Helgarpósturinn - 24.10.1985, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 24.10.1985, Blaðsíða 25
 Hver kannast ekki við að koma þreyttur heim eftir tvöfaldan vinnudag með þrúgandi hausverk, hálsríg og eymsli í baki; rífa upp gluggabréfin, hitta fjölskyld- una, vera eins og úti á þekju eða hafa allt á hornum sér; sofna örmagna en sofa léttum, óværum svefni og vakna jafnþreyttur eða þreyttari að morgni sem lurkum laminn, kannski kominn með hálsbólgu eða kvef? Samkvæmt skýrslum lækna hefur býsna stór hluti þjóðarinnar einhvern tíma kynnst slíku ástandi sem í flestum tilfellum myndi flokkast undir svokallaða sál- líkamlega (psykosomatiska) sjúkdóma. Hér verður reynt að varpa örlitlu Ijósi á það samband hugarástands og heilsu sem hér um ræðir. Gunnar Helgi Guðmundsson, heimilislæknir á Heilsugæslustöðinni í Fossvogi, einn þeirra aðila sem HP leitaði upplýsinga hjá, kallaði þetta „þjóðfélagslegt vandamál, miklu stærra en svo að læknar einir gætu leyst það". Auk Gunnars leitaði blaðið til þeirra Kristínar Guðmundsdóttur yfirsjúkraþjálfara á endurhæfingarstöð Sjálfs- bjargar og Högna Óskarssonar, geðlæknis á Landspítalanum. Sjónarmið þeirra fara hér á eftir. Högni Óskarsson geðlæknir: „Fólk vill lausnir strax og helst í pilluformiu „Ef við göngum út frá sjónarhóli heimilislæknisins þá er það alveg rétt hjá Gunnari Helga að töluvert stór hluti þeirra sjúklinga sem leita til sinna heimilislækna með sínar kvartanir hafa í rauninni fyrst og fremst við sálræn vandamál að etja,“ segir Högni Oskarsson geð- læknir. „Oftast eru þetta tímabund- in vandamál sem tengjast einhverj- um uppákomum í þeirra lífi. Það er sjaldnast sem um alvarleg geðræn vandamál er að ræða. Þetta hefur ekki verið kannað hérna kerfisbundið en erlendis þar sem það hefur verið gert betur ligg- ur talan á milli 15—50%, svo að tal- an sem Gunnar nefnir er sjálfsagt mjög nærri lagi. Það sem er kannski athyglisverðast er það að heimilis- læknar greina þessi vandamál miklu sjaldnar en tilefni er til. Þann- ig að þeir byrja kannski á því að meðhöndla líkamlegu kvörtunina og missa kannski af hinu. Þetta hafa margar erlendar kannanir sýnt. Samkvæmt könnunum hér á landi á störfum heimilislækna þá er endanleg sjúkdómsgreining lækn- anna geðrænt vandamál í 5—7% til- vika. En þeir meðhöndla hins vegar miklu fleiri eins og þeir væru með geðrænt vandamál. Við sjáum bara hvaða lyf þeir gefa, gjarnan lyf við geðrænum vandamálum, róandi lyf, svefnlyf eða þunglyndislyf. Læknar hika við að nota geðsjúk- dómsgreiningu á sjúklinga því það er viðkvæmt mál fyrir marga. Mörg stressfyrirbæri, kvíða- og þunglynd- isfyrirbæri taka á sig likamlega mynd. Meginpartur höfuðverkja er af sálrænum toga spunninn, blóð- þrýstingssveiflur geta orsakast af ytra álagi, allskyns kviðverkir, ristil- krampar og svoleiðis nokkuð teng- ist mjög gjarnan stressi. Eitt spilar inn í þetta og það er að fólk er oft mjög óhresst með það að líta á sína líkamlegu kvilla af geðrænum toga og vill þá ekki trúa því að þetta sé eitthvað geðrænt vegna þess að það finnur til. Það er með hausverk, niðurgang o.s.frv. Mestu máli skiptir fyrir heimilis- lækna að útskýra, kenna fólki hvað um er að ræða, að það þurfi að'' breyta eitthvað um lifnaðarhætti til að bæta úr þessu. En þar er oft við ramman reip að draga vegna þess að fólk vill fá lausnir á hraðbergi og helst í pilluformi. Því er það oft ekki þannig að læknirinn greini rangt heldur gerir sjúklingurinn grein- inguna erfiða. Það er líka til fyrirbæri sem heitir á ensku „masked depression" eða hulið þunglyndi. Það er þunglyndi sem kemur fyrst og fremst fram í lík- amlegum einkennum. Fólk finnur |l Að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði Eftir spjallið við sérfræðingana þrjá má ef til vill draga eftirfarandi ályktanir: Aldagömul trúarleg og heim- spekileg hefð í vestrænni menn- ingu, sem skiptir manneskjunni í líkama annars vegar