Helgarpósturinn - 31.10.1985, Page 19
Blúsmeistarar
til íslands
Nú mun afrádid að blúsmeistar-
arnir Junior Wells og Buddy Guy
komi til Islands um midjan nóvemb-
er og leiki hér eitt kvöld. í för med
þeim verda gítaristarnir George
Bazemore og Albert Allen, bassa-
leikarinn Noel Nealy og trommar-
inn Jerry Porter.
Junior Wells og Buddy Guy hafa
leikið saman um langt árabil og
segja má að engin hljómsveit blús-
ins sé fremri þeim um þessar mund-
ir — nema B.B. King.
Junior Wells fæddist árið 1934 í
Memphis. Tólf ára fluttist hann til
Chicago og kornungur var hann far-
inn að blása í munnhörpu með
Tampa Red og Johnny Jones. Á
Memphisárunum hafði hann kynnst
B.B. King og Howlin’ Wolf og Junior
Parker kenndi honum að leika á
munnhörpuna. Um tíma blés Junior
í munnhörpuna í hljómsveit Muddy
Waters og 1953 hljóðritaði hann
fyrstu skífur sínar og þá léku ekki
minni kappar undir hjá honum en
Muddy Waters, Elmor James, Otis
Spann og Willie Dixon.
Buddy Guy fæddist árið 1937 í
Louisiana. Hann kom til Chicago
1957 og lék þar m.a. með Sonny Boy
Williamsson II. Þar hittust þeir
Junior Wells og hafa leikið mikið
saman síðan. Buddy Guy er einn af
fremstu gítarleikurum blúsins um
þessar mundir og hefur lært mikið
af B.B. King — einnig sem söngvari;
Junior Wells hefur að sjálfsögðu
einnig lært af gömlu meisturunum
en brætt þau áhrif í sérstæðan og
persónulegan stíl bæði sem munn-
hörpuleikari og söngvari og söngur
hans á stundum í ætt við blúsbelj-
arana og sálsöngvarana.
Junior Wells og Buddy Guy eru
um þessar mundir fremstir Chicago-
blúsaranna — arftakar Muddy
Waters. Þeir hafa bætt ýmsum nýj-
um strengjum í blús sinn og tækni
þeirra er óaðfinnanleg. Hljómplötur
þeirra skipta tugum og meðal þeirra
er hljóðritað hafa með þeim eru
hvítir evrópublúsarar og rokkarar
eins og Eric Clapton, Bill Wyman og
Charles Watts, úr Rolling Stones.
Það er kominn tími til að Islend-
ingar fái að kynnast blúsnum einsog
hann gerist bestur. Hingað hafa
komið tvær blússveitir: The Missis-
sippi Blues Band og The San Fran-
cisco Blues Band — hvorutveggja
Junior Wells og
Buddy Guy: Það er
kominn tími til að
islendingar fái að
kynnast blúsnum
einsog hann gerist
bestur.
heldur slakar sveitir þó Sam Myers,
munnhörpuleikari og söngvari, hafi
bjargað andliti þeirrar fyrrnefndu.
Blússveit þeirra Buddy Guys og
Junior Wells er af öðrum toga —
stjörnusveit á heimsmælikvarða.
Þeir eru þekktir fyrir rosalega
keyrslu og geggjaða sviðsframkomu
og blús þeirra kryddaður sálará-
hrifum.
Það er Jazzvakning er býður þeim
hingað og eru þetta lokin á afmælis-
haldi félagsins. Blúsinn er faðir jass-
ins og því á Jazzvakning skyldum
við hann að gegna á tíu ára afmæl-
inu.
MYNDUST
„7/1/7/“ hjá Björgu Þorsteinsdóttur
I listum leiðir hvað af öðru, og tíðum reyn-
ist vera jafn erfitt að finna uppruna listaverks
og uppruna mannsins. Ættartölur málverka
eru þvi miður sjaldgæfar, þótt næstum
öruggt sé að málverk fæðist af málverki, líkt
og maður fæðist af manni. En hvort tveggja
nær þroska fyrir sakir erfða og áhrifa frá um-
hverfinu. Þess vegna skiptir umhverfið svo
miklu máli, og umhverfi er ekki aðeins fjöll,
grös og vötn heldur öðru fremur menn og
það landslag sem maðurinn býr til og lifir í:
hið andlega umhverfi eða það sem við köll-
um menningu.
Verk Bjargar Þorsteinsdóttur sem eru til
sýnis um þessar mundir í Gallerí Borg eru
bæði inni- og útimyndir. Öðru fremur eru
þær þó „inni“. Formin eru fljótt á litið úr
jurtaríkinu, en í flestum tilvikum hefur jurt-
unum verið breytt í klæði eða efni af ein-
hverri tegund og þá tengt húsbúnaði.
