnst þér lœknar hafa gert meira af því síðastliðin ár að senda fólk í sjúkraþjálfun til að fá bót meina sinna í stað þess að ausa í það lyfjum? „Já, þar hefur bæði komið til aukinn skilningur lækna og meira framboð af sjúkraþjálfun. Og síðast en ekki síst hefur orðið almenn vakning meðal fólks. Margir eru hættir að láta sér nægja að éta bara iyf“ Gunnar Helgi Guðmundsson heimilislæknir: „Enginn hefur tíma til að vera veikur“ Gunnar Helgi Guðmundsson heimilislæknir á heilsugæslustöð- inni í Fossvogi var fyrst spurður um orsakir sállíkamlegra sjúkdóma. „Nú eru menn mjög á þeirri línu að það séu fyrst og fremst einhver ytri áreiti, hvort sem það er t.d. stress eða vinnuálag, sem spili inn í sállíkamlega sjúkdóma, svo sem vöðvabólgu, magasár, spennuhöf- uðverki, ristilkrampa og magabólg- ur. Margir kannast áreiðanlega við það spennu- og kvíðaástand sem skapast við út af streitu, t.d. þegar fólk er við próflestur. Það getur svo komið fram í líkamlegum einkenn- um eins og niðurgangi og maga- verkjum. Það eru sjaldnast einn eða tveir þættir sem valda því að maður fær þessa sállíkamlegu kvilla, það eru yfirleitt mjög margir þættir sem eru orsakavaldar. En ég vil taka það fram að þetta er mjög stór þáttur af vinnu heimilislæknis. Ég tei að slík vandamál séu hvað stærsti þáttur- inn í okkar vinnu." — Hvern telur þú vera algengasta sállíkamlega kvillann? „Um það er erfitt að fullyrða vegna þess að enn skortir talsvert á rannsóknir á þessu sviði. En vöðva- bólga er t.d. mjög algeng. Ég tel að vöðvabólga sé miklu algengari hér- lendis en annars staðar. Ég hef starf- að í Svíþjóð, Kanada og Bandaríkj- unum og þar sér maður hana miklu sjaldnar. Heimilislæknar og geðlæknar halda því fram að um það bil þriðj- ungur þeirra sem leita aðstoðar þeirra hafi við einhver sállíkamleg vandamál að glíma. En það vill gleymast að þeir sem leita til manns á stofu hafa fleira en eitt vandamál. Það kemur kannski einhver sem segist leita til manns af því að hann sé með kvef en það þarf ekki að vera hin raunverulega ástæða fyrir komu hans. í læknisviðtalinu geta alvarlegri vandamál skotið upp koll- inum. Það kemur af stað mörgum sjúk- dómum — þótt það orsaki þá ekki eins og asma og mígreni, er ein- hvers konar aukaálag, aukastress. Það er einhver vírus sem veldur kvefinu og ef þú hefur haft óvenju- mikið að gera undanfarnar vikur þá færðu kannski kvef.“ — Þannig að ef maður hlustar ekki á líkamann og tekur það rólega í einn eða tvo daga þegar maður er útkeyröur getur það kostaö mann langa legu í flensu? „Einmitt. En ég verð að segja það að í okkar íslenska þjóðfélagi er tempóið svo rosalega hart að það hefur enginn tíma til að vera veikur eða hvíla sig. Maður rekur sig á að margir eru í tvöfaldri vinnu og hafa ekki einu sinni tíma fyrir fjölskyldu sína. Þetta er þjóðfélagslegt vanda- mál, miklu stærra en svo að læknar geti leyst það.“ — Þarftu oft að vísa sjúklingum til geðlœknis? „Nei. í svona tilfellum er oft nóg að sjúklingurinn geti talað um vandamálið við heimilislækninn, þannig að hann geti raðað þessu upp í kollinum á sér að nýju. Á end- anum er það yfirleitt fólkið sjálft sem leysir vandamálið. Það upp- götvar hvernig það er að fara með sjálft sig andlega og líkamlega. Það kom til dæmis til mín maður um daginn sem var að drepast í bak- inu og reyndist vera með slæma vöðvabólgu. Þá kom í ljós að hann vinnur yfirleitt 100 tíma á viku. En hann hafði ekkert hugsað út í hvað hann væri að gera sjálfum sér. En þarna rann upp fyrir honum ljós. Fólk á erfitt með að viðurkenna að það sé sjálft veikt fyrir. „Það kemur ekkert fyrir mig, ég er ekkert stressaður," segja menn. Því er miklu auðveldara fyrir fólk að koma til læknis og segjast vera með kvef eða hálsbólgu heldur en að segja hreinlega: „Mér líður illa. Ég veit ekki nákvæmlega hvers vegna en mér líður illa." Þá þarf að finna það út og það getur verið út af einhverju svona.“ — En nú hafa heimilislœknar gert meira af því undanfarið að senda vöðvaherpt streitubúnt í sjúkraþjálf- un, ekki rétt? „Jú, alveg tvímælalaust, og það hjálpar. En að mínu mati er það ein- ungis ein aðferð, alveg á svipaðan hátt og maður gefur stundum lyf. Sjúkraþjálfun og lyf geta leyst vand- ann í bili. En ef vandamálin eru fjár- hagsáhyggjur, stress, hjónabands- erjur o.þ.u.l. leysir sjúkraþjálfunin þau náttúrulega ekki. Það verður að yfirvinna það ástand sem að baki býr. En það hefur vissulega orðið gjör- bylting í því hversu miklu auðveld- ara er að koma fólki til sjúkraþjálf- ara nú orðið. Áður fyrr neyddist maður kannski til að gefa fóíki lyf þótt maður hefði ekki neina rosa- iega trú á þeim. En þá var kannski sex, átta vikna bið eftir því að kom- ast í sjúkraþjálfun. Læknum hefur hætt alltof mikið til að meðhöndla bara líkamlegu einkennin, t.a.m. með lyfjum. Þeir hafa ekki gert nógu mikið af því að líta á sjúklinginn í heild, gefa sér tíma til að hlusta á sögu hans. En mér virðist þetta vera að breytast til batnaðar." 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.