Helgarpósturinn - 31.10.1985, Side 20

Helgarpósturinn - 31.10.1985, Side 20
„Flestar vildu bara sœnga meö mér eina nótt og voru hrœddar viö aö sjdst meö mér nœsta dag." „Þaö eru alltaf sömu þrjdr spurning- arnar: Hvaö viö erum aö gera d Islandi, hvencer viö œtlum aö ýta d atómtakk- ann og hvern- ig viö séum í rúminu." „Ég varö mjög hissa þegar ég só súkku- laöi selt í sjoppum undirheitinu „negrakossar" Er ísland paradís fyrir blökkumenn þar sem allir kyn- dómafordómar eru víðs fjarri? Eða er landið gegnumsýrt af hatri og þekkingarleysi gagnvart öðrum kynstofni en okkar eigin? Blökkumenn eru ekki algeng sjón á götum Reykjavíkur, því síður í öðrum þéttbýliskjörnum landsins. Því hefur meira að segja verið haldið fram að leynilegur samningur hafi verið í gildi milli íslenskra stjórnvalda og bandarískra, að svertingjar gegndu ekki herþjónustu á Keflavíkurflugvelli. En það er reyndar firra og allmargir blökkumenn eru í varnarliðinu. Helgarpósturinn ræddi við tvo úr röðum þeirra um dvölina hérlendis, viðmót ís- lendinga í þeirra garð og ekki síst hvernig þeim vegnaði í samskiptum sínum við íslenskt kvenfólk. Blaðið ræddi einnig við þrjár íslenskar konur sem hafa verið í tygjum við blökkumenn á íslandi og heillast meir af þeim en hvítum. Uppfylling ameríska draumsins „Oftast nær komum við einir okk- ar liðs í bæinn, en förum sjaldan ein- ir heim,“ sagði annar svertinginn. „Þegar ég kom hingað fyrst fór ég ekki á ball í þrjá mánuði, en hlustaði á svarta félaga mína lýsa ævintýrum sínum í bæjarferðunum. Þeir sögð- ust allir hafa hitt fegurðardísir sem vildu samrekkja þeim og höfðu varla undan að skrifa niður símanúmer og heimilisföng. Oft voru sögurnar svo kryddaðar að mér fannst mikið til koma hvað þeir höfðu frjótt ímyndunarafl og sagði þá bara við þá: „Já, já og svo hafið þið sennilega bara sofið á rútustöðinni og látið ykkur dreyma þetta allt saman. En svo fór ég á sjálfur á ball og viti menn! Sögur þeirra voru kannski bragðbættar, en ekki langt frá sann- leikanum. Þetta var líkast því að lenda í negra-paradís. Stundum komum við með hvítum félögum okkar á dansstaðina og á meðan þeir horfðu öfundsjúkir á, vorum við hinir svörtu komnir með eina eða tvær ljóskur upp á arminn. Þarna vorum við allt í einu staddir mitt í uppfyllingu ameríska draums- ins: Fallegar ljóskur með blá augu og flestar forvitnar um það hvernig svertingjar eru í rúminu! Fyrst í stað var eins og rynni á mig víma og fyrstu tvo mánuðina fór ég með fimmtán stelpum heim. Flestar vildu bara sænga hjá mér eina nótt og voru hræddar við að sjást með mér daginn eftir og dró það nokkuð úr sælunni. Ef kona skammast sín ekki fyrir að sofa hjá mér, finnst mér aumkunarlegt að hún skuli skammast sín fyrir að sjást með mér á götu og það var af þeim ástæðum sem ég batt ekki trúss við neina. Oftast nær voru það þær sjálfar sem komu til mín og hófu samræður og hirtu mig jafnvel upp af götunni, með þeim orðum að þær vildu fá mig heim með sér. Svei mér þá! Ég held áð ljótasti maður veraldar gæti fengið upp- reisn æru hér á Islandi! Hann þyrfti bara að fara á ball svona einu sinni og þá væri sjálfstraustið komið í lag. Það er að segja ef hann væri svart- ur.“ „Á íslandi eru svertingjar kynjaverur'' Hinn svertinginn sem HP ræddi við var ekki eins hátt uppi í skýjun- um, en viðurkenndi þó að Island væri líkast undralandi. „Við hljótum mikla athygli hér, sem við fáum yfirleitt ekki i Banda- ríkjunum og getur það oft stigið mönnum til höfuðs," sagði hann þegar blaðamaður bar undir hann orð félaga hans. „íslendingar eru ekki vanir svörtum mönnum og eru því forvitnir um okkar hagi. Oft get- ur þetta verið hvimleið forvitni og verðum við þá fyrir ýmiskonar átroðningi á böllum. Drukkið fólk þrífur oft í okkur og vill þá gjarnan tala um stjórnmál og stríð eða lýsa því yfir í klukkutíma ræðu hversu velkomnir við séum á íslandi. Hvort tveggja er jafn leiðinlegt. Enginn vill vita neitt um Banda- ríkin. Það eru alltaf sömu þrjár spurningarnar: Hvað við séum að gera á íslandi, hvenær við ætlum að ýta á atómtakkann og hvernig við séum í rúminu. Og það eru ekki ein- ungis konur sem spyrja okkur að því. eftir Lilju K. Möller mynd Jim Smart ■ Ég myndi ekki beint kalla þetta kynþáttahatur, heldur fáfræði. ís- lendingar hafa ekki umgengist svarta fyrr og vita því ekki hvernig þeir eiga að hegða sér gagnvart þeim. Þeirra hegðun