Á sýningarskránni er mynd sem líklega
hefur hlotið sömu örlög og málverk það sem
Kandinsky þekki ekki þegar abstraktlistin
hófst í vinnustofu hans, en þá var það á
hvolfi. Abstrakt staða þess vakti í brjósti hans
hrifningu líkt og hann stæði andspænis guð-
dóminum eða hann hefði orðið fyrir dul-
rænni reynslu. Björg hefur kosið að láta
málverk sitt vera á hvolfi, snúa öfugt, og sú
staða gerir það kunnuglegt en um leið fram-
andi. Við könnumst við formin, hálfpartinn,
en vitum samt ekki hvað þetta er. En ef við
snúum málverkinu við, líklega í þá stöðu
sem það hefur verið í þegar það var málað,
þá er auðsætt að myndin er af stórum púða
hjá litlum púða. Og báðir eru röndóttir. Um
leið erum við komin að aðferð Baselitz, þótt
ekki verði sagt um Björgu að hún fylgi
„Schlechte Bilder stíl“ eða Slæmramynda-
stíl. Nei, Björg er afar ráðsett og hún rasar
ekki að neinu. Jafnvel ást hennar á málverk-
inu er í ætt við skynsemistrú, hagkvæmni.
Af þessum ástæðum skiptir niðurröðunin
hana jafn miklu máli og blöndun litanna.
Samningin eða kompósisjónin er jafn hlut-
kennd og hún er hljómræn. Augað ber litina
eins og fingur snerta nótur píanósins þannig
„að siðfágun sálarinnar næst með því að láta
fínu tóna hennar sjálfrar titra" eins og
Kandinsky sagði.
Björg notar ýmsar aðferðir til að láta tóna
sálarinnar í áhorfandanum titra. Ein aðferð-
in er sú að beita mætti vindsins. Það er ekki
að ástæðulausu að fjórar myndir hennar
heita / blœnum. Sú sem er númer 8 er lang
best. Hin sterklegu form eru fengin með
hörðum rauðum dráttum. Drættirnir eru
rofnir til þess að auka belgingu efnisins, hina
listrænu sveiflu.
Þennan leik klæða og þvotts sem hangir til
þerris þekkja þeir vel sem hafa komið til
Lissabon. Utan á flestum húsum eru leiksýn-
ingar af þessu tagi. Og golan af Tagusfljótinu
er eins og af guði gerð til að gera leikinn jafn
listrænan og sængurföt og hvers kyns flíkur
eru færar um að engjast á sviði undir glugg-
um.
Fjarri fer samt að ég ætli að líkja saman
raunveruleika laka í Lissabon og eðli listar á
íslandi. Hinn vil ég benda á: hið alþjóðlega
sem er í blænum.
Og úr því við töluðum í upphafi um upp-
runa listaverka, þá er ekki úr vegi að bera
saman í huganum teikningarnar sem núna
eru í Borg og bréfhengslin sem sýnd voru í
Norræna húsinu: bréfteppin. Því að svo virð-
ist vera sem þau hafi setið fyrir, eða þau séu
fyrirsætur teikninganna.
Listaverkin æxlast þannig. Og þá er lista-
verkið oftast listrænna en fyrirsætan. Lista-
verkin og fyrirsæturnar eru aftur á móti jafn
litrík. Mér liggur við að segja að í litinn sé
kominn einhver síðbúinn meyjareldur, rauð-
ur og blóðheitur. Og það er hann jafnvel í
mýkt púðanna. Kannski af því að þeir eru
loksins komnir á hvolf í stofunni. Það fer vel
á því og allt í lagi meðan þeir fara ekki að
fljúga út um glugga, með vængi í stíl við þá
sem eru á hlutum og mönnum Jóhönnu
Bogadóttur.
„Björg er afar skyn-
söm og hún rasar ekki
að neinu. Jafnvel ást
hennar á málverkinu
er í aett við skyn-
semistrú, hag-
kvæmni," segir
Guðbergur Bergsson
ma. ( umfjöllun sinni.