og meira og minna óskiljanlega sál hins vegar, er á undanhaldi bæði í almennri læknisfræði og geðlæknisfræði (þótt víða sé hún enn í fullu gildi). Þar með aukast mögleikar lækna til að leiðrétta truflun á starfsemi heildarinnar. Sállíkamlegir kvillar hrjá stóran hluta Islendinga einhvern tíma á lífsleiðinni í lengri eða skemmri tíma. Af þeim er vöðvabólga/ vöðvagigt hvað algengust og hún orsakast fyrst og fremst af óhóf- legu vinnuálagi, röngum vinnu- stellingum og streitu. Ing- ólfur S.Sveinsson læknir hefur skrifað ágæta grein um vöðvagigt sem birtist í Fréttabréfi Heilbrigö- ismála, 1. tölublaði, 1979. Þar segir m.a.: „Vöðvaspennan getur verið um allan líkamann en er oft mest í þeim vöðvum sem hafa mest með tjáningu tilfinninga að gera en það eru vöðvar í höfði, hálsi og hand- leggjum ásamt öndunarvöðvum." Notkun vöðvaafrits sýnir vel „hvernig aðferðir er margir nota til að binda reiði og kvíða, t.d. „að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði" eða „láta ekki á neinu bera“, (hvort tveggja stjörfun — „immobilis- ation" — geta leitt til spennu og verkja. Langvarandi kvíði, reiði eða þunglyndi sem einnig er spennt ástand geta eðlilega komið af stað og viðhaldið þessum víta- hring.“ I grein sinni bendir Ingólfur á ýmsar leiðir til úrbóta eins og lík- amlega áreynslu, útivist, sund, íþróttir sem veiti útrás, slaki á and- legri og líkamlegri spennu, valdi líkamlegri þreytu og gefi því end- urnærandi svefn og aukna orku og þrek; samtal við einhvern sem skilur; lyf gegn kvíða, spennu, svefnleysi; innhverfa íhugun og fleira. Fordómar fólks gagnvart geð- rænum kvillum virðast á undan- haldi og jafnframt eykst skilningur þess á starfsemi heildarinnar. Hér er um stórt þjóðfélagslegt vanda- mál að ræða og tímabært að hætta tilraunum til að kæfa fjárhags- áhyggjur og aðra bólgu- og streitu- myndandi erfiðleika' með pilluáti og biti á jaxlinn og bölvi í hljóði! fyrir máttleysi, sleni eða miklum höfuðverkjum og gerir sér oft ekki grein fyrir því að það er þunglynt. En þegar farið er að kíkja ofan í sög- una og ástandið kemur ýmislegt í ljós. En það er oft erfitt að greina það og fá samvinnu sjúklingsins til að meðhöndla það rétt.“ — Hefur orðið aukning á inn- lögnum á geðdeildir undanfarin ár samfara auknu þjóðarstressi? „Þeim hefur ekki fjölgað einfald- lega vegna þess að rúmum hefur ekkert fjölgað og þau eru alltaf full. Því er mjög erfitt að meta þetta. Þrátt fyrir aukna möguleika eins og göngudeildir og stofur sem hafa sprottið upp hér og þar um bæinn sl. fjögur, fimm ár virðist mér samt að ennþá sé töluvert langt frá því að hægt sé að metta þörfina. Þeir sem eru með stofur eru yfirleitt með þétt ásetinn tíma og biðlista. Aðsóknin eftir þjónustu göngudeildanna hef- ur jafnframt aukist. En það er mjög erfitt að segja til um hvort þetta tengist stressinu í þjóðfélaginu. Aft- ur á móti er óhjákvæmilegt að hug- leiða þá breytingu sem hefur orðið á þjóðfélagsgerð okkar undanfarna áratugi og hvaða áhrif hún hefur haft á lifnaðarhætti okkar og lífsvið- horf. Gildismat hefur breyst mikið, ekki bara á íslandi heldur á Vestur- löndum almennt, efnishyggjan — sókn eftir ytri gæðum, er orðin svo ríkur þáttur í lífi fólks. Fólk leggur miklu meira á sig en áður til að upp- fylla það sem við getum kallað þriðju gráðu þarfir, þ.e.a.s. tóm- stundir og annað sem ekki er lífs- nauðsynlegt til að komast af. Hér á landi leiðir þetta til þess að bæði hjónin vinna úti, sinna þar af leið- andi minna börnum sínum og þau leita til annarra, ekki þó til afa og ömmu og stórfjölskyldunnar eins og áður var því fjölskylduformið hefur breyst mikið. Þetta gerir það líka að verkum að firringin eykst meðal manna, tengsl milli manna eru ekki eins varanleg og áður var. Skyndi- tengsl ýta undir visst los, ófull- nægju og spennu sem kemur síðan fram í meiri leiða, tómleika og kvíða.“ HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.