kemur því beint úr sjónvarpinu, eða nýjustu mynd sem þeir hafa horft á. í flugvélinni á leiðinni hingað spurði mig leiðsögumaðurinn hvort ég væri góður dansmaður og bætti því við, að ef ég væri það gæti ég dregið að mér kvenmenn eins og flugur. Ég er oft spurður að því hvort ég kunni ekki breakdans. A íslandi eru svertingjar kynjaverur sem allir horfa stórum augum á og forvitnast um eða vilja bara hreinlega lemja í klessu. Af því einu að vera svartur hef ég fengið meiri athygli á íslandi en mig hafði nokkurn tíma dreymt um. Fólk hér er svo ofboðslega forvit- ið og stelpur og jafnvel karlmenn ganga oft á eftir okkur til að seðja forvitni sína. Flestir eru forvitnir um það hvernig við séum í rúminu og það er ekki erfitt að næla sér í fé- lagsskap, ef við erum þannig skapi farnir. Kannski hefur vinkona ein- hverrar stelpu, sem hefur verið með svörtum, sómasamlegum manni, hlustað á hana tala um það og þar með forvitni hennar vaknað. Oft byrjar það þannig. Yfirleitt leggja svartir sig fram um kurteisi og und- irgefni til þess að tryggja að fólk áfellist ekki allan kynstofninn vegna einhverrar skyssu sem þeim varð á að gera. Þar að auki erum við bældir í hernum og verðum að varast allt rifrildi og slagsmál. I Bandaríkjun- um er þetta öðruvísi, því þar vita menn að hver og einn ver sinn heið- ur og konu sinnar. Hér geta menn oft gengið nærri okkur með alls- kyns ósvifni, sökum þess að Banda- ríkjastjórn er hrædd við hneykslis- mál, svo sem yfirskrift í dagblöð- unum: „Amerískur hermaður lumbrar á íslendingum í Þórskaffi". Ef einn okkar sleppti sér eftir að hafa sætt móðgunum, gæti það orð- ið að þjóðarmáli. Einnig eigum við það á hættu að verða reknir úr hern- um eða settir inn fyrir það eitt að verja heiður okkar. Við verðum því að sætta okkur við ýmislegt, sem gæti orðið margra manna bani í Bandaríkjunum. Ég varð t.d. mjög hissa þegar ég sá að súkkulaðí var selt í sjoppum undir nafninu ,,negra-kossar“. Slík verslun í Bandaríkjunum yrði brennd til grunna á opnunardegi, því svartir vilja ekki láta kalla sig negra. Hvítir menn, jafnt Ameríkanar sem íslendingar, eru oft afbrýðisam- ir út í okkur sem erum svartir, vegna þess að það er auðveldara fyrir okk- ur en þá að ná í kvenmenn hér. En þeir ættu þó að athuga sinn gang, því það skiptir ekki máli hversu auð- velt það er að finna stelpu. Ef þú kemur ekki heiðarlega fram við þær og af virðingu, verður þú ekki lengi að fjúka, svartur sem hvítur. Þær eru bara að leita að einhverju sem er frábrugðið frá íslenskum karlmönnum. Islenskir karlmenn koma yfirleitt ekki virðulega fram við þær og haga sér oft eins og drukkin flón. Það er orðið ansi slæmt ef ljótasti maður veraldar gæti gengið út, bara vegna þess að allir þeir fallegu eru of ruddalegir!" „Kynþáttahatur í algleymingi" HP hafði einnig samband við þrjár ónafngreindar konur sem hafa dálæti á svertingjum og fékk þær til þess að ræða um það hversvegna þær heillast af svörtum mönnum frekar en hvítum. „Það eru tvö ár liðin síðan ég hitti fyrsta svarta manninn sem ég fór út með og ég hef ekki tekið eftir hvít- um síðan, ekki frekar en draugum, líkt og þeir væru ekki til,“ sagði ein konan. „Ég veit ekki sjálf ástæðuna fyrir því og á bágt með að svara hversvegna. Mér finnst þeir fallegir, húðin eða liturinn. Það eru allir að sækjast eftir því að verða brúnir af sól eða lömpum og mér finnst eðli- legt að heillast af lit þeirra. Þetta er bara eitthvað í blóðinu, eitthvað óumflýjanlegt. Svertingjar eru meira sexí, eða dýrslegri og frjálslegri en hvítir menn. Þeir eru óheftir í framkomu og þora að sýna kvenmanni aðdá- un. Þar sem þeir eru óhræddir, eru þeir góðir elskhugar og sanna karl- mennsku sína með því að gera kon- una ánægða í rekkjunni. Það hefur ekki svo lítið að segja, því kynlíf verður að vera í lagi þegar um sam- band karls og konu er að ræða. Þeir hvítu menn sem ég hef kynnst, hafa látið ljómann vara einungis á fyrsta kynningarskeiðinu, en svo hefur allt runnið út í sandinn eftir það tímabil. Svertingjar virðast fylgja frumeðli mannsins, að kona sé kona og karl sé karl. Þeir eru karldýr og þegar ég er nálægt þeim finn ég til kvenleik- ans í sjálfri mér. Með óheftri karl- mennsku sinni geta þeir laðað kven- dýrið fram í mér og mér finnst gott að finna til þess að ég sé kona. Þó ég sé sjálfstæð hef ég aldrei 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.