Helgarpósturinn - 31.10.1985, Side 10

Helgarpósturinn - 31.10.1985, Side 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthlasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ólafsson Innheimta: Garðar Jensson Afgreiðsla: Guðrún Hásler Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sfmi 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Belju breytt í naut Að undanförnu hefur mikið verið rætt um kanakjötið svo- nefnda, innflutning bandaríska hersins á kjöti til hermanna sinna í Keflavík. Aftur á móti hefur lítið farið fyrir umræðu um kjötvörur sem eru á íslensk- um markaði. I dag birtir Helgarpósturinn ítarlega grein um nautakjöts- markaðinn á Islandi. I Ijós kem- ur m.a. að ekki er aðeins á boð- stólum ótiltekið magn af smygl- uðu nautakjöti, heldur flokkar Framleiðsluráð landbúnaðarins íslenskt nautgripakjöt í hvorki meira né minna en sextán gæðaflokka og átta verðflokka, en þegar hinn almenni neyt- andi fer út í búð til að kaupa hakkið sitt, eða gúllasið og mörbráðið, er það allt saman selt sem ótilgreint nauta- og nautgripakjöt. Verðið er enn- fremur afar mismunandi. Alvarlegasta ásökunin kem- ur frá nafngreindum kjötvöru- kaupmanni og sláturhússtjóra sem báðir fullyrða að mikið magn af kýrkjöti sé selt sem nautakjöt og sérstaklega í Reykjavík. Ástæðurnar fyrir grandaleysi neytandans eru margar að dómi þessara manna. Þekkingarleysi neyt- andans er mikið og kaupmenn misnota sér það óspart, engin hefð er fyrir góðu nautakjöti þannig að neytandinn er óvan- ur gæðakjöti, upplýsingar frá ábyrgum aðilum eru ílágmarki, en fyrst og fremst er náttúru- lega um að ræða fégræðgi kaupmanna sem hreinlega selja falsaða vöru. Umfang hinnar fölsuðu vöru er geysilega mikið. Af niður- stöðum greinarhöfundar má ætla að íslendingar leggi sér ár- lega til munns um 500 tonn af kýrkjöti sem þeir hafa keypt sem nautakjöt. Málið setur ekki aðeins neytandann í klemmu, heldur ennfremur framleiðend- ur vörunnar, því eftirspurnin eftir kýrkjöti hjá kaupmönnum er meiri en eftir nautakjöti. Það borgar sig einfaldlega að selja falsaða vöru. Bændurnir fá kýr- kjötið staðgreitt og því aldrei neitt kýrkjöt fyrirliggjandi á lag- erum sláturhúsanna. Aftur á móti fylla skrokkar ungnaut- anna frystigeymslur slátur- húsanna. Ábyrgir aðilar sem Helgar- pósturinn hafði samband við vísuðu málinu að mestu frá sér. Neytendasamtökin sögðu slíkt eftirlit of kostnaðarsamt og um- fangsmikið, Búnaðarfélag ís- lands sagði þetta ekki í sínum verkahring og Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins sagð- ist hafa áhuga á málinu en eng- inn hefði tekið frumkvæðið. En einhver verður að taka frum- kvæðið. Meðan hundurinn seg- ir ekki ég, kötturinn segir ekki ég og svínið segir ekki ég, halda Islendingar áfram að borða kýrkjöt sem nautakjöt. TÆPITUNGULAUST „Tillitsleysi“, ha? eftir Halldór Halldórsson LAUSNÁ SKÁKÞRAUT Embætti forseta Islands er hið virðulegasta, sem stjórnskipan lýð- veldisins gerir ráð fyrir. Þess vegna nýtur forseti landsins ávallt fyllstu virðingar þjóðarinnar hver svo sem skoðun manna var á meðan kosið var tii embættisins. Þetta er íslend- ingum til sóma og mætti verða þeim fyrirmynd í ýmsum öðrum efnum. En stjórnskipan íslenzka lýðveld- isins gerir ekki ráð fyrir því, að til- teknir einstaklingar, tilteknir emb- ættismenn, séu hafnir yfir gagn- rýni. Sama gildir að sjálfsögðu um for- seta lýðveldisins. A „frídegi" kvenna, 24. október, urðu pólitísk tíðindi, sem skráð munu verða í bækur sögunnar. For- seti lýðveldisins ætlaði að láta drag- ast úr hömlu að undirrita lög frá Al-' þingi vegna þess að það var henni óljúft á þessum degi. Lögin.sem forsetinn átti að undir- rita fjölluðu nefnilega um það, að kjaradómur skyldi skipaður til þess að skera úr í launadeilu kvenna- stéttar og Flugleiða. Undirskriftartregða forsetans hef- ur sjálfsagt ráðizt að mestu af kyn- ferði forsetans og þeirri óumdeilan- legu staðreynd, að kvenforseti vor er af mörgum talin dæmi um tákn- rænan árangur kvenna í jafnréttis- baráttu. „Flugfreyjulögin" voru keyrð í gegnum Alþingi með hraði og hefðu