BARNABÖKMENNTIR
Frank og Jói
Um eða yfir 30 bækur hafa komið út hér-
lendis um Frank og Jóa, og á einni bókar-
kápu er hlaðið á þær lofi að mati útgefanda:
„Allar sögurnar um Frank og Jóa eru við-
burðaríkar og spennandi frá upphafi til
enda. Þeir þeysa á mótorhjólum, aka í bílum,
fljúga í flugvélum og þeysa um í hraðbátum
í eltingaleik sínum við harðvítuga bófa og
bófaflokka. Og er barátta þeirra tvísýn, og
ógnir úr öllum áttum bíða þeirra stundum
við hvert fótmál...“
Ef marka má skyldleika fólks eftir stíl og
frásagnaraðferð verður ekki betur séð, en
höfundur þessaa sagna, Franklin W. Dixon,
og Carolyn Keene, höfundur Nancy-bók-
anna, séu af sömu ætt, jafnvel ein og sama
persónan. Og víst eru uppsláttarrit ekki til
mikils fróðleiks; Oxford Companion getur
þeirra t.d. með tveimur línum, og gagnstætt
flestum öðrum höfundum er ekki getið fæð-
ingarárs þeirra og/eða dánarárs, rétt eins og
þau hafi aldrei fæðzt. Því má svo bæta við, að
eitt og sama fyrirtœki á höfundarréttinn.
Sögurnar um Frank og Jóa hefjast yfirleitt
í heimaborg þeirra í Bandaríkjunum, en af
einhverjum ástæðum hafa fjölmargir glæpa-
menn viðkomu þar, rétt eins og allir skúrkar
Islands færu um Borgarnes eða Bíldudal,
ellegar þyrptust til Hafnarfjarðar að stunda
iðnaðarnjósnir, innbrot, fölsun o.s.frv. Þeir
bræður ferðast síðan til annarra borga og
ýmissa landa til að elta bófa, og einu sinni lá
leið þeirra til íslands.
Frank og Jói eru synir Fentons Hardýs
leynilögreglumanns. Jói var „Ijóshærður, 17
ára piltur” og hafði dálæti á „hinni fjörmiklu
og dökkhærðu Júlíu". Frank var hins vegar
„dökkhærður, 18 ára“, og „hin liðuga, ljós-
hærða Kalla var eftirlætisfélagi Franks". Því
má svo bæta við, að annar bróðirinn var ör
í lund, en hinn rólegur og íhugull og vill raun-
ar víxlast í hita leiksins, hvernig hvor um sig
er skapi farinn. Þeir bræður vinna ekki
handtak, en fást sífellt við glæpamenn, sem
einskis svífast. I einni sögu verða drengirnir
og félagar þeirra fyrir mörgum líkamsárás-
um: þeim er ógnað með hnífi og byssu, verða
fyrir gaseitrun, einhver fitlar við flugvél
þeirra, ósvífinn ökufantur neyðir bíl þeirra út
af vegi, felld er á þá skipsbóma o.s.frv. Og
þannig gengur lífið í öllum þessum sögum,
en ævinlega sleppa þeir lítt sárir, blása ekki
úr nös og berja reyndar á sér eldri mönnum.
Þeir eru á sama báti og Nancy, nema hvað
bófarnir eru harðleiknari og uppfinninga-
samari við þá en stúlkurnar.
Flestar sögurnar um Frank og Jóa eru illa
þýddar. Hér skulu tekin dæmi úr Leyndar-
málinu um hvalina, sem heitir á frummálinu
Mystery of the whale tattoo. Þýðingin er
orðfátæk og ber þess vitni, að þýðandi hefur
ekki lagt sig fram um að finna orð við hæfi:
„Frank leitaði æðislega um allt svæðið. . .“
og „Unga fólkið steig út himinlifandi eftir vel
heppnaða reynslu...“ Of víða er notaður
lýsingarháttur nútíðar og setningaskipan að
öðru leyti sniðin að enskri fyrirmynd: „Þeir
dreifðu sér... hrópandi á Jóa, leitandi með
vasaljósum...“ eða: „Sid Sólo ók þegjandi til
baka með Knocker við hlið sér, strjúkandi
sér um annan vangann."
Frank og Jóa-sögurnar eru sama marki
brenndar og bækurnar um Nancy: æsilegar,
hroðvirknislega samdar og þýddar, and-
lausar og færa lesendum ekkert nema af-
þreyingu stutta stund, og naumast það. Ég
hygg að hér eigi við orð hins ágæta fræði-
manns Símonar Jóh. Ágústssonar: „Flestir
höfundar barnabóka vanmeta mjög skilning
barnanna og löngun þeirra og getu til að
læra. Mörg þessara rita örva í engu ímyndun
né hugsun barna né fá þeim hæfileg við-
fangsefni. Fegurð, göfgi eða mikilleika
mannlegra örlaga er þar hvergi að finna.
Börnin þroskast ekkert á lestri þeirra, heldur
sljóvgast. Þær eru sem hálfvolgt te eða
klígjugjörn sætsúpa. Þær draga úr löngun
barnsins til að lesa og hugsa."
HELGARPÓSTURINN 19