sennilega náð í gegnum þingið kvöldið fyrir „kvennafrídaginn“, ef ekki væri fyrir þá grátbroslegu stað- reynd, að jafnréttissinnaður þing- maður, Jóhanna Sigurdardóttir, hélt uppi málþófi. Þannig tókst ekki að afgreiða lögin fyrr en um nóttina á sjálfan kvennadaginn. í blöðum, leiðurum þeirra og svörum stjórnmálamanna, einkum stjórnarandstæðinga, var það mál manna, að það hefði verið „tillits- leysi“ af hálfu ríkisstjórnar að ætlast til þess af Vigdísi Finnbogadóttur að undirrita þessi lög á „kvennafrídag- inn“. Hafi svo verið getur hún þakk- að það Jóhönnu Sigurðardóttur. En stöldrum aðeins við þessa at- hugasemd um tillitsleysi. Hvaða tillitsleysi er verið að tala um? Hefði það t.d. að sama skapi verið tillitsleysi við dr. Kristján Eld- járn heitinn, fyrrum forseta íslands, að leggja fyrir hann lög á sjómenn á sjálfan Sjómannadaginn (sem er þó altént viðurkenndur frídagur)? Hefði það verið tillitsleysi vegna kynferðis hans og sjómannanna? Auðvitað er þetta fásinna. Dæmið er fáránlegt, en það er líka jafnfár- ánlegt og þetta tal um „tillitsleysi". Það kemur starfi forseta fslands einfaldlega ekkert við hvort lög varða konur eða karla. Og kynferði forsetans skiptir nákvæmlega engu, þegar vinna skal embættisverk. „Umhugsunarfrestur" forsetans er ósköp einfalt dæmi um mistök æðsta embættismanns þjóðarinnar. Þetta hefur Halldór Asgrímsson, starfandi forsætisráðherra, væntan- lega gert forsetanum Ijóst um leið og hann skýrði henni frá því, að rík- isstjórnin hótaði að segja af-sér, ef ekki væri búið að undirrita lögin fyrir kl. 14 eða 15:30, eftir því hvaða heimildum skal trúað. Raunar er þessi hótun einnig dæmi um mistök. Morgunbladid birti í liðinni viku ítarlegan leiðara um þetta mál og þau stjórnarfarslegu atriði, sem koma til álita í því. Ég tek undir at- hugasemdir Morgunblaðsins, bæði um skyldur forseta, nauðsyn skýrari stjórnarskrárákvæða og misskilning Matthíasar Bjarnasonar samgöngu- ráðherra að hóta afsögn. En það er eitt, sem ég var ákaf- lega ósáttur við í forystugrein Morg- unblaðsins. Það var tæpitungan. Eg er nefnilega á þeirri skoðun, að láti maður í ljós álit stutt lagarökum og lagatúlkunum með sæmilegri skyn- semi, þá þjóni það engum tilgangi í tjáningarfrjálsu landi að tala eins og „Pravda". Forystugrein Morgun- blaðsins var nefnilega einn af þess- um skrýtnu ,,prövduleiðurum“ blaðsins, sem krefst þess af lesaran- um, að hann lesi einna helzt á milli línanna. Og þrátt fyrir vandaðan leiðara þá vantaði líka niðurstöð- una: að forsetinn gerði mistök. En semsé: Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, fór út á hálan ís, einn- ig samgönguráðherra og raunar öll ríkisstjórnin, ef út í það er farið. Það lá við slysi vegna afgreiðslu þessara flugfreyjulaga, en vonandi hafa við- komandi einstaklingar dregið ein- hvern lærdóm af málinu. 17. 1. Rb4! Kxb6 2. Rc6 mát. 18. Dálítið virðist erfitt að komast að svarta kónginum í horninu og svartur er fjarri því að vera í leik- þröng. Hann má að vísu hvorki leika edlD (vegna 2. Hh2 mát), né Kg2 (vegna Rf4 tvískák og mát), en hann á næga aðra leiki og getur borið fyrir fráskákina með Re4, leiki hvítur riddaranum. Þar að auki hótar hann Hb8+. En hvítur á öflugan lykilleik: 1. Kxc5! og mátar nú í næsta leik hvernig sem svartur fer að (1. - Bxb4+ 2. Rxb4,1. - Bb6+ 2. Rxb6, 1. - Hc8 2. Rc7, 1. - Dh(g)6 2. Rf6, 1. - De3 2. Rxe3, 1. - f4 2. Rxf4). := í -pJ «E bni H 4' cati i... . - L - onustu FRÁGANGUR INNFLUTNINGSSKJALA, * FRÁGANGUR ÚTFLUTNINGSSKJALA, * BANKAÞJÓNUSTA OG FERÐIR í TOLL, $ UMSJÓN MEÐ ENDURSENDINGUM TOLLAFGREIDDRA OG ÓTOLLAFGR. VARA, í VERÐÚTREIKNINGAR, * PÖKKUN OG UMSJÓN BÚSLÓÐA TIL FLUTNINGS, # TRANSIT VÖRUAFGREIÐSLA, TELEXÞJÓNUSTA, VÉLRITUNAR- OG LJÓSRITUNARÞJÓNUSTA, * ERLENDAR BRÉFASKRIFTIR, VIÐSKIPTABRÉF, V ÞAÐ BESTA FRÁ ENGLANDI UNICAN ÞAÐ BESTA FRÁ DANMÖRKU TILBOÐSVERÐ Á BYRJENDASETTUM. SENDUM j PÓSTKRÖFU. - KREDITKORTAÞJÓNUSTA. -l/erslunin /M4RK Suðurlandsbraut 30, simi 35320. BRUGGIÐ EKTA 0L Ath! Kostnaður á flösku, 0,33 I, aðeins 8—9 krónur. J 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.